Dagur - 30.05.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 30.05.1962, Blaðsíða 4
4 5 DAGUK| Úrslitin á Akureyri AÐ LOKNUM kosningasigi i Fram- sóknarflokksins hér á Akurevri, er ástæða til að rifja upp lauslega, kosn ingaspár þær, er ujjpi voru um það leyti sem framboðslistar voru lagðir fram í vor og gera sér jafnframt grein fyrir því, sem nú helur skeð. Dagur benti á það þegar í önd- verðu, að hæpið væri að byggja áætl- anir um kosningaúrslit nú, á úrslita- tölum fyrri kosninga. I því sambandi var t. d. á það bent, að atkvæðatala Framsóknarflokksins hefði árið 1958 verið nál. 1000, en í alþingiskosning- um vorið 1959 mun hæni. Hins vegar hefði á undanfömum þrem ár- um átt sér stað miklar breytingar í landsmálum og ný flokkasainsteypa tekið við völdum. Hlyti þetta að hafa mikil áhrif á afstöðu kjósenda. Bent var á, að núverandi stjórnar- flokkar hefðu sýnt sig í því, að fylgja fram íhaldssamri, úreltri stefnu með litlu tilliti til atvinnulífsins og al- mennings í landinu, og hefði þá um leið viðhorf Framsóknarflokksins komið glöggt í ljós, en almenningur gert sér grein fyrir forystuhlutverki hans, sem þjóðlegs stjórnarandstöðu flokks og möguleikum hans til að hefja nýja sókn og móta jákvæða stjórnarstefnu. Urslitin hér urðu þau, að ríkis- stjórnin hlaut umrædda „aðvörun“. Hinn atorkusami áhugamaður í bar- áttusæti B-listans hlaut kosningu, en fimmti frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins, sem lagt hafði sérstaka áherzlu á „pólitískt mótvægi“ gegn samvinnuhreyfingunni, féll, og fvlg- istap Sjálfstæðisflokksins var mjög mikið. Fylgi Alþýðuflokksins rýrn- aði um nál. 10% frá 1958. Það mun hafa vakið eftirtekt, að fylgi Alþýðubandalags-listans reynd- ist hér nokkru meira en 1958, Jiótt Alþýðubandalagið hafi yfirleitt ann- ars staðar minna fylgi nú en fyrir fjórum árum, eins og raunar var fyr- irfram vitað. En hér er |>ess að gæta, að í sambandi við G-listann var í rauninni ekki um hreint flokksfram- boð að ræða, heldur blandað fram- boð. Frambjóðandinn í þriðja sæti lýsti sjálfur yfir }>ví, að hann væri í Þjóðvarnarílokknum, og hefur list- inn hans vegna, fengið eitthvað af atkvæðum Þjóðvarnannanna og bindindismanna. Þá hafa og vafa- laust einhverjir tekið mark á J>eim áróðri, að G-listinn stæði, samkv. tölum frá 1958, nær því að vinna sæti af Sjálfstæðisflokknum en B- listinn. Ýmsir kjósendur, sem um- fram allt vildu gefa stjómarflokkun- um aðvörun, munu því á grundvelli spádómsraka liafa kosið G-listann, }>ótt þeir ella hefðu fremur viljað fylgja Framsóknarflokknum að mál- um. Framsóknarmenn hafa nú betri aðstöðu en áður til áhrifa í bæjar- stjórninni. Hinir kjörnu bæjarfull- trúar flokksins eru allir traustir menn og áhugasamir og eiga, sumir, langa reynslu að baki í bæjarmálum. Fyrir Framsóknarfélögin hér eru úrslitin hvatning til starfa. Þau munu ekki gleyma kosningakjörorði sínu: Fjórir nú en fleiri næst. V- ______________________J MERKIJR Eyfirðingur, Bern- harð Stefánsson frá Þverá, hef- ur gefið út fyrri hluta æviminn- inga sinna. Segir