Dagur - 26.05.1962, Síða 8

Dagur - 26.05.1962, Síða 8
8 SkuIJaJagar komnir LOFORÐ stjórnarflokkanna voru áreiðanlega við það miðuð af þeim, sem loforðin gáfu, að vera í samræmi við óskir sem flestra landsmanna. Og stjórnar- flokkarnir voru kosnir til að vinna samkvæmt loforðum sín- um og yfirlýsingum, en þeim hefur ekki auðnazt að standa við heit sín. Þeim var aldrei gefið umboð til að setja á stað óðaverðbólgu, skerða lífskjör fólks, opna landhelgina fyrir er- lendum togurum, fella gengið tvisvar á 16 mánuðum og hefta athafnafrelsi og framtak ein- staklingsins svo mjög með óða- verðbólgu og þungum sköttum, að venjulegt fólk getur ekki eignast þak yfir höfuðið, reist bú eða keypt bát. Samt gerðu stjórnarfulltrú- arnir þetta allt og miklu meira í sömu átt — án siðferðilegs réttar — það var allt annað sem fólkið kaus þá til að fram- kvæma — allt annað sem lofað var. Verkamenn, sem þurfa mik- inn hluta af kaupi sínu í vexti af sæmilegu einbýlishúsi, svara fyrir sig á kjördegi. Húsmæðurnar, sem hafa þá reynslu undanfarin tvö og hálft ár, að allar nauðsynjavörur hækka, svó að segja á hverjum mánuði, um leið og kaupið hér á Ak. hefur hækkað úr kl. 21.85 í Götur malbikaðar Tómas Tómasson 100 ára TOMAS TOMASSON, Helga- magrastræti 4 á Akureyri, varð 100 ára á fimmtudaginn, hinn 24. maí sl. og er því jafn gamall dvalarstað sínum, Akureyrar- kaupstað, sem einnig minnist aldarafmælis síðar í sumar. Þótt ekki verði þessum merku afmælum, aldarafmæli kaup- staðarins og 100 ára afmæli Tómasar, blandað saman, má geta þess, að hjá báðum afmæl- isbörnunum hefur mannfjölgun orðið sæmileg. Afkomendur Tómasar eru 100, eða einn fyrir hver ár ævinnar. Aðrir geta fengizt við ættartölur og ibúa- skrár bæjarins. Tómas er fæddur á Tyrfings- stöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru, Tómas Egilsson, ey- firzkur að ætt og Astfríður Jóns dóttir af Steingrimsætt í Skaga- firði. Tómas hraktist viða í upp- vextinum, því foreldrar hans voru fátæk og löngum í hús- mennsku, bæði í Skagafirði, Öxnadal og á Þelamörk og dóu bæði áður en Tómas næði full- orðins aldri. Tómas og Stefán bróðir hans, sem síðar fluttist vestur um haf, náðu einir full- orðins aldri af systkinahópnum. FYRSTI FISKURINN Kópeskeri 24. maí. Héðan er ný- farinn fyrsti fiskúrinn, sem hér er bæði veiddur og verkaður. Hér er um að ræða 34 tonn af saltfiski og fer hann til ítalíu. Sauðburður gengur vel, en svo gróðurlítið er, að „moka“ þarf mat í tvílemburnar, en það er mjög dýrt, eins og verðlagið nú er. En það er ennþá dýrara að missa lömbin. í nótt var fjög- urra stiga frost í Hafrafells- tungu, sagði bóndinn þar mér í morgun. Framan af ævi var Tómas vinnumaður á ýmsum stöðum en kvæntist árið 1885 Jóhönnu Sig- urgeirsdóttur, og reistu þau bú á Þverbrekku i Öxnadal, en bjuggu síðar í Bakkaseli, Egilsá og loks á Auðnum í Öxnadal til ársins 1923. Þá hættu þau búskap og fluttu fyrst að Hrauni í Óxna- dal en síðan til Akureyrar. Þar andaðist Jóhanna árið 1928. Tómas nýtur skjóls og friðsæld- (Framhald á bls. 7) HÉR Á AKUREYRI er nú farið að brjóta upp malbik á götum og setja malbik á ný. Vinnu- brögðin eru vægast sagt bágbor- in hvað snertir vinnutæknina, ef svo mætti að orði komast. Viðunandi verkfæri eru ekki til og verða því verk af þessu tagi óhóflega dýr og seinleg, hvort sem verkamennirnir vinna betur eða verr og verður þeim ekki um kennt. Öll viljum við fá sem mest af steyptum eða malbikuðum göt- um og sem fyrst. Bæjarbúar gera sér ekki að góðu nein papp írsplögg í þessu máli, heldur að að því verði unnið af dugnaði, að breyta um vinnuaðferðir með nýjum tækjum. Undanfarna daga hefur mátt sjá vinnubrögðin í Skipagötu. Að vestanverðu sér ekki á mal- bikinu, en að austan var gatan orðin illfær bifreiðum. Þarna er einstefnuakstur og er þar skýr- ingin á því hversu malbikið er misslitið. En þetta gefur auga leið. Götur með einstefnuakstri þarf að