Dagur - 03.05.1962, Síða 5

Dagur - 03.05.1962, Síða 5
4 f........".................... Fyrsfa fækifæri almennings SUNNUDAGINN 27. maí fara fram bæj- ar- og sveitarstjórnarkosningar í 14 kaup- stöðum og 35 þorpum. — 1 sumum þorp- unum eru kosningar ópólitískar, sem kallað er, þannig að samkomulag hefur orðið um menn á lista, eða listar boðnir fram án þess að stjórnmálaflokkar komi þar við sögu. En í öllum kaupstöðum og meiri hluta þorpanna er um pólitísk framboð að ræða, eingöngu, eða að ein- hverju leyti. Ætla má, enda eðlilegt, að kosningar sem þessar snúist fyrst og fremst um málefni þess bæjar eða svcitarfélags, sem í hlut á, og að frambjóðendur séu metnir með það fyrir augum, að þeir geti orðið bæjar- eða svcitarfélögum að liði eða njóti trausts til þess. En með því að bæjar- eða sveitarmála- flokkarnir, sem að framboðum standa, eru jafnframt eða jafnvel fyrst og fremst landsmálaflokkar, getur varla hjá því farið að landsmálefni og afstaða til þeirra setji að verulegu leyti svip sinn á kosn- ingarnar, og það því frcmur, sem skammt er nú til Alþingiskosninga og ýmsir kunna að líta á úrslit bæjar- og sveitar- kosninga sem fyrirboða. Fleira kemur hér til. Mikill meiri hluti kjósenda í landinu á atkvæðisrétt i þess- um kosningum. Og nú fá flestir þessara kjósenda fyrsta tækifærið til þess að segja, a. m. k. á óbeinan hátt, álit sitt á ýmsum mikilvægum ákvörðunum, sem teknar hafa verið. Það er ekki ólíklegt, að ýmsir vilji nota þetta tækifæri, úr því að það gefst, til þess að láta í Ijós ánægju eða óánægju í garð þeirra, sem með völdin fara í land- inu, og þá um leið hvetja eða letja stjórn- málamennina til að lialda áfram á sömu braut það sem eftir er kjörtímabilsins. Víst er um það, að sjömenningarnir í stjómarstólunum suður í Reykjavík munu reyna að lesa það út úr kosninga- úrslitunum að kvöldi hins 27. maí, hvort almenningur, t. d. í höfuðstað Norður- lands liafi sætt sig við verðhækkunar- stefnu ríkisstjórnarinnar — við söluskatt- inn, afstöðu stjórnarinnar í kaupgjalds- málum, hækkun fjárlagaútgjalda um ná- lega 100% o. s. frv., að ógleymdri gengis- breytingunni. Ríkisstjórnin veit það vel, að hún hef- ur gert það, sem ekki var fordæmi fyrir, að lækka gengi krónunnar tvö ár í röð, fyrst árið 1900, síðan árið 1961. Ilún mun reyna að lesa það út úr kosningunum 27. maí, hvort -hún hafi þarna spennt bog- ann of hátt, eða hvort óhætt sé að halda áfram, hvort út í það sé Ieggjandi t. d. að lækka krónuna í þriðja sinn á ofan- verðu sumri 1962, með sömu rökum og í fyrra, eða öðrum. Þetta tvennt mun að verulegu leyti setja svip á kosningarnar: Að þær eru fyrsta tækifæri mikils meiri hluta þjóðarinnar til að láta í Ijós álit sitt á núverandi stjórnarstefnu og að ríkisstjórnin mun reyna að ráða af úr- slitum þeirra, hvar hún sé á vegi stödd, og hvað fært sé. V-------------------------------------J TI MAÍ 1962 Ræða Sigurðar Jóhannessonar skrifstofumanns á útiliátíð verkalýðsfélaganna á Akureyri ÞÓ Félag verzlunar- og skrif- I stofufólks á Akureyri sé ekki alveg nýtt á nálinni, er aðeins stutt síðan að Jjað vann sér þegnrétt sem eitt af launþegafé- lögunum hér í bæ. Það var ekki fyrr en eftir inngöngu okkar í Alþýðusamband fslands, og | ekki síður eftir að við hófum ; meiri samvinnu við hin laun- ■ þegafélögin hér á Akureyri, að i við fórum að hafa