þar frá ætt- fólki hans, fæðingu, skólagöngu, búskap tveggja kynslóða á sögu- frægu tímabili. Þá er einnig f bókinni greint frá mannvirðing- um Bernharðs, langri setu í stjórn stærsta kaupfélags ís- lands og þátttöku í störfum 44. þinga, þar sem hann var löngum skrifari eða forseti efri deildar. Þá segir höfundur frá ferðalög- um til og frá þingi, milli Akur- eyrar og Reykjavíkur og kynn- um við fjölmarga menn bæði í héraði og höfuðstaðnum. Enn- fremur varð Bernharð á miðj- um aldri forstjóri fyrstu sveita- deildar Búnaðarbankans og gegndi því embætti í friði og góðum trúnaði fram á elliár. — Þessi minningabók Bernharðs Stefánssonar er þannig fróðleg um marga hluti, bæði þá, sem þar er sagt frá, og þá ekki síður ýmislegt það efni, sem lauslega er vikið að, en ekki skýrt ýtar- lega né atburðir raktir til djúpra orsaka. Það sem jafnan mun gefa þess- um minningum sérstakt gildi er þátttaka höfundar í starfi og stríði kynslóða á tveim tímabil- um. Tvö atvik í þessari bók varpa ljósi yfir vegferð Bern- harðs og þátttöku hans í opin- berum málum. Verður hér frá þeim greint: Bernharð getur þess, að árið 1926 var vandamaður hans, fár- sjúkur, á Þverá fram í miðjum Oxnadal. Þessi sjúklingur þurfti að njóta læknishjálpar og sjúkravistar á Akureyri, en samgöngur á þeirri leið voru þá í sama ástandi eins og í tíð Helga magra landnámsmanns í Eyjafirði. Það varð að flytja sjúklinginn á kviktrjám á þjóð- leiðinni milli tveggja stærstu kaupstaða landsins og eftir einni blómlegustu byggð, Eyja- firði, einu af beztu héruðum landsins. Sjúkraflutningur þessi heppnaðist vel eins og margar fyrri ferðir sama eðlis í þúsund ára sögu íslands. Sjúklingurinn náði fullri heilsu eftir marg- falda erfiðleika á þessu frum- stæða ferðalagi. Nú liðu fjögur ár, Bernharð var þingmaður Eyfirðinga. Hann þurfti að sækja þúsund ára þingið í Reykjavík og að Þing- völlum sumarið 1930, en þá var svo mjög breytt um ferðaskil- yrðin, að Bernharð ekur í bíl alla þjóðleikina suður og til Þingvalla. Litlu síðar gerðist hann sjálfur bíleigandi og bíl- stjóri og fer langar ferðir um landið. Hér mætast tveir heimar. Annars vegar hið forna ísland handiðju og hestferða, og hið nýja ríki véliðjunnar. Breyting- in var geysi mikil. Ekki hafði hún gerzt nema að nokkru leyti á þessu fjögurra ára títnabili, þó að þessi ár séu mjög sögulegt tímabil. Breytingin hafði gerzt frá því að landsmenn urðu að mestu ráðandi sínum málum með auknu frelsi 1874, 1904 og 1918. íslendingar urðu á þessu tímabili húsbændur á sínu heimili í stað þess að verða að þola óstjórn erlendra valda- manna, sem höfðu haldið vörð um úrelta tækni og arðrán þjóðarinnar til hagsbóta fólki í öðrum löndum. Dugmikil kyn- slóð gat ekki sætt sig við kyrr- stöðu undangenginna tíu alda. Aldamótakynslóðin greip til nýrra ráða. Fyrir atbeina henn- ar komu nýir vegir, hafnir, bát- ar, skip, bílar, ný húsagerð, raf- orka, hitaleiðslur, skólar, sjúkrahús og innlendir menn, konur og karlar til forráða á flestum sviðum þjóðlífsins, en þessi sóknarher íslendinga var um