Dagur - 10.01.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 10.01.1962, Blaðsíða 8
11 ■ 111111111■1111111II1111111111•I■ III■1111111111111 Aðalfundur Framsóknarfélagsins FR AMSÓKN ARFÉL AG AK- UREYRAR hélt aðalfund sinn 8. þ. m. Formaður félagsins, Ingvar Gíslason, sagði frá félags starfinu. Reikningar voru lagð- ir fram og samþykktir í stjórn fyrir næsta ár voru kosnir: Ingvar Gíslason, for- maður, Sigurður Óli Brynj- ólfsson, ritari, Jón Samúelsson, gjaldkeri, Björn Guðmundsson og Þorsteinn Stefánsson, með- stjórnendur. Varamenn: Sig- urður Karlsson og Víglundur Pétursson. — Endurskoðendur: Sefán Reykjalín og Baldur Halldórsson skrifstofum. — í blaðstjórn Dags: Ingvar Gísla- son og Arnþór Þorsteinsson. Eftirtaldir menn voru kjörnir í fulltrúaráð Framsóknarfélag- anna, auk stjórnar: Arnór Þor- steinsson, Bernharð Stefánsson, Brynjólflur Sveinsson, Ei'lingur Davíðsson, Gisli Konráðsson, Guðmundur Blöndal, Hallur Sigurbjörnsson, Jakob Frí- mannsson, Ríkai'ð Þórólfsson, Sigmundur Björnsson, Þorleif- ur Ágústsson og Stefán Reykja- lín. Að loknum kosningum urðu fjörugar umræður og tóku þessir til máls, sumir oftar en einu sinni: Frú Helga Jónsdóttir, Ólafur Magnússon, sundk., Arnþór Þorsteinsson, Sigurður Karls- son, Sigmundur Björnsson, Þor leifur Ágústsson, Guðmundur Blöndal, Jón Samúelsson og Ingvar Gíslason. Fundi lauk laust eftir mið- nætti. □ Slökkviliðið kallað út 26 sinnum Ovenjuieg aðsókn SAMKVÆMT upplýsingum Sveins Tómassonar slökkviliðs- stjóra á Akureyri var slökkvi- liðið kallað út 26 sinnum á ár- inu sem leið, þar af var eitt ut- an bæjar. Mikil brunatjón urðu aðeins á þrem stöðum og voru þeir þessir: BSA-stöðin, Aðalstræti 14 (íbúð) og verksæði við Kald baksveg. Að sjálfsögðu var stór brunum oft forðað, bæði af slökkviliði og fyrir snarræði einstakra manna. Að saman- lögðu urðu þó tjón af eldsvoða heldur meiri en árið áður. Slökkvilið Akureyrar hefur tvo slökkvibíla, búna háþrýsti- dælum, sem bærinn á. Auk þess slökkvibíl brunavarna í sýsl- unni, sem búinn er tveim dæl- um. BROTNAR RÚÐUR í VINNUVÉLUM AÐFARANÓTT miðvikudags- ins 3. janúar sl. voru brotnar í'úður í stýrishúsum stórra vinnuvéla í Sandgerðisbót í Glerárhverfi. Þar er um skemmdarverk að ræða. Engu var þarna stolið. Það eru vin- samleg tilmæli lögreglunnar, að það fólk, sem kynni að geta gefið einhverjar upplýsingar um þetta mál, gefi sig fram við lögregluna, sem vinnur að því að upplýsa málið. Vinnuvélar þær, sem skemmdar voru, eru eign Vinnuvéla h.f. □ í slökkvil. eru 5 fastlaunaðir starfsmenn, en aðrir slökkviliðs menn fá þóknun fyrir störf sín eftir starfi þeirra. í aðalslökkvi- liðinu eru 20 menn, en auk þess 22 menn í varaliði. Varaslökkvi liðsstjóri er Bragj Svanlaugsson. Brunaboðarnir í bænum eru allir óvirkir og hafa verið það nokkuð lengi. En þeir hafa þó ekki verið teknir niður og á síminn að annast það. Menn verða því að nota símann, þegar eldur kemur upp, ef leyta þarf aðstoðar slökkviliðs. Þurfa bæj- arbúar að gera sér þetta vel Ijóst, og brunasíminn er 2200. BORGARBÍÓ á Akureyri sýndi í gær í 10. sinn stórmyndina Ris inn. Aðsókn hefur verið með þeim eindæmum að þessari kvikmynd, að biðraðir hafa myndast um og upp úr kl. 4 á daginn, þótt miðasala hefjist ekki fyrr en kl. 7. Stundum hafa biðraðir náð alla leið út í Giánufélagsgötu. Mynd þessari fylgir íslenzkur texti og mun hann mjög auka aðsókn. Bíógestir hafa yfirleitt elcki notið þeirrar þjónustu, nema sem undantekningu frá reglunni, að sjá íslenzka skýr- ingartexta. Á hinum Norður- löndunum munu fólki tæplega boðnai' kvikmyndasýningar án þess að nota eitthvert Norður- landamálanna og svo ætti það einnig að vera hér, ef góð þjónusta ætti að teljast. Gizkað er á, að kvikmyndahús hafi þetta mál í bakhöndinni og ætli að grípa til þess sem mótleiks, þegar sjónvarp verður almennt í landinu. □ ÓVIIJANDI GABB í FYRRAKVÖLD var slökkvi- liðið gabbað. Tilkynnt var að eldur væri laus í fjárhúsum nálægt spennistöðinni, og ók slökkvilaðsbíll þangað þegar í stað. Eldur reyndist enginn. Ekki var þó um viljandi gabb