Dagur - 26.05.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 26.05.1962, Blaðsíða 4
4 5 f'"’....................—----- Dague Mistök Björns Jónssonar f JÚNÍMÁNUÐI í fyrra logaði landið í vinnudcilum og verkföllum, scm komu í kjölfar hinna miklu verðhækkana af völdum „viðreisnarinnar“. Búið var að stöðva alla vinnu hér á Norðurlandi, sem greidd er samkvæmt kjarasamningum. Stjómarvöld neituðu að greiða fyrir sam- komulagi, og vá var fyrir dyrum. Sam- vinnufélögin hér nyrðra og fyrirtæki landssamtaka samvinnumanna höfðu þá forgöngu um það, að samningar tókust og sýndu sanngirni og skilning, sem verkamenn og allt launafólk kunni vel að meta. Segja má, að svipuð saga hafi endurtekið sig fyrir fáum dögum. Allt útlit var fyrir, að þá hefði gctað dregið til illra tíðinda, ef samvinnuhreyfingin hefði ckki sýnt forsjá. Það hefur líka komið glöggt fram, að fjöldi verkamanna er samvinnuhreyfingunni þakklátur fyrir hennar þátt í því máli. Þau óvæntu tíðindi gerðust í útvarps- umræðunum í fyrrakvöld, að Björn Jóns- son alþ.m. gerði þessi mál að umtalsefni á þann hátt, að furðu hlaut að vekja. Hann brigzlaði samvinnuhreyfingunni um „hræðslugæði“ í garð vcrkamanna í sambandi við samningana, sagði að for- ystumenn hennar hcfðu haft forgöngu um þá vegna kosninganna! Það veit hann þó vel, sá góði maður, að ekki stóðu kosn- ingar fyrir dyrum í fyrra, þegar sam- vinnumenn höfðu forgöngu um samn- ingsgerðina. Fleira sagði hann af sama tagi. Björn Jónsson er formaður Verka- mannafélags Akureyrarkaupstaðar og ætti því að finna til ábyrgðartilfinnnigar gagnvart félaginu og málefnum þess. Ekki getur það verið til neins gagns fyrir verkamenn í bænum og félag þeirra, að formaður félagsins lcggi Iykkju á Ieið sína til þess að hafa uppi slík brigzlyrði í garð þeirra almannafyrirtækja hér, eða forystumanna þeirra, sem sýnt hafa Verkamannafélaginu meiri vinsemd og skilning en önnur fyrirtæki. Verkainenn hljóta einmitt að ætlast til þess af for- manni sínum, að hann lcggi sig fram til að hlynna að vinsamlegri sambúð milli þeirra tveggja greina almannasamtaka, sem hér er mn að ræða. Og það má B. J. vita, að félagsmenn í Kaupfélagi Eyfirð- inga eru svo góðir drengir, að þeir kunna því illa, a'fi trúnaðarmcnn þeirra séu atyrtir að tilefnislausu, og á þann hátt, sem gert var í ræðu B. J. En hvað veldur því þá, að B. J., sem á ýmsan hátt er mætur maður og vel viti borinn, skuli láta sér verða á slík mis- tök frá sjónarmiði verkamanna. Skýring- in virðist sú, að hagsmunir Verkamanna- félagsins og Alþýðubandalagsins fari hér ekki saman. Hagsmunir verkainanna hvetja til að ástunda sem bczta sambúð við samvinnuhreyfinguna. Hagsmunir Alþýðubandalagsins krefjast þess hins- vegar, að reynt sé að koma í veg fyrir, að fyrrverandi kjósendur þess treysti Framsóknarflokknum og auki fylgi hans. Frá sjónarmiði Alþýðubandalagsins verð- ur hin vinsamlega sambúð milli sam- vinnu- og verkalýðshreyfingarinnar að sigla sinn sjó, ef þess þykir þurfa. í þessu máli er víst erfitt að þjóna tveim herr- 4 um, Verkamannafélaginu og Alþýðu- bandalaginu. En