Dagur - 24.05.1962, Síða 8

Dagur - 24.05.1962, Síða 8
8 Togaraútgeráin imiii blómgast, ef í tilefni af aðaifundi útgerð Yiðtal við Gísla Koináðsson, framkvæmdastj. (Jtgerðarfél. Akiireyringa arfétags Akureyringa h.f., sem skýrt er frá annars staðar í blað- inu, átti Dagur viðtal við Gisla Konráðsson, framkvæmdastjóra, um Ú.A. og starfsemi þess und- anfarin ár. Talið barst fyrst að upphafi togaraútgerðarinnar í bænum. Hvað viltu segja okkur um stofnun Útgerðarfélags Akur- cyringa h.f. og stækkun togara- flotans á vegum þess? Félagið var stofnað 26. maí 1945 af 54 einstaklingum. Hluta- féð var þá 800 þúsund krónur. Nú eru hluthafar 714 og hlutafé kr. 3.594.000.00. Af því á Akur- eyrarbær 2 milljónir. Fyrsta skip félagsins, Kaldbakur, kom til Akureyrar i mai 1947. Síðar komu, Svalbakur, í júní 1949, og Harðbakur í desember 1950. Allt voru þetta ný skip. Þá var Sléttbakur keyptur í september 1953 og síðast Hrxmbakur (Norð lendingur) í júlí 1960. Tveir þeir síðarnefndu voru notaðir, annar byggður 1947 og hinn 1948. Hvað um liraðfrystihús félags- ins, fiskverkunarstöð og aðra starfsemi í landi? Þegar á árinu 1947 var kom- ið upp verkstæði til hnýtingar á botnvörpunetjum, og hefur það starfað síðan. Framan af var áherzla lögð á siglingar og sölur erlendis. En árið 1950 var byggð saltfiskverkunarstöð og stækk- uð 1954. Skreiðarframleiðsla hófst 1953. Á aðalfundi 1954 var samþykkt að byggja hrað- frystihúsið og hófust fram- kvæmdir vorið 1955. Frystihús- ið tók til starfa haustið 1957. Telja má, að vinnslugeta þess (frystiafköst), sé 25—30 tonn af flökum á 12 klst. Frystitækin eru 16, íslenzkt smiði. Við eig- um þrjár karfaflökunarvélar og eina smáfiskflökunarvél. Hve mikil hefur framleiðsla frystihússins og fiskverkunar- stöðvarinnar verið undan- farin ár? Á árunum 1958 til 1961 hefur framleiðsla á fiski verið sem næst því, sem hár fer á eftir, tal- ið í tonnum: 1958 1959 1960 1961 Hvert hefur aflamagn skip- anna verið frá ári til árs? Og hvernig er samanhurður við aflamagn togara annars staðar? Meðalafli togaranna hefur ver ið sem hér segir: Árið 1958: 4876 tonn Árið 1959: 3804 tonn Árið 1960: 2987 tonn Árið 1961: 2423 tonn Afli Akureyrartogaranna hefur verið vel sambærilegur við aðra útgerðarstaði og á sl. ári var meðalafli þeirra pr. úthaldsdag þannig, talinn í tonnum: Kaldbakur 6.5, Svalbakur 9.2, Harðbakur 9.1, Sléttbakur 8.7 og Norðlendingur 7.0, eða að meðaltali 8.1 tonn, en meðal- tal á íslenzka togaraflotanum var, samkv. upplýsingum Fiski- félags íslands, 7.6 tonn. Hve margt fólk vinnur hjá félaginu á sjó og landi? Á undanförnum 4 árum hefur starfsmannafjöldi verið um það bil eins og hér segir: Fastráðið starfsfólk í landi ca. 25. Áhafnir togara ca. 30 á hverjum, eða alls um 150. Tala verkafólks í landi er mjög breyti- Æ * Gísli Konráðsson. leg eftir því,hve mikil fiskvinnsla er, en hefur oft verið ca. 200— 250. Kaupgreiðslur? Kaupgreiðslur að meðtöldum lífeyrissjóðsframlögum voru: 1958 kr. 23.7 millj. 1959 kr. 22.9 millj. 1960 kr. 26.8 millj. 