nægan styrk til að vinna að hagsmunamálum okkar, án þess að fara eftir línu, i sem aðrir höfðu gefið. í byrjun j júnímánaðar á síðasta ári, ] reyndi fyrst í alvöru á samtaka- 1 mátt félags okkar, þegar við í } fyrsta sinn í sögu kjarabaráttu ]. verzlunarfólks á íslandi þurft- um að knýja fram hagsmuna- mál okkar með verkfalli. Til allrar hamingju leystist verk- fallið fljótt hér á Akureyri, en við sáum þá, hve miklu sam- staða okkar innbyrðis, og sam- staðan með öðrum félögum launþega, getur áorkað. Verkfallsvopnið er vandnieðfarið. Verkfallsbeiting er aflmikið vopn. Hún á að vera neyðarúr- ræði launþegans til að knýja fram möguleika til mannsæm- andi lífsafkomu, til þeirra lífs- skilyrða, sem sjálfsögð eru talin í hverju menningarlandi nú á dögum. Þess vegna er þetta vopn vandmeðfarið. Það er ó- hæfa að það skuli oft hafa kom- ið fyrir á undanförnum áratug- um, að þessu vopni hefur verið beitt í öðrum tilgangi en þeim, sem ég nefndi hér áðan. Það er óhæfa, að þetta vopn skuli hafa verið notað til að berja á póli- tískum andstæðingum til fram- dráttar einni sérstakri þjóð- málastefnu. Því heiti ég á alla launþega að taka sem almenn- astan þátt í starfi stéttarfélag- anna, til þess að bægja þeirri hættu frá, að fáir menn geti not- að samtök okkar í annarlegum tilgangi. Peimastrikið var grár leikur. Á síðasta ári, aðeins tveim mánuðum eftir að okkur hafði tekizt að fá kjarasamninga okk- ar færða til betri vegar, dró rík- isstjórnin sitt pennastrik yfir þær, með því að beita Seðla- bankanum fyrir sig við að lækka gengi krónunnar. Með gengisskráningarlögunum hefur ríkisstjórnin raunverulega gert alla kjarasamninga í landinu minna virði en pappírinn, sem þeir voru skrifaðir á, og það virðist erfitt að sjá, hvaða leið hægt er að fara til bættra lífs- kjara fyrir launþega, þegar rík- isstjórnin getur leikið okkur svo grátt. En ég trúi því ekki fyrr en á reynir, að slíkrar skamm- sýni gæti einnig hjá félögum at- vinnurekenda, þegar að því kemur að breyta núverandi kjarasamningum. Ef svo yrði, er samstaða launþega eina svarið sem við getum gefið. En það er líka áhrifamikið svar. En við verðum líka að minnast þess, að koma alltaf fram af sanngirni og með samkomulagsvilja við atvinnurekendur okkar, því að góð samvinna milli launþega og atvinnurekenda er öruggasta leiðin til batnandi lífskjai’a ís- lenzku þjóðarinnar. Ef atvinnu- rekendur og launþegar geta skilið þarfir hvers annars, og Sigurður Jóhannesson. hafa einlægan vilja til úrbóta, þá er það víst, að meira myndi vinnast okkur til hagsældar, en nú á sér stað með harðvítugri baráttu. Framtíðarmöguleikar okkar í þessu landi eru óþrjót- andi, ef við getum veitt hvor öðrum stuðning til að nota þá. Dæmi um óbeinu skattana. Af hálfu stjórnarvaldanna er alltaf verið að reyna að telja okkur trú um, að þrátt fyrir einhverja hækkun á vöruverði, hafi lífskjör okkar lítið sem ekkert versnað á undanförnum árum. Okkur er bent á niður- fellingu á tekju- og eignaskatti og lækkun á útsvari þessu til sönnunar. En það er ekki getið um þær drápsklifjar, sem við þurfum að greiða til ríkisins í óbeinum sköttum af erlendum vörum, sem við kaupum. Það er ekki getið um, að þeir sem eru að byrja að búa og kaupa sér rafmagnseldavél á 6950 krónur borga þar með ríkissjóði 2885 krónur af kaupverðinu, og sá, sem kaupir sér