Dagur - 10.01.1962, Blaðsíða 6

Dagur - 10.01.1962, Blaðsíða 6
6 r Fréttir frá Söluhorfur í USA. Bjarni V. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Iceland Products í Steelton í Pennsylvaníuríki, hefur verið hér heima undan- farna daga til að raeða við for- ráðamenn Sambandsins um væn legar fisksölur á næsta ári. Bjarni segir markaðshorfur góð- ar, ef frá sé skiiin ýsan, sem enn þá er í eins konar öldudal. Samt hafa verið gerðir sölusamn ingar um nokkurt magn af 1 lb. ýsu til Bandaríkjanna. Samning- ar hafa einnig verið gerðir um verulegar þorskblokkarsölur og koma nú í spilið' enn nýjar stærð ir af blokkunum. Hinar breyti- legu stærðir á blokkunum hafa valdið frystihúsamönnum mikl- um höfuðverkjum, en þeir verða þó að gera sér grein fyrir því, að okkur er lífsnauðsyn að fylgja þeim kröfurn, sem kaupendurnir gera. Það veikir mjög aðstöðu okkur á markaðnum, hve svifa- seinir við erum að taka upp nýj- ungamar, og oft tefur það fyrir, að við framleiðum skakkar stærð ir af blokkum, og erum allt of seinir að átta okkur á breyting- um. Smæð og fjöldi frystihús- anna, lélegar samgöngur og erf- iðleikar á afgreiðslu og fram- leiðslu umbúða gera þetta vanda mál líka einstaklega erfitt. Við megum samt aldrei gleyma, að á viðkvæmum og þröngum mark aði verðum við að framleiða það, sem kaupandinn vill kaupa. Ef við gerum það ekki, þá eru hundrað aðrir reiðubúnir til þess. Bjarni segir, að enn þá séu Islendingar eftirbátar Kanada- manna, að því er varðar lögun og gæði fiskblokkanna. Hér á hann aðallega við frágang og framleiðslu blokkanna, en ekki hin raunverulegu fiskgæði. Við fáum betri fiskinn í hendurnar, en mikið vanti á það, að vinnu- brögðin séu sambærileg hjá okk- ur og vinum okkar í Kanada. Sala á 5 lbs. 'og Jumbó-pakkn- ingum af þorski hefur aukizt mikið á sl. ári, þrátt fyrir það, að þróunin stefni að því, að sí- fellt aukist neyzla á tilbúnum fiskréttum. A næsta ári verður því lögð enn þá mjög mikil áherzla á framleiðslu þessara iiiiiisiiistiiiiiiiiiiiaiiiiitiisiisiiiiisaisiaiiiiiiiiiiiiiiii | DAUMSLYSIIV Á | I LIÐNU ÁRI Í SKÝRSLUR herma, að á síð- asta ári hafi orðið fleiri dauða- slys hér á landi en í fyrra, eða 64 talsins. Þessi slys flokkast þannig: Af skipum og bátum drukkn- uðu 15 manns. Aðrar drukkn- anir 19. Bifvélaslys urðu 14, þar af 2 dráttarvélaslys. Slys af völdum elds 4, af völdum áverka 2 og 1 af há- spennulínu. Okunnugt er um 2. Hjálparstarf. Tryggvi Helgason flugmaður á Akureyri flaug með 64 sjúkl- inga í 61 ferð frá 18 stöðum, einkum á Norður- og Norð- austurlandi. Á flugvélum Björns Pálssonar var, fluttur 161 siúklingur. Árið 1961 er í tölu stærri slysaára. □ pakkninga. Áður en Bjarni flaug vestur um haf, bað hann fyrir kveðjur og árnaðaróskir til for- ráðamanna allra frystihúsanna, og heitir hann á þá' að duga nú sem bezt á nýja árinu, svo Sam- bandsfiskurinn megi njóta vax- andi vinsælda á hinum víðáttu- mikla markaði í Vesturheimi. Okkur vantar skip. í haust hafa verið miklir örð- ugleikar á því að koma afurð- unum á markaðinn. Mest hafa vandræðin verið með fiskimjöl, skreið og aðrar slíkar afurðir, en skipavandræðin hafa einnig taf- ið sendingar á freðfiski og