Dagur - 10.03.1962, Síða 4

Dagur - 10.03.1962, Síða 4
4 5 STÓR-REYKJ AVÍ K f REYKJAVÍK, Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjamarneshreppi og Garðahreppi, sem farið er að kalla Stór-Rcykjavík, býr helmingur þjóðarinnar, samkvæmt síð- asta manntali. En árið 1940 var íbúatala sama svæðis helmingi minni, eða 43 þús- undir manna. Ef svo heldur fram sem horft hefur síðustu 20 árin, verður fólks fjöldi á fyrmefndum stöðum orðinn 180 þúsundir xun eða upp úr 1980 og 3G0 þús undir um næstu aldamót. Þá verður mannfjöldi á íslandi 390 þús. manns um næstu aldamót, og þar af aðeins 30 þús- undir á landinu öllu, utan Stór-Reykja- víkur. Þetta er sannarlega vert nánari um- hugsunar. ísland er að vcrða borgríki, og samkvæmt reynzlunni líða þau ríki undir lok, sem ekki byggja land sitt og rækta það. Borgríkið .Stór-Reykjavík mundi naumast búa betur að bömum sínum en landið allt. Menningu Stór- Rcykjavíkur yrði hætt, þjóðerninu einn- ig. Og hversu myndi fara, ef auðlindir landsins sjálfs yrðu ekki nýttar vegna þess að þegnamir hlypu flestir á þau út- nes sunnan og vestan, sem nú draga til sín fólk og auð frá öllum landshlutum í stórum stíl? Margt kemur til athugunar, þegar hug leiddar eru ráðstafanir til að draga úr þjóðflutningunum til Suð-Vesturlands- ins, svo sem oft hefur vcrið rætt hér. En á allra síðustu tímum hafa menn eygt nýjar leiðir, sem gætu haft úrslitaþýð- ingu í þessu cfni hér á landi. Norðmenn eiga við svipað vandamál að etja. Þeir gerðu framkvæmdaáætlun fyrir Norður- Noreg og veittu þangað miklu fé til stór virkjana. Þeir efldu iðnaðinn m. a. með erlendum lántökum. Og nú hafa þeir gert aðra og yfirgripsmeiri fram- kvæmdaáætlun til að halda jafnvægi í byggð lands síns. Þeir gera áætlanir til að fara eftir þeim. En einmitt í sambandi við þessar framkvæmdir frænda vorra, hefur mörgurn orðið tíðhugsað til foss- anna og fallvatnanna hér á landi og hversu þau gætu orðið mikilvægur þátt- ur gegn vaxandi landauðn heilla lands- hluta, ef rétt væri á haldið af íslenzkum stjórnarvöldum. Nú er svo komið málum, að fyrir liggja verkfræðilegar raimsóknir á tveim þeim íslenzku vatnsföllum, sem helzt koma til mála að byggja við stórvirkjan- ir. Þau fallvötn eru Jökulsá á Fjöllum og Þjórsá. Orkan við virkjun Jökulsár er talin ódýrari. Með þeirri virkjun væri sköpuð sú atvinnulífsmiðstöð, sem um munaði til jafnvægis. Fólk úr öllum stjórnmálaflokkum í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi hefur sameinast um óskir og kröfur til vald- hafanna um virkjun Jökulsár á Fjöllum. Akureyringar og Eyfírðingar þegja. Við eigum þó sýslumann, sem haft gæti frum kvæði Jóhanns Skaptasonar á Húsavík til fyrirmyndar. Við eigum líka bænda- félag, sem tekið gæti sér Svein á Egils- stöðum til fyrirmyndar, hvað þetta mál snertir. Og við eigum bæjarstjóm, skip- aða 11 möimum,/ einnig bæjarstjóra, stjórnmálasamtök og hina ágætustu að- stöðu til félagsstarfa. Finnst Eyfirðing- um og Akureyringum málið ekki nægi- lega mikilsvert? Eða vilja þeir sam- þykkja það með þögninni að stærstu framkvæmd þjóðarinnar verði valinn staður nálægt Stór-Reykjavík, til að flýta fyrir borgríki á fslandi? V_______________________________________> Eino