Björn Jónsson hefur, a. m. k. í bili, valið sinn herra. Sennilega þyrfti hann, og Alþýðubandalagið, að fá aðvörun hjá verkamönnum á morgun — eins og ríkisstjórnin —. □ Frá utvarpsumrædunum r i FR AMSÓKN ARMENN hér í bæ geta verið ánægðir með út- varpsumræðurnar í fyrrakvöld. Stefán Reykjalín, Sigurður Óli Brynjólfsson og Arnþór Þor- steinsson fluttu snjallar fram- söguræður. Kom það glöggt fram í ræðum þeirra, að þar töluðu bjartsýnir áhugamenn, sem eru reiðubúnir til að gerast leiðtogar í uppbyggingarstarfi komandi ára hér á Akureyri og í norðlenzkum byggðum. Jakob Frímannsson flutti ekki fram- söguræðu. Það kom í hans hlut, að svara ýmsu, er fram hafði komið í ræðum andstæðing- anna, áður en hann tók til máls. Hann gerði það fimlega og prúð- mannlega, svo sem vænta mátti. Framkoma þeirra fjórmenning- anna var B-listanum til sóma. Yfirleitt fóru þessar útvarpsum- ræður mjög vel fram, og flestir ræðumenn gættu hófs. Þó bar þarna á í lokin nokkurn skugga, sem er til viðvörunar framvegis. Björn og Gísli Það setti leiðinlegan blæ á þessar umræður, sem að öðru leyti fóru vel fram, að tveir síð- ustu ræðumennirnir, þeir Björn Jónsson og Gísli Jónsson, gerðu tvennt, sem helzt ekki á að eiga sér stað í slíkum umræðum. — Báðir töluðu þeir langt fram yf- ir hinn leyfða ræðutíma í síð- ustu umferð, sem var 10 mín- útur. Jafnframt notuðu þeir mestan hluta þessa sjálftekna ræðutíma til að ráðast á Fram- sóknarflokkinn í sambandi við málefni, sem ekki höfðu áður borizt í tal í umræðunum, vel vitandi, að fulltrúar Framsókn- arflokksins höfðu lokið ræðu- tíma sínum og máttu ekki taka aftur til máls. — Þetta var sem sagt leiðinlegt atvik, en báðir hafa þeir sömu afsökun: Ótta við fylgisaukningu Framsóknar- flokksins í kosningunum. Björn Jónsson þykist þess nú fullviss, að Alþýðubandalagið muni ekki auka atkvæðatölu sína, heldur muni hún sennilega lækka, og Gísli er hræddur um, að Sjálf- stæðisflokkurinn tapi einu sæti í bæjarstjóminni, sem er ein- mitt sæti hans sjálfs. En hrædd- um mönnum verður stundum á að gera það, sem þeir mundu ekki gera óhræddir. Hvers vegna féll vinstri stjórnin? Björn Jónsson sagði, að Fram- sóknarflokkurinn hefði sprengt vinstri stjórnina 1958 og ætti þó, sem þingmaður, að vita bet- ur. Hvers vegna féll vinstri stjórnin? Hún féll vegna þess, að Alþýðusambandsþing, undir forystu flokksmanna Björns Jónssonar, neitaði beiðni Her- manns Jónassonar, forsætisráð- herra, um, að fresta gildistöku nýrrar vísitölu í einn mánuð, til þess að vinstri stjórnin fengi þann frest til þess, ásamt stétt- arsamtökunum, að komast að niðurstöðu um framkvæman- lega lausn efnahagsvandamáls- ins.Tækist ekki samkomulagum annað, átti þessi vísitöluuppbót mánaðarins að greiðast eftir á. Björn sagði, að hér hefði verið um kauplækkunartilraun að ræða af hálfu Hermanns Jónas- sonar, fann þeirri fullyrð- ingu engan stað, sem ekki var von. Vill ekki Björn Jónsson spyrja skrifstofu Alþýðusam- bandsins, hvað tímakaup verka- manna hafi verið í október 1958, ef hann kynni að hafa gleymt því sjálfur. Það