Dagur - 22.08.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 22.08.1962, Blaðsíða 5
4 5 r.................................................. 1 AÐRIR NJÓTA ÁVAXTANNA ÞEGAR litið er yfir héruð landsins og glæsilegar framfarir síðustu áratuga, verður þess þó vart, að einstaka bóndi hefur „dagað uppi“ eða ekki fylgt fjöld- anum á hinu öra framfaraskeiði. Hjá þeim bændum eru lítil tún, lélegar bygg- ingar og afrakstur búanna lítill. Ef heild- arsvipurinn í búskap íslenzkrar bænda- stéttar bæri þessi kyrrstöðumerki, væri bæði kjötskortur og mjólkurskortur í landinu i stórum stíl, en inn þyrfti að flytja landbúnaðarvörur fyrir hundruð milljóna króna frá öðrum löndum. Síðan núverandi ríkisstjóm tók við völdum, hefur stefna hins opinbera í landbúnaðarmálum verið sveigð inn á stefnu kyrrstöðunnar og ört minnkandi framfara. Svo er að sjá, sem ríkisstjóm- in ætli bændastéttinni að „daga uppi“. Kenning íhaldsins um nauðsyn þess að fækka bændum landsins um helming, var ekki út í bláinn, þótt fáir tækju hana alvarlega þegar hún kom fyrst fram. — Síðan íhaldið hlaut valdaaðstöðu í ís- lenzkum stjórnmálum og liin nýja efna- hagsstefna var upp tekin, hefur verið svo að bændum kreppt, að jafnvel flokks- bundnir og einlægir íhaldsbændur ganga nú fram fyrir skjöldu til að mótmæla á- rásum ríkisstjómarinnar á bændastéttina og hóta sölustöðvun, ef ekki verður úr bætt. Morgunblaðið hrekkur upp með andfælum, þegar franmii fyrir því blasa skeleggar samþykktir öflugra bændasam- taka í lieilum landshlutum, samanber Laugafundinn. Þá prentar það stórar fyr- irsagnir eins og þessar: „Sjálfstæðismenn munu vinna áfram að uppbyggingu land- búnaðarins.“ Bændur landsins vilja allt annað frem- ur en áframhald þessarar uppbyggingar- stefnu íhaldsins og afþakka hana cinarð- lega. Þeir óskuðu ekki eftir 1700 króna ársskatti á hvert býli. Ekki voru þving- unarlög og óáfrýjanlegur dómur um verðlag landbúnaðarvara sett þeim í hag eða að þeirra ósk. Ekki báðu bændur um, að verð landbúnaðarvéla hækkaði um nálega helming á sama tíma og mjólk og kjöt hækkaði aðeins lítilsháttar. Þau haf- ast illa við, sárin, sem bændastéttin hef- ur lilotið af opinbemm aðgerðum „við- reisnarstjórnarinnar‘'. Stórar fyrirsagnir um, að Sjálfstæðismenn „muni vinna á- fram að uppbyggingu landbúnaðarins" er ósvífin hótun af hendi stærsta stjóm- arblaðsins, en engin sárabót. Athyglisvert er það, að síðan 1950 hafa bændur landsins aukið framleiðslu kjöts og mjólkur um meira en helming, án þess þeim hafi fjölgað. En þessi framleiðslu- aukning hefur nálega ekkert aukið tekj- ur bænda, vegna þess hve búvöruverð hefur lítið hækkað. Ágóðinn af hinni gíf- urlegu framleiðsluaukningu, sem er hreint þrekvirki heillrar stéttar, hefur runnið í vasa neytenda. Neytendumir hafa notið Iandbúnaðarframkvæmdanna fyrst og fremst, en bændur ekki. Laun bænda em háð gerðardómi og eru miðuð við kaup verkamanna. Bændur væru vel stæðir nú, ef þeir hefðu sjálfir notið á- vaxtanna af þeim verklegu dáðum, sem þeir hafa drýgt. En þegar að