IítiII sjónvarpsþáttur HÚN VERÐUR ekki sökuð um það, blessuð ríkisstjórnin okk- ar, að vera alltaf jafn svifasein. Það tók hana að vísu nokkra mánuði að átta sig á því, hvern ig snúast skyldi við skuldamál- um bænda, þannig að aðstoðin við þá yrði meira en nafnið tómt. Var kannski ekki annars að vænta, þegar slíkir vand- ræðamenn sem bændur áttu í hluf,'— og þar auki bara ís- lendingar. Þá var nú öðru máli að gegna um amerísku soldát- ana á Keflavíkurvelli. Þegar þá langaði til að stækka sjónvarps stöðina sína, þá stóð nú aldeilis ekki á leyfi ríkisstjórnarinnar. Raunar var það nú ætlun stríðs manna og leyfa drjúgum hluta íslendinga að verða aðnjótandi sjónvarpsmenningar sinnar, svo vera kann að það séu ómakleg- ar getsakir í garð ríkisstjórnar- innar, að hið auðfengna jáyrði hafi eingöngu verið veitt vegna umhyggju hennar fyrir andlegri velferð hermanna. Kannski hún hafi einnig haft þjóðina sína í huga? Og nú eru nýafstaðnar út- varpsumræður fi'á Alþingi um málið. Stjórnarliðar voru, sem von var til, hneykslaðir yfir því, að útvarpsumræðna skyldi krafizt um það, hvort rétt gæti talizt og sómasamlegt að veita erlendum her einkaleyfi til sjón varps á íslandi. Þetta var svo nauðaómerkilegt mál, sagði ut- anríkisráðherrann, — og Magn ús bankastjóri áréttaði það. Hverju skiptir það, þó að engin önnur ríkisstjórn í víðri veröld hafi lapið úr slíku hófspori, því ef menn vilja vera sanngjarnir, þá verður að viðurkenna, að rík isstjórnin okkar er um æði- margt einstök í sinni röð. Það- er ótækt að standa gegn því, að herinn fái dægrastytt- ingu við sitt hæfi, sagði Guð- mundur í., úr því við erum þá líka að ótnotast út í það að hann fái að fara út af vellinum, svo sem hugur kann að stefna til. Jú, annaðhvort væri. Ein- hverja tilhliðrunarsemi og um- burðarlyndi verðum við þó að sýna vestrænni samvinnu. Matthías er enn ekki ýkja þingvanur orðinn, svo það var eðlilegt að hann gleymdi því, að hann væri staddur á löggjaf arsamkomunni en ekki í ein- hverju unglingafélagi flokks síns, þar sem heilbrigð skyn- semi þykir heldur þarflítill eig inleiki. Eg vil hafa varnir, sagði Matthías, og þess vegna er ég á móti því, að sjónvarpið sé bann að. Hér um slóðir eru menn eðlilega mikið ókunnugri öllum stríðskúnstum en Matthías, sem lifir og hrærist, í ýmsum skiln- ingi, svo að segja í handarkrika soldátanna og velta því þess vegna fyrir sér, hvort varnar- máttur verndai'anna sé virki- lega háður því, hvort þeim leyf ist að gæða meirihluta íslend- inga á sjónvarpi sínu eða ekki. Ja, ekki er nú ofsögum sagt af leyndardómum herlistarinnar. Matthías lézt vera vondur út í komma, þeir væru ótugtarlegir út í herinn og þess vegna væru þeir á móti „kana“-sjónvarp- inu. Kommar væru hættulegir landi og þjóð og miðuðu alla sína pólitík við Rússa, sagði Matthías. Og svo fór hann að draga ályktun af þessari rösk- legu prédikun sinni og hún varð þessi: Kommar vilja sparka burtu hei-num af því að þeir eru í þjónustu Rússa. En komm ar heita allir þeir, á máli Matt- híasar og Co., sem ekki liggja hundflatir fyrir hernum. í seinni hluta ræðu sinnar talaði Matthías svo um það, að allur áhugi komma á brottför hei's- ins væi'i tóm sýndai'mennska, ella hefðu