Dagur - 04.07.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 04.07.1962, Blaðsíða 8
8 4 Enn uin Jökulsá á Fjöllum SVIPMYHDIR ÚR SÍLDINNI HINN 17. apríl sl. komu alþing- ismenn norðanlands og austan saman á fund í Alþingishúsinu í Reykjavík til þess að ræða um virkjun Jökulsár á Fjöllum. — Fyrir fundinum lá erindi frá fundi Bændafélags Austfirðinga frá 19. febrúar sl., þar sem það er talin „afgerandi nauðsyn fyr- ir fólk í öllum byggðum Norð- ur- og Austurlands, að Jökulsá á Fjöllum verði valin til næstu stórvirkjunar þegar til hennar kemur“, og skorað á alla þing- mertn kjördæmanna á Norður- og Austurlandi að vinna að því, „að skapa órjúfandi sam- stöðu fólksins á þessu svæði til að standa vörð um þetta rétt- lætismál“, m. a. með því að koma á fulltrúafundi sveitarfé- laga á Norður- og Austurlandi. Einnig lá fyrir fundinum álykt- ún bæjarstjórnar Húsavíkur- kaupstaðar um sama efni. . Þingmennirnir urðu sammála um að boða til fulltrúafundar í júní eða júlímánuði, þannig, að til hans yrðu kvaddir allt að 5 fulltrúar frá hverri sýslu- og bæjarfélagi á Norður- og Aust- urlandi, en þau eru 16 talsins, 9 sýslur og 7 kaupstaðir. Til fund- ar þessa hefur nú verið boðað á Akureyri sunnudaginn 8. júlí. Verða sýslunefndir og' bæjar- stjórnir þá búnar að kjósa full- trúa sína. Sjálfsagt mæta á fundinum þeir 20 þingmenn, flestir að minnsta kosti, sem talið er að hér eigi einkum hlut að máli, og því útlit fyrir, að fundurinn geti orðið fjölmenn- ur. Er þess að vænta, að slík samkoma veki athygli, ekki að- eins norðanlands og austan. Auk þess, sem nefnt hefur verið, hafa á árunum 1960-1962 verið gerðar margar fundaálykt- anir um þetta mál, m. a. í sýsl- KAREL PAUKERT MÉR verður oft hugsað til hins stórkostlega orgels Akureyrar- kirkju, og mig langar oft til að vera horfinn norður til að leika á það og njóta gæða þess og hljómfegurðar. Þess væri ósk- andi, að sem flestir organleikar- ar fengju tækifæri til að túlka vei k meistaranna á slíku hljóð- færi, borgarbúum Akureyrar til uppbyggingar og sjálfum sér til gleði og ánægju. Nú vill svo vel til, að tékk- neskur orgelsnillingur, Karel Paukert, ætlar að halda tónleika í Akureyrarkirkju á föstudag- inn 6. þ. m. kl. 9. — Paukert er einnig óbó-leikari, og leikur í Sinfóníuhljómsveit íslands, en orgelið er þó hans aðalhljóð- færi. Paukert er mikill lista- maður, gagnmúsikalskur og mikill kunnáttumaður. Hann mun leika orgelverk eftir tékk- neska meistara, Mozart, César Frank o. fl. Menn ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að hlusta á slíkan snilling leika á hið glæsilega orgel Akureyrar- kirkju. Það verður hátíðleg* stund og minnisstæð. Páll ísólfsson. um, Suður-Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu, og nú í vor birti bæjarráð Akureyrarkaup- staðar yfirlýsingu um málið. — Fjórðungsþing Norðlendinga hefur látið það til sín taka, svo og fleiri almannasamtök, að ó- gleymdum hinum stóra fulltrúa- fundi, sem haldinn var á Húsa- vík sl. ár. — Á sambandsþingi Framsóknarfélaganna í Norður- landskjördæmi eystra hefur Jökulsárvirkjunin verið meðal aðalviðfangsefna og gerðar um ýtarlegar ályktanir. Hinn 22. maí samþykkti Al- þingi einróma tillögu frá þing- mönnum úr Norðurlandskjör- dæmi eystra um, að skora á rík- isstjórnina að „láta hraða gerð fullnaðaráætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum og athugun á hagnýtingu orkunnar til fram- leiðslu á útflutningsvörum og úrræðum til fjáröflunar í því sambandi“. Og um það leyti, sem þingi lauk í vor, munu sömu þing- menn hafa ritað ríkisstjórninni bréf og gengið eftir framkvæmd á þeirri ályktun Alþingis frá ‘61. ÞAÐ er eins og aldrei geti ver- ið gott veður á sunnudögum, norðan nepja, svo gð menn urðu að fara í síðbrók og úlpu til þess að horfa á leikinn milli Akur- eyi'inga og ísfirðinga sl. sunnu- dag. Akureyringar kjósa að leika undan vindinum, framlínan er lífleg'. Á 6. mín. skorar Stein- grímur úr þröngri stöðu og tveim mínútum síðar er mark- spyrna