þessar mundir tvískiptur. Þar var bæði áhugalið og skemmtifólk. Annar armur aldamótafylkinganna stóð fyrir umbótum og * stór-breytingum þeim, sem hér var að vikið. Hin fylkingin var allmjög hneigð til skemmtilífs og gladdist fyrst og fremst yfir fengnum sigrum og naut ávaxta af erfiði atorku- fólksins með djúpri innilegri á- nægjukennd. Bernharð segir frá öðru dæmi, sem skiptir nokkru í þessu efni. í fyrstu þingferð sinni heimsótti hann Tryggva Þórhallsson, rit- stjóra TÍMANS. Þar voru líka gestkomandi Ásgeir Ásgeirsson, mágur Tryggva, og sá sem þetta ritar. Við Bernharð þekktumst áður, höfðum m. a. verið skóla- bræður í Möðruvallaskóla fyrstu árin eftir að skólinn kom til Akureyrar. Á okkar vegum gerðist ekkert nýtt á þessum fundi, en Bernharð segir svo frá, að honum hafi litizt einkar vel á Ásgeir, og má sjá, að milli þessara tveggja manna hafi þá þegar komizt á nokkur andleg samstaða. Nokkru eftir þennan fund voru Bernharð, Ásgeir og Björn Líndal gestir Ólafs Thors að kvöldlagi. Þar var setið við drykkju og glaðlegt hjal um björt málefni. Skyndilega dreg- ur Björn Líndal sig í hlé frá borðsetunni og situr um stund þegjandi, nokkuð afsíðis. Ásgeir gengur til hans og spyr góðlát- lega: „Um hvað ert þú nú að hugsa?“ Björn svarar: „Ég er að hugsa um Jónas.“ Ekki munu hafa verið gefnar neinar skýringar á þessu vanda- máli. Gestirnir hafa safnazt aft- ur að kvöldborðinu og haldið á- fram fyrri umræðum. Það kemur stundum fram í bók Bernharðs, að hann var dá- lítið óánægður með mig sem samstarfsmann. Þykir ég hafa verið vinnuharður verkstjóri, en lætur liggja að því, að ég Mun stundum hafa orðið að gera vinnudaginn lengri en nótt- ina. Ásgeir Ásgeirsson var frá upphafi mestur skemmtimaður í þingliði Framsóknarmanna, og það varð Bernharð ljóst við fyrstu kynni, sem fyrr segir. — Vinnubrögð mín munu oft hafa verið með þeim hætti, að þau urðu manni eins og Birni Lín- dal og allmörgum samherjum hans víða um Jand nokkurt á- hyggjuefni. Það' kom snemma fram í Framsóknarflokknum, að áhugaliðið og skemmtifólkið átti ekki fulla samleið. Tæplega hef- ur Bernharð áttað sig á því til fulls, að ef Ólafur Thors og veizlugestir hans hefðu notað hið umrædda kvöld til andlegra átaka, fremur en til veizluhalds, mundu þeir hafa getað hrint í framkvæmd nokkrum þeim um- bótum, sem ekki mátti van- rækja, ef tilgangurinn var að leggja niður sjúkraflutning á kviktrjám í íslenzku þjóðlífi, bæði í andlegum og efniskennd- um málum. Mér er enn í minni dálítið at- vik úr baráttunni fyrir stofnun menntaskóla á Norðurlandi. Mér hafði tekizt að fá góðan bónda úr andstæðingaflokknum til að greiða atkvæði með til- lögu, sem var miðuð við, að menntaskólanám yrði lögleyft á Akureyri. En þá gekk fram fyr- ir skjöldu góður, greindur og vel menntur, en skapheitur í- haldsleiðtogi frá Akureyri og lagði hendur á hjálparmann minn fyrir að hafa brotið flokks- reglurnar. Úr því að enginn af veizlu- gestum Ólafs Thors svaraði á- hyggjuefni Björns Líndals, hvíl- ir á mér nokkur skylda að skýra málið. Mun ég í því efni