Dagur - 30.05.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 30.05.1962, Blaðsíða 8
8 Tónlistarviðburður á Akureyri Flutt verða einsöngslög eftir hið góðkunna tónskáld, Jóliann Ó. Haraldsson EYFIRZKAR byggðir hafa alið marga listamenn og afbragðs- menn á ýmsum sviðum. Einn þeirra er Jóhann Ó. Haraldsson tónskáld á Akureyri. En eru þetla ný lög eða löngu samin sönglög? Þau yngstu eru 28 ára. Og af þessum 16 lögum hafa aðeins tvö verið flutt áður. Sex lögin, Jóhann Ó. Haraldsson. Þótt fáir séu spámcnn í sínu föðurlandi, hefur sönglögum hans jafnan verið tekið með miklum fögnuði hér um slóðir og um land allt. Sönglög Jó- hanns bera sjálf í sér neistann og þurfa ekki aðra fyrir- greiðslu. Allir karlakórar lands ins hafa t. d. keppst um að syngja lagið hans undurfagra, Sumar í sveitum, og fleiri lög eftir þennan norðlenzka höf- und. í næstu viku verður mjög sérstæður tónlistarviðburður hér á Akureyri. Þá verða flutt 16 einsöngslög eftir Jóhann Ó. Haraldsson. Akureyringarnir Ingibjörg Steingrímsdóttir og Jóhann Konráðsson syngja, en Guðrún Kristinsdóttir annast undirleikinn. í tilefni af þessu hitti blaðið tónskáldið sem snöggvast í gær og lagði fyrir hann eftirfarandi spurningar: Hvenær verður söngskemmtun- in? Seinni partinn í næstu viku, í Borgarbíó. Mér er það sérstök ánægja, að það eru allt Akur- eyringar, sem flytja þessi 16 einsöngslög og að ekkert þurfti að sækja út fyrir bæinn. \z/ Fyrirsagnafréttir j í FYEIRSÖGNUM Morgún- blaðsins í gær eru sigurfréttir Sjálfstæðisflokksinsf!!) m. a. á þessa leið: „Mikill sigur Sjálfstæðis- manna í Reykjavík“ og „Sjálf- stæðisflokkurinn hefur veru- lega styrkt aðstöðu sína.“! sem sungin verða, eru samin veturinn 1918—1919. Annars eru lögin þessi: Söngvar til Svövu (þrjú sönglög) við ljóð Guðmundar Guðmundssonar og 4 sönglög úr lagaflokknum Vísur Sigrúnar, einnig við texta Guðmundar "Guðmunds- sonar, og 9 önnur einsöngslög, meðal þeirra lag, sem tileinkað er föður mínum fimmtugum. Jóhann Ó. Haraldsson færist undan að segja meira um sjálf- an sig eða verk sín, nema hvað hann segist vera Akureyring- um og Eyfirðingum innilega þakklátur fyrir það, hve vel þeir hafi tekið lögum sínum. Blaðið þakkar viðtalið og vill hvetja fólk til þess að sækja söngskemmtunina í Borgarbíó, þegar lögin hans verðá flutt þar. Jóhann Ó. Haraldsson hefur aldrei farið í kennslustund í hljómfræði eða hljóðfæraleik. Hann er þó mjög fær organisti. Og tónverk hans bera þess vitni, að höfundur þeirra er vandvirkur kunnáttumaður. Jóhann Ó. Haraldsson mun eiga mikinn fjölda laga fyrir karlakóra og blandaða kóra, auk sálmalaga og einsöngslag- anna, sem eflaust eru mest að vöxtum. En hætt er við, að hæfileikar hans á þessu sviði notist verr en skildi vegna ann- arra og óskyldra starfa dag hvern. Vonandi er Akureyringum það ljóst, að meðal þeirra er mjög merkilegt tónskáld, þar sem Jóhann er, og að þeim ber að vinna að því, að veita hon- um verðug starfsskilyrði til að sinna tónsmíðum. Verður e. t. v. vikið að því máli síðar. Gunnarsstöðum, 22. maí. Hér hefur verið mjög kalt undan- farna viku. Hitinn komizt í 2—3 stig á daginn og við frostmark á nóttunni og eina nótt var frostið eitt stig. Gróður er mjög lítill og frost enn í jörðu. Vegir eru mjög slæmir, grafnir og blautir. Sauðburður er hafinn á mörgum bæjum og víðast mun hann hefjast á þessari viku. Menn frá Þórshöfn fóru um daginn út í Langanesbjörg til eggsiga. Sigið var í tvennu lagi og fengust um 700 egg á hvora festi. í nótt fóru sömu menn í annan leiðangur í björgin, en eru ekki komnir aftur. Lítið hefur verið róið frá Þórshöfn að undanförnu sökum ógæfta. Aðalfundur Kaupfélags Lang- nesinga var haldinn laugardag- inn 19. maí. Vörusala í búðum félagsins nam á árinu rúmum 15 milljónum króna. Mikill áhugi kom fram á fundinum um stofnun mjólkur- samlags á Þórshöfn. Má búast við að framkvæmdir hefjist við það nú í sumar. Ur stjórn félagsins átti að ganga Vilhjálmur Guðmunds- son, hreppstjóri, Syðra-Lóni. Var hann endurkjörinn. Einnig voru varamenn í stjórn endur- kjörnir, þeir