Dagur - 17.01.1962, Síða 7

Dagur - 17.01.1962, Síða 7
7 Tilraunir með olíuborna vegi (Framhald af bls. 1) mikla umferð með prýði, þótt reynslutíminn sé ekki langur. Að vísu byrjuðu Svíar fyrir 30 árum tilraunir með olíuborna vegi, en án verulegs árang- urs þá. En þeir hófu þessar til— raunir aftur 1952 og nú eru þeir búnir, á allra siðustu árum, að taka olíuna í þjónustu veganna í töluvert stórum stíl. Á Skáni t. d. eru nýir, olíubornir vegir 2000 km. að lengd. Þ. e. gamlir vegir með hinu nýja slitlagi. I stuttu máli fer verkið þann- ið fram: Sandur af ákveðinni korna- stærð, jarðolía, sem er 100 sinn- um þykkari en húsaolía og þarf að hita í 70—90 gráður, og ster- inlímefni er blandað saman, eins og steinsteypa. Síðan er blöndunni ekið á notkunarstað og sett í sérstakan dreifara, er skilar blöndunni jafnt dreifðri ofan á veginn. Eftir það er hinu nýja efni, sem er örþunnt, blandað í vissa dýpt í yfirborð vegarins með sér- stöku tæki og þá er verkinu lokið. Olían harðnar ekki, skolast ekki burt, hrindir frá sér vatni, ver frosti og hefur ótrúlegt slit- þol. Vélasamstæða þessi er dýr. En Möl og sandur h.f. hér í bæ, eign bæjar, KEA og einstakl- inga, á sum viðeigandi tæki. Þetta fyrii'tæki mun næsta vor gera tilraun með að olíúbera veg hér í bænum, og verður fróðlegt að sjá árangurinn af þeirri tilraun. En að sjálfsögðu verður mál þetta í höndum vegamálastjórn- arinnar í framtíðinni vegna þjóðveganna. En e. t. v. getur olían líka leyst malbikið og steinsteypuna af hólmi í bæjun- um. Það er vissulega gaman, að fyrsta tilraunin, hér á landi, sem því nafni getur nefnzt, verður gerð hér á vegum fyrir- tækis hér í bæ og að frum- kvæði Akureyringa. Svíar telja kostnaðinn við að olíubera vegi nema sem svarar 12 krónum íslenzkum á fer- metrann. Geta svo lesendur að gamni sínu reiknað út kostnaðinn við að endurbæta á þennan hátt veginn milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða aðrar vega- lengdir. En með hliðsjón af gifurlegum tekjum ríkissjóðs af bifreiðum og bifreiSavörum, ættu stói'felldar endurbætur á aðalvegum landsins ekki að þurfa að vera langt undan, ef hin sænska aðferð gefst hér eins vel og hún gerir þar. Á útbreiðslufundi Félags ís- lenzkra bifreiðaeigehda hér á Akureyri á sunnudaginn mætti formaður félagsins, Arinbjöm Kolbeinsson, læknii', og flutti fróðlegt erindi, ennfremur Sveinn Torfi Sveinsson vei'k- fræðingur. í félaginu eru um 2000 manns. Markmið þessa fé- lags er að auka þjónustuna við bifreiðaeigendur, bæði sjálft og með áhi-ifum sínum á stjórnar- völd landsins. Það gefur út blaðið Okuþór. Fyi'ir atbeina þess hefur verið tekin upp hin vinsælasta viðgerða- og hjálp- arstarfsemi á vegum úti um vei'zlunax-mannahelgina og oft- ar. Félagsdeildir á ekki að stofna, en umboðsmenn valdir á hinum ýmsu stöðum. Umboðsmaður á Akureyri er Jóhann Kristins- son. □ Tóku á móti verðlaun- um og viðurkenningum (Fi’amhald af bls. 1) tryggingafélög urðu að gera slíkt hið sama til að missa ekki öll viðskipti úr höndum sér. Þar með var yngsta trygging- arfélagið orðið forystufélag á þessum vettvangi hér á landi og er það. En forystan byggð