ofan á þetta bætast nýjar álögu? af hendi hins opin- bera, er hinni seinþreyttu bændastétt nóg boðið. Hún mun seint viðurkenna nauð- syn helmingsfækkunar eða að það sé þjóðfélagsþörf á að hún „dagi uppi". V--------------------------------^ «Miiilllll•lliiiniiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiim»111111111111 niiillllll■lllllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiii;iMiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiia«: n« I Línan að sunnan I AKUREYRARBÆR „á eitt hið fegursta bæjarstæði, þótt víða sé leitað“ - Óli Bjarnason Grímsey sexiugur ÞANN 29. ágúst næstkomandi er Oli Bjarnason, útvegsbóndi á Sveinsstöðum í Grímsey, sex- tugur. Óli er fæddur á Steindyrum í Suður-Þingeyjarsýslu 29. ágúst 1902 og sonur hjónanna Bjarna Gunnarssonar, sjómanns, og Ingu Jóhannesdóttur, sem þá bjuggu þar. Hann missti föður sinn fimm ára gamall. Giftist Inga aftur. Seinni maður henn- ar var Guðlaugur Óli Hjálmars- son. Hann lézt 2. nóv. 1955. Óli Bjarnason ólst upp á Steindyrum til fjögurra ára ald- urs, en þá flutti hann út í „Fjörðu" og var þar í sjö ár. En þá flutti hann með móður sinni og stjúpföður til Grímseyjar. Fyrst áttu þau heima á Básum í 15 ár. Er það nyrzti bærinn á eyjunni, og nokkru utar en að- albyggðin í Sandvíkinni. Þann 5. nóv. 1927 kvæntist Óli Elínu Þóru Sigurbjörnsdótt- •ur á Sveinsstöðum Sæmunds- sonar. Hófu þau búskap þar og búa þar miklu myndarbúi. Þau eiga 7 börn og það yngsta er Þórleifur átta ára gamall. Óli sonur þeirra býr í Sveintúni, sem er rétt við Sveinsstaði og er hann kvæntur Halldóru Traustadóttur. Óli Bjarnason hefur áttheima í Grímsey nærri hálfa öld, og hann á sinn þátt í lífi og sögu eyjarinnar á þessu tímabili. — Það er saga um harða lífsbar- áttu og stóra sigra. Sjósókn hef- ur verið aðalstarf hans frá því fyrsta. Hér áður var róið á ára- bátum, og þá tíma Þekkir Óli vel. Og marga ferðina reri hann í land. Hreysti, áræði og trúar- þrek þurfti til þess að ganga í gegn um það, sem beið sjó- mannsins á hinum litlu opnu fleytum á hafi úti. En allt það á Óli í ríkum mæli. í fleiri áratugi var hann sig- maður og sótti egg og fugl nið- ur í björgin á hverju sumri. — Hann er kunnugur björgunum, og mönnum er það í fersku minni, þegar hann og Óli sonur hans fóru niður bjargið festar- lausir í náttmyrkri til þess að bjarga skipverjum af Bergfossi, sem strandað hafði hjá Flata- skeri austan við eyjuna. Sá, sem kemur að þverhnítpu bjarginu og sér hvar þeir fóru, á ekki orð til að lýsa undrun sinni. Og sá, sem fylgist með lífi íbúanna kemst að raun um, að það er ekkert einstakt þetta, að taka á- hættunni. Mér verður ávallt minnisstætt samstarf okkar í Miðgarða- kirkju. Áður en núverandi org- . anisti, frú Ragnhildur Einars- dóttir á Básum, tok við organ- istastarfinu var það í höndum Óla. Þegar ég flutti fyrstu guðs- þjónustur mínar var hann við orgelið. Hann hefur yndi af hljóðfæraleik og söng og er hann hætti organistastörfum söng hann í kirkjukórnum. Um liðsinni hans munar mikið bæði í söngstarfinu