Dagur - 23.06.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 23.06.1962, Blaðsíða 4
4 5 VIRKJUN DETTIFOSS A KJÖRDÆMISÞINGINU á Laugum ræddi Gísli Guðmundsson, alþingismað- ur, um Jökulsárvirkjunina o. £1., og sagði þá meðal annars: Við Framsóknarmenn í þessu kjör- dæmi höfum tekið upp þá kröfu, að næsta stórvirkjun yrði gerð við Jökulsá á Fjöllum, og nú er svo að sjá, að allir þingmenn kjördæmisins vilji, a. m. k. í bili, taka undir þá kröfu með okkur. — Virkjun og bygging iðjuvers myndi taka nokkur ár. En undir eins og hún væri ákveðin, myndi hún hafa sín áhrif. Við vitum ekki, hvort þetta tekst. En við vit- um, að ef það tekst ekki og byrjað verð- ur á stórvirkjun syðra, eykst enn fólks- straumurinn suður. Krafa okkar er rétti- lega fram borin fyrir þessa ástæðu eina. En ef við vinnum mál þetta, myndu á- reiðanlega margir Norðlendingar syðra, sem ekki eru búnir að festa rætur þar, flytja hingað norður aftur. En við megum ekki blína á það eitt í norðlenzkum atvinnumálum, að hér komi stórvirkjun. Virkjunin sjálf, ef til kemur, mun veita orku og vaxtarmætti inn í fleiri atvinnugreinar en stóriðnað. Sú orka ætti að geta orðið meiri og ódýrari en hægt er að fá á annan hátt, og það skiptir máli. Við þurfum að auka land- búnað, sjávarútveg, ýmiss konar iðnað hér í kjördæminu og megum ekki van- rækja þetta, þótt stórvirkjun yrði raun- veruleiki. Við megum ekki við því, framsækin þjóð í lítt numdu landi, að óttast já- kvæða stefnu á neinu sviði í atvinnu- lífi okkar og munum heldur ekki gera það. En við eigum ekki að lúta blindu lögmáli hinnar frjálsu samkeppni, hvort sem það er um vinnuafl eða annað, sem þarf til þeirra hluta, sem gera skal, og ekki ganga upp í oftrú á allsherjarmál kína-lífs-elexírs eins og gengisskráningar og bankapólitíkur til lausnar öllum vanda í efnahagsmálum. Við eigum að hafa samtryggingu milli atvinnuvega vorra, þeirra, sem lífvænlegir eru og okkur henta — samtryggingu, sem m. a. skipuleggur nauðsynlega dreifingu starfskrafta á hverjum tíma. Sú sam- trygging er eitt af skilyrðunum til þess, að hægt sé að vernda og efla jafnvægið í byggð landsins. Fyrstu stóru árgangarnir af unga fólk- inu, sem fæddist um það leyti, sem fjölg- un þjóðarinnar komst í núverandi horf, eða 2%, eru að koma á vinnumarkaðinn, og þessir stóru árgangar fara sífellt stækkandi. Ný atvinnulífsmiðstöð myndi ekki aðeins kalla eftir öllum vinnandi höndum hér um slóðir, heldur líka draga til sín fólk úr öðrum landshlutum. Þetta gerist hvort sem fyrsta stórvirkjunin verður fyrir norðan eða sunnan. Stór- virkjun kynni að draga til sín fólk, einn- ig frá atvinnuvegkunum um of. En betra er það en að missa fólkið og starfskrafta þess suður, vegna stórvirkjunar við Þjórsá. Hér kemur það á móti, að aukin orka skapar skilyrði til vinnslu sjávar- afurða, iðnaðar og hvers kyns framfara, og þéttbýlismiðstöðvar kalla á auknar landbúnaðarafurðir og skapar því land- búnaðinum vaxtarskilyrði. Við vitum hvar á landinu bændur fá hæst verð fyr- ir landbúnaðarafurðir. Það er í nágrenni Reykjavíkur, Akureyrar og fleiri kaup- staða. Baráttan fyrir vexti Iandbúnaðar- ins mun aldrei byggjast á því, að