Dagur - 17.01.1962, Page 8

Dagur - 17.01.1962, Page 8
Góð „hrola" í niðursuðuverksmiðjunni Gaffalbitar seldir til Rússlands og Austur- Þýzkalands fyrir jólin - 80 manns í vinnu NIÐURSUÐUVERKSM. Krist- jáns Jónssonar & Co. á Akur- eyri, sem lesendur Dags kann- ast við af fyrri skrifum, fór vel af stað, en hefur þó ekki skilað þeim afköstum og árangri, sem ibjörtustu vonir stóðu til í upp- bafi. Ber margt ti'l þess, þótt ; ekki verði hér rakið. Engu að síður hafa verkefni verið nóg, þótt ekki hafi notast ,að fullu vegna ýmissa byrjun- arerfiðleika. ■ Þrjá síðustu mánuði var góð „h)ota“ hjá verksmiðjunni. Þá var þar í stoðugri atvinnu um 80 manns, flest konur. Sú vinna kom sér mjög vel fyrir jólin, voru Rússar og A.-Þjóðverjar og var umsömdu magni af hin- um snyrtilegu gaffalbita-dós- um, 800,000 að tölu, lokið fyrir ákveðinn tíma. Er þetta fyrsta sendingin af þessari vöru að beita má, sem flutt er úr landi. Samkv. upplýsingum Krist- jáns Jónssonar forstjóra, er nú beðið eftir nýjum samningum, en markaðshorfur megi teljast góðar fyrir gaffalbita og smá- síld, ef hægt sé að framleiða góða og samkeppnishæfa vöru úr hinu góða hráefni, sem oft er fyrir hendi. Hin umtalaða smásíld úr Pollinum, eða Eyjafirði innan- verðum, er reykt og soðin niður í tómatsósu eða olíu og einkum selt á innanlandsmarkað, enn sem komið er. Nokkur smásíldarveiði var á Pollinum um áramótin. Mikill og vaxandi áhugi er fyrir nýt- ingu hennar til niðursuðu, í sambandi við markaðshorfur erlendis. Foretöðumenn verksmiðjunn- ar ætla að auka mjög fram- leiðsluna á þessu ári — og er vonandi að svo geti orðið. □ Hjálpræðisherinn hélt að venju jólatréshátíð fyrir aldrað fólk hér á Akureyri laugardaginn 30. des. sl. — Að þessu sinni var hún haldin að Bjargi, félagsheimili fatlaðra og lamaðra, komu þar saman um 100 manns. Og skennnti fölk sér við söng og leiki. — Eins og und- anfarin ár heikaði séra Pétur Sigurgeirsson upp á gamla fólkið og flutti hugvekju. — Bifreiðastjórar á Bifreiðastöð Oddeyrar fluttu fólk að og frá skemmtistað fyrir lítið gjald, og vill Hjálpræðisher- inn flytja þeim og öðrum innilegt þakklæti, sem hjálpuðu til aðl gera þessa stund ánægjulega. — Einnig þakkar Hjálpræðisherinn öllum þeim sem gefið hafa í jólapottimi, og óskar öllum guðs- blessunar á komandi ári. ekki sízt vegna þess að þá var minni vinna í hraðfrystihúsi Ú. A. vegna siglinga togaranna. Yfir þennan tíma greiddi verk- smiðjan um eina millj. króna í vinnulaun. Þennan tíma var niðureuðu- verksmiðján að leggja niður kryddsíld af Norðurlandsmiðum frá síðasta sumri og búa til úr henni gaffalbita. Kaupendur | DÁNARDÆGUR | BENEDIKT SIGURBJÖRNS- SON frá Jarlsstöðum í Grýtu- bakkahreppi andaðist á laugar- daginn var, 13. janúar. — Hann var hinn mætasti maður og á níræðisaldri er hann lézt. □ FYRIR JÓLAFRÍ varð vart við veggjalús í heimavistar- húsi Menntaskólans á Akur- eyri. Heilbrigðisfulltrúinn lét, í