þeir látið ’hann fara þegar þeir voru í vinstri st jórn- inni. Og svo fór Matthías að draga ályktun af þessum hluta ræðu sinnar og niðurstaða hans varð þá þessi: Kommar vilja hafa herinn af því----?? — Og þar með þagnaði Matthías. Og samt eru sumir flokksbræður Matthíasar að henda því á milli sín, að eiginlega hafi nú Matthí as talað tíu mínútum of lengi. Alfreð í Keflavík kom þarna fram sem sjónvarpsfi'æðingur íhaldsins. Sagðist ekki hafa horft á hermannasjónvarpið nema eitthvað tvisvar sinnum hjá vini sínum. Gæti því ekki um það dæmt af eigin sjón en fullyrti þó, að mikill hluti efnis ins hefði „klára“ menningar- gildi. Og hver efast þá, úr því að menningin er svo mögnuð að Alfi'eð finnur hana bara á sér? Jú, ég neita því ekki, að ís- lenzkri tungu kann að stafa ein hver hætta af erlendu sjón- varpi, en henni stafar einnig nokkur hætta af erlendum kvik myndum, ei'lendum bókum og erlendu útvarpi, sagði Gröndal, og hvaða ástæða er þá til að amast við sjónvai'pinu úr því að hættan er til staðar? Þarna hitti foi'maður útvai'psi'áðs nagl ann á höfuðið og er þetta mikil speki, eins og vænta mátti úr þeirri átt. Já, hvaða ástæða er til þess að basla í að spoi'na við innflutningi nýrra sjúkdóma, úr því að fyrir eru í landinu sjúk- dómar, sem verða mönnum og málleysingjum að aldurtila? Trúlega hefur Gröndal, með sinni skörpu rökvísi, gengið af svo heimskulegri viðleitni stein MEISTARASKOTIÐ OG FRÉTTAÞJÓNUSTAN Fjölmargir íslendingar fylgd- ust af áíhuga og með spenningi með hinum heimssögulega við- burði, er Bandaríkjamenn fram kvæmdu hið snilldai'lega meist araskot sitt, þá er þeir skutu sínu fyi-sta mannaða geimskipi á spoi-baug umhvei-fis jörðu. Hver sá, sem skildi útlent tungumál, og hafði nokkur tök á, hlustaði á útvarp á stuttbylgj um beint fi'á Canaveralhöfða, eða á endurvai-p þaðan, og fylgd ist á þann hátt með öllu jafnóð um og það gerðist, en endui'- varpað var stanzlaust um flest- ar útvarpsstöðvar heims lýsingu á fluginu. Milli tilkynninga af sjálfu fluginu var fléttað fréttaaukum um geimferðir og viðtölum við ýmsa vísindamenn, sem unnið höfðu að hinum margvíslega undirbúningi að þessu geim-t skoti eða að smíði á Atlas-flaug inni, Mercui'y-geimskipinu, ýmsum tækjum eða eldsneyti. Ollum kerfum í skipinu var lýst, svo og flauginni sjálfri, stjórnai-stöðinni á Canaveral- höfða, athuganastöðvunum sem raðað var umhvei'fis jörðina og skipaflotanum, sem beið endur komu geimfarans. En íslenzka ríkisútvarpið hafði ekki mikið fyi'ir því að flytja landsmönnum fréttir af skotinu. Milli klukkan tvö og dauðri. Og úr því að við viljum hafa hér her, þá verðum við eitt hvað að gera fyrir hann. Hann er svo góður í sér hann Grön- dal. Og víst má ekki minna vera en að hei'inn fái að láta r eftir löngun sinni til þess að sýna okkur sjónvai'pið sitt, til endui'gjalds fyrir að passa okk ur. Það er kjánalegt að vera að tala um þetta í útvarp, sagði Magnús Jónsson, því þetta er ekkert flokksmál. Þá það. Út- vai-pið er sem sagt ekki nema fyrir flokksmál. Rétt er það hjá Magnúsi, að mörgum góðum Sjálfstæðismanninum blöskrar undirlægjuháttur ríkisstjórnar- innar, þegar eitthvað með út- lendum keim á í hlut, en ætli þetta reynist nú samt