standa gegn framför og vexti annarra nytsam- legra og gjaldeyrisaukandi atvinnuvega. N,______________________________________ MORGUNROÐI NÝS DAGS OpiS bréf til vinar mins ÓLAFSTRYGGVASONAR dulspekings aé Hamraborg. T^RUNGNIR manndóms grósku-gróðri geislar kærleiks bjartir streyma, blíðir eins og blær á vori bera kveðju æðri heima. Vormorguns vinur, vitur og merkur, drengur að íþróttum, dulrænn og sterkur. Eins og ylgeislum sólar umvefst jörðin græn, löngum læknar þú þjáða með lífskrafti og bæn. Nótt sem nýtan dag eflir dug og dáð með tállausri trú. Finnur falin ráð. þerrar trega-tár, græðir sálræn sár. Fram að náttlausri strönd stefnir ævisúð sterk, meðan hugur og hönd drýgja drengskapar verk. Hjarta þíns lieimur er hreinn og tær eins og háfjallalindin og himins blær. En lindirnar safnast í líðandi straum og mynda loks elfunnar ægi-flaum. Þannig er lífi þrungið og sál þitt kærleiks göfgaða guðheims-mál. /^ÆFU þína og giftu áttu að þakka verk- v um þínum. Eins og mennirnir sá, munu þeir upp skera. í kærleika hefur þú sáð og upp skorið blessun og þökk. Ungur varstu að árum, er þú sóttir rétt til handa smælingjum og réttir hlut þeirra. Enda lagðir þú þér ríkt á hjarta hugsun Meistarans mikla frá Nazaret: Það, sem þér gjörið einum af mínum minnstu bræðrum, það hafið þér mér gjört. Vart munu fegurri orð töluð hafa verið á þess- ari jörð. Eg hefi oft hugsað um það, hvort þrjú löngu liðin íslenzk listaskáld, þeir snill- ingarnir Jónas, Kristján og Þorsteinn, hefðu getað orðað það fagurlegar á ljóð- listarmálinu, íslenzkunni. Það er enginn vegsauki í augum heims- ins, að rétta hlut smælingjanna. Enda Prentun og lestur bókar hans, Huglækninga, er tilefni þess. Ólaíur Tryggvason fórstu eigi varhluta af lítilsvirðingu — og jafnvel hatri. Blessaður Meistarinn mikli fór eigi held- ur varhluta af lítilsvirðingu, er hann stóð einn uppi og yfirgefinn og enginn þorði að kannast við hann. En þú bliknaðir eigi, þú hræddist eigi almenningsálitið, og þú lézt eigi lieldur hræða þig frá takmarki þínu. Þú stendur enn sem hetja, óbugaður á sál og líkama. Sjálfur hlauztu þá náð frá almáttugum og blessuðum höndum Meistarans mikla, að öðlast fullkomna lækningu af einum allra váveiflegasta og illvígasta sjúkdómi, er þá hrjáði mannkynið, Hvíta dauða. Og sjálfur gekk Hann á undan þér sem leið- arljós, er þú fórst ramvilltur um víðáttu- auðnir og vegleysur þingeyskra öræfa, í blindbyl og svartasta náttmyrkri. Og enn þá var þér veitt sú náð að fá að líta Meistarann sjálfan og að sjá geislana af sporum hans. Vissulega stöfuðu geislar af sporum lians og verkum, þótt óskyggn augu samtíðar hans sæju þá eigi. Hann gekk á vatninu. Hann liastaði á vind og sjó. Hann læknaði sjúka, og líkþráa hreins- aði liann. Frá guðdómlegum krafti hans og almættisorði fengu blindir sýn, og dauðinn sjálfur varð að hörfa, er dánir upp risu. Síðan korna þessir svonefndu „vísinda“- og „fræði“-menn, er segja, að hann hafi að- eins verið maður, svona ósköp venjulegur meistari og mannkynsfræðari. Honum er skipað á sama bekk og venjulegum „vitr- ingum“ og „Vígðum meisturum"! Hon- um, sem er einkasonur Guðs, íklæddur mannlegu holdi. ALAFUR