rekja stuttlega söguþráð eins umbóta- máls, þar sem ég lagði fram nokkurn áhuga minn. Þegar afurðarskipulag sam- vinnumanna hafði bjargað bændastétt landsins sumarið 1934, var önnur blika og öllu háskalegri sýnileg við sjónhring sveitamanna. Það var karakúl- pestin. f kröggum sveitanna þegar Bernharð Stefánsson opn- aði útibú sitt á Akureyri, höfðu leiðtogar bændasamtakanna beitt sér svo að segja einhuga fyrir því, að byrjað yrði að flytja til landsins karakúlfé frá Þýzkalandi til að blanda kyn- stofninn og gera lambskinnin mjög verðmæta vöru. Meðan Tryggvi Þórhallsson réð stefnu landsmanna í landbúnaðarmál- um, var staðið djarflega á móti innflutningi erlendra húsdýra vegna sjúkdómshættu, en um leið og stjórnartíð hans var lok- ið, létu gleðimálamenn landsins undan skammsýnum kröfum bænda og fluttu inn karakúlfé og minka. Var sú framkvæmd öll gerð með léttúð og vítaverðu hirðuleysi um allra sjálfsögð- ustu sóttvarnir. Ofan á öll önn- ur mistök var karakúlkindunum dreift milli helztu sveitabyggða á landinu. Pestin gaus því upp á mörgum stöðum samtímis, enda var dreifing kynbótafjár- ins því líkust, að lögð væri um Jónas stund á að setja allan sauðfjár- stofn íslenzkra bænda í dauða- hættu. Sló nú liræðslu á lands- fólkið sem von var. Settust stjórnai'völd landsins og flokk- anna á rökstóla, en fátt varð um varnir. Sérfræðingur Háskólans í þessum efnum, Níels Dungal, sagði, að sniglar í Deildartungu- mýrum bæru þessa pest og væru smitberar. — Ekki voru þetta haldgóð vísindi, og í sár- asta öngþveiti reyndu bændur ýmsar óvenjulegar tilraunir til úrbóta. Sterk meðul, brenni- stein, kresót, ála og að lokum andalækningar. Af og til minnt- ust bændur á niðurskurð, en nafnið var bundið við fornar og beiskar minningar. Þessi lækn- isdómur mælti ekki með sér sjálfur, sízt nafnið. Hófust heit- ar deilur innbyrðis milli bænda og forkólfa þeirra um, hvernig taka skyldi á málinu, en ekkert var gert, sem að gagni varð, og pestin virtist óviðráðanlegri með ári hverju. Ég fylgdist með þessari þró- un, en lagði ekkei't til málanna. Mér er enn hugstætt eitt dæmi norðanlands um eyðileggingu pestarinnar. Þar bjuggu í sveit myndar hjón með tíu ára göml- um einkasyni. Þau áttu jörðina, höfðu húsað hana vel og gert miklar umbætur. Foreldrarnir höfðu tengt miklar vonir við son sinn og ætluðu honum að erfa jörð og bú eftir þeirra dag. Ég leiddi hug að því, hvaða á- hrif voðafár þetta mundi hafa á þennan unga pilt að sjá allan bústofninn hrynja niður ár eftir ár. Mér fannst að drengurinn þyrfti að vera óvenjulega kjark- góður, ef hann ætti að geta byggt vonir um framtíðarlíf til sveita, þar sem karakúlpestin var að leggja landið í eyði. Ég var að vísu þingmaður fyrir sveitakjördæmið, en mér bar ekki skylda til að beita mér gegn þessari hættu fremur en öðrum þingbræðrum mínum. En þegar fjársýkin hafði herjað á bústofn bænda í tíu ár, þótti mér sennilegt að tala mætti við bændur, leiðtoga þeirra og valdamenn í landinu um ný úr- ræði: Fjárskipti, þar sem land- auðn var hvarvetna fram und- an, ef