Dagur - 30.05.1962, Blaðsíða 2

Dagur - 30.05.1962, Blaðsíða 2
2 - „Ég er að hugsa um Jónas" Getur hvalátan orðið fæða sveltandi þjóða? (Framhald af bls. 4) bændur og þeirra völdu trúnað- armenn höfðu reynt öll hugsan- leg úrræði án árangurs. Ég bauð bændu menga forustu heldur sjálfboðaþjónustu. — Lausnin sem ég benti á, var löngu þekkt, en fram að þessu hafði vantað ákveðna forustu íil að beita heilræðinu á réttan hátt. Ég hafði engin atvinnu- né valdahlunnindi af aðgerðum mínum í pestarmálinu. Samt komst ég ekki með öllu klkk- laust framhjá nokkurri afbrýði- semi bændaforingja, sem ann- ars höfðu hvílt sig í þessu vandamáli, meðan hættan var mest. Undir þinglok 1946 vann ég að því að fá þingið til að samþykkja síðustu fjárveiting- una í fjárskiptamálum'Þingey- inga. Þá lögðu tveir kunnir baendaforkólfar í ferð norður í Þingeyjarsýslu tii að spilla fyr- ir kosningu minni og völdu til þess þá daga, þegar lokaum- ræður stóðu í þinginu um fjár- veitinguna. Ferðalag þeirra fé- taga var til þess gert að spilla fyrir kosningu minni, en furðu- legt giftuleysi var það fyrir þessa gömlu góðkunningja að velja einmitt þennan tíma til að reyna að hindra mig frá að hafa bein áhrif í landsmólum, því að um þessar mundir beitti ég mér fyrir heppilegri lausn tveggja stærstu þjóðmálanna: Fjár- skiptum vegna karakúlpestar- innar og heilbrigðri utanríkis- pólitík, þar sem íslendingar gerðu Bandaríkjamönnum kost á tveimur tuttugu og fimm ára sáttmálum. Oðrum um varnir fandsins gegn aðsteðjandi ó- friði, og hinum til að tryggja þjóðinni hömlulaus fjár- og verzlunarviðskipti við Banda- ríkin, meðan herverndin stóð. Reynslan hefur sýnt, að ég hafði á réttu að standa í báðum málunum. Það þurfti að styðja bændur til að koma fram úr- lausn, sem bjargaðj allri stétt- inni úr áðsteðjandi hættu. — Á hinn bóginn var úrræði mitt viðskiptatrygging , við • íslend- inga samhliða herverndinni grundvallaratriði fyrirfjárhags- umbótum og fjárshags sjálf- .stæði landsmanna. Hefur ný- lega verið frá þessu sagt í merku amerísku vísindariti, að tillaga mín um tvo sáttmála milli íslands og Bandaríkja.nna hafi að vísu aldrei notið stuðn- ings annarra þingmanna og engis ráðherra í landinu, en þó hafi reyndin orðið sú, að öll meðferð málsins hafi hnigið að því marki, sem ég hefði stefnt að. Um síðir bað þjóðin um her- vernd, en þá var of seint að bera fram kröfuna um frjálsa verzlun vestanhafs. Miklir pen- ingar hafa að vísu borizt til ís- íands vestan um haf. Fyrir van- gá íslendinga var þá ekki byggt á frjálsmannlegum grundvelli. Hér skal nú staðar numið við fyrra bindi minninga Bemharðs Stefánssonar. Væntanlega kem- ur síðhra bindið á markaðinn fnnan tíðar. Ef ég verð þá við- látinn, myndi ég hafa hug á að ræða nokkuð um sögulega við- burði frá lýðveldis tímunum. Hef ég þar alltaf farið aðra leið heldur en margir samferða- menn fyrri ára. Merkur sænsk- ur samvinnumaður, Th. Odhe, hefur í ensku riti, sem gefið er út á vegum samvinnumanna, komizt svo að orði, að ég hafi í þjóðmálum