minn! Enn þann dag í dag eimir eftir af þeirri ómenningu og kjarkleysi, — þeim draug, sem þú glímdir við í æsku og felldir með frækinni, íslenzkri glímu. Fólk er til enn, sem hrætt er við sinn minnsta bróður, skammast sín fyrir hann, þorir eigi að kannast við hann. Lítilsvirðingin, náköld og bitur, kemur svo ofan á allt hitt og smýgur inn að innstu hjartarótum. Hafir þú mætt slíkri reynslu, hefur þú umborið hana með þolinmæði, samboð- inni sannkristnu fólki, sem kærleikurinn gefur að fyrirgefa allt, umbera allt. Svo langt hefi< ég eigi náð enn, þó að kristinn vilji ég vera. Vísvitandi lítilsvirð- ing, sem mér er sýnd, vekur mína víkings- lund að vörmu spori. Gríp ég þá hjör minn, gerðan úr stáli íslenzkrar ferskeytlu. En eigi máttu ætla, að sverði mínu bregði ég að óhugsuðu máli. Því fer víðs fjarri. Ég talaði í einrúmi við Alföðurinn milda og spurði hann í hreinskilni, hvort það væru í raun og veru engin takmörk fyrir því, hvað mætti sýna minnstu bræðr- um sonar hans mikla lítilsvirðingu, án þess að þeir mættu bera hönd fyrir höfuð sér. Þá var sem mér gæfi sýn, og ég sæi hann í anda mikilúðlegan, mildan og bjartan. En áður en hann svaraði um- kvörtun minni, datt vísa í huga mér. Og þegar hún var fullgerð, þótti mér hann, Alfaðirinn góði, brosa til mín og hverfa. Vísan var þannig: Mig ei skreytir glæsiglysið, gull né dýru kveðjurnar, enda fer ég æ á mis við „æðri“-manna kveðjurnar. Eigi veit ég, hvað Sæmundur vinur minn, hinn fróði að Sjónarhæð, segir um þessa siðfræði mína. Víst er um það, að hún stingur mjög í stiif við andann í sálm- unum hans, sem eru vægast sagt innblásn- ir krafti guðdómlegs Anda. Ég veit það, vinur minn, að þú triiir mér. En ég ætla nú sanlt að sanna mál mitt. í „Hlín“, Halldóru Bjarnadóttur, 24. ár- gangi 1961, blaðsíðu 140, er sálmurinn: „Drottinn, hjálpræði mitt“, eftir Sæmund. „Hlín“ prentaði ég nákvæmlega á sama hátt og bókina þína. Hvernig þá? munt þú spyrja. Þannig, að hlýjar, mjúkar hend- ur ungrar rneyjar veittu þar aðstoð, er þær léku um hverja örk eins og í bókinni þinni. Ef svo væri eigi, gætu manni fatast listatökin. Ég hefði talið, að Sálmabók íslenzkrar þjóðkirkju auðgaðist, ef sálmar eftir Sæ- mund stæðu þar hlið við hlið sálmum nafnanna, Valdimars Briem og Valdimars V. Snævars. Ég gat þess áður, að ég mundi sanna mál mitt. Vil ég því tilfæra hér tvö fyrstu versin og hið síðasta úr Nýárskveðju Sæmundar 1962: Hann kom í heiminn og kom að líkna, hann kom að reisa hinn fallna mann. Hann kom að bjarga, hinn seka að sýkna, að sækja týnda, sem enginn fann. Að lyfta kom hann, ei lægja og troða liið lága niður, sem enginn sér. Hann kom að fræða og kærleik boða, hann kom að sýna, hvað náðin er. Að höndla Jesúm er hnossið mesta, sem hugur mannsins um eilífð nær. Að eiga Jesúm sem ástvin bezta er æðsta sæla, er hjartað fær. Mun eigi þjóðin öll eiga Sæmundi skuld að gjalda, er hann með bæn og kristilegu starfi hefur unnið að andlegri heill henn- ar? Og enginn veit það beíur en þú, hve bænin er áhrifarík og máttug, svo oft hef- ur þú verið bænheyrður. T?N nú skal ég, vinur minn, lofa þér að ^ heyra, hvernig vísurnar verða, er mað- ur á að mæta