samráði við héraðslækni, úða þá staði, er lús hafði fundizt á. Hugðu menn, að tryggilega hefði verið gengið frá ófögnuði þessum. En það fór á annan veg, því að eftir nýár gaus lúsin upp á ný, og ennfremur varð hennar vart í íbúðarherbergjum tveggja nemenda, sem bjuggu úti í bæ. Var þá farin önnur herferð. Ekki dugði hún þó til, því að enn í gær fannst lifandi veggjalús í heimavistinni. — Verður nú enn sótt fast á víg- stöðvar hinna herskáu kvik- inda, og vonandi tekst að ráða niðurlögum þeirra að fullu,. Veggjalús hefur komið hér í bæ áður, en þá hefur verið tiltölulega auðvelt að rýma undirlagðar íbúðir og nota til- tæk eiturefni. Erfitt er um vik á jafn fjölmennum stað og heimavist M. A., af því að jóla fríið var ekki notað í þessu skyni. En þá var álitið að mál- ið væri úr sögu,nni. Bit veggjalúsarinnar veldur upphlaupum og óþægindum. Sjálf er lúsin litlu minni en færilús og brúnleit. Nauðsynlegt er að láta heilbrigðisyfirvöldin vita þeg- ar í stað, ef vart verður hinna óboðnu gesta. □ 11 ■ 11 ■ 11■iiiiii 11 ■ 11 ■ ■ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Sfolið úr vörum hjá Eimskip FYRIR FÁUM ÁRUM var stórfelldur þjófnaður á vörum þeim, er Eimskipafélagið flutti til landsins og fóru í land í Reykjavík. Vegna mikilla kvartana var sérstakur maður ráðinn til þess að hafa eftirlit með vör- unum, og brá þá svo við, að þá varð nær engin rýrnun. Nú er eftiiiitsmaður þessi hoi’finn til annarra starfa og nú er þjófnaðurinn í fullum gangi. Verzlunarmaður, sem leit inn á skrifstofu blaðsins í gær sagði m. a.: í kassa einum til verzlunarinnar, ÁTTU að vera 10 gjafasett af stálborðbúnaði, 3 dúsín smjörhnífar og hálft dúsín ostahnífar, verðmæti allt að 5000.00 krónur. „Og hér er svo,“ sagði verzlunarmað- urinn, „það sem VAR í kass- anum.“ Og hann dró eina te- skeið upp úr vasa sínum, „hitt var hoi'fið"! Á masonitkassan- um voru tvö lítil göt og þar út hafa hinir fingralöngu tínt varninginn, en neglt síðan fjalir yfir. Svipaða sögu hafa fleiri að segja, og er furðulegt að slíkt skuli látið viðgangast. Líklegt þykir að margir menn séu í fé- lagi um þjófnaðinn og þarf að uppræta spillinguna hið fyrsta. Stöðugar ógæftir Húsavík 16. jan. Hér eru stöð- ugar ógaeftir, en afli góður þá sjaldan að á sjó gefur. Samgöngur hafa verið nokk- uð greiðar í héraði, en þó færi þungt í Reykjadal og Kinn. Eins og menn muna, sökk báturipn Helgi Flóventsson á •síidveiðum í sumar. Eigandi er Svanur h.f., en aðaleigendurnir Helgi og Hreiðar Bjarnasynir, eru að láta smíða 200 tonna skip í Noregi, og mun smíði þess langt komið. □ Tók síldarfarm Dalvík 16. jan. Færi hefur verið vont í dölunum en gott til Ak- ureyrar, enda skafið, og síðast í gær. En nú er hríð og hætt við umferðartöfum þá og þegar á þeirri leið. Helgafell tók hér 4600 tunnur saltsíldar frá sumrinu, en þó er töluvert eftir ennþá. Kvenfélagið Vaka hélt grímu ball nýlega og var það fjölsótt. Hér