ient út á villigötur. Ekki skal um það rætt hér, en þar sem dómur sögunnar er nú felldur um mörg þess háttar mál, myndi framhaldsbók Bern- harðs gefa kærkomið tilefni að rifja upp nokkrar staðreyndir um þjóðmála-átök undangeng- inna ái*a. Þá mundi mega bera fram nokkrar spurningar um eldri vandamál, í því skyni að nýjar kynslóðir mættu af því nema holla lærdóma við þjóð- málastarf komandi ára. Nefni ég hér nokkur sýnishorn: 1. Hefur samvinnumönnum og Alþýðuflokknum gefizt vel pólitískt samfélag við bylt- ingarlið Stalíns og Krúsévs? 2. Var það heillaspor, þegar samvinnumenn tóku hlutafé- lagsskipulagið í sína þjón- ustu? 3. Var óheppilegt 1945—46 að gera sáttmála við Bandaríkin um hervernd og frjáls við- skipti, án tollmúra? 4. Gat komið til mála ,að ís- lenzka lýðyeldið léki tveim skjöldum við austurveldin og frjálsu ríkin, eða hentaði bet- ur að fylgja dæmi Norð- manna og vera heill í sam- starfi við frjálsu þjóðimar? 5. Hverju sætir, að íslenzka lýðveldið frá 1944 hefur ekki enn öðlazt stjórnarskrá? 6. Hverju sætir fall krónunnar, sívajandi ríkisskuldir, þörf um gjafir, jafnvel matvæli frá útlöndum, þar sem fram- leiðsla er mikil bæði til lands og sjávar? 7. Hver rök hníga að þeirri sorglegu staðreynd, að ölæði á mjög háu stigi er tengt gleðisamkomum íslendinga, jafnt, í tilhaldsveizlum, al- mennum dansskomum og á skemmtihátíðum í fegurstu skógum og helgistöðum þjóð- arinnar? Hafi Bemharð Stefánsson þökk fyrir sína fyrri bók. Þjóð- in ætti að hafa gagn og uppeld- isbætur af niðurlagsþáttum þeirrar æyisögu. Jónas Jónsson. - Úrslit kosninganna (Framhald af bls. 5.) G-Iisti Alþýðubandalagsins 493 atkv. og 2 inenn kjöma. Auðir seðlar voru 22, ógildir 6. í bæjarstjórnarkosningunum 1958 voru 2433 manns á kjör- skrá í Vestmannaeyjum. 2169 kusu eða 89.5%. Kjörnir voru 9 fulltrúar. Alþýðubandal. hlaut 507 atkv. og 2 menn kjörna. Al- þýðufl. 204 atkv. og 1 mann kjörinn. Framsóknarfl. 284 at- kvæði og 1 mann kjörinn. Sjálf- stæðisfl. 1144 atkv. og 5 menn kjörna. MEÐ fiskveiðum sínum hafa Norðmenn aflað sér umfram- birgða af eggjahvítu, en fyrir siglingar þeirra hafa þær ekki haft mikla þýðingu. Aftur á móti hafa hvalveiðarnar átt drjúgan þátt í þróun siglinga og útgerðar verzlunarflotans. — Þannig er einnig ástatt í heim- inum í dag, að ef menn grípa nú tækifærið og nýta reynslu sína af hvalveiðunum, er hægt að koma á fót starfsemi, sem á varla sinn líka. Eggjahvítuskortur 1100 millj- óna af íbúum jarðarinnar er á- ætluð 20 millj. lesta, eða ca. 50 gr. af þurrunninni fæðu með 80%eggjahvítuinnihaldi á hvert mannsbarn. Það er furðulegt að hugsa til þess, að þetta eggja- hvítumagn er í rauninni tiltækt og fjárhagslega kleift að nýta það og selja til neytenda í van- þróuðu löndunum fyrir aðeins 7 aura hvern dagskammt: 50 gr. með 80% eggjahvítuinnihaldi. Ef þetta kemst í framkvæmd, er ætlunin að nýta hina þekktu ljósátutegund — hvalátu (Eup- hasia superba), sem lifir í Suð- urhöfum og svo mikið er af, að helzt má líkja við „sandkorn á sjávarströnd". Sænski Suðurhafsleiðangur- inn 1910 veitti þessari átuteg- und sérstaka athygli, og þeir eru margir,sem síðan hafa brot- ið heilann um.hvernig bezt væri hægt að nýta þessi feikna auð- ævi sjávarins. í skýrslu leiðang- ursmanna segir: „Hvalátan er alls staðar og myndar undir- stöðu lífsafkomunnar í Suður- liöfum.