Dagur - 10.01.1962, Blaðsíða 7

Dagur - 10.01.1962, Blaðsíða 7
7 Hugleiðingar um dýraverndun Furðuleg vanræksla FIMMTUDAGINN 7. desember sl. birtist í „Tímanum" ágrip af aðalfundi Sambands dýravernd unaiféiaga íálands (S. D. í.). — Höfðu fréttamenn blaðanna haft tal af helztu foi’ystumönnum S. D. í. og frétt af starfi þeirra og áhugamálum, og er gott eitt um það að segja, svo langt sem það nær. En þó var þar eitt atriði, sem vakti athygli mína og furðu, svo að eigi verður hjá því komizt að fara um það nokkrum orðum. — Var það á þessa leið: „SDÍ sótti einnig um fjár- ■hagsaðstoð til að styrkja þá að- ila, sem tækju að sér (leturbr. mínar. G. S.) að fjarlægja girð- ingarspoíta, vírflækjur, gamlar girðingar og járnarusl frá tím- um setuliðanna, af víðavangi, og var fjárhagsaðstoð þessi veitt síðsumars . . .“ Þessi frétt varð til þess að i’ifja upp fyrir mér sorgarat- burð, sem gerzt hafði suður í Mosfelissveit sl. vor, og var birt af því frásögn með mynd í „Tímanum“ 16. maí 1961. Var myndin af einni þessari gadda- vír-sgirðinga-flækjum, sem setu liðáherirnir settu upp víðs vegar um land fyrir allt að 20 árum. En í girðingarflækju þessari hékk rammflækt og fjötruð og löngu dauð veturgömul kind, og er óþarfi að rekja örlög hennar frekar. Þegar eg sá mynd þessa, varð eg meira en lítið forviða og undrandi á því, að eigi skuli fyrir lör.gu vera búið að fjar- lægja og hreinsa algerlega burt allar þess háttar girðingaleifar og gaddavírsflækjur hernáms- áranna, sem að allra dómi og margra reynslu eru hin mestu og verstu háska- og kvalatæki öllum kvikfénaði, eins og mörg dæmin einnig sanna. Auðvitað bar bændum brýn skylda til að hreinsa þennan ófögnuð rækilega úr heimahög- um sínum og haglendi þegar -hurj.ÍQr setuliðsins, og það éntlufgjaldslaust. Qg vaeii íþ&t'ta trassað, bar stjórn SDÍ aúðvi’tað að vera hér vel á verði — og það tafarlaust, — og sjá um að þetta væri gert! — Og nú virð- ist sém svo sé — eftir allt að því 20 ára umhugsun. Óefað hafa allmargar kindur, og einnig annar kvikfénaður, slasast og látið lífið með kvala- fullum dauðdaga á þennan hátt, ■enda ýms dæmi kunn. Mér er jþvá spurn: — Hvað hafa bænd- ur — og SDÍ — hugsað öll þessi ár? Samkvæmt þeim gögnum, sem eg hef úr að spila, virðist svarið hljóta að verða harla neikvætt. — Hér hafi alls ekki verið hugsað. — Og þó er mér kunnugt, að sumt af þesSum setuliðsgirðingum og víraflækj- um var svo að segja rétt við bæjarvegg bænda — og fyrir allra augum, og er því eigi um annað en hreinan trassaskap að ræða. Síðan atburðir af þessu tagi voru orðnir að blaðamáli og sannaðir með myndum, var eigi lengur annað fært en að sinna þeim á einhvern hátt, — enda sækir þá SDl um fjárstyrk handa þeim mönnum (?) sem nú loks virðast eiga að fara að sinna gömlum skyldustörfum sínum, sem vanrækt hafa verið í áratugi. Með línum þessum vil eg fast- lega skora á allar þær deildir SDÍ, sem hér starfa, - og einnig alla þá bændur, sem ekki hafa hér hreint mjöl í pokahorninu, að hefjast nú handa tafarlaust og hætta eigi fyrr en gerhreins- aðir eru heimahagar þeirra og nærlendur bithagi, svo að bú- fénaði stafi eigi framar hætta af ósóma þeim, sem hér hefur verið skýrt frá og gerður að umtalsefni. Samtímis bæri bændum að athuga vel allar nauðsynlegar girðingar sínar. Er hreinasta vanvirða, hve það hefur verið trassað og vanrækt víðs vegar um land fram á síðustu tíma. Sérstaklega vil eg minnast á tveggja-strengja girðingarnar, sem alls staðar hafa reynst illa. Búpeningur þykist þar sjá sér leik á borði: Hestar reyna að stökkva yfir þær, en bæði kýr og kindur smjúga þær og fest- ast þá í vírunum og rífa sig lausar með meiri og minni skemmdum og siysum. Vírar slitna því títt niður, og staurar brotna af átökunum, og svo er allt látið liggja og bíða nýrra , slysa^’áður