Dagur - 26.04.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 26.04.1962, Blaðsíða 4
4 0 FÖGNUM SUMRI ÞEKKINGIN hefur á Ivennan hátt sett Iand okkar sunnar á hnöttinn cn landa- bréfm og sífellt japl um takmörk manna- byggðar fræða okkur um. — Vöxtur og þroski nýrra innflytjenda í gróðurríkinu sanna þetta vel, svo og afrakstur al- gengra nytjaplantna. Ennfremur gull- kista grunnmiðanna, sem varmir haf- straumar endurnýja, þótt af sé tekið. 1 öðru lagi hafa verkvísindin opnað mögu- lcika til að nýta aðrar auðlindir landsins í ríkara mæli en nokkurn hafði dreymt um fyrir mannsaldri síðan. Þau gera ís- land að landi ævintýralegra möguleika, En þótt rétt sé og sjálfsagt að hugleiða og (hagnýta auðlindir okkar, svo sem orku fallvatna, jarðhita, verðmæt efni í jörðu og fiskimiðin, megum við ekki gleyma sjálfri undirstöðunni að öllu lífi: Gróðurmold og gróðarlendi. Þar er mesti auður íslands bundinn. Þar er slíkur gullforði fólginn, að nægja mundi allri íslenzku þjóðinni uin langan aldur, ef unnið væri af þekkingu og í samvinnu við náttúruna. Enn heilsar nýtt sumar, og að þessu sinni með hlýjum vindum og miklu sól- fari. Norðlenzki veturinn var fremur harður og umskiptin því enn kærkomn- ari. Og enn, sem fyrr, kveikir sumarið hinar stærstu vonir í brjóstum manna. Jafn ólíkar og fjölbreyttar munú þær vera og einstaklingarnir eru margir, en vonandi bera þær allar svip af vorinu sjálfu, vaxtarmætti þess og fegurð. í Dymbilviku komu nokkur hundruð gesta til Akureyrar, hcldu þaðan á fjöll og háðu keppni í skíðaíþróttum eða nutu ánægju áhorfandans í einu fegursta skíðalandi, sem Norðurland hefur að bjóða. Þetta skíðaland er í túnjaðri höf- uðstaðar Norðurlands, ásamt stóru skíða- hóteli. Heimamenn kepptu einnig á skið- um, en voru lítt við afrek orðaðir. En fleiri voru gestirnir og raunar meiri vor- boðar en skíðamenn og um lengri veg komnir. En þar er átt við farfuglana, sem margir komu um sama leyti, og hyggja á sumardvöl og hreiðurgerð. Þá væri ís- Icndingum aftur farið og þeir rótslitnir um of frá upphafi sjálfs sín og móður náttúru, ef þeir nytu ekki fuglasöngs á fögru vori og fyndu ekki unað af ihni jarðar, en það þarf meira til. Allt of mik- ill hluti þjóðarinnar nýtur þessa á svip- aðan hátt og fólk gerir sér dagamun með því að fara í leikhús. í sveitum Iandsins er langt um of fátt fólk, sérstaklega á sumrin, en í bæjum, og þeirra á meðal Akureyri, hundruð atvinnulausra ungl- inga á sama tíma. Hér þyrfti að tengja mikilsverða orku hinu hagnýta starfi í sumarfögrum sveitum. ísland er í raun og veru lítt numið land ennþá, með aðeins 6 þúsund sveita- bæi, sem eru, ásamt ræktunarlöndum, eins og örlitlir grænir blettir á hinu mikla og ósnortna gróðurlendi landsins. Á íslandi er hægt að hef ja stórfellt land- nám og jafnvel sandarnir geta orðið ak- urlönd og töðuvellir. Rétturinn til að eiga landsvæði, mun í framtíðinni verða vefengdur nema lönd- in séu hytjuð. Þann rétt mega íslending- ar ekki vanmeta, né heldur þá lífsupp- sprettu, sem dreifbýli og ræktun lands er hverri þjóð. Skíðafólkið frá Siglufirði stóð sig afburða vel á Skíðamó ti íslands, enda var því fagnað vel við heimkomuna. — Mynd þessi er tekin ofan við Skiðahótelið. (Ljósm. E. D.) SKÍÐAMÓT ÍSLANDS iwi