Dagur - 01.09.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 01.09.1962, Blaðsíða 8
& Hundrað hestamenn frá Akureyri og úr Eyjafirði fóru blysför um bæinn. (Ljósm. Eðvarð Sigufg.) Finnski kórinn, Muntra Musikanter, á söngpallin im á Ráðhústorgi. (Ljósm. Eðvarð Sigurgeirsson.) Skrúðgangan mikla út á íþróttavöll. (Ljósm. K. H.) (Framhald af bls. 5.) hefur verið haldin á Norður- landi. — Ekki voru heluur drykkjuveizlur haldnar á veg- um bæjarins, og er rétt að veita því sérstaka athygli. Á fimmtudaginn héldu há- tíðahöldin áfram. Aðalviðburð- ur þess dags var söngur Finn- anna, Muntra Misikanter frá Helsingfors, sem Erik Berg- mann stjórnaði. Kórinn söng í Nýja-Bíói og var hvert sæti skipáð í húsirtu og söngnum forkunnarvel tekið. Jakob Frí- mannsson ávarpaði gestina, en þeir heiðruðu ungan borgara, sem samnefnara bæjarbúa. Síðan sungu Finnarnir á úti- skemmtun og einnig kórar bæj- arins. Á fimmtudagskvöld var einn- ig eftirtektarvert atriði á dag- skránni, en það var blysför 1^)0 hestamanna frá Akureyri og Eyjafirði um bæinn. Það, sem fram að þessu hefur einkennt hátíðahöldin á Akur- eyri, er samstilling bæjarbúa, fyrst og'fremst um að fegra bæ- inn og síðan í því að fjölmenna á sýningar- og hátíðarsvæðin og að koma hvarvetna svo prúð- mannlega fram, að þess munu engin dæmi hér á landi um jafn- fjölmenn hátíðahöld, nema á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. En þar gerði Jónas Jónsson við- eigandi ráðstafanir í sambandi við áfengisútsölu eins og hér var gert nú. Lokun áfengisverzlun- arinnar á þriðjudag, miðviku- dag og fimmtudag, átti eflaust sinn þátt í því, hve allt fór vel fram. Því miður var aftuf opnað fyrir áfengisflóðið í gær. — Mun það koma í ljós í dag og á morgun, að opnunin fór fram þrem dögum of snemma. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í gær, þurfti hún eng- in afskipti að hafa af ölóðum mönnum, utan einum eða tveim aumingjum, sem ævinlega eru fullir, og fram að þeim tíma, þ.e. síðdegis í gær, höfðu aðeins tveir menn gist steininn sökum ölvunar, það sem af var vik- unni. Lystigarðurinn á Akureyri (Ljósm. Eðvarð Sigurgeirsson.)1 Boðsgestir bæjarstjórnar í sætum sínurn á útihátíðinni á Ráðhústorgi. var skrautlýstur hátíðisdagana. Þangað safnaðist svo mikill mannfjöldi á kvöldin, að tæpast varð þverfótað þegar flest var. Akureyringar dáðust að þess- um stað og nutu þess í ríkum mæli, að honum var á þennan hátt sómi sýndur — og var sannarlega mál til komið. Enn má auka á yndisleik þessa stað- ar með góðri hljómlist. Þá var Andapollurinn lýstur. Staður- inn vakti athygli, enda mjög sérkennilegur. — Hins vegar minnir þetta bæjarstjómina ó- þægilega á þá staðreynd, að flestar tömdu og vængstýfðu endurnar, sem þar voru upp- haflega (11 eða 12 tegundir), eru týndar eða dauðar og ekk- ert látið í staðinn. Lýsingin við Andapollinn var auglýsing á „andleysi“ bæjarins. Sigurhæð- ir, Nonnahús og Náttúrugripa- safnið eru allt merkir staðir og opnir almenningi. — Jakob Tryggvason leikur í kirkjuraú hvert kvöld á hið veglega hljóá- faeVi, sem þar er. Sökum rúmleysis að • þessu sinni, verður ekki á fleira drep- ið í sambandi við hátíðahöldia í tilehni af 100 ára afmæli Akm- eyrarkaupstaðar, heldur leitast við að bregða upp rnyndum af ýmsu því er þar fór fram, til þess að fjarstætt fólk fái ofur- litla hugmynd um hvað fraaa fer í höfuðstað Norðurlands þessa dagana. r]

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.