en að' -er .komið og skepnum bjai'gað • úr slysa- gildrunni. Eg mun ekki nefna nein dæmi að þessu sinni, enda mun mörg- um bændum þetta svq kunnugt, að þess gerist engin þörf. Og það mun eg einnig því aðeins gera, að ráðist verði að mér út af greinarkorni þessu og vé- fengd ummæli mín. Lýk eg svo máli mínu að sinni. Akureyri í janúar 1962. Guðni Sigurðsson. Útför íöður okkar FRIÐRIKS JÓNSSONAR frá Hömrum sem andaðist 5. þ. m., verður gerð frá Akureyrarkirkju laugardaginn 13. janúar næstk., og hefst athöfnin kl. 1.30 e. h. Ásta Friðriksdóttir, Þorbjörg Friðriksdóttir, Páll Friðriksson. Sími 1500 I Afgr. opin fi’á kl. 6.30 e. h. \ Hin heimsfræga stórmynd: É KiSJNN I (GIANT.) 1 verður sýnd í kvöld (miðviliudag kl. 8.30.) i Tekið á móti símapöntunum = fyrir nærsveitir og bæjarbúa i kl. 5,30 til 6,30 sama dag í i síma 1500. f Þar sem filman er lofuð til \ sýninga annars staðar um í helgina, verður síðasta sýn- \ ing', að þessu sinni á i fimmtudagskvöld 11. janúar. = Vegna óvenjulegrar aðsókn- = ar, svo að ekki verður hægt i að fullnægja eftirspurn, mun' E um við leggja kapp á að fá i myndina aftur til sýninga \ með vorinu. BORGARBÍÓ. ii .•miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiuiiiiiiiiiiiiimiiiiT - Barnasamkoffla ... (Framhald af bls. 5) miklu vinnu vel borgaða, er kon- urnar lögðu á sig, og ala þá von í brjósti, að þctta fólk muni, er það vex upp, eiga sér bjartari framtíð og kuima að skeinmta sér á fegurra hátt en þeir, sem ömur- lcgri höfðu húsakostinu í upp- vexti. l>að er trú mín, að svo muni verða, og væri þá engu fé ofvarið til félagsheimiianna. Einn cif boðsgestnm. — Eg mætti manninum þín- um í gær. En hann sá mig ekki. — Eg veit það. — Hann sagði mér það í morgun. — En Hinrik, það er svei mér fullt af villum í matreiðslubók- inni! — Já, eg veit það, elskan mín. Eg hef bragðað á þeim öll- um! — En Þura, ertu komin strax aftur úr fína jobbinu þínu í Reykjavík? — Já, pabba fannst það alltof dýrt að láta mig sjá fyrir mér sjálf. — Heldurðu að þú getir lifað á launum mínum, ef við giftum okkur? — Já, kannske. — En á hverju ættir þú þá að lifa? □ Rún.: 50621107 = Frl.: I. O. O. F. Rb. 2 — 1111108(4 Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. Sálmar nr. 99 — 327 — 608 — 102 — 97. — P. S. Sunnudagaskóli Ak.kir-kju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. — 5—6 ára börn í kapell- unni, 7—13 ára börn í kirkj- unni. ®Fundur í Drengja- deild M. 8 e. h. á fimmudaginn í kapellunni. — Mun- ið eftir Nýja-Testamentinu. — Fundur í Aðaldeild n.k. þriðju- dagskvöld. Ðrengjafundir byrja aftur á Sjónarhæð n.k. mánudag kl. 6 e. h. Skemmtileg framhaldssaga lesir.. — Allir drengir vel- komnir. Möðiruvallakl.prestakall. Séra Björn O. Björnsson, Hrafnagils- stræti 34, Akureyri, hefur verið settur til að þjóna kallinu um nokkurra mánaða skeið, sími hans er 2498. — Messað á Bakka n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Zíon. Sunnudaginn 14. jan.: Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Sam koma M. 8.30 e. h. — Allir vel- komnir. LeiMélag Akureyrar sýnir Bör Börson 11., 12. og 13. þ. m., aðallega fyrir utanbæjarfólk, sem ekki komst vegna ófærðar fyrir jólin. — Þetta munu verða síðustu sýningarnar á þessu vinsæla leikriti. — Miðasala er í Samkomuhúsinu kl. 3—5 e. h., og klukkutíma fyrir sýningu leikdagana, sími 1073. I. O. G. T. — Stúkan ísafold- Fjallkonan nr. 1 heldur afmæl- isfund að Bjargi n. k. fimmtu- dag kl. 8.30 e. h. — Fundar- efni: Vígsla nýliða, afmælisins minnst, upplestur, spurninga- þáttur, lei-krit. — Eftir fundinn verður spilað Bingó. Góð verð- laun. — Ágóðir.n rennur til Friðbjarnaihúss. — Félagar í stúkunni Brynju nr. 99 eru sér- staklega boðnir á fundinn. — Æðstitemplar. 