Siglfirðingar báru af í flestum greinum á mótinu Skíðahótelið nýja og skíðalandið í Hlíðarf jalli við Akureyri vakti mikla hrifningu gestanna SKÍÐAMÓT ÍSLANDS 1962 var haldið í Hlíðarfjalli við Ak- uréyri í síðustu Dimbilviku og lauk á-páskadag. Veður var dá- samlegt. Keppendur 114 talsins og aðrir mótsgestir skiptu niörgum hundruðum dag hvern. Skíðahótelið og fyrirgreiðsla þar vakti verðskuldaða athygli og ánægju. Skíðatogbrautin létti mjög undir og snjórinn var nægur og lét lítt á sjá, þótt hiti væri alla mótsdagana. Skíðaráð Akureyrar sá um framkvæmd mótsins. Siglfirðingar unnu bæði marga sigra og stóra og eignuð- ust íslandsmeistara í flestum keppnisgreinum. — Vegurinn í Hlíðarfjalli varð að sígandi aur- skriðu og forvitnilegri náttúru- skoðurum en ferðafólki. í Hlíðarfjáíli átti fjöldi fólks dýrlega daga og kom þaðan brúnt af sól og endurnært á sál og líkama. Af sjónarhóli áhorf- andans fór mótið vel fram. Slys urðu ekki og mistökin, hinn þrályndi förunautur allra stórra íþróttamóta, lét lítið á sér bera. Akureyringar voru lítið nefnd- ir í röðum sigurvegara að þessu sinni. En þeir munu hafa num- ið mikið á þessu móti og láta ef- laust sjá þess merki á næstu ís- landsmótum. Skíðaæskunni á Akureyri hefur nú verið í lófa lögð betri aðstaða en annars staðar þekkist með Skíðahótel- inu í Hlíðarfjalli. Vonandi nýt- ur hún þeirrar aðstöðu, svo sem efni standa til. Geta má þess skíðafólki til lofs, að samkvæmt umsögn lög- reglunnar var framkoma þess góð í fjölmenni bæjarins. Þá hefur mótsstjórnin beðið blaðið að færa bæjar.búum alúð- arþakkir fyrir ýmsa fyrir- greiðslu. — Ennfremur þakkar hún yfirvöldum bæjarins svo og lögreglu og bifreiðaeftirliti fyr- ir góða aðstoð. Skíðaráð Akureyrar skipa: Halldór Ólafsson, Guðmundur Ketilsson, Ólafur Stefánsson, Páll Stefánsson og Hermann Sigtryggsson, og var Hermann Sigtryggsson mótsstjóri. Bjarni Rafnar var læknir mótsins. Eins og frá var sagt í síðasta blaði hófst skíðakeppnin 17. apríl. Úrslit í 15 km. göngu 20 ára og eldri. Mín. Matthías Sveinsson, í. 57.14 Birgir Guðlaugsson, S. 57.53 Gunnar Pétursson, í. 58.41 Sveinn Sveinsson, S. 59.01 Úrslit í göngu 17—19 ára. Mín. Gunnar Guðmundsson, S. 55.26 Kristján R. Guðmundss., í. 55.32 Þórhallur Sveinsson, S. 55.39 Frímann Ásmundsson, F. 59.33 Úrslit í 10 km. göngu 15—16 ára. Mín. Björn B. Ólsen, S. 38.17 Bragi Ólafsson, í. 38.47 Jóhann P. Halldórsson, S. 39.47 Kristján E. Ingvason, Þ. 40.11 Úrslit í meistarakeppni í stökki 20 ára og eldri. Stig Skarphéðinn Guðm.ss., S. 229.4 Sveinn Sveinsson, S. 219.2 Geir Sigurjónsson, S. 206.2 Birgir Guðlaugsson, S. 206.0 Stökk 17—19 ára. Stig Haukur Freysteinsson, S. 194.8 Sig. B. Þorkelsson, S. 176.9 Þórhallur Sveinsson, S. 131.5 Stökk 15—16 ára. Örn Snorrason, S. Björn B. Ólsen, S. Haukur Jónsson, S. Stig 181.4 163.3 134.6 Norræn tvíkeppni 20 ára og eldri. Stig Sveinn Sveinsson, S. 462.2 Birgir Guðlaugsson, S. ■‘■'456.4 Haraldur Pálssön, R. 394.0 17—19 ára. Stig Þórhallur Sveinsson, S. 418.5 15—16 ára. Stig Björn B. Ólsen, S. 410.5 Stökkkeppnin fór fram við Ásgarð. Flokkasvig (19. apríl). Sveitarkeppnin fór fram í Reithólum í Hlíðarfjalli. Rennsli var gott. Lengd brautarinnar var 360 m, hæðarmismunur 160 m og hlið 45. Brautarlagningu annaðist