blíðu, mildi og kærleiksríku, kristilegu hugarþeli: Ljómi sólar ljúfur skín, laðar jarðlíf allt til sín. Þannig hugsa ég heitt til þín, hjartans kæra vina mín. Nú segir Helgi, vinur minn Valtýsson, skáld og rithöfundur, að til séu bæði góð- ir og vondir andar. En um það get ég full- vissað þig, að vísurnar eru af einum og sama Anda, góðum Anda, sem eigi þolir neitt misrétti í garð hins minnsta bróður. Ef mannkynið allt væri sannkristið, liði engum illa vegna fátæktar, af því að þá mundu hinir auðugu miðla hinurn fátæku af gnóttum sínum og gæðum öllum. Kúg- un og þrældómur og fangabúðir þekktust þá eigi. Styrjaldir, stærsta böl mannkyns- ins, væru þá aldrei háðar. Réttlæti og kær- leikur mundu þá ríkja og ráða í samskipt- um manna um jörðina alla. 1/TNUR minn, senn er nú mínu máli lokið. Ég bið engrar afsökunar á bréf- inu. Það er nákvæmlega eins og mér var því í brjóst blásið. Og mun eigi sá innblást- vir hafa átt sín upptök hjá þeim Anda, er vakir yfir öllu lífi og réttlæti hér á jörð? Allar þínar lieimsóknir þakka ég þér, hlýjuna alla, sem þú hefur sýnt öllum á heimili mínu. Þar ertu sannur aufúsu- gestur og kærkominn. Þá er það önnur lieimsókn, sem ég fæ. Gizkar þú á, hver hún er? Þegar ég er einn og yfirgefinn, kemur Meistarinn mikli oft til mín. Ég heyri hann nálgast, og ég finn til nærveru hans: Létt, sem blærinn laufi blaki, ljúf, sem raddir svana kvaki fögur gefst mér friðar stund; Frelsarinn græðir hjartans und. Segðu mér nú, vinur minn. Hvað er þetta? Hugarburður einn eða trú? Eða raunveruleiki? Ung mey gerði að sárum mínum, sem ég hafði hlotið við annir og eril daganna. Þá mælti ég á meðan til hennar eitthvað á þessa leið: Ljós og yl og fögnuð flytur friði þrungin nálægð þín. Höndin blessuð hlýja, mjúka, hún mun græða sárin mín. „Trúin getur líka verið skrýtin eins og sumt annað“, mælti unga stúlkan þá. ÚG bið þess, að þér berist með sólvermd- um vorblænum hjartfólgið þakklæti mitt, — þakklæti fyrir vináttu auðsýndá systur minni. Hún bjó í sömu sveit og þú, þjáðist af sama sjúkdómi, sem hrjáði þig forðum. Þú taldir eigi eftir þér sporin, er þú vitjaðir hennar, til að líkna henni, hugga hana og hughreysta með krafti anda þíns og orða. Þú komst henni meira að segja á fætur um skeið, með lífskrafti þín- um og bæn, sem Meistarinn frá Nazaret hefur trúað þér fyrir. Þú hefir reynzt hinn trúi og dyggi þjónn, sem aldrei hefur brugðizt. Ég leyfi mér að flytja þér kveðju vina þinna nær og fjær. ALAFUR minn, blessaður mundu eftir að senda vinkonu okkar, frú Gunnþór- unni Jónasdóttur, Reykjavík, eitt eintak af bókinni þinni, áritað með eigin hendi. Hún kom, blessunin, í Iieimsókn til mín á síðastliðnu hausti. Hún var þá á suður- leið. Þú veizt, að Gunnþórunn er bæði dulræn og skyggn, hefur miklurn krafti yfir að ráða, og er vitur kona. Guð blessi hana. Þú veizt og kennir, að allir menn eru bræður. Því kveð ég þig svo: Guð blessi þig, ástvini þína, heimili og ævistarf. En við ykkur, lesendur mínir, vil ég segja þetta: Kynnizt Ólafi Tryggvasyni af verkum hans. Sjáið með eigin augum heiðríkj- una í kringum hann, birtuna, sem ílæðir um hann. Finnið kraftinn, sem streymir frá honum. Skoðið