Dagur - 14.07.1962, Page 8

Dagur - 14.07.1962, Page 8
8 H \ Ræktunin dregst mjög saman í S.-Þing. Þessi glæsilega 38 farþega bifreið kemur tvisvar í viku frá Raufar- höfn til Akureyrar og hefui afgreiðslu a Ferðaskrifstofunni og ann- ars staðar hjá kaupfélögunum. Eigandi er Kaupfélag Norður-Þing- eyinga, ökumaður Gunnlaugur Indriðason. Hinn nýi bíll er, auk ferðanna til Akureyrar, í förum milli Kópaskers og Raufarhafnar í sambandi við flugferðirnar. (Ljósm. E. D.) Skafti Benediktsson, ráðun. gaf ennfremuv athyglisverðar upplýsingar um kvikfjárrækt- ina. Blaðið talaði við ráðunautinn um stund, er hann var hér á ferðinni í sl. viku og fékk hjá honum veigamestu upplýsing- arnar, sem fram komu í skýrslu hans frá Búnaðarsambands- fundinum. En þær bera með sér miklu minni framkvæmdir en áður. Hve miklar nýræktir gjörðu bændur árið sem leið? Nýræktir voru 173.5 hektarar árið 1961, en voru árið áður 240 ha. Hey- og áburðargeymslur voru samtals 10.298 m:!, en voru 13.487 m:i árið 1960. Súgþurrk- unarkerfi voru sett í hlöður, sem voru með 1675 m2 gólfflöt, en árið áður var sambærileg tala 2548 m'-'. Girðingar voru 24 km., en 42 km. árið áður. Vélgrafnir skurðir voru 60.301 m3, en voru 161.115 m3 árið 1960. Láta mun nærri, miðað við sama stofnkostnað, að þessar framkvæmdir séu einum þriðja minni en árið áður. Lögbýli í S.- Þingeyjarsýslu eru 353 talsins. I Héraðssamkoma j BÚNAÐARSAMBAND Eyja- fjarðar, Bændafélag Eyfirðinga og Ungmennasamband Eyja- fjarðar efna til héraðssamkomu eins og undanfarin ár. Verður samkoman að Laugaborg í Hrafnagilshreppi sunnudaginn 29. þ. m. og hefst kl. 2 e. h. með guðsþjónustu. Að henni lokinni fara fram ræðuhöld, söngur, keppni í knattspyrnu, starfs- íþróttum og fleiru. Að lokum verður dansað. Nánari tilkynning um dagskrá verður birt síðar. □ Höfðingjar í lieimsókn UTANRÍKISRÁÐHERRA Nor- egs, Halvard Lange, sem nú er í opinberri heimsókn hér á landi í boði ríkisstjórnarinnar, mun koma hingað í dag ásamt forseta íslands, herra Ásgeir Ásgeirssyni. Munu þeir ferðast eitthvað um hér norðanlands, en halda suður á bóginn á mánudag, flugleiðis, og verður þeirri ferð hagað á þann veg, að ráðherrann fái sem gleggsta yfirsýn yfir miðhálendi lands- ins og fleiri landshluta, ef veð- ur leyfir. Nautgriparæktin. Helztu niðurstöður í naut- griparæktinni voru þessar, að því er Skapti Benediktsson, ráðunautur, upplýsti: Meðalnyt fullmjólka kúa var á síðasta ári 3485 kg. með 3.96% fitu, eða um 13801 fitueining á kú, sem verð- ur að teljast gott. Kúm fjölgaði um 20% og eru 1220 kýr á sam- bandssvæðinu, sem skýrslur ná yfir. Aðspurður um sérstaklega góð kúakyn, sagði ráðunauturinn, að samkvæmt skýrslunum væru afurðahæstu hóparnir undan (Framhald á bls. 5.) Sauðfjárræktarfélögin. Um sauðfjárræktarfél. sagði Skapti ráðunautur m. a. þetta: Þeir bændur, sem skiluðu skýrslum í sauðfjárl-æktarfélög- unum, voru samtals 122, en skýrslurnar voru yfir nær 3500 ær. Hæsta kjötprósentu hafa: Austri í Mývatnssveit, 41.68%, Vestur-Bárðdælir, 40.68%, Háls- hreppur, 40.25%. Mest er frjósemin í Austra eða 85.3%, næst hjá Mývetning- um (annað sauðfjárræktarfélag) 81.7%, en Bárðdælir vestan ár voru þriðju í röðinni með78.3%. í Austra gáfu tvílemburnar 34.79 kg. af kjöti, en ærnar til jafnaðar 31,56 kg. — í sauðfjár- ræktarfélögunum gáfu tvílemb- urnar frá 9—-13—14 kg. meira kjöt en einlembur. Austri hefur sennilega orðið afurðahæsta sauðfjárræktarfélag landsins í fyrra. Fjögur lægstu félögin hjá okkur höfðu um 9 kg. minna kjöt eftir ána en Austri. Oft berst mikill afli á land í Hrísey og er þá nóg að gera fyrir unga og