Dagur - 01.09.1962, Page 4

Dagur - 01.09.1962, Page 4
4 5 „STATTU FAST Á LANDSINS RÓT“ A KUREYR ARK AUPST AÐUR hefut staðið undir sviðsljósunum undanfarna daga. Hann og níu þúsund íbúar hans hafa þreifað á sjálfum sér, gengið undir próf tímans og staðið sig vel. Árið 1890 orti Matthías: „Stunda mennt og styrk þinn anda stattu fast á landsins rót.“ Hér hefur þjóðskáldið talað af spámann- legri vizku til fólksins, sem hér bjó, eða sem sá lærifaðir, er tekinn var til greina. Enginn bær á íslandi ber meiri merki um andlega mennt en Akureyri, enda er hann bær mikilla lærifeðra, svo sem skólameistaranna Stefáns Stefánssonar, Sigurðar Guðmundssonar, Þórarins Björnssonar og Jóhanns Frímanns, skólastjóra. Höfuðljóðskáld þjóðarinnar fyrr og nú, Matthías og Davíð, hafa kveikt elda í hjörtum manna, aukið and- legan þrótt og víðsýni fólksins, hafið íbú- ana á hærra þrep. Þegar litið er yfir bæinn þessa hátíðis- daga og víðar skyggnst en á fánaskreyt- ingar og nýmáluð hús, eru það söfn bæj- arins, sem bera því gleggsta vitnið, að á Akureyri er fjölbreytt andlegt líf. Á Ak- ureyri hafa löngum verið fleiri eða færri menn og konur, sem borið hafa höfuð og herðar yfir hina venjulegu samborgara. Það er þeim að þakka, hve ýmsar stefn- Ur, innlendar og erlendar, hafa átt hér auðvelt með að festa rætur og vaxa. Hug- sjónir ungmennafélaganna, samvinnu- lireyfingin og bindindishreyfingin náðu skjótum vexti og viðgangi hér vegna þess, að á Akureyri var hinn andlegi lífsteinn fýrir hendi. Það var farið að gróa undir snjónum, þegar verulega voraði í þjóð- lífinu. Bæði félagshyggju og einstakl- ingsframtaki, sem Akureyrarkaupstað- ur hefur notið í svo ríkum mæli, hefði verið úthýst lengur en gert var, ef jarð- vegurinn hefði ekki verið undirbúinn til að taka á móti straumum og stefnum sjálfu vorinu— þcim gróanda, sein ein kennir okkar öld. Hin jafna velmegun borgaranna og at- vinnuöryggi er fyrst og fremst ávöxtur hinna margþættu félagsmálastarfsemi. Mannvirki öll svo og hinn fjölþætti iðn- aður, sem er aðall atvinnulífsins í höfuð- stað Norðurlands, bera iðnaðarmönnum þann vitnisburð, að ekki muni þeirra hlutur eftir liggja þegar nýjar og öflugar iðngreinar verða stofnsettar í höfuðstað Norðurlands. Því er líkt farið um menninguna Akureyri og bæjarstæðið sjálft. Þar gef- ur að líta bæði flatlendi og hæðir. minnzt er ltl ára afmælis kaupstaðarins er „látið fljóta yfir Iáglendið“ í menn- ingarlegu tillití. Bn í því efni stendur mikið upp úr ®g stendur hátt, svo sem nú er tíðum minnt á, enda er Akureyri á engan hátt flatlendisbær. Megi Akureyri og Akureyringar standa fast á landsins rót í nútið og framtíð, er þeir styrkja anda sinn og mennt, og þegar þeir byggja upp atvinnuvegi sína, hús sín og heimili. Afmæliskátíá Aímreyrarkaupstaáar yeráur mömiurn ógleymaule I. FYRIR 1900 Akureyringar og gestir fjölmenntu á íþróttasvæðið til að lilýða á ræðu þjóðskáldsins, Davíðs Síefánssonar, og njóta annarra liátíðaatriða dagsins. (Ljósm. K. Hallgrímsson) Guðmundur Frúnann. Jónas Kristjánsson, Ásgeir Ásgeirsson og Vigfús Þ. Jónsson á iðnsýningunni. (Ljósmynd: E. D.) (Framhald af bls, 1.) lega hægt, nema á nokkuð löng- um tíma að gera sér grein fyrir sýningunum, hverri fyrir sig, svo margbreyttar eru þær og skemmtilegar, og svo miklum fróðleik búa þær yfir. Iðnsýninguna setti Jónas G. Rafnarí alþingismaður, með stuttri ræðu, að viðstöddum for- seta Islands, herra Ásgeiri Ás- geirssyni, og öðru stórmenni, bæði innlendu og