ist ekki á auglýsingum og skrumi heldur í bættri þjón- ustu við tryggingataka. Samvinnuti-yggingar hafa endui'greitt I öllum trygging- argreinum 30 milljónir króna síðustu 10 árin, fyrir utan af- sláttinn af iðgjöldunum. Baldvin Þ. Kristjánsson, er- indreki SamvinniJtrygginga, flutti einnig ræðu við þetta tækifæri og ræddi um mörg atriði trygginganna. En Jó- hann Kröyer, deildarstjóri Vá tryggingadeildar KEA, var fundar- og veizlustjóri. Lesin voru nú upp nöfn þeirra bifreiðaeigenda, sem á síðastliðnum 5 árum höfðu ekki valdið tjóni, og þeim af- hent áletrað merki í viður- kenningarskyni. Síðan hlutu þeir, sem ekki höfðu valdið tjóni í 10 ár, verðlaunapening og skjal, sem felur í sér kvitt- un á iðgjaldi bifreiðarinnar næsta ár. Samvinnutryggingar hafa gefið ú leiðbeiningarit, efnt til verðlaunasamkeppni í kunn- áttu umferðamála o. fl. Þær hafa verið til ómetanlegra hagsbóta fyrir allan almenn- ing í landinu með því að ibrjóta niður einokunanaðstöðu á þessu sviði og; koma í veg fyrir óhóflega há iðgjöld. □ I BORGARBÍÓ | Sími 1500 | i Afgr. opin frá ki, 6.30 e. h. [ 1 kvöld kl. 8.30: | I Kvikmyndaviðburður síðasta = árs: I I LÆKNIRINN FRÁ | I STALINGRAD I \ Þýzk verðlaunamynd. I Aðlhlutverk: EVA BARTOK, O. E. HASSE. Bönnuð börnum. Aðalfundur KFUM verður haldinn í kristiniboðshúsinu Zíon miðvikudaginn 24. janúar kl. 8.30 e. h. Áríðandi að félags- menn mæti. Venjuleg aðalfund- arstörf og önnur mál! Stjórnin. 50 HULD: 59621177.: IV/V — Frl. I. O. O. F. — 143119814 — I Kirkjan. Messað verður í Akureyrarkirkju n. k. sunnu- dag kl. . Sálmar: 572 — 372 — 318 — 648 — 645. — Þess er óskað að foreldrar fjölmenni með börn sín, og sérstaklega að fermingarbörn mæti ásamt aðstandendum sinum. — B. S. Messað í Lögmannshliðarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn. For- eldrar eru beðnir um að koma með börn sín til messunnar. — Sálmar nr.: 318 — 207 — 101 — 372 — 484. — Strætisvagn fer frá gatnamótum Glerárhverfis, yztu leiðina. — P. S. Laufásprestakall. Messað í Grenivík kl. 2 sunnudaginn 21. janúar. Sóknarprestur. Munið spilakvöld Léttis í Al- þýðulhúsinu sunnudaginn 21. jan. kl. 8.30 e. h. — Húsið opnað kl. 8. Kvöldvökur fyrir framhalds- skólanemendur og annað ungt fólk, eru á laugardögum kl. 8.30 e. h. — Kvöldvökurnar eru haldnar í kristniboðshúsinu Zí- on. — KFM og KFUK. Slysavarnakonur, Akureyri. Gjörið svo vel og komið bazar- munum og kaffipeningum til hverfisstjóranna, helzt ekki seinna e n fimmtudaginn 25. janúar. I. O. G. T. Æskuplýðsheimili templara auglýsir eftirtalin námskeið: Bein- og handavinna. Námskeið fyrir byrjendur. Munir unnir úr beinum, horn- um og harðviði. Kennari Jens Sumarliðason. — Ljósmynda- námskeið. Leiðbeinandi Her- mann Ingimarsson. — Upplj's- ingar veitir Heiga Halldórsdótt- ir, forstöðukona, i Varðborg, sími 2600, og ber væntanlegum þátttakendum að láta skrá sig þar. — Fleiri námskeið verða auglýst síðar. — Æskulýðs- heimilið er opið á þriðjudögum og föstud. kl. 5—7 e. h. fyrir börn 10—12 ára og 8—10 fyrir unglinga. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund að -Bjargi fimmudaginn 18. janúar kl.. 8.30 e. h. Fundarefni: Inntaka nýliða. Stutt kvikmynd. Ferða þáttur. Félagar, mætið. — Æðstitemplar. Hjónaefni. Annan jóladag op- inberuðu trúlofun sína Guðrún Jóna Hansen, Munkaþverárstr. 17, og Erlingur Jónasson frá Kotum í Svarfaðardal. AHir eitt klúbburinn hefur áráhátíð í Alþýðuhúsinu laug- ardaginn 27. þ. m. — Sjáið nán- ar augl. Árshátíð Verkakver.naafél. „Eining“ og Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar verður í Alþýðuhúsinu n.k. laugardag. Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. Frá Sjálfsbjörg, Akureyri. — Skemmti- og spilakvöld föstu- föstudaginn 19. þ. m. kl. 8.30 e. h. að Bjargi. Hugheilar þakkir og blessun- aróskir til Kvenfélagsins „Fram tíðin“. Frá gamla fólkinu. Kvennadeild Slj'savarnafél. hefur borizt 100 króna minning- argjöf um Hóimfríði Júlíusdótt- ur frá K. J. Kúabólusetning fer fram n.k. mánudag í Heilsuvemdarstöð- inni milli kl. 1 og 3 e. h., fyrir börn og unglinga, sem EKKI hafa verið bólusett áður. Zíon. Sunnudaginn 21. janú- ar: Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Samkoma kl. 8.30 e. h. — Allir velkomnir. Ljósastofa Rauðakrossins, Hafnarstræti 100, er opin alla virka daga kl. 4—6 e. h. — Sími 1402. - Margþættar kröfur Alþýðusambandsins (Framhald af bls. 1) frelsi og sjálfsákvörðunarréttur verkalýðsfélaganna verði ekki skert. 6. Átta stunda vinnuími verði lögfestur sem hámarlts vinnu- tími í þeim atvinnugreinum, sem fært þykir og yfirvinna tak mörkuð sem allra mest að öðru leyti allt án skerðingar heildar- launa. Jafnframt verði yfir- vinna barna og unglinga innan 16 ára umfram 8 stundir á dag hönnuð með öllu. ■ 7. Að lokum var sú krafa bor- in fram við ríkisstjór'nina, að hún tryggði ' varanleik ' þeirra kjarahóta, sem samkoomulag kynni að nást um. □ f ........ . í & Reztú nýjdrsóskir og pakklæti sendi cg skólabörnum % 4 i Glerdrhverfi, ættingjnm og vinum, sem margvíslega f ?! hafa glatt mig d jólahátiðinni. % í * i i SVAVA SKAFTADOTTIR. f X $ÍW- í ý© afi Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og STEINGRÍMUR KRISTJÁNSSON andaðist að heimili stnu, Lögbergsgötu 1, Akureyri, aðfaranótt mánudagsins Í5. január 1962. jarðaiförin ákveðin síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Hansen, Borghildur Steingrímsdóttir, Einar Ingvarsson og börn Jarðarför BENEDIKTS SIGURBJÖRNSSONAR, Jarlsstöðum, sem andaðist 12. þ. m. fer fram frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 20. janúar og hefst kl. 1 e. h. Aðstandendur. ÖHum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför föður okkar, FRIÐRIKS JÓNSSONAR frá Hömrum, þökkum við af heilum hug. Ásta Friðriksdóttir, Þorbjörg Friðriksdóttir, Páll Friðriksson. MJALHVÍT AUGLÝSIR Nú geta allir gengið í MJALLHVÍTAR-skyrtum. — Höfum tekið í þjónustu vora nýtí/.ku og fullkomnustu skyrtuvélar. Þeir vandlátustu ganga auðvitað í skyrt- um frá MJALLHVÍT, Hólabraut 18, sími 2580. TILBOÐ ÓSKAST í íbúðarhúsið Grafarholt til niðurrifs. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 1. Febrúar n. k. merkt „Grafarholt.“ Bæjarstjórinn á Akureyri, 8. janúar 1962. MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.