“ Hvalátan er fæða fugla, sela, fiska og hvala, og það er óhætt að fullyrða, að 200 millj. lesta veiði af átunni árlega, sem ein- mitt er nægilegt hráefni í 20 millj. lesta af þurreggjahvítu, mun ekki á nokkurn hátt raska jafnvæginu í búskap náttúrunn- ar. Þeir milljón hvalir, sem hafa síðan hvalveiðar hófust í Suður-íshafinu, hefðu gleypt þessar 200 millj. lesta af átu á hálfu ári. Hvalátan er lítið krabbadýr. Hún er 3—5 sm. löng og ljós- rauð á litinn. Fituinnihaldið er ca. 5%. Feitin er rúbínrauð og af henni leggur daufan ilm, svipað og af jurtaolíu. Joðtolan er ca. 85. Átan lifir á svifi með frumeggj ahvítu og finnst alls staðar á 10—25 og allt upp í 50 faðma dýpi. Hvaða stefnu, sem skip tekur á hinum miklu víð- áttum Suður-íshafsins, fylgir hvalátan því eins og dimmur skuggi á borðum dýptarmæl- anna. — í góðu veðri á daginn kemur átan upp undir yfirborð- ið, og þá er oft eins og hafið sé þakið rauðu átuteppi. En til þess að unnt sé að koma þessari áætlun í kring, verður að breyta fyrirkomulagi hinna venjulegu úthafsveiða, sem aðeins eru stundaðar af Sovétríkj unum og Japan,því að undir þessum kringumstæðum eru alls ekki notuð hjálparskip. Allar veiðarnar eru bundnar við móðurskipið, sem hefur sjálftæmandi flotvörpu með a. m. k. 1200 fermetra opi. Meðal- stór olíuskip eru notuð sem verksmiðjuskip, líkt því og átti sér stað áður við hvalveiðarn- ar. Með tiltölulega ódýrum Slagurinn við slagvalnið breytingum er hægt að gera þessi skip að vinnslustöðvum fyrir þurrkaða átu. Vegna hins sérstaklega gæðamikla lýsis, verður heilþurrkuð hvaláta sér- staklega vönduð fæðutegund.— Þurrkun átunnar er mjög ein- föld, þar sem hún er einkar vel fallin til þurrkunar eins og aðr- ar smárækjur, vegna lögunar sinnar og líkamsbyggingar. í Bandaríkjunum er seldur rækjuúrgangur úr veiðunum x Mexíkó-flóa fyrir 40 millj. doll- ara á ári, reyndar aðallega sem dýrafóður. Áætlunin gerir kleift að nýta öll ónotuð olíuskip, 12—16000 lesta við starfsemi, sem kostar sama og ekkert, en getur aftur á móti gefið mikið í aðra hönd. Einnig gefst þarna tækifæri á að nota eigin mannafla hvers lands um borð í skipunum og við vinnslu eggjahvítunnar. — Það skapar nýjan og veröinæt- an þátt í starfsemi vanþróuðu landanna. (N. H. og S. T.) (Gi-ein þessi birtist í síðasta hefti Ægis og er hún tekin hér traustataki.) Brú á Stafá Haganesvík, 29. maí. Nú er bú- ið að opna veginn til Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar, og er því strax líflegra hér og ein- angrun lokið. í sumar verður byggð brú á • Stafá, sem er á hreppamörkum Iiaganesvíkurhrepps og Fells- hrepps. Eitthvað verður bvggt af útihúsum í sveitinni og ef til vill íbúðax-hús. — Sauðburður stendur enn ytir