Stefán Kristjánsson. Úrslit: Sveit Siglufjarðar 500.6 sek. Sveit ísafjarðar 513.5 — Sveit Akureyrar 533.7 — Sveit Ólafsfjarðar 570.0 — Sveit Reykjavíkur lauk ekki keppni. Skíðahótelið í Hlíðarfjalli. (Ljósmynd: E. D.) Birgir Guðlaugsson, Isl.meistari í 30 km. göngu hreppti Dags- bikarinn. (Ljósm. G. P. K.) 30 km ganga. Brautin var sú sama og í 4x10 km boðgöngunni, nema hvað suðurhluti hennar var gerður nokki'u auðveldari og styttri, en brautin lengd til norðurs, sem því svaraði. Logn var og rofaði til sólar öðru hvoru. Snjórinn var stórkornóttur og rakur. — Talstöð var staðsett á Stórhæð, þar sem 10 km hringurinn var hálfnaður. Var því hægt að gefa áhorfendum upp millitíma keppninnar við hverja 5 km. Úrslit: Klst. Birgir Guðlaugsson, S. 2.00.47 Gunnar Pétursson, í. Steingr. Kristjánsson, Þ. Stórsvig karla. Stórsvig fór fram í Reithólum í Hlíðarfjalli ofan við „Stromp- inn“. Færi var ekki gott, gróf- kornóttur snjór og gljúpur. — Rigning annað slagið. Brautirn- ar voru vel lagðar og skemmti- legar. Brautarlagningar allar annaðist Stefán Kristjánsson. Úrslit í stórsvigi karla. Sek. Jóhann Vilbergsson, S. 78.5 Kristinn Benediktsson, í. 78.6 Valdimar Örnólfsson, R, 81.1 Úrslit í stórsvigi kvenna. Sek. Kristín Þorgeirsdóttir, S. 59.9 Jakobína Jakobsdóttir, R. 60.0 Marta B. Guðmundsd., R. 70.4 Úrslit í stórsvigi unglinga. Sek. Ásgrímur Ingólfsson, S. 61.1 Hafsteinn Sigurðsson, í 61.9 Reynir Brynjólfsson, A. 62.4 Úrslit í svigi karla. Sek. Kristinn Benediktsson, í. 129.5 Valdimar Örnölfsson, R. 133.8 Samúel Gústafsson, í. 136.1 Svig unglinga. Keppni í svigi unglinga fór fram í Hlíðarfjalli suður og upp af „Strompnum“ og hófst kl. 10.30 f.h. Færi var nokkuð hart í fyrstu, en batnaði þegar á leið. Veður ágætt, en sólgrlaust. — Stefán Kristjánsson lagði braut- ina. Úrslit: Sek. Magnús Ingólfsson, A. 95.9 Hafsteinn Sigurðsson, f. 96.2 Árgrímur Ingólfsson, S. 96.6 Svig kvenna. Svig kvenna fór fram í Reit- hólum í Hlíðarfjalli ofan við ííStrompinn". Færi var gott og einnig veður, sunnan andvari og sólskin. Úrslit: Sek. Jakobína Jakobsdóttir, R. 82.9 Marta B. Guðmundsd., R. 86.7 Kristín Þorgeirsdóttir, S. 107.1 Úrslit í Alpakeppni unglinga. Stig Ásgrímur Ingólfsson, S. 0.44 Hafsteinn Sigurðsson, í. 0.10 Reynir Brynjólfsson, A. 4.49 Úrslit í Alpakeppni kvenna. Stig Jakobína Jakobsdóttir, R. 0.14 Kristín Þorgeirsdóttir, S. 17.49 Marta B. Guðmundsd., R. 17.71 Úrslit í Alpakcppni karla. Stig Kristinn Benediktsson, í. 0.10 Valdemar Örnólfsson, R. 4-78 Sigurður R. Guðjónsson, R. 6.92 Við útreikning stiga í Alpa- tvíkeppni voru notaðar F. í. S.- tabellen fiir Slalomrennen (Aus- gabe 1953) og F. í. S.-tabellen fiir Riesenslalon (Austgabe 1953). NOKKUR fyrirtæki og einstakl- ingar gáfu fyrstu vcrðlaun í að- algreinum mótsins og óskar Skíðaráð að flytja þeim beztu þakkir. Gefendur voru: „Dagur“, Valbjörk hf., Þórshamar hf., Bólstruð húsgögn hf., Brynjólfur Sveinsson hf., Olíusöludeild KEA, Sjóvá, umboð Kr. P. Guðm. Jón M. Jónsson, Kurt Zonnenfeld, Bjarni Sveinsson. Kristín Þorgeirsdóttir sigurvegari í stórsvigi kvenna. (Ljósrn. E.D.) MORGUNHIRTING. MÓÐIR mín vandaði ekki um við mig á kvöldin, þá þvoði hún mér, kom mér í rúmið, breiddi sængina ofan á mig og svo lás- um við saman stutta bæn. En