pott á 200 krón ur, greiðir þar með ríkissjóði 79.50, og af hverri skeið, sem kostar 37.50 fær ríkið 14.90. — Óbeinu skattarnir eru nefndir ýmsum nöfnum, svo sem vöru- magnstollur, verðtollur, inn- flutningsgjald,söluskattur í tolli og smásöluskattur, en þeir eiga það allir sameiginlegt, að það erum við, sem þurfum að borga þá. Okkur er sagt, að þetta sé nú ekki svo mjög slæmt, því að við fáum núna tæpar 3000 krón- ur greiddar með hverju barni á ári. En — ef við þurfum að kaupa okkur barnavagn, og þeir kosta allt að 5750 krónum, þá borgum við ríkinu 2690 krónur fyrir vagninn. Af barnaskóm úr leðri, sem kosta 145 krónur, fær ríkið 53.65 og af skósvertudós, sem kostar 10.00 fær það 4.40, og 14.50 greiðir húsmóðirin rík- inu fyrir hvern metra af kjól- efni, sem hún kaupir í búð á 40.00, og af hverjum bauk af ræstidufti, sem kostar 11.00, fær ríkissjóður 4.97. Þeir, sem byggja sér hús, en það eru fáir nú á tímum, borga ríkinu 1.01 fyrir hvert fet af 1x6 smíðatimbri, sem kostar 4.40 í búðum, og 68.25 fær ríkissjóður af hverri skrá í húsið, sem kost- ar í búð 187.00. Ég get líka nefnt það, að meðalstór íslenzkur fáni kostar kr. 680.00. Ef við viljum flagga á þjóðhátíðardag- inn og kaupum þann fána, greið- um við ríkissjóði kr. 290.00. — Að síðustu skal ég nefna, að seint á síðastliðnu ári var upp- auglýst tollalækkun á nokkrum vörutegundum, þar á meðal á súpupakka, sem hún kaupir á ir þá lækkun greiðir húsmóðir- in ríkissjóði 3.58 fyrir hvern súpupakka, se mhún kaupið á 9.40, og kvenfólkið greiðir ríkis- sjóði 17.20 fyrir hvert par af sokkum, sem hún kaupir á 62.00. Þrátt fyrir þessar stað- reyndir, sem hægt væri að halda áfram að nefna óteljandi dæmi af, er okkur svo sagt, að við greiðum tiltölulega litla sem enga skatta. Og þeir, sem segja það, eru forsjármenn þjóðarinn- ar í dag. Það er til þess að geta borið þennan klafa, meðal ann- ars, að þeim sem lægst eru laun- aðir, er brýn nauðsyn á að fá einhverja leiðréttingu á launum sínum. Atvinnufyrirtæki í vanda. En við verðum líka að minn- ast þess, að það eru ekki ein- göngu launþegar, sem hafa orð- ið fyrir barðinu á stefnu' ríkis- stjórnarinnar. Við verðum að minnast þess, að stefna hennar er að sliga fjölda atvinnufyrir- tækja til lands og sjávar. Vaxta- greiðslur og óraunhæfur starfs- grundvöllur er að koma sumum atvinnugreinum þjóðarinnar á kaldan klaka, svo að þær eru varla aflögufærar um meiri launagreiðslur til handa starfs- fólki sínu. Þessir aðilar verða allir að taka höndum saman til þess að fá einhverja leiðrétt- ingu á afkomu sinni. Verzlunarskóli á Akureyri. Á einu sviði í starfi okkar fé- lags er stór akur óunninn. Það er á sviði fræðslumálanna. Það er leitt til þess að vita, að hluti þess fólks, sem vinnur að verzl- unai’- og skrifstofustörfum er að einhverju leyti óvitandi og á- hugalaus um þau störf, sem því er ætlað að vinna. Á þessu sviði eigum við að mæta áhuga og samstarfsvilja atvinnurekenda til úrbóta. Hér þarf félagið að taka í framrétta hönd atvinnu- rekenda um það, að standa að námskeiðum, þar sem kennd eru almenn afgreiðslu- og sölu- störf, og veitt alhliða fræðsla um verzlun. Þetta mundi kann- ske aðeins verða fyrsti áfanginn. í framtíðinni gæti risið hér á Akureyri verzlunarskóli, sem byggi ungt fólk undir störf í þessari atvinnugrein. Við verð- um að hafa það