og kirkjulífinu yfirleitt. Óli er mikil hamhleypa til allrar vinnu og er hinn mesti vaskleikamaður, og það er þá erfitt að sækja björg í bú, hvort heldur er á sjó eða landi, ef hann getur það ekki. Glaður er hann í hópi vina, og gaman að blanda geði við hann. Hann á ríka frásagnar- gáfu og kann vel að segja frá. Gæfan hefur brosað við honum. Ekki sízt veit ég að hann minn- ist þess á tímamötunum, þegar hann hugsar um heimilið sitt, eiginkonuna og börnin. — Úr mannraunum á láði og legi var gott að koma heim að Sveins- stöðum. Heimili hans einkenn- ist af gestrisni og kærleika. Vil ég nú mega þakka fyrir margvíslegan vináttuvott og hlýhug, sem mér hefur þar jafn- an mætt, um leið og ég færi af- mælisbarninu heilla- og ham- ingjuóskir. Pétur Sigurgeirsson. Freðsíldin selst vel ÞAÐ, sem af er þessu ári hefur sala hraðfrystrar síldar verið mikil miðað við fyrirfarandi ár. Frá haustvertíð 1961 ogtilþessa er salan 19.310 tonn. Til saman- burðar er árssalan 1960 7.248 tonn og allt árið 1961 14.456. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur selt þessa síld til Rúss- lands, Vestur-Þýzkalands, A,- Þýzkalands, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Póllands, Englands og Ameríku. Rússar hafa keypt mest af þessari vöru. Q •rrrrrr-*. I. Glöggt er gests auga. í HLÝJUM og drengilegum kveðjuorðum sínum í útvarps- viðtali um síðastliðin mánaða- mót drap danski íslandsvinur- inn, Bent Kock ritstjóri, á ferð sína til Norðurlands og komst þá m. a. þannig að orði, að Ak- ureyri ætti eitt hið fegursta bæjarstæði, þótt víða væri leit- að (í allri Evrópu, minnir mig helzt að hann segði!). Þessi ummæli vöktu athygli mína, þareð ég hafði einmitt Akureyri í huga um þær mund- ir í tilefni af aldarafmæli bæjar- ins innan skamms. Glöggt er gests auga! Og þetta er óefað rétt og skarplega at- hugað hjá útlendingi á hraðri ferð. Sannleikurinn mun sá, að frá náttúrunnar hendi hefur Ak- ureyri óvenju mikil skilyrði og fjölbreytt til að verða glæsileg borg, er framí sækir, svo fremi sem íbúar bæjarins og forráða- menn grípi ekki fram í fyrir heil brigðum vexti borgarinnar og hagkvæmu skipulagi. II. Svipast um. Það væri viðsjárverð ástríða að fara um of að dæmi höfuð- borgarinnar að þenja sig út um holt og hæðir, mýrar og móa, víkur og voga — um skör fram, og eins hitt að „príla" 8—10 hæða byggingum uppá holt og hæðir, til stórspjalla á samræmi og heildarsvip borgar eða borg- arhluta! Á Akureyri er ólíkt hægra um vik. Hér er gróið graslendi á alla vegu landmegin, svo að bærinn vex blátt áfram eðlilega út í sveitina, og hefur gert það allhratt tvo síðustu áratugina. Enda eru mýrarnar vestan við bæinn ofanverðan grónar og greiðfærar ,en þó helzt til „of mjúkar undir fæti!" Og nú hefur grænt og gróið Glerár-hverfi bætzt við. Því auðvitað er þar ekki þörp fram- ar, er það hefur gerzt hluti bæj- arins (hverfi)! Og óefað mun það draga til sín í náinni fram- tíð drjúgan hluta íbúðarhúsa iðnaðarmanna og starfsfólks í verksmiðjum bæjarins,sem eðli- lega munu eiga vettvang