var kr. 21.85. Hvað v'ar þetta sama kaup á öndverðu ári 1961? Það var kr. 20.67. En á þeim tíma var búið að framkvæma ,,viðreisnina“ og allar lífsnauðsynjar verka- mannsins höfðu stórhækkað í verði, í sumum tilfellum um þriðjung, í öðrum tilfellum um helming eða meira. Þetta var sá ágóði, sem verkamennirnir höfðu af forystu flokksmanna Björns Jónssonar á Alþýðusam- bandsþingi, þegar þeir neituðu beiðni forsætisráðherra og felldu með því vinstri stjórnina. Ætli það sé ekki svo, að sumir verkamenn séu nú þeirrar skoð- unar, að betra hefði verið að styðja vinstri stjórnina og októ- berkaupgjaldið 1958, ef hægt hefði verið að sleppa við við- reisnina og verðhækkunaröld- una, sem kom í kjölfar hennar. r I sama knérunn En Björn Jónsson og félagar hans gerðu fleira en að fella vinstri stjórnina veturinn 1958- 1959. Þeir hjálpuðu núverandi stjórnarflokkum til að breyta stjórnarskrá ríkisins og þar með kjördæmaskipuninni. — Björn Jónsson hefði sjálfur getað ráð- ið úrslitum um það mál í efri deild, en hann greiddi atkvæði með kjördæmabreytingartillög- um þeim, er Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn báru fram, enda var Alþýðubanda- lagið þá búið að binda sig í málinu, þrátt fyrir aðvaranir framsýnni manna í þeim flokki, sem Björn Jónsson veit vel hverjir voru. Það var þessi stjórnarskrárbreyting, sem kom núverandi ríkisstjórn til valda, og gerði Alþýðuflokkinn að þeirri undirlægju Sjálfstæðis- flokksins, sem nú er, af því að hann, í umkomuleysi sínu, leit á kjördæmabreytinguna sem líf- gjöf sér til handa og Sjálfstæðis- flokkinn, sem lífgjafa sinn, en virti hins vegar ekki að neinu við Alþýðubandalagið þann þátt, sem það átti í þessari „líf- gjöf“. Onnur mistök, sem Birni Jónssyni urðu á í þessari ræðu, verða rakin í leiðara blaðsins í dag. Trúir ekki því, sem hann sjálfur segir Gísli Jónsson reyndi enn á ný að þvo hendur sínar í sambandi við hinn hvatvíslega boðskap sinn um „pólitískt mótvægi“ gegn samvinnuhreyfingunni og er það vorkunnarmál, því að þessi vanhugsuðu ummæli hans munu reynastSjálfstæðisflokkn- um óþægileg, og ekki aðeins hér á Akureyri. Þessu atriði og um- mælum Jakobs Frímannssonar á B-listafundinum eru gerð nán- ari skil á öðrum stað í blaðinu. Að öðru leyti fjallaði ræða hans einkum um það hugarfóstur þeirra Sjálfstæðismanna, að bú- ið sé að mynda þjóðfylkingu Framsóknarmanna og kommún- ista, sem taka muni við völdum hér í bæ og víðar, ef úrslit kosn- inganna leyli. Varði ræðumaður mörgum orðum til útlistunar á samsæri þessu og hættunni, sem af því stafaði og var það tal raunar út í hött, þar sem ekki er um neitt slíkt samkomulag að ræða og engar viðræður hafa átt sér stað um það milli flokk- anna eða fulltrúa þeirra. En hið einkennilegasta var það, að þeg- ar G. J. hafði lokið þessari fræðslu sinni um þjóðfylking- una, hraut það út úr honum, viljandi eða óviljandi, að hann „gæti að sjálfsögðu ekkert um það fullyrt“ (orðrétt), að Fram- sóknarmenn og kommúnistar ynnu saman eftir kosningar!! — Ymsum öðrum málsatriðum, sem fram komu í ræðu G. J. eru gerð skil á