frá Akureyrarmarkinu. Miðvörður ísfirðinga missir knöttinn yfir sig og Steingrím- ur er fljótur að nota tækifærið að bruna inn úr og skora. — Skömmu síðar er sókn að Ak- ureyrarmarkinu. Markvörður- inn, Halldór Kristjánsson, fær kné mótherjans á munninn og liggur óvígur á vellinum, en úr verður horn. Jón Friðriksson, er lék bakvörð, fer í markið, en inn kemur Siguróli. Á 37. mín. fær Steingrímur góða sendingu frá Kára og skallar í mark, 3:0 fyr.ir Akureyri. En Adam var ekki lengi í Paradís. ísfirðingar hefja sókn, fá horn, þvaga myndast við mark Akureyringa, knötturinn hrekkur út að víta- teigi, þar sem miðherji Isfirð- inga er vel staðsettur og spyrn- ir í mark. Strax eftir leikhlé sækja Ak- ureyringar fast og Kári fær sending'u frá Skúla og skorar viðstöðulaust, mjög fallegt mark, og er 10 mín. eru eftir af leik, er Steingrímur enn að verki, veður í gegn og skorar. ísfirðingarriir eru margir mjög fljótir að hlaupa og liprir, þeir réðu meira yfir miðju vall- arins, einkum Björn Helgason, sem varcj til þess að aðeins léku 4 í framlínu. Ég held, að Björn ætti að leika framvörð, en ekki innherja, en skotmenn skortir Enn hefur ekkert komið fram opinberlega frá stjórnarvöldun- um um, að framkvæmd álykt- unar Alþingis sé lokið. Hins vegar hefur verkfræðingur einn í þjónustu raforkumálaskrif- stofunnar birt á ráðstefnu ein- hverra útlendra verkfræðinga ýmsar niðurstöður áætlana, gerðar á þessu sviði. Nú segja sunnanblöð, að í Þjórsárdal sé 100 manna tjaldborg, skipuð rannsóknarliði, er þar vinni, en ekkert heyrist um Jökulsá. Sér- fræðingar syðra keppast við að gera áætlanir um mjög vaxandi almenna raforkuþörf á Suður- landi og þá gert ráð fyrir, að fólksstraumur til Stór-Reykja- víkur haldi áfram eins og verið hefur. Mikill hluti Þjórsárvirkj- unar er þá sagður vera til þess að fullnægja almennri orkuþörf syðra. — Um hugsanlegan raf- magnsskort á Norður- og Aust- urlandi tala þeir lítið sem ekki. En fundur sá, sem 20 alþing- ismenn og 16 sýslur og kaup- staðir standa að, talar væntart- lega svo skýrt, að þeir höfuð- borgarmenn heyri. □ þá alveg. Markvörður þeirra gerði margt laglega þegar á leikinn leið, en virtist vera tölu- vert taugaóstyrkur fyrst. Úthald hafa þeir ekki og gáfust hrein- lega upp síðustu 15 mín. eftir að vinstri framvörður þeirra varð að yfirgefa völlinn, haltur. Akureyrarliðið lék að mörgu leyti vel, einkum framlínan, notuðu þó kantana of lítið. Hlið- arframverðir fylgdu þó sókn- inni ekki nóg eftir. Magnús er ekki á sínum stað sem miðvörð- ur. Sigurður er í framför, er eldfljótur. Það er varla hægt að segja að hann sé dottinn þegar hann er sprottinn á fætur aftur. Ævar lék sinn fyrsta leik með meisturunum. Hann hélt sig of innarlega á vellinum og krækti of mikið fyrir knöttinn þegar hann spyrnti fyrir og lenti knötturinn því oftast fyrir aft- an sóknina. Mér er sagt, að Steingrímur hafi verið reiður út af því, er ég sagði um hann eftir Valsleik- inn (hann hefði verið daufur). En af hverju sem það var, sýndi hann í þessum leik mun meiri snerpu og dugnað en oft áður og ef þessi leikur ætti að fá ein- hver einkunnarorð, mundi ég kalla hánn Steingrímsleik. Mér er sagt, að dómarinn hafi heitið Einar Hjartarson, en hvorki hann né liðin var kynnt í hátalara vallarins, þó að sí- fellt væri verið að grenja ásölu- börn að „koma hérna niður“. En hvert niður? Kannske niður í jörðina!! Er markvörðurinn slasaðist, þurfti að sækja sjúkrabörur í lögreglubílinn, sem stóð uppi í Brekkugötu. Ekkért teppi fyrir- fannst til að breiða yfir hinn slasaða og enginn læknir sást. Er þetta löglegt? Essbé. Akureyringar unnu ísfirðinga 5:1 Frá löndun í Krossanesi Ólafur Magnússon landar fyrsta afla sínum í sumar í Krossanesi, nær fulll'ermi. (Ljósm., E. D.) Hreiðar Valtýsson og Hörður Bjömsson, skipstjóri á Ólafi Magnús- syni, ræðast við um aflahorfur. (Ljósm. E. D.) Súlan kom nær samtímis í Krossanes með 1200. mál. (Ljósm. E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.