1961 kr. 28.1 millj. Hér er þó ekki talin keypt vinna viðgerðarverkstæða né heldur keyptur akstúr, sem hvort tveggja nemur háum upp- hæðum. Hve mörgu fólki má ætla, að þessi vinna veiti framfæri? Ekki er óvarlegt að áætla, að um 1500—2000 manns hafi haft framfæri af vinnu hjá félaginu á undanförnum árum. Er aðstaða til togaraútgerðar hér, sambærileg við útgerðarað- stöðuna við Faxaflóa? Því hefur mjög verið haldið fram, áður fyrr og jafnvel enn í dag, að togaraútgerð eigi ekki rétt á sér út um land, m. a. á Akureyri. Þetta er löngu afsann- Freðfiskur Skreið Óv. saltf. Verk. saltf. lega, 3911 333 48 311 fyrir 3496 326 36 21 arnir 2745 319 73 190 1673 330 398 85 króna að með togaraútgerðinni hér, og með fullkomnum skilyrðum til slipptöku og viðgerða, er eins gott að gera hér út togara og hvar sem er annars staðar á ís- landi. Hvað viltu segja um útgerð minni skipa en togara? Ef starfsemi útgerðarinnar á að byggjast á vinnslu i landi, einkum frystingu, sem ég tel, að við verðum að leggja áherzlu á hér 'á Akureyri, þar sem við eig- um mjög gott frystihús og fisk- vex-kunaraðstöðu að öðru leyti, þá tel ég, að það væri á margan hátt hyggilegt, að gera út minni skíp með. Yfir sumartímann verða skipin að landa nokkuð ört, eftir fárra daga útiveru, ef fiskurinn á að vera gott hráefni, og þá er alveg nægilegt að hafa skip, sem bera minni farm en togararnir. Undanfarin sumur hefur verið reytingsafli hér norðan við land- ið, sem við höfum bezta aðstöðu til að nýta, svo að togarar ann- ars staðar hafa a. m. k. ekki haft betri afkomu en togarar okkar þann tíma. Þá koma minni tog- skip að fullt svo góðum notum. Við veiðar annars staðar, t. d. út af Vestfjörðum og fyrir sunn- an land tel ég hina stóru togara líklegri til árangurs. Hafa togararnir og frystihús- ið möguleika til að sinna öðrum hlutverkum með sæmilegum ár- angri? Eg geri varla ráð fyrir, að tog- ararnir geti stundað síldveiðar við Norðurland með góðum árangri. — Bæjarútgerð Reykja- víkur hefur nú einn togara á síldveiðum fyrir sunnan, og mun af því fást nokkur reynsla. Möguleikar eru á, fyrir frysti- hiisið, að taka að sér síldar- frystingu, t. d. á smásíld og á Norðurlandssíld framan af sumri, á meðan hún er ekki of feit. Athugandi væri, að koma upp t. d. niðurlagningu á síld og framleiðslu á sjólaxi í sambandi við frystihúsið. — Slík starf- semi gæti hjálpað til að fylla upp „auða tímann", og þá er frekar hægt að halda sama starfsfólki, sem búið er að fá æf- ingu. I hvaða ásigkomulagi eru eignir félagsins á sjó og landi? Ástand eigna félagsins í landi eru í góðu lagi. Skipin eru farin að ganga nokkuð úr sér. Það þarf að klassa þau fjórða hvert ár, og það hefur verið gert. Við teljum öll þessi skip enn þá verð mæt atvinnutæki og ósennilegt að hægt sé að fá önnur svona stórvirk veiðitæki fyrir það verð, sem togararnir standa í nú. Bókfært verð togaranna 5 er nú 21 milljón króna, en ef verð allra eigna félagsins á sjó og landi væri fært upp hlutfalls- svo að eignir stæðu skuldum, stæðu togar- nú í 9.7 milljónum að meðaltali. Frystihúsið, með vélum og áhöldum, sem nú er bókfært á 8 milljónir kr., stæði þá í nál. 20.7 milljónum króna, sem er lágt, miðað við frystihús, byggt nú. Nýtt skiþ, t. d. á borð við Harðbak, ætti nú að kosta um 33 milljónir króna, miðað við togarana, sem síðast voru keyptir fyrir sunnan og vestan, og er þá tekið tillit til stærðarmunar, en Harðbakur er 732 rúml. og nýju togararnir upp undir 1000 rúml. Klössun á Svalbak í fyrra, kostaði rúm- lega 2 milljónir króna. Að hve miklu leyti hefur Ak- ureyri lagt til áhafnir á skipin? Það má segja, að megin hluti áhafnanna, hafi undanfarið verið af Akureyri. í öndverðu voru vanir