sinn framvegis niður með Glerá. Þá mun byggðin vaxa hrað- fari út á við í áttina til Krossa- ness. Og áður en varir, rennur Glerá um miðja borg! Vonandi verður henni þá sá sómi sýndur sem hún á fyllilega skilið, — önnur eins bæjarprýði og hún gæti verið! Hér er sjón sögu ríkari, að bærinn vex hraðfari „út í sveit- ina“. — En á hinn bóginn vex sveitin einnig „inní bæinn"! — Leirurnar stækka áberandi með hverju misseri. Þær nema ekki staðar við Frímanns-garð nema um hríð, heldur lyfta sér yfir hann og halda áfram. Og um næstu aldamót Akureyrarborg- ar verða óefað grænar grundir langt áleiðis út á marbakka. Þar verða þá víðir vellir, þurrkaðir og ræktaðir, — og ef til vill byggðir að einhverju leyti. — Sennilega verða þeir þá taldir græn og gróin gjöf frá öllum innsveitum sýslunnar til glæsi- legrar höfuðborgar sinnar við bjarta og blikandi strauma lands og sjávar! III. Ur vöndu að ráða. Iðnaðarhverfin norðan Glerár hefðu átt að vera — og eiga að verða til fyrirmyndar í fram- tíðinni! — En nú er þar örðugt um vik sökum algers skipulags- leysis í fyrrverandi Glerár- þorpi. „Nýmæli" breytinga, — þar sem þeim verður við kom- ið, — og í nýbyggingum, við- auka á hagkvæmum svæðum og skipulagshæfum ættu að vera eitthvað í þessa átt: Nýjar götur beinar og breið- ar, um grónar lendur, með snotrum einbýlis- eða tvíbýlis- húsum á sem ríflegustum lóð- um, nægilega stórum til garð- ræktar: blóma, runna, trjáa og grasbala. Þetta gætu orðið fög- ur og skemmtileg hverfi, áþekk alþýðuhverfum í sumum meðal- stórum iðnaðarborgum á Bret- landi, og einnig í sumum smærri borgum á Norðurlöndum. Hér er ákjósanlegt landrými til slíkra framkvæmda, sé það at- hugað í tæka tíð og skipulagt með nánustu framtíð fyrir aug- um! Þessa afmælisgjöf til borgar sinnar ætti bæjarstjórn Akur- eyrar að hafa ofarlega í huga á „höfuðdegi" sínum 29. þ. m.! Helgi Valtýsson. ÁFENGISSALAN 1. apríl til 30. júní 1962. Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík kr. 48.216.916.00, Akureyri kr. 5.116.217.00, ísafirði kr. 1.887.089.00, Siglufirði kr. 1.404.197.00, Seyðisfirði kr. 1.583.703.00. — Samtals kr. 58.208.122.00. Á sama tíma 1961 var salan eins og hér segir: Selt í og frá Reykjavik kr. 38.499.718.00, Akureyri kr. 3.984.353.00, Isafirði kr. 1.416.270.00, Siglufirði kr. 1.191.897.00, Seyðisfirði kr. 1.117.950.00. — Samtals kr. 46.210.188.00. Fyrstu sex mánuði þessa árs hefur sala áfengis frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins numið samtals kr. 104.418.210.00, en á sama tíma 1961 varð salan kr. 84.781.102.00. Salan hefur því aukizt um 22.8% á þessu tíma- bili miðað við 1961. Hækkun varð engin á áfengi á fyrra Kelmingi þessa árs. Áfengisvarnarað. (Heimild: Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins.) í STURLUNGU segir svo um Einar auðmann, sem bjó í Vík út frá Stað í Skagafirði, og var í liði sveitunga sinna á Haugs- nesfundi, að „hann var til þess settur, sem hann gerði, að hann flýði fyrstur manna." — Biðu Skagfirðingar lægra hlut og létu höfðingja