er ekkert sjóveðm'. □ Spáir góðu Ólafsfirði, 16. jan. Iðulaus stór- hríð og 'hafrót. Ekki farið á sjó í hálfa aðra viku, nema í einn róður. En þá varð heldur ekki friður og flúðu bátar að róðri loknum til Akureyrar og eru þar. En fiskur er til og spáir það góðu þegar tíð skánar. □ Skagfirðingur leigður Sauðárkróki 16. jan. Eftir ára- mótin var samþykkt með öllum atkvæðum í bæjarsjórninni að skora á Alþingi og ríkisstjórn að hleypa íslenzku toogurunum ekki inn í landhelgina. Greiðfært er á láglendi, en þungfært á Vatnsskarði. Vel fiskast, þá sjaldan gefur á sjó. Skagfirðingur er leigður til Akraness í vetur. En hann mun stunda togveiðar nyrðra í sum- ar. Karlakórinn Þrymur söng hér á laugardaginn við góða að- sókn. Kórinn hafði einnig leik- þátt á skemmtiskránni. í gær munu blaðamenn frá tveim Reykjavíkurblöðunum hafa komið til Hólaskóla, til að fregna af brotthlaupi nemenda þaðan og kynna sér mál þetta. Fjórtán nemendur eru nú eftir í skólanum. □ Tvö nýbýli Blönduósi 16. jan. Norðan- strekkingur, en ekki mikil úr- koma. Snjólítið er, en áfreðar og svellalög, svo að víða er far- ið að harðna um beit, sérstak- lega í Langadal. Tamningastöð Neista á Blönduósi tekur til starfa 25. febiúar. Tamningamenn eru tveir Borgfirðingar, Gísli Hösk- uldsson frá Hofsstöðum og Ein- ar Höskuldsson frá Vatnshorni. Teknir verða 25 hestar til tamn inga og starfar stöðin til 1. maí. Grunnur Gíslason oddviti í Saurbæ í Vatnsdal varð fimmt- ugur 10. þ. m. Hann vinnur mjög að félagsmálum í sveit sinni og héraðinu. Tvö nýbýli voru reist. Annað á Efrimýrum í Engihlíðar- hreppi, og heitir Sturluholt, en bóndinn Snorri Bjarnason. Hitt býlið er í Stóradalslandi og heitir Stekkjardalur. Þar býr Sigurgeir Hannesson. Stekkjar- dalur er í Svínavatnshreppi. □ (gengu ÚR SKÓLA 1 í EINHVER óánægja hefur I i verið hjá nemendum Hóla- = : skóla í vetur, og að því er I I fregnir herma, cinkum út af I | vinnu þar og fæðiskostnaði. i i Hafa 4 piitar yfirgefið skól- 1 | ann af þeim sökum. | Ekki verður um það sagt 1 i hér, að óathuguðu máli, \ \ hvar sökina er að finna. — i \ Skólastjóri er Gunnar i I Bjarnason, og er þetta i i fyrsti skólavetur hans í því i = starfi. Skólapiltar eru nú 1 : aðeins 14 eftir, en þeir voru f | 18 talsins, og er það allt- of § 1 lítil aðsókn. | En mál þetta er ekki þar i | raeð úr sögunni, því að sex i | skólapiltar í viðbót hafa [ i hótað hrottför, ef ekki verði i i fullnægt kröfum náms- | i sveina, m. a. um verklega i i kennslu i smíðum, tamningu i i hesta og búfjárdómum, enn- = I fremur fara þeir fram á i i kennslu í verklegri vélfræði. i i Síðasl er fréttist fóru enn i í fram viðræður milli skóla- \ \ stjóra og hinna sex nem- i i enda um þessi atriði og i i fleira, sem á milli bar. □ i Stundum ioka snjóruðningarnir gangvegi hcim að húsum og getur það komið sér illa. (Ljósmynd: Kúrt Sonnenfeld.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.