öðrum stöðum hér í blaðinu, þótt hans sé þar ekki við getið. „Og vitminum bar ekki saman“ Það var sameiginlegt í ræðum Björns Jónssonar og Gísla Jóns- sonar, sem fyrr voru nefndar, að báðir báru þeir fram bæn til kjósenda um, að auka ekki fylgi Framsóknarflokksins. En um á- hrif þessarar fylgisaukningar voru þeir engan veginn á sama máli. Björn sagði, að Framsókn- arflokkurinn mundi skilja fylg- isaukninguna sem vísbendingu um það, að hann ætti að vinna með ihaldinu. Gísli sagði hins vegar, að hvert atkvæði, sem Framsóknarflokkurinn fengi til viðbótar fyrra fylgi, myndi flokksforystan skilja sem hvatn- ingu til að vinna með kommún- istum. Þannig fór það eins og fyrr- um, að hinum ósannfróðu vitn- um bar ekki saman, vitnis- burðirnir stangast, og verða að engu hafðir. Reynt að bæta fyrir ofmæli Það vakti athygli í umræðun- um, að það var eins og hinir gætnariSjálfstæðismenn reyndu að leggja sig fram til að koma að vinsamlegum ummælum um verksmiðjuiðnað samvinnu- manna hér á Akureyri og þann árangur, sem þar hefur orðið. Var engu líkara en að ræðu- mennirnir væru með þessu að reyna að bæta fyrir það, sem margir Sjálfstæðismenn telja G. J. hafa ofmælt, þegar hann gaf út boðskapinn um „pólitískt mótvægi“ gegn samvinnuhreyf- ingunni, sem frægt er orðið. Hörður, Hannibal og Þjóðvörn Hörður Adólfsson hneykslað- ist á því í útvarpsumræðunum, að í Framsóknarflokknum væi'u menn með mismunandi skoðan- ir á sumum málum. Svo mun yfirleitt vera í stjórnmálaflokk- um, að þar geti menn greint á um sum mál, einkum tímabund- in, þó að grundvallarstefnan sé hin sama. Vel mætti Hörður minnast þess, að eitthvað virðist hafa verið órólegt innan Alþýðu- bandalagsins í vetur, samanber vinstrimanna-hreyfingu Einars í Mýnesi, gamals Alþýðubanda- lagsmanns í liði Lúðvíks Jós- efssonar. Og ekki mun minna hafa gengið á meðal þeirra Al- þýðubandalagsmanna í Kópa- vogi, áður en Finnbogi R. Valdimarsson hætti að vera þar í kjöri og svipti flokkinn stuðn- ingi sínum. — Út af ummælum Harðar um varnarsamninginn við Ban'daríkjamenn, skal hon- um bent á, að kynna sér í Al- þingistíðindum, hvernig form. Alþýðubandalagsins, Hannibal Valdimarsson greiddi atkvæði um vai'narsamninginn á Al- þingi árið 1951, þegar hann var gerður. Ennfremur ætti hann að leiða hugann að þeim flokki, sem hann telur sig sjálfur til, Þjóðvarnarflokknum. Sá flokk- ur komst í vor að þeirri niður- stöðu, að ekki væri hægt að hafa samstarf við Alþýðubanda- lagið í kosningum og færði fyrir því áberandi rök, en Hörður hefur haft þau rök að engu og látið skrá sig á framboðslista hjá téðu bandalagi í trássi við aðra flokksmenn sína. Hvenær knýr Bragi á stjórnardyrnar? Bragi Sigurjónsson lét þess getið, að knýja þyrfti á dyr hjá ríkisstjórninni til þess að fá hana til að leysa togaradeiluna. Bæði hann og sumir Sjálfstæð- ismenn hafa nú látið sér skilj- ast það, sem Framsóknarmenn bentu á fyrir löngu, að erfið- leikar togaraútgerðarinnar hér og annars staðar, séu þjóðfé- lagsvandamál og beri að leysa það sem slikt. Bragi ætti að hafa góða aðstöðu til að verða að