erlendu. Vígsla Elliheimilisins nýja, fór fram sem fyrsta atriði aðal- hátíðadagsins og er húsið al- menningi til sýnis þessa daga. Við vígsluna að morgni þess 29. ágúst, tók fyrstur til máls bæjarstjórinn, Magnús E. Guð- jónsson, bæjarstjóri, lýsti bygg- ingunni og framkvæmdum við hana. Húsnæði þetta, sem tekið verður í notkun eftir nokkrar vikur og rúmar 26 vistmenn, er aðeins fyrsti áfangi framkvæmd- anna. Og þessi áfangi kostar um 4 milljónir króna. Frú Ingibjörg Halldórsdóttir kvaddi sér hljóðs og tilkynnti, að kvenfélagið Framtíðin gæfi eina milljón króna í byggingar- sjóð og Jón Þorvaldsson las upp gjafabréf frá Byggingavöru- verzlun Tómasar Björnssonar og umboði Rafha, sem hljóðaði upp á 30 þúsund krónur er skal verja til bókakaupa. Séra Pétur Sigurgeirsson, sóknarprestur á Akureyri, flutti bæn og Kirkjukórinn söng und- ir stjórn Jakobs Tryggvasonar. daga, hefði notið þess betur er þar fór fram. Er gott að hafa þetta í huga við hátíðahöld á þessum stað eftirleiðis. Boðsgestir hátíðarinnar voru leiddir til sætis nærri „pallin- um“. Meðal þeirra var forseti íslands, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, forseti Sameinaðs Alþingis, forsetarit- ari, forseti Sambands íslenzkra sveitarfélaga, fyrrverandi for- setar bæjarstjórnar, fulltrúar norðlenzkra kaupstaða og full- trúar hinna erlendu vinabæja. Hinir erlendu gestir voru: Osc- ar Ingbrigtsen, borgarfulltrúi frá Álasundi, Einar Jonson, varaforseti borgarstjórnar Vest- erás, Ensio Partanen, forseti borgarstjórnar Lahti, og S. Tingholm, borgarstjóri Randers. Athöfnin á Ráðhústorgi var sti/tt, en fór að öllu mjög vel fram, bæði hátíðlega og virðu- lega, svo sem við átti. — Síðan hófst skrúðganga á íþróttavöll- inn og er það fjölmennasta skrúðganga, sem sézt hefur á Akureyri. í fararbroddi gekk forsetinn og aðrir boðsgestir. Lúðrasveitin lék, börn báru fána í höndum með Akureyrar- merkinu. Við íþróttavöllinn safnaðist mannfjöldinn, bæði í stúkuna og í brekkurnar að norðan og sunnan. Skátar og ýmiss félög tóku þátt í skrúðgöngunni und- ir fánum sínum og fylktu síðan liði á íþróttavellinum í smekk- legum hálfhring á bak við ræðustólinn. Hófu nú karlakórar bæjarins söng undir stjórn Áskels Jóns- sonar. „Heil og blessuð Akur- eyri“ hljómaði um svæðið, en síðan var hátíðaræðan flutt. Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, ætlaði að flytja að- alhátíðaræðuna, en var veikur. Ræðu hans flutti Gísli Jónsson. Bæjarstjóri tilkynnti þessa breytingu, en mannfjöldinn tók af alhug undir þá ósk bæjar- stjóra, að skáldinu og heiðurs- borgara kaupstaðarins mætti verða skjóts bata auðið. Guð- mundur skáld Frímann las upp frumort ljóð, síðan flutti for- setinn og forsætisráðherra og liinir erlendu gestir ávörp sín, og voru þau stutt. En Lúðra- sveitin lék milli dagskráratriða, m. a. viðeigandi þjóðsöngva, þegar fulltrúar vinabæjanna tóku til máls. Það var mikil reisn yfir þess- um hátíðahöldum. Klukkan 4 síðdegis var sögu- sýningin í Gagnfræðaskólanum opnuð. Hana setti Bragi Sigur- jónsson, en síðan var sýningin skoðuð af fjölda manns, enda er hún með afbrigðum fróðleg um fjölmarga þætti bæjarsögunnar. Hátíðafundur í bæjarstjórn. Hátíðafundurinn í bæjarstjórn kaupstaðarins fór fram í Sam- komuhúsinu, einnig þennan sama dag.. Þar var hvert sæti skipað. Húsavík, sem enn er ekki til. Jón G. Sólnes forseti bæjar- stjómar, þakkaði hverjum og Kvöldhátíð á Ráðhústorgi. Sama dag að kveldi hófust svo útihátíðahöld á Ráðhústorgi. Lúðrasveitin