ekki yrðu fundnar örugg- ar leiðir til bjargar. — Höfðu skemmtimenn stjórnmálanna þá um mörg ár beitt í þessu máli tæpitunguvafstri í stað hag- nýtra úrlausna. Ég skrifaði þá ritgerð í „DAG“ um þetta vandamál og notaði nýtt heiti, fjárskipti í staðinn fyrir niður- skurð. Sú breyting ein var nokkurs virði. Fyrra heitið var tengt við vonir. Hitt við dauða og eyðileggingu. Ég lagði til, að sýktu héruðunum yrði skipt í hæfilega stór hólf, sjúka fénu slátrað, en í staðinn flutt inn heilbrigt fé frá Vestfjörðum, þar sem pestin hafði ekki útbreiðst eða valdið eyðileggingu fjár- stofnsins. Bændum landsins var það til láns, að um þessar mund- ir var ég ekki háður ritskoðun eða tímabundnu ritbanni í sam- vinnublaði Norðlendinga eins og stundum endranær. DAGUR bar greinar mínar út um allt land og kveikti nýjar vonir og nokkra bjartsýni. Ef ég hefði skrifað slíka grein einu eða tveimur árum fyrr, mundi ég hafa talað fyrir daufum eyr- um og engin áhrif haft á með- ferð málsins, en ótti fólksins við landauðn gerði í þetta sinn kleift að koma á fjárskiptum. Ég sneri mér til bænda í Suður- Þingeyjarsýslu um málið, og var því nú vel tekið almennt, og líka af leiðtogum bænda, sem áttu að láta málið til sín taka. Var nú byi'jað á skipulagðri vinnu um fjárskiptin. Sýslunni var skipt í þrjú hólf. Tvö milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum, og hið þriðja frá Skjálfandafljóti að Eyjafirði. Fjárskipti voru gerð í einu hólfi í senn. Tók þessi framkvæmd þrjú ár. Bændur í Þingeyjar- sýslu höfðu með höndum alla framkvæmd málsins og unnu að því með framsýni og nákvæmri elju. Ég varð að sjálfsögðu að beita mér fyrir því í þinginu og hjá landsstjórninni að útvega allmikið fjármagn til að stand- ast kostnaðinn við þessa fram- kvæmd. Fjórir valdamenn í Reykjavík dugðu mér bezt í þessu efni, ráðherrarnir Björn Olafsson, Vilhjálmur Þór og Pétur Magnússon, en auk þeirra gerði forseti neðri deildar, Jón Pálmason frá Akri, málinu mikinn greiða með því að haga fundum Alþingis þannig, að tímans vegna gæti málið fengið skaplega afgreiðslu fyrir þing- lok. Þegar fjárskiptin höfðu lán- azt svo vel, sem nú er frá sagt í Þingeyjarsýslu, hneig öll bændastétt landsins að því ráði, sem þar hafði verið upp tekið, og má nú innan tíðar vænta, að þessi vágestur, karakúlpestin, verði útlæg úr landinu. Saga karakúlshrútsins er dap- urlegur þáttur í menningarsögu íslenzkra bænda. Aðkomin kreppa hafði þjáð þjóðina 1930, en afurðaskipulag samvinnu- manna, sem lögfest var 1934, hafði reynzt öruggt bjai'gráð á þeim vettvangi. Hitt var mikið giftuleysi, að korakúlpestin skyldi berasti til landsins á öldufaldi kreppunnar. Aðalfor- ingjar bænda og þjóðfélagsins höfðu sýnt mikla óframsýni og hirðuleysi um allar öryggisráð- stafanir í þessu efni. Helzti kunnáttumaður landsins, pró- fessor við Háskólann, hafði staðið broslega fáfróður og getulaus með svokölluð vísinda- leg úrræði í höndum, en það voru raunar barnaleikföng ein. Ástæðan til að mér tókst að eiga nokkurn þátt í að leysa pestarmálið, var skilningur minn