hugfast, að því meiri kröfur, sem við getum gert til okkar sjálfra, því meiri möguleika höfum við á hærri launum og betri starfsskilyrð- um. Ungt fólk og ábyrg störf. Á síðastliðnu hausti átti ég þess kost að sitja landsþing fé- lags dansks verzlunarfólks, og gafst mér þar kostur á að kynn- ast því, hvernig Danir vinna að þessum málum. Þeir leggja mikla áherzlu á að ná sambandi við æskuna, meðan hún enn er í verzlunarskólum, og fá hana strax til starfa í félögum verzl- unarfólks. Mig langar að lokum til að lesa hér upp nokkur orð úr ræðu,sem formaður hins danska landssambands flutti á þinginu: „Það eru þær þúsundir af ungu fólki, sem nú streyma inn í alls konar verzlunar- og;skrif- stofustörf, sem við eigum að byggja framtíð okkar á. Þess vegna er það nauðsynlegt, að við reynum öll að skilja þeirra sjónarmið og erfiðleika, og veita því alla þá hjálp, sem það hefur þörf fyrir og nauðsynleg er, til að störf þeirra séu ánægjuleg og beri ávöxt. Ekki aðeins ánægju- leg fyrir þau sjálf, heldur einn- ig> °g Það ekki síður fyrir þá, sem eiga að njóta starfa þeirra. Ég álít, að við eigum ekki að vera hræddir við að láta hið unga starfsfólk fá verkefni og hafa skyidum að gegna, og bera þá ábyrgð sem því fylgir. Að- eins það, að bei’a ábyrgð á ein- hverju er fyrsta skilyrðið til frjórra hugsana og fram- kvæmda.“ ATHUGIÐ! ALLT stuðningsfólk B-listans er beðið að hafa sámband við skrifstofuna, scm fyrst. B-LISTINN. - Ýmis tíðindi.. . (Framhald af bls. 8) eyrar, einnig mjólk úr Fnjóska- dal. Hér eru ánægjulegir dagar í blíðviðrinu, sem búið er að standa á þriðju viku. — Slysa- varnadeildin hefur haft Fram- sóknarvist og dans hálfsmánað- arlega lengi vetrar í Grenivík og hefur mönnum þótt að því hin bezta dægrastytting. S Tryggvi Jónatansson siötugur Afmælisviðtal í GAMLA DAGA var Akureyri og Oddeyri sitthvað og lítt fær vegur þar á milli. Akureyri var höfuðborgin, en Oddeyri nær ó- byggður tangi úti með sjó. Tryggvi Jónatansson fæddist á Tanganum og þá voru þar ris- in örfá hús og var þeim einu sinni líkt við vetursetukofa leiðangursmanna á nyrztu leið- um. Foreldrar hans voru Jóna- tan Jósefsson, múrari, og Jón- ína Guðmundsdóttir, kona hans. Ekki fékk snáðinn bíla eða flugvélar til að leika sér að, eins og nú tíðkast, enda önnur farar- tæki í tízku þá. En móðir nátt- úra bætti úr því. Glerá bjó til Oddeyri og læt- ur enn land rísa úr sæ. Og hún gaf hinum unga borgara góð leikföng, sand og leir úr fjall- garðinum vestan fjarðarins, bezta efni til að móta í fyrstu hugmyndir listhneigðs og hug- myndaríks barns og gera þær sjáanlegar og áþreifanlegar. — Síðar naut Oddeyri þess og Ak- ureyrarkaupstaður í varanlegri og gagnlegri framkvæmdum, að hafa gefið hinum unga sveini fyrstu tækifæri til sköpunar. En hér á ekki að skrifa neina barnasögu, heldur að ræða við sjötugan öldung og þann hinn sama sem áður getur. Sjötugur varð hann 15. apríl sl. Og þegar Dagur hitti hann að máli af því tilefni, hitti hann fyrir ungan mann, kempulegan og vel á sig kominn, lítið eitt dulan um eig- in hag, glaðan og bjartsýnan borgara, sem lifað hefur og starfað á Akureyri frá því að hann var barn og hún þorp, og allt til þessa dags. Þú hefur fæðzt með harm- kvælum hér á Akureyri? Kannski svolitlum harmkvæl- um eins og gengur, en fyrst og fremst í fljúgandi fartinni eins og spútnik. Ég