refa- fóðri. íslenzku skipin hafa þurft að flytja óvenjumikið af síldar- afurðum vegna hinnu góðu sum- arsíldveiða, en mjög illa gengið að fá leiguskip. Bæði er nú það, að hörgull er á leiguskipum, en einnig hitt, að útlendingana fýsir ekki að sigla við strendur íslands í svartasta skammdeginu. Eim- skipafélagið, sem telur, að Sölu- miðstöðin muni bola sér út úr freðfiskflutningunum, er farið að flytja fyrir útlendinga, og virðist sem þeir flutningar ætli að verða meiri en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. En þrjú skip eru nú föst í þeim flutningum og sigla mikið milli írlands, meginlands- ins og Ameríku. Gárungarnir eru farnir að kalla Eimskip i gamni Eimskipafélag Irlands. Kindur aðstoða útveginn. Hannibal segir, að samvinnu- hreyfingin og verkalýðshreyfing- in séu eins og tvær systur, og er nú ekkert nema gott um það að segja. í okkar landi er oft tals- verður metingur milli sjávarút- vegs og landbúnaðar. Einhvern tíma hef ég þó heyrt þeim líkt við systkin, en sá, sem setti fram þá líkingu, sló þann varnagla, að bæði væru systkinin óvitar. Má víst finna margar líkingar fleiri, en um daginn heyrði ég sögu um beinan stuðning landbúnaðar við sjávarúveginn. Hér er hengdur upp fiskur og kallast skreið. Landslýðurinn hefur fengið óvanalega glöggar fréttir af þessu að undanfömu, bæði úr revíum og nóbelleikritum, og einnig af máli því er spannst um það ,hvort skreið, sem af ein- hverjum ástæðum hefur orðið „þeldökk“, skuli svört kölluð eða ekki. Ut af þessu hafa skekizt ráðherrastólar, hvorki meira né minna, og einnig orðið átök í ein um stjórnmálaflokki landsins. Jæja, skreið er þurrkuð á hjöll- um og í hjöllum eru tré þau, sem spírur nefnast. Landið er nú ekki orðið svo kafloðið af skógi enn þá, að spírur fáist úr íslenzkum trjám, svo vinir vorir í Svíþjóð hagnast á því að selja Mörland- anum spírur, svo hann geti hert þorsk, sem stundum verður blakkur og veldur vandræðum. Spírur þessar eru að nokkru leyti með trjáberkinum á, og veldur það útvegsmönnum og skreiðar- spekúlöntum vandræðum, því þær vilja íúna fyrr vegna bark- arins. Bezt er auðvitað að láta fletta berkinum af, en það er mikil vina og vir.nan kostar pen- inga á Islandi. Einn snjallasti út- vegsmaður suður með sjó tók eftir því, að kindur nöguðu trjá- börkinn af spírum hans, ef þær náðu til hans. Hann gerði sér því lítið fyrir, síðast þegar hann fékk spírusendingu frá útland- inu, að hann lét dreifa spírunum á tún og hleypti síðan kindum nábúans í þær. Þegar rollurnar voru búnar að hreinsa börkinn af því sem þær náðu, lét hugvits maðurinn snúa spírunum til þess, að verkinu mætti ljúka. Síðan lét hann setja spírurnar upp í hjall- inn, barkhreinsaðar og fínar. Ef óvitarnir ynnu bara alltaf svona vel saman. Fiskverð í Bretlandi. Nýlega voru all miklar umræð ur í brezku lávarðadeildinni um íiskverð, með sérstöku tilliti til þess stuðnings, sem brezka stjórnin veitir brezkum útgerð- armönnum. I umræðunum kom það fram, að meðalverð á fersk- um fiski til neytenda í Bretlandi sé hærra en í nokkru öðru landi Evrópu. Upplýst var, að árið 1960 hefði meðalverð á fiski úr búðum í Englandi verið um 18 kr. per lb. Meðalverð í löndum Efnahagsbandalags Evrópu var um 15 kr. per lb., en lægst var það í Hollandi, um 9 kr. per lb. Einn hinna vísu lávarða lét sér eftirfarandi orð um munn fara um aðstoðina við brezku útgerð- ina: „Það er í sjálfu sér ekki tak markið að styðja útgerðina held- ur hitt, að sjá um að bæta að- stöðu hins almenna neytanda. Með öðrum orðum, takmarkið er að stuðla að því að meiri, betri og ódýrari fiskur sé flutt- ur að landi.