menn fengnir að sunnan, en smám saman hafa Akureyr- ingar vanizt þessum störfum. Allir skipstjórarnir, sem nú eru á Akureyrartogurunum, hafa unnið sig þar upp í núverandi störf. Hvað um framtíð karfaveið- anna? Um það er engu hægt að spá. En við eigum þrjár karfaflökun- arvélar, sem keyptar voru á með an karfinn aflaðist og vonandi fá þær verkefni á ný. Hvað segirðu um ísfiskmark- inn erlendis? Ef félagið ræki ekki annað en togaraútgerð, væri tvímælalaust fjárhagslega hagstætt fyrir það, að láta skipin sigla. En þar sem það rekur einnig fiskvinnslu, horfir málið öðruvísi við. Hins vegar verða siglingar með fisk að eiga sér stað vegna skipshafn anna, því að fyrir þær munar það miklu í tekjum, að siglt sé. Hvað viltu segja um veiðar á fjarlægum miðum, samanborið við heimamiðin? Eins og sakir standa, veit ég (Framhald á bls. 7) iiiiiiiiiii|í«iiiiMiniiiti«iíiMrMÍiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii "i Yfirlýsing í Morgunbl. 19. jan. 1934, und- | irrituð af formanni Sjálfstæðisflokksins „Því hefur ekki verið haldið nægilega á loft í blöð- I urn Sjálfstæðisflokksins, að það eru fleiri en félög i Sjálfstæðismanna hér í bænum, sem standa að C-list- i anum og styðja hann. Listinn nýtur einnig stuðnings | félagsskaparins „Þjóðernishreyfing íslendinga“. Aðal- i ráð þess félagsskapar birti yfirlýsingu um stuðning i þennan um það leyti, sem G-listinn var tilbúinn, og i hefur síðan beitt sér öfluglega fyrir að afla listanum i fylgis í sinn lió]). Sama heíur félag yngri manna, sem i þátt tekur í þessari hreyfingu, gert og sömuleiðis blöð | Þjóðernishreyfingarinnar, Islenzk endurreisn og Þórs- i hamar. Tel ég mér og okkur öllum Sjálfstæðismönn- i um ljúft og skylt að þakka stuðning þennan.“ C-listinn, sem rætt er um í yfirlýsingunni, var í jan. i 1934 fiamboðslisti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnar- | kosningum í Reykjavík. Bjarni Benediktsson var þá í i framboði í fyrsta sinn — í 2. sæti listans. i Hver var „Þjóðernishreyfing íslendinga44 \ r Z 1934 - og blöðin „Islenzk endurreisn44 i og „Þórshamar“? | Stefna „hreyfingarinnar“ og blaðanna tveggja kem- i ur fram í því sem hér fer á eftir: | „íslenzk endurreisn“ 10. ágúst 1933: i „Og jafnlengi mun þýzka þjóðin fagna og gleðjast \ yfir því, að á hörmungar- og neyðartímum rís upp i maður, sem flytur þjóðinni boðskap um sameinaða og \ sterka þýzka þjóð. Um ókomnar aldir mun nafn hans Í liljóma fagnandi af vörurn þýzkra manna. i Adolf Hitler hefur skráð nafn sitt við hliðina á i fremstu mönnum hins germanska kynstofns. Hann i flutti þjóð sinni trúna á sannleikann, á sinn eigin \ mátt og megin.“ \ Nokkru síðar segir í „íslenzkri endurreisn" á þessa i leið: * 1 „Adolf Hitler er sá maður, sem þjóðin trúir fyrir i málum sínum, maðurinn, sem fátækir og ríkir, ungir i og gamlir treysta og blessa.“ i Þórshamar, janúar 1934: i „Hér birtist myndin af þessum merka manni, sem \ hefur leitt þýzku þjóðina út úr ógöngum kommún- i isma og marxisma. I eitt ár hefur Hitler verið kanzl- i ari Þýzkalands og unnið slíkt þrekvirki, að ekki þekkj- i ast þess dæmi. Bráðlega kemur út á íslenzku lyrsta i bókin um Hitler. Lesið hana og kynnizt viðreisnar- = starfi mesta núlifandi stjórnmálamanns.“ 1 Þýzkalandi var sem sé „viðreisn“ árið 1934. er listi Framsðknarmanna

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.