liði í þessu máli, þar sem sjávarútvegsmálaráðherrann er í flokki hans. Einkennilegt, að hann skuli ekki vera búinn að knýja á stjórnardyrnar fyrr. Sólnes og vinstri stjórnin „Vinstri stjórnin skildi við allt í rúst“, sagði Jón G. Sólnes. FuIIyrðing, scm stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar endur- taka æ ofan í æ til þess að draga athyglina frá mistökum sínum undanfarið kjörtímabil. En þetta er alröng fullyrðing, því að sannleikurinn er sá, að þjóðin býr nú að fjölmörgu því, sem vinstri stjórnin lagði grund- völlinn að. Og að minnsta kosti þurfa Norðlendingar ekki að kvarta undan því, sem gert var á tímum vinstri stjórnarinnar, enda má rekja til hennar ýmis framfaramál, sem þeir nú búa við. Á það jafnt við um fólk, sem býr í sveit og við sjó, og svo er einnig um Akureyringa. Minna mætti á útfærslu land- helginnar í því sambandi. Einföld þjónusta Undirgefnisaðstaða Jóns G. Sólnes og Helga Pálssonar gagn- vart Reykjavíkuríhaldinu minn- ir á það, sem Sturlunga segir um Árnesinga í þann tíð, að þeir voru einfaldir í sinni þjón- ustu við Gissur jarl. Um mæta menn er að ræða bæði þá og nú. En fyrirmæli Morgunblaðsins í Reykjavík til sinna manna hér út um land, eru svo ákveðin og viðurlögin slík gegn hverjum, sem bregst, að vart er við því að búast, að þessir góðu Sjálf- stæðismenn bregðist Morgun- blaðinu nú, jafnvel þótt ein ein- föld þjónkun við það geti áður en varir þýtt, að þessi bær og dreifbýlið allt leggist í auðn. — Eitthvað á þessa leið mælti Jak- ob Frímannsson, er hann svar- aði þeim félögum, og mun und- ir það tekið af mörgum. Er þetta verðlækkun á kaffi og sykri? STJÓRNARLIÐAR, einkum Bragi Sigurjónsson, sögðu í út- varpsumræðunum, að kaffi og sykur hefði lækkað í verði. Ráku þá áreiðanlega margir upp stór augu, því einsdæmi má það teljast, að orðið verðlækkun hafi heyrzt nefnt á nafn eftir „viðreisn“. En því miður var Adam ekki lengi í Paradís. Það kom strax í ljós, þegar að var gáð, að Braga & Co. hafði misminnt heldur hastarlega í þessu máli. Upplýsingar, sem Dagur fékk í gær, eru á þessa leið: Eitt kg af kaffi kostaði fyrir viðreisn kr. 34.60, en kostar nú kr. 48.00. Eitt kg af strásykri kostaði fyrir „viðreisn“ kr. 4.85 en kostar nú kr. 6.45. Verðhækkunin á kaffi er 38,7% Verðhækkunin á sykri er 48,3% Söluskatturinn og bæjarfélögin Steindór Steindórsson gerði mikið úr því, að hluti af sölu- skatti þeim, sem ríkið innheimt- ir, rynni til bæjarsjóða og létti verulega útsvarsbyrðina. Nýi söluskatturinn, sem hér er um að ræða, er tvennskonar, 8,8% söluskattur í tolli, til viðbótar áður innheimtum 7,7% og 3% af vörum í smásölu og þjónustu. Hver greiðir þennan söluskatt? Það gera neytendurnir. Þeir greiða allan skattinn, eins og hann er á lagður, og fá síðan endurgreitt í bæjarsjóð sinn að- eins 20% af því, sem þeir hafa af hendi látið, til lækkunar á þeim útsvörum, sem aðallega voru lögð á þá tekjuhæstu. Nið- urstaða: Útsvar hinna tekju- hæstu lækkar, svo að verulegu munar, en söluskatturinn leggst jafnt á allar nauðsynjar og greiðist fyrst og fremst af þeim, sem