á morgnana talaði hún stundum við mig um það, sem mér hafði orðið á og útskýrði fyrir mér, hvers vegna ég mætti ekki gera þetta og hitt. Og þá bar stundum alvarlega hluti á góma, því að ég gerði oft það, sem börn eiga ekki að gera. Þessi morgunviðtöl við móður mína komu í stað vandarins og þeirra hirtinga í orði og verki, sem mjög eru tíðkuð í dagsins önn. — Róleg umvöndun að morgni er áhrifameiri en vönd- ur að kveldi. GUÐSÞJÓNUSTA í HLÍÐAR- FJALLI? STUNDUM rekast á guðsþjón- ustur í Akureyrarkirkju og aðr- ar samkomur og fundahöld, sem menn vildu hafa á sama tíma. Á fjölmennum íþróttamótum fer vel á því, að keppendur eigi guðræknisstund í kirkju, áður en gengið er til leikanna. — En ekki hafa alli-r áhuga á því og telja jafnvel tií leiðra kvaða, ef til slíks er ætlazt. En stundum gætu prestarnir, ef til vill, komið meira tii móts við fólkið. Ánægjulegt hefði það verið, ef annar Akureýrarprest- urinn hefði flutt prédikun í Hlíðarfjalli á landsmó'ti skíða- manna, og eftirminnileg hefði sú guðsþjónusta getað orðið. •• VEGURINN Á HREYFINGU. AKVEGURINN upp að- Skíða- hótelinu í Hlíðarfjalli er glöggt dæmi um það, hvernig ekki má búa til vegi. Hann er gerður úr mold með þunnu malarlagi ofán á, og auk þess er hann of bratt- ur. Alla daga landsmólsins var hann ófær bifreiðum, öðrum en jeppum. Vegur þessi varð nokk- urn veginn að samfelldri aur- skriðu, sem mjakaðist undan brekkunni, gangandi fólki til undrunar og bifreiðastjórum til hrellingar. Þennan veg þarf að byggja að nýju og þá betur undirbyggðan og helzt tvöfaldan, hluta brekk- unnar a. m. k. Síðari mótsdagana veitti lög- M 'Vriívw, € «>* - V ' * •• ' 'w x '■ ' ' ' , /, - Skíðastökk við Ásgarð í glampandi sól og að Viðstöddum fjölda áhorfenda. (Ljósm. E. D.) regla og bifreiðaeftirlit fyrir- greiðslu um bifreiðastæði í hinni miklu umferð, og var það til bóta. En Ijóst er, að hvern dag hefði komið hundruðum fleira af fólki, ef akfært hefði verið upp að Skíðahóteli. — En heitir hin mikla og fagra bygg- ing í Hlíðarfjalli Skíðahótel eða Skíðaskáli? Mörg gistiherbergi, svefnskálar, borðsalir og eldhús benda fremur til hótels en skála. Skíðahótel er því rétt- nefni. - Nokkurra þingmála getið (Framhald af bls. 8) frumvarpi um almannavarnir og borið fram á vegum dóms- málaráðherra, og var síðan gef- ið til kynna, að mál þetta ætti fram að ganga. Með frumvarpi þessu voru prentaðar álitsgerðir ýmsar frá innlendum mönnum og erlend- • . $ um. Ákvæði þessa frumvarps fjölluðu um ýmiss konar ráð- stafaQÍr til að reyna að koma í veg fyrir tjón af völdum ófriðar eða hernaðarundirbúnings. Var gert ráð fyrir allmiklum fjár- framlögum frá ríki og sveitafé- lögum og yfirstjórn með víð- tæku valdi. Framsóknarmenn lögðu fram breytingartillögur við frum- varþið og kváðust myndu sam- þykkja það, ef þær tillögur næðu fram að ganga, en töldu raunar helzt til lítinn tíma ætl- aðan slíku máli í annríkinu und- ir þinglokin. Þá bar það til, að Alþýðubandalagsmenn tóku upp mikil ræðuhöld um málið. Þreyttist stjórnin þá á að fylgja því fram, og lagði sjálf til, að því yrði vísað frá með rök- studdri dagskrá. Dagskrártil- laga þessi var einkenmlegt plagg og verður ef til vill vikið að því síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.