Jón Jóhannsson, bifreiðarstjóri, Þórshöfn, og Grímur Guðbjörnsson, bóndi, Syðra-Álandi. Jóhannes Árnason, Gunnars- stöðum, sem lengi hefur verið einn af framámönnum kaupfé- lagsins og formaður þess um langt skeið, en nú síðast endur- skoðandi, baðst undan endur- kosningu. — Endurskoðandi í hans stað var kjörinn Grímur Guðbjörnsson. Sendi fundurinn Jóhannesi, sem var fjarverandi, þakkir fyrir langt og ötult starf (Framhald á bls. 7.) Fiskur - Atvinna Raufarhöfn, 28. maí. Hér hefur fiskafli verið ágætur um skeið bæði á línu og færi og nóg að gera. Engar íbúðabyggingar eru hér í uppsiglingu S'/o að vitað sé, en undirbúningur töluverð- ur undir síldveiðivertíðioa, svo sem áður er sagt frá. Góður afli undanfarið Sauðárkróki, 28. maí. Fréttir eru því miður litlar, ucan hinar pólitísku, sem allt hefur snúizt um að undanförnu. Þó er fisk- afli góður og hefur verið það að undanfornu. Sundkennsla stendur yfir. — Gróðri fer ört fram. Vatnavext- ir voru nokkrir, en ekki til skemmda. Atvinna er góð á meðan fisk- ur aflast. Búið er að opna Siglufjarðar- sarð, og opnunina Mikið mannvirki vígt o Ólafsfirði, 28. maí. Hér verður hið nýja stórhýsi kaupfélagsins vígt á föstudag eða laugardag. Þrjá síðustu daga síðustu viku var mokafli og komu 15—28 tonna dekkbátar með 8-10 tonn í róðri og trillur öfluðu einnig ágætlega. — Lágheiði var opn- uð á laugardagmn. Fjáreigendur í kaupstaðnum eru landlausir flestir. Sumir hafa nú þegar flutt fé sitt í Héð- insfjörð. Bændur í Olafsfirði munu ekki vera búnir að sleppa fé ennþá, en munu gera það bráðlega, ef ekki kemur kuldakast. Landburður af fiski Hauganesi, 28. maí. Síðasta vika var fiskisæl, því að heita mátti, að þá væri landburður af fiski. Bátarnir fengu frá 10—18 skip- pund í róðri og reru alla dag- ana. í gær var ekki róið, en í dag var aflinn heldur minni. Þessi aflahrota er meiri en við höfum átt að venjast mörg síðari ár og bætir mjög hlut út- gerðarinnar. Víða er kal í túnum á Ár- skógsströnd, sérstaklega á ströndinni innanverðri, þar sem snjóléttara var. Óhreysti í búpeningi Svarfaðardal, 27. maí. Tíðin hér frá 4.—20. þ.m. var heldur stirð, norðan strekkingur og kalsa- veður. Snjóaði þá stundum, en aldrei meir en næturlangt. Nú hefur aftur hlýnað í veðri og komst hitinn þann 25. þ.m. upp í 20 stig og 18 stig í gær. í dag er enn mjög hlýtt í veðri og all- miklir vatnavextir. Sauðburði er nú að ljúka víð- ast hvar. Hefur gengið vel sums staðar, annars staðar mjög mik- ið miðui'. Ohreysti hefur verið nokkur í fé sums staðar.Lamba- lát, máttleysi í lömbum og jafn- vel fullorðnu fé líka. Kúakólera hefur stungið sér niður ánokkr- um bæjum. Ekki hefur þó enn heyrzt um að nautgripir hafi farizt úr veikinni, en vafalaust er um allmikið afurðatap að ræða af þessum sökum. LeiSrétting Svarfaðardal, 27. maí. í frétta- pistli héðan úr Svarfaðardal, sem birtist í Degi 24. þ. m. og upp er tekinn kafli úr „Bænda- tali í Svarfaðardal", hafa fallið niður setningar á tveimstöðum: 1. Þar sem talin eru börn md. Halldóru Jónsdóttur og sr. Gísla prests á Tjörn Magnússonar er vantalið eitt þeirra: „Magnús, bóndi í Gröf.“ — 2. í lok kafl- ans um Hallgrím Halldórsson á Melum átti að standa þessi til- vitnun: „(Sjá nánar um Hall- grím. „Kennaratal á íslandi". bls. 255.).“ Höfundur er beðinn velvirðingar á þessum mistök- um. — (Frá fréttaritara Dags í Svarfaðardal.) Túnin ern hvít af kali Ófeigsstöðum, 28. maí. Kominn er þolanlegur sauðgróður ogbú- ið að sleppa flestu lambfé. — Sauðburðurinn gekk vel, en með færra móti var tvílembt. Vetrarfóðrið mun hafa verið með fjörefnasnauðara móti. Hér hvílir skugg'i yfir sveit, því að kal er óhemjumikið í túnum. Sumir bændur bera ekki einu sinni á verstu skákirnar, telja það þýðingarlaust. Sums staðar skipta kalblettir hektur- um lands. í fjöllum er feikna snjór og því er hætt við miklum vatna- vöxtum fram eftir sumri. Hér í sveit er allt með frið- semd, þótt kosningar séu fram- undan. Allir bændur sveitarinn- ar munu sitja jarðir sínar á- fram. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.