flesta munnana hafa að fæða. Fyrir þessu gerði Jakob Frímannsson glögga grein í útvarpsumræðunum. r Utflutningur og gengisbreyting Bragi Sigurjónsson og fleiri héldu því fram í fyrrakvöld, að ef krónan hefði ekki verið lækk uð (þ. e. erlendur gjaldeyrir hækkaður í verði), myndi ekki hafa verið hægt að flytja út vör- ur frá verksmiðjunum hér, eins og nú er gert. Þessi fullyrðing fær ekki staðizt. Útflutningur vara frá verksmiðjunum var hafinn áður en genginu var breytt 1960. Samkvæmt efna- hagslöggjöf þeirri, sem þá gilti, var hægt að greiða verðuppbæt- ur úr útflutningssjóði á útflutt- ar verksmiðjuvörur, enda eng- in ástæða til annars, þar sem slíkar uppbætur voru greiddar á aðrar vörur. Breyting efna- hagskerfisins skar því ekki úr um það, hvort hægt væri að selja verksmiðjuvörur erlendis. Aðalatriðið í því efni var að vinna þeim hagstæðan markað erlendis, og það hefur nú tekizt. Hækkun f jölskyldu- bóta Stjórnarliðar gerðu mikið úr því, sem þeir töldu sig hafa reiknað út, að hjón með 2—3 börn hefðu á árinu sem leið fengið nokkur þús. krónur í fjöl- skyldubætur vegna „viðreisnar- innar“ umfram það, sem áður var. í því sambandi skal það endurtekið, sem blaðið hefur áð ur sagt, að endurskoðun al- mannatryggingarlaga var hafin fyrir „viðreisn“ og að bætur hefðu áreiðanlega hækkað nokkuð, þó að „viðreisnar“-plág unni hefði verið bægt frá þjóð- inni. En hvað halda þessir menn að umrædd fjölskylda hafi á sl. ári þurft að greiða mikið til við- bótar því, sem hún áður greiddi, vegna hinna stórfelldu verð- hækkana á svo að segja öllum vörum og þjónustu, sem orðið hafa vegna „viðreisnarinnar“? Þetta er þrautrætt mál og skal hér aðeins á það bent, að gefnu tilefni. Unga fólkið og A-listinn A-listamenn gumuðu af því (Framhald á bls. 7) LITIÐ í BÆJARBLÖÐIN Eitthvað reynist rétt Gamansamur maður hér í bæ segir um Braga Sigurjónsson, að þegar leitað sé að lausn máls, gæti Bragi þess að jafnaði, að taka, áður en lýkur, allar af- stöður, sem hugsanlegar séu í málinu og gera að sinni afstöðu. Einhver afstaðan hljóti þá að reynast rétt, og hafi Bragi því ævinlega haft á réttu ao standa — sem og þrásinnis hafi verið staðfest í blaði hans, Alþýðu- manninum! Að skilja sjálfan sig! Einhverjir Sjálfstæðismenn hér í bæ eru orðnir hræddir við hinn hvatvíslega boðskap Gísla Jónssonar um „pólitískt mót- vægi“ gegn samvinnusamtökun- um hér í bæ. — Þeir álíta, að flokkurinn tapi á svona ber- sögli, og vera má, að hann geri það. Nú finnur ritstjóri íslendings upp á því í vandræðum sínum að segja, að Jakob Frímannsson hafi á fundi B-listans í Borgar- bíói rangfært“ eða „rangtúlk- að“ orð Gísla Jónssonar. Jakob Frímannsson gerði hvorugt. Um „rangfærslu“ gat ekki verið að ræða, því að ummæli G. J. voru ekki tilfærð í ræðu Jakobs, og túlkun Jakobs á ummælunum var rétt en ekki „rangtúlkun“. Hið hátíðlega orðalag G. J. um „pólitískt jafnvægi“ o .s. frv., verður ekki á mæltu máli túlk- að á annan veg en Jakob gerði og það hafa aðrir yfirleitt einnig gert, sem lesið hafa eða heyrt „spakmælið“. Og eflaust hefur G. J., sem