byggja á annan hátt en verið hefur, og láta þar reynsl- una í Skipagötu og víðar ráða. □ október 1958 upp í kr. 24.80, eins og það er nú, en er víðast hvar lægra, þar sem ekki hefur vei'ið samið, ættu að nota tækifærið á sunnudaginn. Þær voru ekki spurðar ráða, þegar þær ráðstafanir voru gerðar, sem rýrðu lífskjör fjöl- skyldnanna. Nú ættu þær að sýna í verki, hvernig þær þakka fyrir sig. Iðnaðar- og skrifstofufólk er hér á sama báti og verkamanna- fjölskyldurnar, og á um sárt að binda vegna vanefnda stjórnar- valdanna um, að bæta hag þess. Þessar fjölmennu stéttir í bæjum landsins, segja um það álit sitt á kjördegi, hvort það óskar eftir meiri „viðreisn" af sama tagi. Almenningur fagnar skulda- dögum á sunnudaginn kemur. Bæjarstjórnarkosningarnar eru eins konar prófkosningar. — Ef stjórnarflokkarnir fá greinilega viðvörun nú, munu þeir hika við að vega enn í hinn sama knérrunn á þessu sumri. □ Umræðurnar um bæjarsijórann Konur móimæla „sjoppunum rr Akureyri 25. maí 19G2. Eftir að hafa hlustað á útvarpsumræð- ur.núverandi og e. t. v. verð- andi bæjarfulltrúa, skildist okk- ur, að þeir eigi allir það sam- eiginlegt, að ætla að vinna að velferðar- og menningarmálum bæjárins eftir beztu getu. Þess vegna höfum við 15 kon- ur her í bæ, er eigum samtals 51 barn á aldrinum 17 ára og yngri, ákveðið að skora á þá bæjarstjórn er við kjósum okk- ur næstkomandi sunnudag, að hlutast til um að öllum blaða- og sælgætissölum (sjoppum) verði lokað eigi síðar en kl. 9 að kveldi. Að sjálfsögðu yrði einnig að flýta framkvæmdum VEÐURBREYTING í GÆRMORGUN var komið hið bezta sumarveður, hlý sunnan- átt og 15 st. hiti. Trén sprungu ört út í görðum á Akureyri, ennfremur páskaliljur og túli- panar. Lækir og ár voru mjög vaxandi í gærkvöldi og útlit fyr- ir hið ágætasta veður, eftir langvarandi kuldatíð hér á varðandi tómstunda- og skemti heimilis unglinga, sem þeir gætu sótt. Ef við værum ekki sannfærðar um að þetta væri spor, já, stórt spor, stigið, börn- um okkar svo og öðrum börnum bæjarins til velfarnaðar, mynd- um við ekki æskja þessa. Virðingarfyllst. 15 niæður. UMRÆÐUR um bæjarstjórann eru að verða spaugilegar. Sjálf- stæðismenn, sem beittu sér af alefli gegn Magnúsi E. Guðjóns- syni í síðustu kosningum, og tóku honum mjög óvinsamlega þegar hann hóf starf sitt, kepp- ast nú við að lýsa yfir því í tíma og ótíma að þeir muni styðja Magnús, hver svo sem fulltrúa- tala verði eftir kosningar — af því að Jónas Rafnar hafi því miður verið „ófáanlegur“. Bragi Sigurjónsson sagði í út- varpsumræðum, að þessari yfir- lýsingu sjálfstæðismanna væri ekki treystandi, ef þeir fengju meirihluta í bæjarstjórn. Bragi ■ sagði, að Alþýðuflokknum ein- um væri treystandi í þessu máli. Færi þá að óvænkast ráð bæjarstjórans, ef hann á allt sitt traust undir þeim flokki, sem ekki hefur fengið nema einn fulltrúa kjörinn! Staðreyndin er sú, að það voru Framsóknarmenn, sem áttu mestan þátt í því að fá Magnús E. Guðjónsson hingað 1958, og í þeirra flokki hefur ekkert annað komið til tals, en að styðja hann áfram í starfi, enda er hann maður vel látinn og hefur á engan hátt brugðizt vonum þeim, sem við hann voru bundnar, sem embættismann í þjónustu bæjarins. Bollaleggingar íslendings um að Framsóknarmenn og Alþýðu bandalagsmenn hafi rætt saman um þetta bæjarstjóramál og nöfn eða nafn verið nefnt í því sambandi, er tilhæfulaust bull, eða skáldskapur, ef menn vilja heldur nota það orð. □ X B i ■ 1111111• 111 x B x B x B ungir og gamlir, konur og karlar, sem lagt geta fram vinnu Á KJÖRDEGI, mæti í Gildaskála Hótel KEA sunnudaginn 27. þ. m. kl. 9.30 f. h. MJÖG ÁRÍÐANDI að mæta stundvíslega: x B x B x B Norðurlandi. □ •i'IIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMII MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMI IMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi;

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.