og gergiir sæmilega. — Enginn jar ú sjó. Silungur er byrjaour að ganga i ár. SLAGVATNSMYNDUN í fiski úr togurum hefur verið í athug- un hjá Rannsóknarstöð kanad- íska ríkisins í St, John í Ný- fundnalandi um sjö ára skeið, þótt ekki hafi verið unnið stöð- ugt að þeim rannsóknum. At- hugaðar hafe verið aðstæður í þeim skipum, sem slagvatn hef- ur fundizt í. Fannst það, að or- sakanna var að leita í viðar- borðum, sem mikill gerlagróður var í og á, og sem erfitt var að þvo á venjulegan hátt, og þar sem fiskurinn lá ísaður. en í snei-tingu við viðinn. Stungið er upp á tveimur aðferðum til að hindra slagvatnsmyndunina. — - Hin fyrri er sú, að klo:ða alla fleti, sem ertitt er að þrífa meo málmplötum, sem hvorki lyðga né hefur áhrif á fiskinn. — í öðru lagi að afgirða alla slíka staði með ryðfríu vírneti, til að forða því, að fiskurinn sr.erti þessa staði. Fjögur gerileyðandi efni, þar á meðal fox-maldehyde, voru notuð á slagvatnsmengað- ar lestar, eftir að þær höfðu verið þvegnar.. Af þessum efn- um í-eyndist formaldehyde það eina, sem að gagni kom. Einn hluti af 40% upplausn blandað- ur í 8 hluta af vatni virtist gefa fullkomna vei-nd í allt að sjö daga, sem fiskur var geymdur í lestinni. Aldx-ei skyldi samt nota slíka upplausn, nema full að- gæzla sé við höfð, m. a. þurfa þeir, sem við það vinna, að vera með gasgrímu. (Úr „Fisheries Research Board of Canada, An- nual Report 1960—1961, bls. 156 —157.) (Sjávarafurðadeild SÍS.) VARÐ FYRIR BÍL NÍU ái-a telpa varð fyrir bifreið á Akureyri á mánudaginn og' meiddist töluyert. Telpan, sem kom norðan Hrís- eyjargötu hjólaði inn á Sti-and- götuna og varð þar fyrir bif- reiðinni, féll í götuna og skarst töluvert á fótum. Var hún þeg- ar flutt í sjúkrahús og gert að sárum hennar, en síðan heim og verður hún rúmföst fyrst um sinn. Á laugardaginn kom b'freið sunnan Aðalstræti og rakst á steingiroingu hússins nr. 63 og skemmdist mjög mikið. Girð- ingin biotnaði. Þrír menn voru í bifreiðinr.i og munu beir hafa sloppití með nokkra marbletti. Ástæðan mun hafa verið sú, að of hratt var ekið. □ Frá Tónlistarfélagi Akureyrar FÖSTUDAGINN 1. júní næst- komandi kl.‘8.30 verða 4. og síð- ustu .tónleinkar Tónlistarfélags- ins á starfsárinu 1961—1962 í Borgai'bíói. Rússneskur fiðluleikari Boris Kunyev 26 ára að aldri leikur á fiðlu, en undirleikari hans verð- ur Igor Chenysliov. Boris þykir mjög fær í sinni list, enda hlaut hann 1. verðlaun á tónlistarhá- tíð í Brússel í fyrra. Hann kem- ur til landsins á vegum Skemmtiki-afta hf. í Reykjavík og heldur fyrstu tónleilca fyrir Tónlistarfélag Reykjavíkur. Aðgöngumiðar vex-ða eins og áður sendir heim til styrktarfé- laga, en nýir félagar geta snúið sér til Haraldar Sigurgeirsson- ar, því að ennþá er hægt að bæta við áskrifendum. Einnig vei'ða miðar afhentir við inn- ganginn í bíóafgreiðslunni, næsta klukkutíma á undan tón- leikunum. Vissara er að tryggja sér styrktarfélagaréttindi í tíma því að búast má við mikilli að- sókn. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.