er maður vel viti- borinn fullvel skilið sjálfan sig, þegar hann lét það frá sér fara, þótt hann hafi þá eflaust ekki gert sér grein fyrir, að það myndi hafa öfug áhrif við það sem til var ætlast. „Ráðvilla“ meirihluta bæjarráðs Ritstjóri Alþýðum. veit nú, að Jakob Frímannsson skildi það 15. þ. m., sem Bragi skildi ekki eða lézt ekki skilja, að opinber mótmæli gegn hinum auglýsta kauptaxta voru líkleg til að skapa hér „spennu“, sem ekki var æskileg, ef ganga skyldi til samninga. Þess vegna var sam- þykkt slíkra mótmæla í bæjar- ráði mjög óheppileg og gat ekk- ert gagn gert, frá sjónarmiði þeirra, sem vildu leysa málið með samningum án þess að vandræði hlytust af. Fokið í flest skjól ÍSLENDINGUR segir frá því sl. miðvikudag, að Sjálfstæðismenn muni kjósa Magnús E. Guðjóns- son sem bæjarstjóra, „ef það kemur til okkar kasta að ráða vali bæjarstjóra“, segir þar. — Sézt á þessu, að nú er vindurinn horfinn úr þeim mönnum, sem í vor gældu við meiri hluta hug- myndina og „sinn eigin bæjar- stjóra“, eins og þá var að orði komizt. íslendingur segir einn- ig frá því í sama blaði í sam- bandi við hin nýju viðhorf, hvað snertir bæjarstjórann, að nú hafi Jónas G. Rafnar verið „ó- fáanlegur til að vera í kjöri“. Þessi fslendingsfrétt segir okkur tvennt: í fyrsta lagi, að íhaldið styður Magnús E. Guð- jónsson af því að Jónas G. Rafn- ar neitaði.og er það raunar mjög vafasamur heiður fyrir núver- andi bæjarstjóra. í öðru lagi er íhaldið vonlaust um meiri hlutann. í þriðja lagi rifjar svo bæjar- stjóraspjall íslendings það upp, að Sjálfstæðismenn, einir allra í bæjarstjórn, börðust eins og þeir framast máttu á móti Magnúsi E. Guðjónssyni við síð- ustu bæjarstjórnarkoshingár. — Hins vegar hefur bæjai'stjóra- efni vinstri flokkanna frá þeim tíma, Magnús E. Guðjónsson, þá óþekktur maður hér nyrðra, ekki brugðist þeim vonum, sem þá voru við hann bundnar — og hefur reynzt farsæll og óum- deildur embættismaður. En bágt á nú íhaldið, að ætla sér að afla sér fylgis á pólitísk- um andstæðingi sínum á síðustu stundu, enda fokið í flest skjól. Lifi stéttvísin! Ritstjóri íslendings, Jakob O. Pétursson hefur nýlega vakið máls á því, að ritstjóri Dags muni þykja liklegt bæjarstjóra- efni hér í bæ eftir 27. maí. — Vér þökkum collega vorum og myndum þegar í stað hafa stungið upp á honum sem for- seta bæjarstjórnar, ef hann væri á lista í kosningunum! „Yfirlýstur vilji“ Alþýðumaðurinn segir frá því á þriðjudaginn í fyrirsögn yfir fjögun-a dálka grein á fremstu síðu, að hinir nýju samningar um kaup og kjör á Akureyri hafi verið „á grundvelli yfirlýsts vilja ríkisstjórnarinnar“ og yfir þennan „yfirlýsta vilja“ og samningana leggur ritstjórinn, Bragi Sigurjónsson, blessuii sína. Hinn „yfirlýsta vilja“ ríkis- stjórnarinnar má lesa í Morgun- blaðinu 17. maí sl. Þar segir svo: „Þegar þetta er ritað, er ekki fullséð, hvernig SÍS-herrarnir snúast við hinu nýja áhlaupi kommúnista á hendur hinu ís- lenzka þjóðfélagi.