fór bara aldrei upp í loftið, heldur lenti ég í höndunum á ljósmóðurinni. — Síðan hef ég haft lítið um mig, aldrei yfirgefið Akureyri, en dvalið hér alla ævi og unað vel mínum hag. Þú hefur starfað að bygging- armálum lengst af? Hef aldrei starfað að öðru, að heitið geti. Ég hafði ýmsar hug- myndir í kollinum þegar ég var strákur. En þá var engra ann- arra kosta völ en að vinna hjá pabba og hann var múrari. Hjá honum byrjaði ég við bygginga- vinnu um 14 ára aldurinn og hélt því svo áfram. Fyrsta bygg- ingin var gamla Gefjunarhúsið. Nú hef ég víst ein hundrað hús á samvizkunni, sem ég hef séð um byggingu á. Hvað um skólagöngu í æsku? Skólar voru fjarlægir í þá daga. Þá var nú ekki verið að þröngva fólkinu í skóla. Fjár- hagurinn gaf mér heldur ekki tækifæri í þeim efnum. Hvenær varztu fyrst skotinn? Hamingjan hjálpi þér, maður. Auðvitað nærri því jafnlengi og ég man eftir mér. Þetta færðist þó í aukana svona um sextán á víð og dreif ára aldurinn. Aftur á móti varð ég ástfanginn svo um munaði þegar ég var rúmlega tvítugur og það er nú allt annað. Þá trú- lofaðist ég líka fallegri stúlku, kvæntist henni síðan og hjóna- band okkar hefur nú varað í nærri hálfa öld og hefur staðizt storma lífsins. Hins vegar hefur mér ævinlega þótt gaman að horfa á fallegar stúlkur, eins og aðrar dásemdir, sem guð hefur skapað. En ein góð kona hefur verið mér nóg til þessa. Það hefur verið gaman að lifa allar breytingar bæjarins í 70 ár? Já, svo sannarlega, þótt ekki hafi allar framkvæmdir verið gjörhugsaðar fyrirfram. Það hefur líka verið gaman að kynn- ast fjölda Akureyringa allan þennan tíma. Finnst þér fólkið mikið breytt? Nei, en allt annað hefur breytzt. í gamla daga urðu ungl- ingarnir að hugsa um sig sjálfir, Tryggvd Jónatansson. meira en nú tíðkast. Það var okkar skólaganga. Nú eru allir í skólum fram eftir árum, en mér finnst fólkið undarlega fá- kunnandi, þegar alvara lífsins leggur því skyldur á herðar. Rétt eins og það sé þá fyrst að fæðast, þegar það sjálft stendur frammi fyrir þeim vanda að eignast eigið hreiður. Annars er fólkið gott, og ekki man ég eftir því að ég hafi eignazt óvildar- mann á ævinni. Þó hafa störf mín lengi verið þannig vaxin, að ég hef þurft að hafa afskipti af fjölda fólks viðkomandi bygg- ingum í bænum. Þú varst byggingafulltrúi í bænum frá 1944 og lengi síðan? Já, og áður í bygginganefnd hjá bænum. Margt er hægt um byggingamálin að segja, en svona í fljótu bragði finnst mér byggingar of dýrar og hvers konar „fiff“ og sérvizka alltof dýru verði keypt í húsum og húsbúnaði. Fólk leggur á sig alltof þungan kross til að þjóna ýmsum duttlungum, sem þó gefa lífinu ekkert gildi. í því sambandi vil ég nefna útskotin og stigana, ennfremur eldhús- búnað ýmiss konar. En það er náttúrlega skemmtilegt fyrir þá sem geta, að gera eitt og annað að gamni sínu í húsbyggingum og húsbúnaði. Þú ert gamall ungmennafélagi og leikari? Maður var í ýmsu hér á árum áður, svo sem ungmennafélag- ingu, hornaflokknum, Geysi og leikfélaginu. Svo stundaði mað- ur íþróttir, en lagði þær allar á hilluna, þegar aldurinn færðist yfir, nema skautana. Ég fer á hverjum vetri á skauta, þegar tækifæri gefast og finnst mér það mjög heilsusamlegt. Ég hefi stundum heyrt Ægis- götuna og þig nefnda í sömu andránni? Ekki er að furða. Ég byggði þar ein 13 hús. Byrjaði með