lék, kórar bæjar- ins sungu, Stefán Ág. Kristjáns- son flutti minni Eyjafjarðar, frumsamið ljóð, leikþáttur „Frá horfinni öld“ eftir Einar Kristj- ánsson var fluttur af Jóhanni Ögmundssyni og Björgu Bald- vinsdóttur og undir stjórn Guð- mundar Gunnarssonar, börn sýndu dansa undir stjórn Mar- grétar Rögnvaldsdóttur, Ingi- björg Steingrímsdóttir og Jó- hann Konráðsson sungu tvísöng með undirleik Guðrúnar Krist- insdóttur, Smárakvartettinn söng, eldri og yngri búningar kvenna voru sýndir, gamanvís- ur sungnar og síðan var dansað á Torginu fram eftir nóttu. — Kynnir var Rósberg G. Snædal. Sýslumaður hafði sýnt þá röggsemi að loka Áfengisverzl- un ríkisins hér á staðnum. Var það bæði viturleg og þörf ráð- stöfun. Drykkjulæti voru því engin til að lýta þessa fjölmenn- ustu útihátíð, sem nokkru sinrti (Framhald á bís. S) Sverrir Pálssan og Ásgeir Ásgeirsson á sögusýningunni. (E. D.) Frá iðnsýningunni. Þær skarta vel íslenzku gærurnar. (Ljm. E. D.)f Bygginganefr.d Elliheimilisins skipuðu: Magnús E. Guðjóns- son, Stefán Reykjalín, Jón Þor- valdsson, Ingibjörg Halldórs- dóttir og Jóhannes Hermunds- son. í stjórn Elliheimilisins eru: Jón Þorvaldsson, Björn Guð- mundsson, Ingibjörg Halldórs- dóttir, Bragi Sigurjónsson og Jón Ingimarsson. Forstöðukona er ráðin og heitir Ásthildur Þórhallsdóttir. Að lokinni vígslu Elliheimil- isins var gengið í kirkju, en þar var hátíðamessa Akureyrar- prestanna, séra Péturs Sigur- geirssonar og séra Birgis Snæ- björnssonar. Eftir hádegi hóf Lúðrasveit Akureyrar leik sinn á Ráðhús- torgi, skrautklædd og hressileg. Safnaðist þegar mikill mann- fjöldi þangað, enda veður þurrt og nokkuð kyrrt, en sólarlítið og fremur svalt. Síðan setti forseti bæjar- stjórnar, Jón G. Sólnes, hátíð- ina með ræðu, en karlakórar bæjarins sungu „Sigling inn Eyjafjörð11 undir stjórn Árna Ingimundarsonar. Komið hafði verið upp palli miklum og skrautlegum sunn- anundir Landsbankahúsinu. — Þar uppi voru söngmenn og hljómlistarmenn bæjarins. En pallur þessi hefði þurft að vera helmingi hærri, til þess að mannfjöldinn, sem þarna var saman kominn og oftar kom saman á Ráðhústorgi þessa Nýja Elliheimilið á Akureyri vígt. í upphafi fundar kvaddi for- seti, Jón G. Sólnes, sér hljóðs og gat um að þetta væri 2230. fundur, haldinn í tilefni aldar- afmælisins og bauð alla gesti bæjarstjórnarinnar hjartanlega velkomna. Bæjarstjóri tók til máls utan dagskrár, las upp kveðjur og taldi alla gesti upp með nöfnum, sagði frá gjöfum frá KEA 100 þús. kr. til Menningarsjóðs, Landsbandi íslands (útibúið á Akureyri) 250 þús. kr. til skreytingar bókasafnshúss. Frá borgarstjórn Reykjavíkur styttu eftir Ásmund Sveinsson „Syst- urnar“ og blómakörfur. Þessir gestir tóku til máls: Jónas Guðmundsson, formað- ur Sambands ísl. sveitarfélaga, þakkaði boðið og flutti kveðjur. Hermann Stefánsson afhenti málverk að gjöf frá Álesunds Mandsforening. Fulltrúi frá Álasundi skýrði frá gjöf, sem enn er ekki til. Það er stytta af ungum sjó- manni. Fulltrúi frá Lahti skýrði frá gjöf, lágmynd, eftir þarlendan listamann. Fulltrúi frá Randers færði gjöf, keramikstyttu. Fulltrúi frá Vesterás afhenti tvo kertastjaka úr tini. Bæjarstjóri Siglufjarðar færði skjaldarmerki Siglufjarðar úr birki. Forseti bæjarstjómar Sauð- árkróks færði litaða ljósmynd af Sauðárkróki. Bæjarstjóri Ólafsfjarðar gaf málverk af Ólafsfirði. Bæjarstjóri Húsavíkur til- kynnti að gefin yrði mynd af (Ljósm. E. D.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.