á íslenzku lýðræði. Ég lét málið ekki til mín taka, fyrr en (Framhald á bls. 2) . ..............................uiiinii..........mmmmmimmm ••• I Úrslif kosninganna í kaupstöðum landsins I Reykjavík: Á kjörskrá voru 41.780 — 36.897 greiddu atkvæði eða 88.3%. A-listi Alþýðuflokksins hlaut 3961 atkv. og einn mann kjör- inn. B-listi Framsóknarfl. hlaut 4709 og 2 menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisfl. hlaut 19220 og 9 kjörna. F-listi Þjóðvarnarfl. hlaut 1471 atkvæði og engan mann kjör- inn. G-listi Alþýðubandalagsins 6114 og 3 menn kjörna. H-listi óháðra bindindismanna 893 atkv. og engan kjörinn. Auðir seðlar voru * 459, ógildir 70. í bæjarstjórnarkosningunum 1958, sem fram fóru 26. janúar það ár, voru 38.803 manns á kjörskrá íReykjavík og greiddu 35.094 atkv. eða 90.4% borgar- búa. Kjörnir voru 15 bæjarfull- trúar. Alþýðubandalagið hlaut 6698 atkv. og 3 menn kjörna, Alþýðuflokkurinn 2860 atkv. og 1 mann kjörinn, Framsóknar- flokkurinn 3227 atkv.og 1 mann kjörinn, Sjálfstæðisflokkurinn 20.027 atkv. og 10 menn kjörna og Þjóðvarnarflokkurinn 1831 atkv. og engan mann kjörinn. Kójiavogur: Á kjörskrá voru 3145, atkvæði greiddu 2813 eða 89.4%. A-listi Alþýðuflokksins hlaut 271 atkv. og 1 mann kjörinn. B-Iisti Framsóknarfl. 747 atkv. og 2 menn kjöma. D-listi Sjálfstæðisflokksins 801 atkv. og 3 menn kjörna. H-listi Félags óháðra kjósenda 928 atkv. og 3 menn kjöma. Auðir seðlar voru 55, ófildir 11. í bæjarstjórnarkosningunum 1958 voru 2213 manns á kjör- skrá í Kópavogi, 2043 greiddu atkv. eða 92.3 af hundraði bæj- arbúa. Kjörnir voru 7 fulltrúar. Alþýðuflokkurinn hlaut 136 at- kvæði og engan mann kjörinn. Framsóknarflokkurinn 349 at- kvæði og 1 mann kjörinn, Sjálf- stæðisflokkurinn 523 atkv. og 2 menn kjörna og Óháðir 1006 atkvæði og 4 menn kjörna. Hafnarfjörður: Á kjörskrá voru 3836 — 3574 greiddu atkv. eða 93.2%, ó- gildir 16 og auðir seðlar voru 56. A-listi Alþýðuflokksins 1160 at- kvæði og 3 menn kjöma. B-Iisti Framsóknarfl. 407 atkv. og 1 mann kjörinn. D-listi Sjálfstæðisfl. 1557 atkv. og 4 menn kjörna. G-listi Alþýðubandalag 378 at- kvæði og 1 mann kjörinn. 1 bæjarstjórnarkosn. 1958 voru 3610 manns á kjörskrá í Hafnarfirði, 3317 greiddu atkv. eða 92.1%. Kjörnir voru 9 full- trúar. Alþýðubandalagið hlaut 362 atkv. og 1 mann kjörinn, Al- þýðufl. 1320 atkv. og 4 menn kjörna, Framsóknarfl. 203 atkv. og engan mann kjörinn, Sjálf- stæðisflokkurinn 1360 atkv. og 4 ménn kjörna. Keflavík: • Á kjörskrá voru 2352, atkvæði greiddu 2067 eða 88%. A-listi Alþýðufl. lilaut 458 atkv. og 2 menn kjörna. B-Iisti Framsóknarfl. 613 og 2 menn kjörna. C-Iisti Sjálfstæðisfl. 816 atkv. og 3 menn kjörna. G-listi Alþýðubandalagsins 137 atkv. og engan kjörinn. Auðir seðlar voru 30 og ógildir 13. í bæjarstjórnarkosningunum 1958 voru 2120 manns á kjör- skrá í Keflavík. 