sem áður ekki flokksmál í þingflokkum stjói'narinnar, Magnús minn góður? Andstaðan gegn þessu sjón- varpi er bara fundin upp af mönnum, sem vilja efna til ill- inda við herinn og Bandaríkin og vilja allt til vinna að koma okkur úr samstai-fi vestrænna þjóða, sagði Magnús líka. Ja, hvað er að heyra? Og þó er þetta ekki flokksmál. Á maður nú líka að þui'fa að þola það, að frómir og friðelskandi Sjálf- stæðismenn séu svo spilltir oi'ðnir, að þeir láti sér sæma að illskast út í herinn, Amei'íku og vestrænu þjóðirnar? Þetta er að verða þokka vei'öld, sem við lif um í, Magnús. En ég trúi nú ekki öðru en að flokksbræður þínir láti sér segjast ef þú leiðir þeim fyi'ir sjónir, að ekki sé nema um tvennt að velja: að leyfa sjónvax-pið eða að skirpa á allt vestrænt samstarf. Það eru þá fjandakoi-nið engir Sjálf stæðismenn, sem ekki beygja sig fyi'ir þessum staðreyndum, þrjú eftir hádegi var skýrt stutt lega frá því, að skotið hefði ver ið framkvæmt, en síðan haldið áfram að spila dægurlög og rúss nesk kósakkalög. Klukkan þi'jú eftir hádegi var svo flutt léleg og óskýr segulbandsupptaka af útsendingum frá Canaveral- höfða, en áður en tókst að skrúfa fyrir segulbandið, sluppu með orðin — „Keflavík Airport, Iceland“ —. Sunnanblöðin skýrðu frá því „að allir, sem skildu ensku hlustuðu á Kefla- víkurútvarpið“ sem endurvai-p-i aði öllu jafnóðum, og virðist aug ljóst að fréttamenn ríkisútvai'ps ins hafa gert slíkt hið sama. Eftir þetta er ekki minnzt á geimflugið þar til í kvöldfrétt- um kl. 19.30, en hinsvegar út- varpað meiri danslögum, og end urtekið fremur leiðinlegt, gam- alt dagskr-árefni. í fréttunum var greint frá einu viðtali, og var það við einhvern rússnesk- an vísindamann, sem auðvitað vissi ekkert um þetta geimskot, en reynt var að fá hann til að segja sitt álit á því, hvort eitt- hvað óeðlilegt hefði verið við undangengnar frestanir á geim- fluginu. Eftir fréttir var fluttur fi'éttn auki af fluginu, en hann var ekki lengri en svo, að öðrum fréttaauka um komu einhvers Norðmanns til íslands, var bætt þar aftan við, og þar á eftir kom langt hlé, þar til hinum 30 mín- þetta er þá bai-a sýndarmernska hjá þeim, eins og Matthías talar um. Það er ástæðulaust að Al- þingi sé að skipta sér af þessu máli nú, úr því það hefur ekki gert það fyrr, sagði Magnús ennfremur, — já, úr því að ég er nú líka búinn að spyrja póst- og símamálastjóra og Vilhjálm Þ., bætti Guðmundur í. við. —mhg.— H. M. FENGER, danskur prófastur. Eitt sinn var Fenger að búa börn undir fermingu og mælti á þessa leið: „Já, hjóna- ungu vinir mínir -bandið er eins og heng- ef eg má segja svo, -illinn í klukkunni." Fenger prófastur hafði yndi af að safna gömlum mun- um. Dag nokkurn sá hann í 'búð hjá fornsala lítinn engil útskorinn í bax'okstíl. Spurði hann þá, hvað þessi litli engill kostaði. 200 kr. var svarið. „Það er nokkuð mikið fyi'ir svona lítinn skratta,“ sagði prófastur. CHRISTIAN MICHELSEN, norskur sctjórnmálmaður. Michelsen stóð á jái’nbrautar- palli í Bei'gen og beið eftir lest- inni. Ofstækisfullur vakningar- predikari kom í hendingskasti inn á bi'autai-pallinn og æpti: „Snúið yður, Jesús kemur skjótt.