sinn, Brand Kolbeins- son, sem kunnugt er. Svo er að sjá í ritsmíð einni í Verkamanninum 13. júlí sl. um Jökulsárfundinn, að þar sé sá á ferð, er tekið hefur að sér hlut- verk Einars auðmanns, að „flýja fyrstur manna" frá sam- stöðu þeirri, er ætla mátti að náðst hefði meðal Norðlendinga og Austfirðinga í því stórmáli, sem hér er um að ræða, þrátt fyrir þann „erkibiskups boð- skap" er þar var fluttur frá hærri stöðum. Það mun svo sýna sig hverjir fylgja honum á þeim flótta. Flótti Einars auðmanns er af sagnaritara 13. aldar rakinn til tengsla við Sturlunga. Eigi mun hér slíku vera til að dreifa í bókstaflegum skilningi. En margir hafa veitt því athygli, að Verkamaðurinn hefur (sem norðlenzkt blað) verið undar- lega tómlátur um þetta mál, og svo virðist sem hann bíði átekta - enda þótt þingmaðtir Alþýðu- bandalagsins í kjördæminu hafi á Alþingi verið einn af flutn- ingsmönnum tillögunnar um „að undirbúa virkjun Jökulsár á Fjöllum til stóriðju", og nú í sumar meðal boðenda Jökulsár- fundarins, átt sæti í undirbún- ingsnefnd fundarins og að lok- um tekið sæti í framkvæmda- nefnd þeirri, er að Jökulsármál- inu vinnur. Það er því að sjálf- sögðu einhver annar en Björn Jónsson, alþingismaður, sem valdið hefur trúboði blaðsins og viljað bíða átekta. Ekki þarf skarpskyggnan mann til að geta sér þess til, að drottinhollur blaðamaður hafi beðið eftir línu að sunnan. Nú er hún komin. Það er ósvikinn raforkumála- stjórnar- og stóriðjunefndar- tónn í þessari makalausu grein. Ósvikinn úrtölutónn gagnvart Norðlendingum og Austfirðing- um, fimbulfamb til að drepa málinu á dreif og reyna að mála fjandann á vegginn, útlent fjár- magn, sennilega vestrænt, til að hræða þá, sem beyg hafa af slíku, og það eru auðvitað marg- ir, sem eðlilegt er. Aðferðin er kynleg. Fyrst að fá Norðlend- inga og Austfirðinga til að af- henda sér Dettifossvirkjun af ótta við erlent fjármagn, og fá þar með betri aðstöðu til að binda það í stórvirkjun syðra! Greinarhöfundur segir, að í stað þess að óska eftir Dettifoss- virkjun hefðu Norðlendingar átt að byrja á því að krefjast samtengingar orkusvæðanna sunnanlands og norðan með há- spennulínu. Víst væri sú fram- kvæmd æskileg og að henni þarf að stefna. Ekki til þess fyrst og fremst að nota sunnlenzka orku á Norðurlandi og norðlenzka orku á Suðurlandi, heldur til þess að sjá fyrir varaaflinu. En sem sagt: Leiðin átti að vera sú, að heimta nokkur hundruð milljónir til þess að tengja sani- an raforkuskortinn norðanlands og sunnan. Síðan að byggja orkuver og þá mátti það eins vera við Þjórsá. Hér er ekki um útúrsnúning að ræða, því að greinarhöfundur segir orðrétt: „Eftir að sú samtenging er feng- in, þá skiptir engu, hvorki fyrir Sunnlendinga eða neina aðra, hvar á landinu virkjað er, og þá koma engin önnur sjónarmið til greina en þau, hvar hagkvæm- ast er að reisa virkjun og koma böndum á stórfljót.