“ Afstaða ritstjóra Alþýðum. leyndi sér heldur ekki, áður en samið var, því. að hann, Jón G. Sólnes og Árni Jónsson höfnuðu tillögu Jakobs Frímannssonar, er var á þessa leið: „í trausti þess, að þegar verði teknir upp samningar við V. A., telur bæj- arráð ekki ástæðu til að taka af- stöðu til taxtatilkynningar fé- lagsins að svo stöddu.“ En sömu menn samþykktu til- lögu ritstjóra Alþýðumannsins um ,að bærinn lýsti sig „óbund- inn“ af hinum auglýsta taxta, þ. e., mótmælti taxtanum. Engum fól bæjarráð að semja fyrir sína hönd við V. A., svo eindregin voru mótmæli þessara fulltrúa gegn nýja kaupsamningnum. — Með þetta tvennt í huga verð- ur að samhryggjast Braga Sig- urjónssyni, sem gekk fram fyrir skjöldu íhaldsins gegn nýja kjarasamningnum, en þykist nú fagna honum, enda sé hann gerður „á grundvelli yfirlýstrar stefnu ríkisstjórnarinnar“!! Bragi Sigurjónsson er svo gæfulítill, að hann leikur nú sama leikinn og í fyrra sumar: Berst á móti „alþýðufólkinu“ í kaupgjaldsmálum á meðan hann má, en talar eins og „al- þýðumaður" þegar kjarabætur hafa fengizt. Eftir lausn vinnudeilunnar í fyrra kvað Bragi það hafa verið klaufaskap að ná ekki 18% kauphækkun í stað 10—12%. Ritstjóri íslendings og grunni diskurinn Ritstjóri íslendings hefur á- hyggjur út af grunnum diski, sem Dagur skýrði frá, að kostað hefði hér á Akureyri fyrir „við- reisn“ kr. 23.50, en nú, í maí- mánuði 1962, kr. 48.00. „Þess er ekki getið“, segir íslendingsrit- stjórinn, „hvort diskurinn um árið var úr plasti eða postulíni, né heldur, hvort diskurinn á dögunum var glerdiskur eða úr einhverju öðru efni“. Ritstjór- anum til fróðleiks skal þess get- ið, að svo nefndir „grunnir“ diskar eru yfirleitt ekki úr gleri, og ennþá fremur sjaldgæf- ir úr plasti, en venjulega úr leir, og stundum úr postulíni, einkum þegar um viðhafnar- borðbúnað er að ræða. Dæmið, sem tekið var í Degi, er hvítur postulínsdiskur með 3 gylltum röndum, sem ritstjóri íslendings getur séð í búðum hér. En aðalatriðið í þessu sam- bandi er það, að í samanburðar- dæmi Dags var í báðum til- fellum um alveg sams konar hlut að ræða, sömu stærðar, úr sama efni og að öllu leyti sömu tegundar. Þannig er um öll þau dæmi, sem birt hafa verið hér í blaðinu í vor um samanburð á verðlagi fyrir og eftir „við- reisn“. Af hálfu blaðsins hefur verið lögð alveg sérstök áherzla á, að um sömu vörutegund væri að ræða í báðum tilfellum, þar sem annað væri marklaust og óheiðarlegt, enda hefm' aldrei komið fram nein athugasemd við þetta efni, nema ummæli ís- lendings, ef athugasemd skyldi kalla. Blaðið er þakklátt ritstj. íslendings fyrir að gefa tilefni til þess, að þessum vinnubrögð- um við útreikningana er nú ná- kvæmlega lýst. En vegna þess, hve strangar kröfur voru gerðar af blaðsins hálfu um, að samanburður væri réttur, hafa samanburðar- dæmin orðið færri en ella, þar sem í sumum tilfellum getur verið erfitt að fullvissa sig um að um nákvæmlega sömu vöru- tegund sé að ræða. En í sam- bandi við dæmin, sem birt hafa verið, hefur, eins og áður er sagt, verið fyrir hendi örugg vissa um, að það, sem borið var saaian væri sambærilegt. (Framhald á 2. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.