“ í sama bili kom lestin. Michelsen lyfti Ijósgráa hattin- um sínum og spurði vingjarn- lega: „Hvað? Kemur hann með þessari lest?“ útna fréttatíma lauk loks kl. 20.00. í fréttum daginn eftir var greint frá því að ótal þjóðhöfð- ingjar hefðu sent Kennedy for- seta Bandai'íkjanna heillaóska- skeyti, og Krútsjeff forsætisráð herra Sovétríkjanna alltaf tal- inn fyi-stur, en þó var hann eng an veginn fyrstur til þess að senda skeyti. í kvöldfréttum var fyi'st nefnt að Krútsjeff hefði sent Kennedy skeyti, og fylgdi þar með rússneskur áróður, og þar næst var greint fxá því, að tveir rússneskir geimfarar (sem engin sönnun'tr til um, að hafi flogið geimflug) hafi sent John Glenn geimfara skeyti, og þar með fylgdi einnig væn tugga af kommúnistaáróðri. Síðar hefur verið margendur- tekið í fréttum, að Krútsjeff hafi sent Kennedy skeyti, og hvað hann hafi sagt í þeim, og hvað Kennedy hafi sagt í sín- um svai-skeytum til Krútsjeffs. Einnig hefur verið skýrt frá öllu því, sem rússneskar frétta- stofur hafa sagt um geimskotið, hvað rússnesk blöð hafa sagt, og hvað Moskvuútvarpið hefur sagt. Við „úti á landi“ gætum hald ið, svona án þess að vita neitt um það, að fréttastofu útvarps- ins væri stjómað af kornmúnist um, og hvei'nig væri þá að hreinsa svolítið til. □ Akureyringur. KVIKSANDUR Leikrit í 3 þáttum, 6 atriðum, eftir Michael Vincente Gazzo. Þýðing: Ásgeir Hjartarson. — Leikstjóri Helgi Skúlason. Of stex'k trú á að eitthvað sé mjög gott getur hæglega leitt til vonbrigða. Frá því að Kvik- sandur var frumsýndur hafa nokkrir kunningjar mínir, sem bera gott skyn á leiklist, sí og æ verið að hvetja miig til að fara sem fyi'st til þess að sjá þetta stórkostlega leikrit, eins og þeir hafa komizt að orði. Nú er það mála sannast, að leiki-itið er að vissu leyti stór- kostlegt, en það er jafnframt því meingallað. Kviksandur fjallar um ung hjón sem eiga von á fyrsta ei'fingjanum, og bróður manns- ins. Bræðui'nir misstu móður sína kornungir og voru aldir upp á uppeldisstofnun. Auk þess verður eldi'i bróðii'inn fyr- ir skakkaföllum í stríðinu, og þegar leikurinn hefst, er svo komið að hann er orðinn for- fallinn eitui'lyfjaneytandi, en um það veit enginn í fjölskyld- unni nema yngi'i bróðir hans, sem býr á heimilinu og hjálpar honum urn peninga fyrir eitr- inu. Efni leikritsins skal rakið nokki'u nánar um leið og leik- enda er getið. Steindór Hjör- leifsson leikur Jonna Pope, eit- urly f j aney tandann. Hann er að vonum all marg- slungin pei'sóna og ekki sér- staklega ábyggilegur fremur en slíki-a manna er háttur. Stein- dór leikur ágætlega æðisköst hins eitursjúka manns. Má segja að gusti af ofboðslegum veru- leika á sviðinu þegar þessi ungi og efnilegi maður engist sundur og saman af ómótstæðilegri löngun í eitur, meira eitur. Þörf hugvekja hugsandi unglingum, en ekki vildi eg mæla með því að láta börn eða vanþroska unglinga sjá þessa hatrömmu ádeilu á eitui'lyfjasalana. Þegar Jonni harkar af sér, og sprauta hefur gert honum lífið bærilegra, nær Steindór ekki eins góðum tökum á honum, hættir jafnvel við að verða full normal á stundum. Gísli Halldói'sson leikur Polo Pope. Ekki þarf að fara í neinar grafgötur með það að Gísli er kominn í fremstu röð íslenzkra leikai-a. Leikur hans í Kennslu- stundinni