------Hvor heldur fyrr verður valin (þ. e. Jökulsá eða Þjórsé), þá kemur röðin næst að hinni." Þetta átti greinarhöfundur að segja þeim, semnú eru að hugsa um viðbótarvirkjun við Laxá vegna yfirvofandi raforku- skorts: Að þeir skuli láta leiða hingað raforku að sunnan! Hvers vegna fengum við ekki strax orku frá Soginu í stað þess að vera að basla við Lax- árvirkjun og smærri virkjanir hér á Norðurlandi? En það er meira blóð í kúnni. Greinarhöfundur talar um, að það þurfi að „forða Dettifossi frá menningunni". Um það geta auðvitað verið skiptar skoðanir, hvort Dettifoss eigi framvegis að „bæta lands og lýðs vors kjör", eins og skáldið sagði, eða vera augnayndi ferðamanna í óbyggðum. En svo vel vill til, sem greinarhöfundinum er lík- lega ekki kunnugt um, að þetta getur farið prýðilega saman. — Aflið, sem nú er helzt talað um að virkja í Dettifossi er ekki nema lítið brot af því vatns- magni, sem í ánni er í sólskini á sumrin, þegar ferðamenn koma helzt að fossinum. Stíflan verður ekki við Dettifoss, held- ur mun ofar, við Selfoss. Stóriðju „á erlendan mæli- kvarða" segir höfundur að við íslendingar eigum alveg að varpa frá okkur. Með öðrum orðum, við megum ekki stofna til stóriðju, sem þarf 60 þús. kw. afl eða ca. 500 þús. kwst. á ári. Það er sá „erlendi mæli- kvarði", sem sérfræðingarnir höfðu með sér á Jökulsárfund- inn. Ef við gerðum það, værum við að „ræna" orku, sem „börn- um okkar ber", segir hann. Það er nú svo. Sigurður Thorodd- sen, verkfræðingur, segir, að ís- lenzk fallvötn geti framleitt þrjátíu og fimm þúsund millj- ónir kwst. á ári. Höfundur seg- ir, að þessi forði endist ekki nema í 50—60 ár, samkvæmt nánar tilgreindri reglu. En sam- kvæmt sömu reglu endist vatns- aflsforði Norðmanna ekki nema í tæp 20 ár, og í tæp 30 ár, ef stóriðnaður væri lagður niður þar. Sannleikurinn er sá, að ný tegund orku er að ryðja sér til rúms í heiminum. Það er ekki talið líklegt, að vatnsaflsstöðvar til framleiðslu á raforku verði byggðar eftir 50—60 ár hér á landi eða annars staðar. RÁÐHÚ STORG Já, hvers vegna ekki að skýra Ráðhústorg upp, vegna þess að þar er ekkert ráðhús, og kalla það til dæmis Bankatorg? — Hvernig væri að skíra það Stein- torg eða Steinstorg? Eða Dav- íðstorg eftir þjóðskáldinu ást- sæla, sem er eini núlifandi heið- ursborgari Akureyrarkaupstáð- ar? Gestur. landhelgisgæzlan Landhelgisgæzlan er búin að fá nýja Skymasterflugvél til gæzlu á miðunum, en Rán, eldri flugvél Landhelgisgæzlunnar, hefur verið tekin úr umferð. — Þetta er góður áfangi í marg- þættri aðstoð og eftirliti, sem Landhelgisgæzlan annast. íslendingar fagna einhuga í hvert sinn, er hetjudáðir og happasæl störf eru innt af hendi hjá Landhelgisgæzlunni. — En hversu má það vera, að fullur skipstjóri fái óátalið að sigla einu hafskipi þessarar stofnun- ar í strand í logni og sólskini, fyrir augum hundraða manna — og án sjóprófa, eftir slíkan at- burð? Q ÁSGRÍMUR KOMINN ÚRVAL úr Ásgrímssafni hef- ur verið sett upp í Oddeyrar- skóla. Myndirnar eru yfir 50 talsins. Á þann hátt kom hinn mikli listamaður norður til Ak- ureyrar og heiðrar höfuðstað . Norðurlands á 100 ára afmæli bæjarins. Opnun málverkasýningar þess- arar