mannkærleika og sam- úð hans með smælingjum, er fagurspeglar drenglyndi hans og djörfung, kjark hans og karlmennsku. Þetta er aðalsmerki mannsandans, gæfa og gengi. Ólafur Tryggvason er einn af merkustti og sterkustu mönnum, sem ég liefi kynnzt á vegferð minni hér í heimi. Eins og allir vita, þá er það Kvöldvöku- úígáfan, sem annazt hefur útgáfu „Hug- lækninga“, og á hún allan heiður að vönd- uðum frágangi bókarinnar, ásamt Prent- verki Odds Björnssonar hf., Akureyri. IFIÐ svo öll heil og blessuð, sein línur þessar lesið. JÓN BENEDIKTSSON, prentari. Eimskipafélag r Islands h.f. (Framhald af bls. 8) kvæmdalegs eðlis í starfsemi sinni. Við, sem úti á landsbyggð- inni búum verðum t. d. í vax- andi mæli varir við það að vör- ur, er Eimskip flytur fyrir oss með skipum sínum til Reykja- víkur, liggja þar stundum 1—2 mánuði áður en Eimskip hefur farkost til að senda þessar vör- ur frá sér á áfangastað. Verða menn ýmist að flytja þessarvör- ur með bifreiðum eða jafnvel flugvélum og baka sér mikinn aukakostnað þess vegna. Fljótt á litið mundu þeir, sem aðeins vilja skrifa i óvildartón um Eimskip, slá því föstu, að þetta stafi fyrst og fremst af ó- vild ráðamanna félagsins til landsbyggðarinnar. Hins vegar mun mega fullyrða, að hér er engu slíku til að dreifa. Marg- þættir erfiðleikar við afgreiðslu skipa félagsins í Reykjavíkur- höfn, skortur á vinnuafli við höfnina, takmarkaður húsakost- ur til geymslu innfluttra vara í Reykjavík, og síðast en ekki sízt mun skipakostur félagsins nú of lítill til að mæta þeirri vaxandi flutningaþörf, er félagið þarf að annast. Nú nýlega hefur tekið við stjórn félagsins ungur maður, Óttar Möller, sem lengi hefur starfað í þjónustu þess og er að sjálfsögðu manna færastur um að gera sér grein fyrir erfið- leikum félagsins og vinna að lausn þeirra. Einn þáttur í þessum erfið- leikum er að sjálfsögðu sá, að greiða úr þeirri flækju, sem sending vara til landsbyggðar- innar veldur, eftir að vörur hafa hafnað í Reykjavík. í því sambandi þarf að sjálfsögðu eigi að geta þess að öll slík töf veldur bæði iðnaði og verzlun miklum og tilfinnanlegum ó- þægindum og aukakostnaði. Það hefur verið minnst á það í blaðagrein hér nýlega, hvort eigi gæti komið til mála að gera Akureyri að umskipunarhöfn fyrir Norðurland. Væri óskandi að hinn ungi framkvæmdastjóri Eimskips vildi veita því máli nánari athugun. Að sjálfsögðu er léttara að slá slíkri hugmynd fram en framkvæma hana í ein- stökum atriðum. En orðin eru til allra hluta fyrst og ef hug- myndin er góð, þá ber vissulega að athuga hana. Sá er þetta ritar telur lausn vandamála yfirleitt betur leys- ast á þann hátt, að rætt sé um vandamálin af raunsæi og skiln- ingi fremur en með einhliða hnútukasti og óvildarhug. Við, sem landsbyggðina byggj- um, trúum því og vonum, að framkvæmdastjóri og stjórn Eimskipafélags íslands h.f. hafi fullan hug á að rétta hlut lands- byggðarinnar í því máli, er hér hefur verið bent á, og að öll starfsemi félagsins verði ávallt rekin þann veg að þjóðin öll geti með stolti nefnt Eimskipa- félag íslands h.f. „Óskabarn þjóðarinnar". A. Þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.