1804 greiddu at- kvæði eða 85.1%. Kjörnir voru 7 fulltrúar. Alþýðuflokkurinn hlaut 500 atkvæði og 2 menn kjörna, Framsóknarflokkurinn 390 atkv. og 1 mann kjörinn, Sjálfstæðisflokkurinn 811 atkv. og 4 menn kjörna og Samein- ingarflokkur alþýðu, Sósíalista- flokkurinn 83 atkv. og engan mann kjörinn. Akranes: Á kjörskrá voru 2001 — atkv. greiddu 1855 eða 92.7%. A-Iisti Alþýðufl. fékk 383 atkv. og 2 menn kjöma. B-listi Framsóknarfl. fékk 478 atkv. og 2 menn kjöma. D-Iisti Sjálfstæðisfl. fékk 705 atkv. og 4 menn kjörna. G-listi Alþýðubandalagsins fékk 267 atkv. og 1 mann kjörinn. í bæjarstjórnarkosningunum 1958 voru 1884 manns á kjör- skrá á Akranesi, 1708 greiddu atkv. eða 90.7%. Kjörnir voru 9 fulltrúar. Sjálfstæðisfl. fékk 732 atkv. og 4 menn kjörna, listi borinn fram af Alþýðubanda- laginu, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum í sam- einingu hlaut 956 atkvæði og 5 menn kjörna. ísafjörður: Á kjörskrá voru 1413, atkvæði greiddu 1253 eða 88.8%. D-listi Sjálfstæðisfl. 574 atkv. og 4 menn kjörna. H-listi, listi Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarfl. 636 atkv. og 5 menn kjöma. Auðir og ógildir seðlar voru 43. í bæjarstjórnarkosningunum 1958 voru 1475 manns á kjör- skrá á ísafirði. 1362 greiddu at- kvæði eða 92.3%. Kjörnir voru 9 fulltrúar. Sjálfstæðisflokkur- inn hlaut 635 atkv. og 4 menn kjörna, og listi borinn fram af Alþýðubandalaginu, Alþýðufl. og Framsóknarfl. í sameiningu hlaut 699 atkvæði og 5 menn kjörna. Akureyri: Á kjörskrá voru 5016 — atkv. greiddu 4212 eða 84%. A-listi Alþýðufl. hlaut 505 atkv. og 1 mann kjörinn. B-Iisti Framsóknarfl. hlaut 1285 atkv. og 4 menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisfl. hlaut 1424 atkv. og 4 menn kjöma. G-listi Alþýðubandalagsins hlaut 932 atkv. og 2 menn ltjörna. Auðir seðlar voru 43 og ógildir 23. í bæjarstjórnarkosningunum 1958 var 4701 maður á kjörskrá á Akureyri, 4012 greiddu atkv. eða 85.3%. Kjörnir voru 11 full- trúar. Alþýðubandalagið hlaut 797 atkv. og 2 menn kjörna, Al- þýðufl. 556 atkv. og 1 mann kjörinn, Framsóknarf1.980 atkv. og 3 menn kjörna og Sjálfstæð- ismlokkurinn 1631 atkv. og 5 menn kjörna. Sauðárkrókur: Á kjörskrá voru 700, atkvæði greiddu 659 eða 94.1%. B-listi Framsóknarfl. hlaut 113 atkv. og einn mann kjörinn. D-listi Sjálfstæðisfl. hlaut 306 atkv. og 4 menn kjörna. I-Iisti Alþýðufl., Alþýðumanda- lagsins og Frjálslyndra kjós- enda hlaut 229 atkvæði og 2 menn kjörna. Auðir seðlar voru 8 og 3 ó- gildir. í bæjarstjórnarkosningunum 1958 voru 636 manns á kjörskrá á Sauðárkróki, 593 greiddu at- kvæði eða 93.2%. Kjörnir v.oru 7 fulltrúar. Alþýðuflokkurinn hlaut 45 atkv. og engan mann kjörinn, Framsóknarfl. 116 at- kvæði og 1 mann kjörinn, Sjálf- stæðisfl. 280 atkv. og 4 menn kjörna, og sameiginlegur listi Alþýðubandalagsins, Alþýðufl. og Frjálslyndra hlaut 149 atkv. og 2 menn kjörna. Siglufjörður: Á kjörskrá voru 1395 — 1237 kusu eða 88.7%. A-listi Alþýðuflokkur 273 atkv. og 2 menn kjöma. B-listi Framsóknarfl. 233 atkv. og 2 menn kjörna. D-Iisti Sjálfstæðisfl. 392 atkv. og 3 menn kjörna. G-listi Alþýðubandalagið 325 at- kvæði og 2-inenn kjöma. 14 seðlar auðir. 1 bæjarstjórnarkosningunum 1958 voru 1521 maður á kjör- skrá á Siglufirði. 