í Oddeyrarskóla er fyrsti þáttur margvíslegra hátíða- halda, er hefst með nk. sunnu- degi. Ásgrímur Jónsson andaðist 5. apríl 1958, 82 ára gamall, en arf- leiddi þjóðina að húsi sínu, heimili og hinu dýrmæta mál- verkasafni. Frú Bjarnveig Bjarnadóttir, frændkona listamannsins og safnstjóri Ásgríms safns, kom hingað norður til að leiðbeina um uppsetningu. Myndir þær, er hingað komu að þessu sinni, eru hálfrar ann- arar milljón króna virði. Q FLESTIR LESA GUÐRÚNU Samkvæmt upplýsingum fræðslumálaskrifstofunnar um almenningsbókasöfn, er Guð- rún frá Lundi mest lesin í höf- uðborginni. Næstur komur Guð- mundur Hagalín, þá Kristmann, Ragnheiður Jónsdóttir, Kiljan, Ármann Kr. Einarsson, Guðm. Daníelsson, Ingibjörg Sigurðar- dóttir, Þórbergur Þórðarson, Stefán Jónsson, Elinborg Lárus- dóttir og Gunnar M. Magnúss, svo að nefndir séu 12 þeir efstu. Almenningsbókasöfn eru 182, sem skýrslur ná yfir fyrir síð- asta ár. Margar ályktanir má draga af þessum upplýsingum um bók- menntaáhuga íslendinga og and- legan þroska þjóðarinnar yfir- leitt. □ ÞV OTTURINN Víðförul eldri kona hefur ósk- að að koma því á framfæri við bæjarbúa, að þeir athugi hve ó- smekklegt það sé, að hafa þvott hangandi á snúrum afmælishá- tiðadaga bæjarins. í Noregi sé þetta, eða hafi a. m. k., verið stranglega bannað, og að það fari í taugarnar á mörgum hér á landi. — Er þessu hér með kom- ið á framfæri. Q HRINGFERÐ Kennarar hafa verið svo illa launaðir, að kennaraskortur er mikill í landinu. Einn þeirra manna, sem bezt má um þessi mál vita, og ekki verður nafn- greindur hér, sagði í sumar efn- islega á þessa leið: Vegna þess, hve kennarastarfið er lítið eftir- sótt, eru sumir starfandi kennar ar hálfgerðir vandræðamenn. Nefndi hann sorgleg dæmi um þetta. Meðal annars var þetta: Kennari einn, „töluvert bilað- ur“, hóf starf á ónefndum stað norðanlands. Síðan hefur hann hrakist stað úr stað, þykir óhæf- ur alls staðar, en fær þó jafnan starf á ný. Hann er nú bráð- um búinn að fara hringinn og getur þá væntanlega byrjað aðra umferð! Ástandið í þessum málum er hið alvarlegasta, og því tilfinn- anlegra sem skólagangan er lengri. Auðvitað er margt úrvals- manna í kennarastétt og eru störf þeirra og áhrif alveg ómet- anleg. En hinir eru bara alltof margir, og úr því verður að bæta. Foreldrar eiga fullan rétt á að krefjast úrbóta. Q Háfíðadagskrá AKUREYRARKAUPSTAÐAR SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST: Kl. 14.00: Opnuð sýning í Oddeyrarskólanuin á málverkum úr lista- safni Ásgríms Jónssonar. Sýningin verður opin alla hátíða- dagana frá kl. 13.00 til 22.00. Aðgangur kr. 10.00 fyrir full- orðna, ókeypis fyrir börn. Kl. 16.00: Á íþróttavellinum: a) Lúðrasveit Akureyrar leikur undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar. b) Ávarp. Formaður íþróttabandalags Akureyrar, Ármann Dalmannsson. íþróttavallarbyggingin tekin í notkun. c) Bæjakeppni i knattspyrnu: Reykjavík—Akureyri. ÞRIÐJUDAGUR 28. AGÚST: Kl. 18.00: Opnun iðnsýningar í Amaro-húsinu, Hafnarslræti 99. Þar verða sýndar framleiðsluvörur iðnfyrirtækja á Akureyri. Sýn- ingin .verður opin daglega kl. 10.00 til 22.00. Veitingasala á 6. hæð og svölum. Sýngingunni lýkur sunnudagitin 9. sept- ember. Aðgangur kr. 15.00 fyrir fullorðna. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST — AÐALHÁTÍÐ: j KI. 08.00: ■ • Fáuar dregnjr að .hý.n,.. Kl. 09.15: Vígsla Ellihéimiris Akureyrar. Heimilið verður almenningi til sýnis frá kl. Í3.00 til 19.00 og laugardaginn 1. september á sama tima.- •”• . Kl. 10.30: " : Hátíðáméssa 'í Akureyrarkirkju. Sr. Pétur Sigurgeirsson pre- dikar. Sr. Birgir Snæbjörnsson þjónar fyrir altari. Kl. 13.00: Lúðrasveit Akureyrar leikur á Ráðhústorgi. Hátiðiri sett. Jóri G. Sólnes forseti bæjarstjórnar. Karlakórar bæjarins syngja: „Sigling inn Eyjafjörð". Árni Ingimundarson stjórnar. Skrúðganga frá Ráðhústorgi að íþróttavellinum. Karlakórar bæjarins syngja: „Heil og blessuð Akureyri". Ás- kell Jónsson 'stjórriar. Hátíðarræða:! Dkvlð' Stefánsson skáld frá Fagraskógi. Karlakór Akúreyrar og blandaður kór undir stjórn Áskels Jónssonar. Undirleikari Guðmundur Jóhannsson. Upplestur: Guðmundur Frímann skáld. Ávörp gesta: Forseti íslands, forsætisráðherra, félagsmálaráðherra og full- trúar vinabæja. Kl. 16.00: Opnun Sögusýningar í Gagnfræðaskólanum við Laugargötu. Sýningin vcrður opin almcnningi frá kl. 17.30 og síðan dag- lega frá kl. 14.00 til 22.00 til sunnudagsins 9. september að kvöldi. Aðgangur ókeypis. Kl. 17.45: Hátíðarfundur i bæjarstjórn Akureyrar í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. ÚTIHÁTÍÐAHÖLD Á RÁÐHÚSTORGI: Kl. 20.30: Lúðrasveit Akureyrar leikur. • Karlakórinn Geysir syngur. Söngstjóri Árni Ingimundarson. Minni Akureyrar. Kvæði. Stefán Ág. Kristjánsson. Leikþáttur, „Frá horfinni öld“, e. Einar Kristjánsson. Leik- stjóri Guðntundur Gunnarsson. Danssýning barna. Stjórnandi frú Margrét Rögnvaldsdóttir. Tvísöngur: Ingibjörg Steingrímsdóttir og Jóliann Konráðs- son. Undirleikari ungfrú Guðrún Kristinsdóttir. Dansar 1862 ög 1962. Sýning. Smárkvartettinn 'á Akureyri syngur. Gantanvísur. , Almennur dans á götum bæjarins. Flugeldasýning kl. 24.00. Dagskrárlok eftir aðstæðum. FIMMTUDAGUR 30. ÁGUST: Kl. 17.30: Samsöngur í Nýja-Bíó: Karlakórinn Muntra Musikanter frá Helsingfors. Erik Bergmann stjórnar. Aðgangur kr. 50.00. Kl. 21.30: Á Ráðhústorgi: Lúðrasveit Akureyrar leikur, Muntra Musi- kanter og karlakórar bæjarins skemmta, o. 11. Kl. 22.30: Blysför frá „gömlu Akureyri", eftir Hafnarstræti að Ráðhús- torgi. Sveit 100 hestamanna úr „Létti". Dagskrárlok ákveðin síðar. LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER: Kl. 10.00: Róðrarmót íslands á „Pollinum". Kl. 13.30: Unglingameistaramót íslands i írjálsíþróttum á íþróttavcll- inum. Bæjakeppni í handknattleik kvenna. Hafnarfjörður—Akur- eyri. Kl. 15.30: Sundmeistaramót Norðurlands í Sundlaug bæjarins. SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER: Kl. 10.30: Róðrarmót íslands (framhald). (Framhald á bls. 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.