s.l. vor tók af öll tví- mæli um snilld leikarans, og nú bætir hann öðrum leiksigri við. Róbert Arnfinnsson hefur að þessu verið meistai'inn meðal íslenzkra leikara, að því er túlkun á ölvuðum mörmum snertir, nú hefur Gísli komizt á hlið við hann í þessu efni. Polo er einn þeirra óhamingjusömu manna, sem ekki fá ást eða kæi-leika endui'goldinn. Faðir þeiri-a bræði'a, leikinn af Brynjólfi Jóhannessyni, tekur Jonna alltaf fram yfir Polo, og konan, sem Polo elskar, er gift Jonna. Engin undur að mæðu- samt er oft í hugskoti þessa unga manns, ekki sízt þegar hann verður að þræla fyrir eit- urlyfjum handa bróður sínum og leyna því hvernig ástatt er, eftir því sem hann getur. Brynjólfur Jóhannesson á ekki heima í hlutverki hins eig- ingjama yfirborðsmanns, sem alltaf hleypur frá allri ábyrgð1 og forðast vadamál eins og heitan eldinn. Framlag hans til lausnar vandamálsins er verra en ekki neitt. Hann er ekki slæmur maður, ekki góður maður, ekki duglegur maður, hann er eiginlega ekki neitt, og er hann úr sögunni. Brynjólfur Jóhnnesson er of mikill lista- maður til þess að geta skapað ekkert úr engu. Vonandi hendir það ekki Helga Skúlason öðru sinni að gera ráð fyrir því, að kona sem er þunguð og vakir allar nætur eftir eiturlyfjaneitanda en vinnur á skrifstofu á daginn, geti verið eins falleg og vel út- lítandi í alla staði og Helga Bachmann er í hlutverki Celia Pope, konu Jonna. Frá höfundarins hendi er þessi kona stórgölluð og þess vegna erfitt að dæma um hversu mikið meira hefði mátt gera úr henni með eðlilegri meðferð. Það nær ekki nokkurri átt að gera ráð fyrir, að kona sem er búin eðli- legu, andlegu atgerfi og hold- legum fýsnum, láti það viðgang ast, án frekari eftirgrennslana, að eiginmaðurinn gleymi því að hún sé kona á fjórða mánuði og komi oft ekki heim tvær nætur í viku, en alltaf mjög seint. Þegar yngri bróðirinn hefur sig loksins í það að kyssa hana ásaríðuþrungnum kossi, er leik konan látin endurgjalda hann í sömu mynt, að því er virðist, en halda að því loknu áfram samtali við hann, eins og ekkert hafi í skorizt. Svona er ástin ekki í Bandaríkjunum. :Þegar hún loksins kemst að hinu sanna, er hún látin hringja á lögregluna, eins köld og ákveðin eins og hún sé að hringja í þvottahúsið eða mat- vöruverzlunina. Allt þetta ósamræmi veikir mikið áhrif leiksins sem heildar. Höfundi hefur líka orðið það á að nota of mikið efni. Það er ærið nóg að hafa eiturlyfjaneitanda í ekki stærri fjölskyldu, þótt konan sé ekki gerð vanfær líka og yngri bróðirinn ástfanginn í henni. Þetta er meira en höfundur ræður við og hann lendir í ógöngum. Eigi að síður er Kviksandur mikið leiklistarverk, ef til vill í og með vegna þess hversu gall- aður leikurinn er. Þetta ægilega efni', sem hlýtur að taka huga hvers sæmilegs manns fanginn, orka r sf til vill enn sterkara á mann vegna þess hversu gölluð efnismeðferðin er og hver og einn fer í huganum að leita að sinni eigin lagfæringu. Andúðin á eiturlyfjasalanum, Mamma (Helgi Skúlason), og fylgifiskum hans, verður æ sterkari eftir því sem þeir birt- ast oftar og Jonna hnignar. Eg (Framhald á bls. 7) Frá Sj ávarafurðadeild S. í. Tækið finnur bein RANNSÓKNARSTOFA banda riska