'Hjúskapur. Þann 7. janúar sl. voru gefin saman í hjónaband brúðhjónin Selma Jóhannsdótt- ir frá Sandvík, Hauganesi, og Stefán Baldvin Hermannsson, verkamðui’ frá Syðra-Kamb- hóli. Hjúskapur. Nýlega voru gef- in saman í Miðgarðakirkju í Grímsey brúðhjónin ungfrú Sigrún Sigurðardóttir frá Kaupangi og Pétur Eggerts sjó- maður frá Vallakoti, Grímsey. Heimili þeirra er í Sandgerði í Grímsey. Hjúskapur. Hinn 30. des. s.l. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju af séra Jóni Bjarman ungfrú Ásta Sigurðar- dóttir, Strandgötu 25 B, Akur- eyri, og Ingimar Eydal, hljóm- sveitarmaður, Hlíðargötu 8. — Heimili þeirra er að Hlíðar- götu 8. Hjónavígslur í Vallapr.kalli. Þann 22. des. voru gefin saman í hjónaband að Völlum brúð- hjónín: Þórir Ottó Bjering Jak- obsson, Görðum, Dalvík, og Kristín Geirlaug Gunnlaugs- dóttir, Fögruvöllum, Glerár- þorpi. — Þann 24. des. voru gefin saman í Dalvíkurkirkju brúðsjónin: Gunnar Björgvin Arason, stýrimaður, og Álíhild- ur Gestsdóttir. Heimili þeirra er að Hólavegi 9, Dalvík. — Þann 30. des. voru í Dalvíkur- kirkju gefin saman brúðhjónin: Sigurður Jónsson og Alda Ey- gló Kristjánsdóttir. Heimili þeirra er að Goðabraut 11, Dal- vík. — Á gaml-ársdag voru þessi brúðhjón gefin saman: í heima- húsum: Ingimar Eydal Lárus- son og Guðmunda Sigríður Oskarsdóttir. Heimili þeirra er að Bárugötu 5, Dalvík. — í Dalvíkurk.: Jóhann Kristinn Daníelsson, kennari, og Gíslína Hlí’f Gísladóttir. Heimili þeirra er að Bárugötu 1, Dalvík. — í Vallakirkju: Helgi Heiðar Björnsson, vélstj., og Sigrún Friði'iksdóttir. Heimili þeirra er að Smáravegi 8, Dalvík. — Á nýjársdag í Dalvíkurk.: Brynjar Friðleifsson og Svandís Ingj- aldsdóttir. Heimili þeirra ei' að Karlsrauðatorgi 14, Dalvík. Væntanleg fermingarbörn í Akureyrarsókn 1962 eru beðin að koma til við.tals í kirkju- kapellunni, sem hér. segir: Til séra Birgis Snæbjörnssonar fimmtudaginn 11. þ. m. kl. 5 og til séra Péturs Sigurgeirssonar föstudaginn 12. þ. m. kl. 5. — Sóknarprestar. Frá Mæðrastyrksnefnd. — Þökkum bæjarbúum hjartan- legar móttökur og höfðinglegar gjafir til jólasöfnunarinnar. — Ennfremur sérstakar þakkir til skátaforingja Tryggva Þor- steinssonai' og skátanna fyrir ómetanlega hjálp. Gjöf til kvennadeildar Slysa- varnafólagsins. Kr. 1000.00 frá gamalli konu og kr. 500.00 til sjúkraflugvélarinnar frá S. Þ. Beztu þakkir. Sesselja. Aheit á Akureyrai-kirkju. Kr. 1000.00 frá ónefndri konu. — Hjartans þakkir. Sóknarnefnd. Spilaklúbbur Skógræktarfé- lags Tjarnargerðis og bílstjóra- félaganna. Spilakvöld okkar hefjast á ný með félagsvist í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 14. jan. kl. 8.30 sundvíslega. Til systranna, SauðárkróM. Kr. 500.00 frá J. M. Á. — Kær- ar þakkir. — P. S. Hjónaefni. Á jóladag opinbei'- uðu trúlofun sína Aðalbjörg Jónsdóltiii, LögþergQgþtp, og Tryggýi’ Pálsdön,' xafv./ Iiöngú- mýri 30. — Nýlega opinberuðu trúlofun sína María Svein- björnsdóttir, starfsstúlka POB, og Guðmundur Steingrímsson, sjómaðui’, Akureyri. Slysavarnafélagskonur, Akur- eyri. Fjáröflunardagur deildar- innar verður sunnudaginn 28. janúar. Gjafir til L.ögmaimshl.kirkju. Á jóladag fékk Lögmannshlíð- arkirkja fagrar gjafLr: Tv.o kertastjaka á altari ásamt róðu- kross. Er það minningargjöf um Svanberg Sigurgeirsson, fyrrv. vatnsveitpstjóra, dáinn 11. júní 1961, og fyrxi konu hans, Guð- rúnar Sigurðardóttur, d. 4. febr. 1926, og gefendur eru börn þeirra Sigurður, Fanney, Lauf- ey og Sigurgeir. Gjöfinni fylgdi áletraður silfurskjöldur. — Sama dag v ar tekið í notkun nýtt rykkilín, og er það gjöf frá tveim konum í söfnuðinum, Sigþrúði Gísladóttur, Lög- mannshlíð, og Hélgu Péturs- dóttur, Bergi, Glerárþorpi. — Við guðsþjónustuna var gefend um þakkað fyrir hugulsemi og vináttu í garð kirkjunnar og blessuð minning hinna látnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.