gamla. Bilið milli stærri og minni búa stækkar mikið Rætl við tvo skagfirzka bændur BLAÐIÐ ræddi um stund við Jón bónda Jónsson á Hofi á Höfðaströnd og spurði frétta úr Jón á Hofi. nágrenni hans. Hann sagði m.a.: Heyskapur byrjaði almennt um viku síðar en í meðalári. og stafaði það af því, hve seint sprettur. Og þurl'kar hafa verið heldur lélegir. Lítið hey er því komið í hlöður ennþá, enda ekki langt síðan byrjað var að slá. Spretta er nú loksins að verða sæmileg, þar sem jörð er ó- skemmd, en víða hefur kalið, sérstaklega út með firðingum beggja vegna. Eins og áður þeg- ar tún skemmast af kali, er það hallalitla landið, sem harðast verður úti, en töluvert af nýrri túnum er á flatlendi, sem þurrk- að hefur verið til ræktunar. Fast að 20 trillum sækja sjó- inn frá Hofsósi. Aflinn hefur verið fremur tregur í vor og sumar. Byggingaframkvæmdir í sveit- unum eru sáralitlar, og er ekki um nýbyggingar að ræða, svo að ég muni. Margt er þó ógert í þessu efni, en bíður þess tíma, að hagur bænda verði betri en hann er nú. Um ræktunarframkvæmdir er það að segja, að þær munu litl- ar í ár, en hafa þó ekki lagzt Gísli í Eyhildarholti. niður. Ræktunarsambandið læt- ur vinna að skurðgreftri á þann hátt, að annað sumarið er skurð- grafan að verki austan Vatna, en hitt árið vestan þeirra. Nú er unnið vestan Vatna. Rúningur er með seinna móti vegna kuldaskemmdanna. Þó var víða búið að taka upp af fé, sem heima við var. Annars er smalað til rúnings um þessa helgi á vissum svæðum, en ann- ars staðar verður það gert um næstu helgi. Gísli Magnússon, bóndi í Ey- hildarholti, sem blaðið hitti líka um helgina, segir, að einnig í sínu nágrenni hafi hey- skapur byrjað venju fremur seint að þessu sinni. Á Sauðár- króki hefur verið reitingsafli í sumar og tvö hraðfrystihúsin hafa verið starfrækt látlaust. (Framhald á bls. 7.) keypt flatningsvél, sem vinnur fljótt og vel. íbúatala eyjarinnar í desem- ber sl. var 282, en nú er fólki að fjölga þar, og eru a. m. k. tvær fjölskyldur að flytja til eyjar- innar. í fyrra var saltað 6 þús. tunn- ur af síld í Hrísey. Þar er fiski- mjölsverksmiðja, sem getur unnið úr feitum fiski ca. 200 mál á sólarhring. AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga varný- lega haldinn og flutti Skapti Benediktsson, ráðunautur í Garði, greinargott erindi um ræktunarframkvæmdir í sýsl- unni, byggingaframkvæmdir, og Meðalstærð túna á lögbýlum sambandssvæðisins var 10.76 ha. Helmingur býlanna var með minni túnastærð en 10 ha. Með sömu þróun í túnauka og varð sl. ár, tekur það 13 ár að rækta þá 558 ha., sem minni túnin vantar til að ná 10 ha. túnstærð- inni. Af þessum tölum er ljóst, að það er fullkomið áhyggju- efni, hve hægt miðar í þessu efni. Bilið milli þeirra býla, sem hafa yfir 10 ha. tún og hinna, sem hafa minni túnstærð, eykst ört. í HRÍSEY fer bátaútgerð mjög vaxandi. Nú alveg nýlega hafa verið keyptir þangað tveir þil- farsbátar frá Skagaströnd, 10 og 11 rúmlestir á stærð, og má vera að einn bátur enn verði keyptur á þessu ári. Auk þess leigja Hríseyingar 10 tonna bát frá Flatey. í Slippstöðinni á Ak- ureyri er verið að byrja á 20 rúmlesta bát fyrir Hríseyinga. Netaveiði var fremur rýr í vor, eins og víðar, og hefur mest aflazt á handfæri, en tveir bátar reru með línu. Seint í maí var búið að leggja þar á land nálega 820 tonn af fiski, þar af ca. 300 tonn af Snæfelli, en Hríseyjarbátar lögðu í vor nokkuð af fiski í land á Húsa- vík og Ólafsfirði. í fyrra var frystihúsið stækk- að þannig, að bætt var við fisk- móttöku plássi, og í vor var

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.