fiskifélagsins (Bureau of commercial fisheries, Us S. dept of the interior) í Gloucester, hefur búið til tæki til að finna bein í fiski. Tækið hefur verið reynt á færibandi, sem gengur 25 fet á mínútu og fann öll bein sem voru sverari en 0.012“ í fisksteikum. %“ á þykkt. Ef þykkt fisksteikanna var 3/4” fundust öll bein, sem voru sver ari en 0.018” þykk. Unnið er nú að því að fullgera tæki, sem vinzar úr öll stykki með bein- um og fleygir þeim burtu af færibandinu. (Quick frozen foods, Nov. 1961.) Fiskheiti og stjörnuspá STJÖRNUSPÁ er nú vel á vegi með að verða eins konar þjóðar trú á íslandi. Fólk fær vikulegt yfirlit um framtíðina, og fær þannig að vita allt, hvað í vænd um muni vera. Þeir, sem meira vilja vita, láta stjörnuspekinga kanna stjörnumerkin og fá þann ig ómetanlega vitneskju um skapgerð sína og framtíð. í Sjáv arafurðadeild S.Í.S. er dularfull ur listi, sem á eru eintóm kvennanöfn. Hvert nafnanna táknar fiskheiti og tegund af frosnum fiski, og er þetta eins konar dulmálslykill, sem notað ur er við skeytasendingar þá er frystihúsin gefa upp framleiðslu sína. Ónefndur bankamaður komst yfir lista þennan, og þar sem hann er mikill aðdáandi stjörnuspáa og alls kyns dular- rúna, fór hann að glugga í plagg ið og varð svo dolfallinn, að hann gat ekki orða bundizt. Það verður að taka fram til útskýr- ingar að bankamaðurinn á dótt- ur, sem er óvenju hávaxin stúlka, og svo hefur hann einka ritara, sem er með stór og vel þroskuð talfæri. Undrun banka manns stafaði af því, að fyrir aftan nafn dóttur hans stóð Langa, en við nafn einkaritar- ans Stórkjafta. Skuggalegt útlit með grásleppuna MJÖG ILLA lítur nú út með sölu á grásleppuhrognum á vori komanda. Birgðir eru enn all miklar af hrognum síðan.í fyrra og fullkomin óvissa ríkjandi.. um sölu þeirra. Birgðir óseldra hrogna í V.-Þýzkalandi bg á Is landi voru áætlaðar 3.000—3.500 tunnur um síðustu áramót. Notkun gi’ásleppuhrognanna er mjög takmörkuð og er áætlað, að hún sé ekki nema 6000—7000 tunnur á ári, en af því magni framleiða íslendingar um helm- ing. Hin takmarkalausa og sí- „Flúðir" byggja ÞÓTT enn sé vetur og langt þangað til tíðinda er að vænta af ferðum vatnabúa, eru stang- veiðimenn að undirbúa þær væntanlegu tómstundir sínar, sem helgaðar verða veiðiskap í ám og vötnum. Stangveiðifélagið Flúðir á Ak ureyri ihélt nýlega aðalfund sinn, og var þar m. a. rætt um að byggja veiðimannahús aust- ur í Vopnafirði, þar sem félagið hefur ár á leigu. En sjóðeignir hafa orðið lítils virði vegna dýr tíðar og erfitt um framkvæmd- ir. Félagsformaður er Kjartan Sigurðsson. Hver laxá landsins er höfuð- setin af stangveiðimönnum og stangveiðifélögum og veiðirétt- indi til mikilla peninga virt á síðustu árum. Laxveiðiárnar eru þeim bænd um mikil hlunnindi, er að þeim eiga lönd. Að sjálfsögðu er það oft álita mál, hvort rétt sé af bændum að afsala sér og börnum sínum ánægjustundum veiðanna fyrir peninga. En sé sá kostur tek- inn, er auðvelt að semja á þann veg, að góðar peningalegar bætur komi á móti. Og senni- lega er það kaupstaðarbúum margfaldur unaður að standa við veiðiá og iðka íþróttina, en aukna söltun grásleppuhrogna hér á landi, hefur átt mikinn þátt í lækkandi verði hrogn- anna