“ Heimsaflinn. í nýútkominni árbók Matvæla stofnunar Sameinuðu þjóðanna segir, að fiskveiðin 1960 hafi orð ið 37.7 milljónÍT tonna. Eins og mörg undanfarin ár er Japan í 1. sæti sem fiskveiðiþjóð, og varð veiðin þar 6.2 milljónir smálesta, en 5.9 milljónir smá- lesta árið áður. Þetta er í fyrsta sinn, að ein þjóð veiðir meira en 6 milljónir smálesta. I árbók- inni segir enn fremur, að af heild araflanum 1960 hafi 40% verið selt sem ferskur fiskur, 9% hafi verið fryst, og 20% fóru til fiski mjöls- og lýsisverksmiðja, 19% var saltað, þurrkað eða reykt, 9% af aflanum var soðið niður og 3% fóru til ýmissa annarra nota. SELIR 0€ SÍLD Á P0LLINUM UNDANFARNA DAGA voru nokkrir selkópar á Akureyrar- polli og voru þeir lítt hræddir við umferð. Vonandi hefur veiðifýsn rnanna ekki orðið lög- reglusamþykkt bæjarins og lög- hlýðninni yfirsterkari. Á sunnudaginn lá selur á ís- jaka stutt framan við Torfu- nefsbryggju. Bátur fór þar hjá og mjakaði selurinn sér niður á meðan, en skreið upp á jakann þegar báturinn f jarlægðist. Mikil smásíld er á Pollinum um þéssar mundir og munu „kobbar“ ekki hafa þurft að svelta. □ AÐALFUNDUR Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar verður haldinn í Alþýðuhúsmu kl. 1.30 e. h. sunnu- daginn 14. janúar. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Lagabreytingar. 4. Akveðið árgjald félagsins. 5. Samningar við atvinnurekendur. Fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIN. Hreingerniiigar- stúlka óskast nú þegar. EINBÝLISHÚS eða fjögurra herbergja íbúð, óskast til kaups. Tilboð merkt ,.húsnæði“, sendist blaðinu sem fyrst. HERBERGI ÓSKAST til leigu í eða við miðbæ- inn. Uppl. í síma 1162. HERBERGI ÓSKAST Ungur menntaskólanemi óskar eftir herbergi strax. Helzt með einhverjum húsgögnum. Uppl. í síma 1161. SPILAKLÚBBUR Skógiæktarfélags Tjarnar gerðis og bílstjórafélag- anna í bænura. Spilakvöld okkar liefjast á ný aneð félagsvist í Al- þýðnhúsinu sunnudaginn 14. janúar kl. 8.30 e. h. Veitt verða góð heildar- verðlaun auk kvöldverð- launa hverju sinni. Verið með frá byrjun. Mætið stundvíslega. Stjórnin. DREN GJASKAUTAR á skóm, nr. 38, óskast til kaups. — Sími 1668. Góð anglýsiog gefur góðan arð ULLARPEYSU- SETT Brúnir litir. VERZLUNÍN DRÍFA Sími 1521. MUNIÐ góða, þýzka PRJÓNAGARNIÐ. VERZLUNIN HEBA Sími 2772. DÖMUR ATHUGIÐ! Yfirdekki kjólabelti og spennur eins og að und- anförnu. EinnÍ2f hef ég o O nú afgreiðslu fyrir þau í Bamafatadeildinni, Brekkugötu 3. Þórhildur Skarphéðimd. Hafnarstræti 29, Ak. FRÁ LEIKLISTAR- SKÓLA LEIKFÉLAGS AKUREYRAR: Væntanlegir nemendur, sem sækja vilja skólann í vetur láti innrita sig fyrir 15. jan. Upplýsingar gefa Björg Baldvinsdóttir, 1 sími 1697, og Jóhann Ögmundsson, sími 1826.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.