að ræða, því að þeir, sem eldinn tilkynntu, þóttust sjá hann þar, og vildu gera skyldu sína. □ FYRIR JÓLIK SKRIFSTOFA bæjarfógetaemb ættisins hefur gert skrá yfir þau lögreglumál, sem hún hefur fengið til meðferðar á síðasta ári. Flestar eru kærurnar vegna ölvunar, svo sem sjá má á list- anum hér á eftir. Verkfræðingar fá vel borgað Það, sem af er þessu ári, hef- ur það borið til tíðinda, að tvisvar hefur slökkviliðið verið kallað út ( þegar þetta er ritað, 6. janúar). □ EINS og kunnugt er hafa verk- fræðingar verið í verkfalli síðan í sumar. Þeir, sem unnu hjá einkafyrirtækjum, réðu sig þó áfram ,upp á svokallaða ráðn- Leiklistarskóli L. A. SAMKVÆMT auglýsingu í blað inu í dag tekur leiklistarskóli á vegum Leikfélags Akureyrar bráðlega til starfa. Þar vei'ður kennd framsögn og túlkun leikverkefna. Ekki er kennslan ætluð yngra fólki en 16 ára. Eflaust getur ungt fólk, og reyndar þeir eldri líka, haft góð not af kennslu þessari, hvort sem leiklistin er höfð að mark- miði eða ekki. □ Flestar kærurnar vegna ölvunar Y F I R L I T yfir kærur til embættis bæjar- fógeta á Akureyri og sýslu- mannsins í Eyjafjarðarsýslu 1961: 1. Ölvuu á almannafæri 351 2. Ölvun í heimahúsum 14 3. Ölvun við akstur 26 4. Bifreiðaárekstrar og bif- reiðaslys 195 5. Önnur, umferðabrot 320 6. Þjófnaður og skyld brot 50 7. Likamsáverkamál 9 8. Áfengissala 4 9. Brot á lögum um þjóð- skrá 70 10. Brot á veiðilögum og reglugerð um meðferð skotvopna 17 11. Vegna ágangs af búfén. 12 12. Afbrot barna 14 13. Skemmdir á eignum 33 14. Óhlýðni við lögreglu 9 15. Landhelgisbrot 5 16. Brot á dýraverndunar- lögum 2 17. Tolllagabrot 3 18. Rannsóknir vegna slysa, dauðaslysa og bruna 13 19. Ymis lögreglusam- þykktarbrot 38 20. Lögræðissviptingamál 2 21. Vegna brota á iðnlöggjöf 6 ingarskilmála Verkfræðingafé- lagsins, en þeir s@m unnu hjá bæjum og ríkihéldu verkfallinu áfram fram í desember. Dálítið er þetta sérstætt, að því leyti, að margir atvinnurek- endurnir, sem verkfræðingana réðu með nefndum skilmálum (svipaðir hámarkskröfu Verk- fræðingafélagsins), eru í Vinnu veitendasambandinu. En nú segja sunnanblöð frá því, að hið opinbera hafi einnig samið við verkfræðinga, svo sem Reykjavíkurbær og ríkis- stofnanir, þannig að vinna þeirra er reiknuð sem ráðu- nautsstönf og ákvæðisvinna við einstök verk. Áður en. til verkfalls kom, var útseld vinna verkfræðinga kr. 116,32 á tímann. Ennfremur segir, að mánaðarkaup verk- fræðinga fyrir venjulegan yinnu dag sé nú um 22 þús. kr., en hámarkskröfur þeirra voru 17 þús. eftir 13 ára starf. Ef rétt er með farið, að verk- .fræðingar fái raunverulega 135 kr. í kaup á klukkustund, er það víst hærra tímakaup en áð- ur. hefur þekkzt hér á landi. □ DÝR FRÉTTAMYND í HAUST fór forsetafrúin, Jaequeline Kennedy, á refa- veiðar í Virginíu. Er hún ætlaði að láta hest sinn stökkva yfir girðingu eina, snarstanzaði reiðskjótinn með þeim afleið- ingum, að hin fagra og fræga forsetafrú steyptist á hausinn fram af hestinum og yfir girð- inguna. En henni varð ekki meint af fallinu. Ljósmyndari einn var svo heppinn að ná mynd af frúnni í fallinu og gaf hana fala hæst- bjóðanda. Tímarit keypti myndina og birtingarréttinn fyrir um það bil 860,000,00 krónur (20 þús. dollara) og verða það að telj- ast tíðindi, ekkert síður en óheppni forsetafrúarinnar. En hin tigna og umtalaða frú gaf sitt leyfi til birtingar á hinni óvenjulegu mynd. □ H Ilmurinn leiðbeindi Ijósmyndaranum þangað sem I verið var að steikja laufabrauðið. Og þar nærri sat \ Þorleifur Ágústsson fiskimatsmaður og skar nett- 1 legan laufaskurð. Sjá myndina hér að ofan. — É Sumir kalla desember bókamánuð, og víst er það, I að þá selzt ótrúlega mikið af bókum, enda nær 200 I nýir bókatitlar á markaðinum fyrir jólin. — Hér að \ ofan, til hægri, er Jónas Jóhannsson, bóksali, að É bíða þess að viðskiptavinurinn ákveði sig. — é Til hægri er svo mynd af Halldóri Ólafssyni, úrsmið. = Kannske er hann að hugsa til jólanna, eða sér hann É eitthvað skcmmtilegt í biluðu úri? (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.