1339 greiddu atkv. eða 88%. Kjörnir voru 9 fulltrúar. — Alþýðubandalagið hlaut 418 atkvæði og 3 menn kjörna, Alþýðufl. 293 atkv. og 2 menn kjörna, Framsóknarfl. 227 atkvæði og 1 mann kjörinn og Sjálfstæðisfl. 389 atkvæði og 3 menn kjörna. Ólafsfjörður: Á kjörskrá voru 522, atkvæði greiddu 480 eða 93.8%. A-listi Alþýðufl. 48 atkvæði og engan mann kjörinn. D-listi Sjálfstæðisfl. 228 atkv. og 4 menn kjörna. H-listi vinstri manna, 194 atkv. og 3 menn kjörna. Auðir seðlar voru 5 og ógildir 5. í bæjarstjórnarkosningunum 1958 voru 498 manns á kjör- skrá í Ólafsfirði, 440 greiddu at- kvæði eða 88.4%. Kjörnir voru 7 fulltrúar. Sjálfstæðisflokkur- inn hlaut 243 atkv. og 4 menn kjörna, og sameiginlegur listi vinstri manna, Alþýðubanda- lagsins, Alþýðufl. og Framsókn- arfl. hlaut 186 atkv. og 3 menn kjörna. Húsavík: Á Húsavík voru 828 manns á kjörskrá, 727 kusu eða 88%. A-listi Aiþýðuflokksins hlaut 151 atkv. og 2 menn kjöma. B-listi Framsóknarfl. lilaut 241 atkv. og 3 menn kjöma. D-Iisti Sjálfstæðisfl. 123 atkv. og 1 mann kosinn. G-listi Alþýðubandal. 203 atkv. og 3 menn kjöma. í bæjarstjórnarkosningunum 1958 voru 788manns á kjörskrá, 670 greiddu atkvæði eða 85%. Kjörnir voru 7 fulltrúar. Alþ,- bandalagið hlaut 177 atkv. og 2 menn kjörna, Alþýðufl. 169 at- kv. og 2 menn kjörna, Fram- sóknarfl. 194 atkv. og2 menn kjörna og Sjálfstæðisfl. 122 at- kvæði og 1 mann kjörinn. Seyðisfjörður: Á kjörskrá voru 416, aíkvæði greiddu 373 eða 89.7%. A-listi Aiþýðufl. hlaut 68 atkv. og 2 menn kjörna. B-Iisti Framsóknarfl. 68 atkv. og einn mann kjörinn, hlut- kesti réð milli þessara flokka. D-Iisti Sjálfstæðisfl. hlaut 106 atkv. og 3 menn kjörna. G-listi Alþýðubandal. hlaut 47 atkv. og 1 kjörinn. H-Iisti vinstri menn hlaut 75 at- kvæði og tvo kjörna. 9 seðlar auðir. í bæjarstjórnarkosningunum 1958 voru 413 manns á kjörskrá á Seyðisfirði, 384 greiddu atkv. eða 93% bæjarbúa. — Kjörnir voru 9 fulltrúar. Alþýðubanda- lagið hlaut 45 atkv. og 1 mann kjörinn, Sjálfstæðisfl. 124 atkv. og 3 menn kjörna, og sameigin- legur listi Alþýðuflokksins og Fi'amsóknarflokksins 201 atkv. og 5 menn kjörna. N eskaupstaður: Á kjörskrá voru 791, atkvæði greiddu 740 eða 93.6%. A-listi Alþýðufl. hlaut 71 atkv. og 1 mann kjörinn. B-listi Framsóknarfl. hlaut 176 atkv. og 2 menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisfl. hlaut 112 atkv. og 1 mann kjörinn. G-listi Alþýðubandal. hlaut 384 atkv. og 5 menn kjörna. 16 seðlar voru auðir, 1 ógildur. í bæjarstjórnarkosningunum 1958 voru 747 manns á kjörskrá í Neskaupstað, 688 greiddu at- kvæði eða 92.1% bæjarbúa. — Kjörnir voru 9 fulltrúar. Al- þýðubandalagið hlaut 356 atkv. og 5 menn kjörna, Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn fengu 205 atkv. og 3 menn kjörna og Sjálfstæðisfl. 110 at- kvæði og 1 mann kjörinn. Vestmannaeyjar: Á kjörskrá voru 2541, atkvaeði greiddu 2227 eða 87.6%. A-listi Alþýðufl. 270 atkv. og 1 mann kjörinn. B-listi Framsóknarfl. 410 atkv. og 1 mann kjörinn. D-Iisti Sjálfstæðisfl. 1026 aíkv. og 5 memi kjörna. (Framhald á 2. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.