tvær hendur algerlega tómar, en langaði til að byggja lítil, þægileg og ódýr hús. Ég leitaði til Vilhjálms Þór, sem þá var kaupfélagsstjóri, og bað hann að lána mér efnið. Hann gerði það þegar ég hafði lagt málið ræki- lega fyrir hann. Svo hófst ég banda. Fólkinu líður vcl í þess- um húsum. Og þar hafa margir skrúðgarðar fengið verðlaun. — Þau kostuðu frá kr. 7500.00 upp í 8500.00 eftir stærð. Ódýrari húsin voru 3 herbergi og eld- hús, en hin voru fjögurra her- bergja hús. Eldhús var innrétt- að og þeim fylgdi rafeldavél og annað, sem venja er að fylgi. í þessa átt vil ég að bærinn eða bæjarbúar byggi í framtíðinni, þ. e. ódýr einbýlishús í stórum, vel skipulögðum hverfum. Tómstundavinna? Auk félagsstarfa hef ég fiktað við útskurð og silfursmíði. En svo hef ég líka gert ýmislegt, sem ég ekki átti að gera, svo sem að drekka brennivín. Um það og fleira má segja, að það góða, sem ég vildi, það gerði ég ekki o. s. frv. Ég kann betur við að lösturinn sé sagður. En svo skrifta ég ekki meira, segir Tryggvi, stendur upp og kveður. Blaðið þakkar svörin. Tryggvi Jónatansson er kvæntur Helgu Hermannsdóttur, ættaðri úr Skagafirði. Dagur sendir afmælisbarninu hugheilar árnaðaróskir í nafni fjölmargra lesenda sinna, og þakkar ágæt kynni fyrr og síð- ar. liiiiiiiiiiiMiiiu..,,1,1,1^ I BARNADAGURINN I SÖKUM þess að sumardaginn fyrsta bar upp á skírdag að þessu sinni, gat kvenfélagið Hlíf ekki látið hina árlegu fjár- öflun sína fara fram þann dag. Nú hefur félagið ákveðið að þessi fjáröflun fari fram sunnu-' daginn 6. maí nk. samkvæmt venju með kaffisölu, bazar, merkjasölu og svo hefur Borg- arbíó verið svo vinsamlegt, að gefa barnasýningu kl. 3 á sunnudaginn. Nú vonast félagið til þess, að allir þeir, sem vanir eru að styðja dagheimilið Pálmholt bregðist vel við að venju, þótt félagið yrði að breyta um dag. LITIÐ í BÆJARBLÖÐIN Betra að tala um eitt- hvað annað VINUR vor, Verkamaðurinn, málgagn Alþýðubandalagsins hér á Akureyri, var óheppinn með umtalsefni á föstudaginn var, þegar hann fór að ympra á ósamkomulagi í öðrum flokkum. og útstrikunarhættu þar við bæjarstjórnarkosningarnar. Sannleikurinn er sá, að þær fréttir, sem géngið hafa manna á milli um reipdrátt innan flokka út af framboðum að þessu sinni, varða naer ein- göngu Alþýðubandalagið. Þar hefur í vor á ýmsum stöðum hver höndin verið upp á móti annarri og ekki farið leynt. Finnbogi R. Valdimarsson, oddviti og höfuðkempa Alþýðu- bandalagsmanna í Kópavogi, fyrirfinnst nú ekki á lista þeirra þar og styður hann ekki, eða svo hefur Finnbögi R. Valdi- marsson sjálfur sagt. —- Þykja þetta að vonum mikil tíðindi. í Reykjavík gerðu „línu- kommar“ harða hríð að Alfreð Gíslasyni, og stóð sú höggorr- usta vikum saman, enda varð Alþýðubandalagið síðbúnast í höfuðstaðnum að koma listan- um saman, og kom hann ekki fram fyrr en á síðustu stundu að kalla mátti. Rök Alfr-eðs, sem dugðu: Að línukommar njóta svo lítils álits, síðan Stalin var á dagskrá í haust, að honum sé ekki óhætt einum á báti! Á þetta var fallist, en ekki með glöðu geði, hvað sem væntan- legum útstrikunum líður. Á Austfjörðum hefur Lúðvík Jósefsson áhyggjur af Einari í Mýnesi, og hér á Akureyri er Björn Jónsson stafnbúi kominn <iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiliiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii I Silungurinn í dvala | Reykjahlíð, 30. apríl. Hér hefur hitinn komizt upp í 16 gráður, en er 12 gráður í dag. Grænn litur er farinn að sjást á túnum, þótt stórfenni sé þar einnig. Meginhluti Mývatns er enn undir ís, þótt losnað hafi frá löndum og ísinn sums staðar horfinn. Dorgveiði hefur nær engin verið, enda jafnan logn og er þá silungurinn daufur og virðist liggja í hálfgerðum dvala undir ísnum. — Búið er að opna veginn austur á Hólsfjöll, en djúp tjörn austan við Mývatns- fjall lokar leiðinni eins og er. Vegir eru sæmilegir um sveit- ina. Skemmtun skólabarna var um helgina. Nemendur í ungl- ingadeild fluttu tvo þætti úr Gullna hliðinu, sungu og sýndu glímu. Próf standa yfir og er skólanum að ljúka. Sennilega verður skólinn settur næsta haust í nýja skólahúsinu, sem er í byggingu. Nokkrar ær eru bornar og nær allar tvílembdar. Lömbin ' fengu þær austur á fjöllum, áð- ur en þær náðust heim fyrir jól- in. Mikið er rætt um alls konar „kúnstir“ til að fá ær tvílembd- ar. Hér þurfti þess ekki. aftur í skut á framboðsfleyt- unni, enda reyndur maður og trúlega veðurglöggur. Að lokum: Vér viljum ráð- leggja vini vorum að tala heldur um eitthvað annað en ó- samkomulag í öðrum flokkum. Hjálparkokkur — Yfirritstjóri ÞEGAR Kristján skáld frá Djúpalæk kom hingað norður til starfa hjá Verkamanninum, kallaði íslendingur hann „hjálp- arkokk“. Illa unir Kristján nafngift þessari. Hann lét á sér skilja nýlega, að þeir sem að sunnan koma og skrifa í blöð á Akur- eyri, eigi að kallast „yfirritstjór- ar“! Væntanlega lætur íslending- ur sér þetta að kenningu verða og hættir að tala um „kokkinn“. Alþýðum. segir í gær: „í STJÓRNARTÍÐ Hermanns Jónassonar (þar mun vera átt við árin 1956—1958) voru fjár- lögin tvískipt: Hin eiginlegu fjárlög og útflutningssjóður.11 — Síðan segir blaðið, að „ekkert vit komi út úr dæmi, sem ber fjárlög 1962 umreikningslaust saman við fjárlög 1958“, og að það, sem Dagur hefur sagt um ýmis framlög ríkisins í hlutfalli við fjárlagaupphæðir, fái því ekki staðist og sýni „fyrirlitn- ingu“ gagnvart lesendum. Blaðinu er fullkunnugt um þær upphæðir, sem í tíS vinstri stjórnarinnar voru greiddar úr útflutningssjóði, en nú eru greiddar úr ríkissjóði og hverju þær upphæðir nema. Alþýðumanninum til upp- fræðingar skulu í næsta blaði birtar fjárlagatölur nokkurra ára, þar sem fullt tillit er tekið til þess atriðis, sem hér er um að ræða og eru því algerlega sambærilegar. Kemur þá glöggt í ljós hin raunverulega breyt- ing, sem orðið hefur á umsetn- ingu fjárlaganna síðan í tíð vinstri stjórnarinnar og geta menn þá sjálfir reiknað út, hve: há einstök framlög hafa verið hlutfallslega fyrr og síðar. Q Gáfumenn og framboð FRÁ fonnælendum Sjálfstæðis- flokksins berast þau boð um bæinn, að ritstj. Dags sé vond- ur maður, því að hann hafi brigzlað Eyþóri í Lindu um vitsmunaskort! Eitthvað er nú þetta úr lagi fært hjá þeim blessuðum. Dagur hefur aldrei lagt neitt mat á vitsmuni Ey- þórs í Lindu og telur það ekki í sínum verkahring. Hins vegar var hér í blaðinu sagt frá kát- legum viðskiptum í hópi Sjálf- stæðismanna, sem komust að þeirri niðurstöðu, að framboðs- listi þeirra væri gáfumannalisti og á honum ætti Eyþór ekki heima. Þetta fannst Degi hlálegt og Eyþóri líka sem von var, og er hann ekki á listanum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.