á markaðinum, og er því eina leiðin að reyna að tak- marka þessa framleiðslu. Því verður þó ekki auðveldlega við komið, þar sem margir hafa komið sér upp veiðarfærum og tækjum til að stunda þennan atvinnuveg. Sambandið ætlar samt að reyna að takmarka mót töku saltaðra grásleppubrogna í vor, og mun bráðlega láta salt- endur fá í hendur upplýsingar um það, hvernig þeirri takmörk un verður fyrir komið. veiðimannahús bændum, m. a. vegna útiverunn ar og snertingarinnar við nátt- úru landsins, sem innisetumenn fara svo herfilega á mis við í daglegum störfum. í Selá í Vopnafirði veiddust sl. sumar 283 laxar og í Hofsá (í landi Hofs og Þorbrands- staða) 267 laxar. Meðalþyngd laxanna var rúmlega hálft átt- unda pund. Nýjar fiskeldisaðferðir opna möguleika til að örfa laxgengd í ám og jafnvel að gera þær ár ' að veiðiám, sem sjálfar eru ekki færar um uppeldi laxa og lax- fiska. r Æska Islands Styð þú alltaf æsku íslands unga bjarta dáða til, svo hún hrapi ekki ofan — í örlaganna svartan hyl. Bregð þú ekki fæti fyrir, fallið oft er ærið þungt. Ekki er víst að.gróið geti hið gamla sár við hjartað ungt. Sýndu það í þínu verki, að þú sért hennar fyrirmynd. Hugsjón há og verkin vönduð verður hennar orkulind. Bótaþegar 4103 í bæ og sýslu SAMKVÆMT ársskýrslum um bætur Almannatrygginga á Ak- ureyri og í Eyjafjarðarsýslu 1961 reyndust bótaþegar alls 4103 talsins. Skiptust þeir í bótaflokka í bænum þannig: 693 tóku ellilífeyri, 215 örorku- lífeyri, 48 örorkustyrk, 87 óend urkræfan barnalífeyri, 144 end urkræfan barnalífeyri, 1266 fjölskyldubætur, 241 fæðingar- styrk, 161 mæðralaun, 37 ekkju bætur, 4 makabætur og 17 eft- irlaun. í sýslunni skiptust bótaþegar þannig milli bótaflokka: 362 tóku ellilífeyri, 82 örorkulífeyri, 31 örorkustyrk, 34 óendurkræf- an barnalífeyri, 49 endurkræf- an barnalífeyri, 486 fjölskyldu- bætur, 46 mæðralaun, 80 fæð- ingarstyrk, 12 ekkjubætur, 1 makabætur og 7 eftirlaun. Eftirlaunin eru raunar ekki greidd af almannatryggingarfé né heldur endurkræfur barna- lífeyrir nema í bili. Hins vegar eru í tölu bótaþega hér ekki taldir þeir, er slysabætur fengu á sl. ári, en þeir voru 42 í bæ og 17 í sýslu. Til fróðleiks má geta þess, að fjölskyldubætur hér í bæ tóku 231 fjölskyldufaðir með 4 eða fleiri börn á framfæri, 257 með 3 börn og 778 með 1—2 börn. Einn fjölskyldufaðir var með 11 börn á framfæri hér í bæ, 2 með 9 börn og 3 með 8 börn. í sýslunni var 1 fjölskyldu- faðir með 9 börn á framfæri og einn með 8 börn. (Frá tryggingarumboðum Akur eyrar og Eyjafjarðarsýslu). Bein þú alltaf huga hennar á heilladrjúg og sólrík spor, margt er hægt til gagns að gera, gleð þig hægt, þú æska vor. Lát þín sporin ljúfu verða litrík og til sóma þér. Stattu fast í straumi lífsins þá stormur enginn grandar hér. Réttlætisins vörður vertu og vörður sterkur sannleikans. Lát þú ekki kólgu kæfa kosti fagra innri manns. Set þú markið hátt í huga, hverf þú ei af skylduleið. Allar ungar greinar grói og geri fagran stofnsins meið. Bergðu af tærum, björtum lindum, bezt það víst mun reynast þér, því tækifærin ótal eru, enginn má bregðast sjálfum sér. Kristín Jóhannesdóttir frá Syðra-Hvarfi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.