Dagur - 19.09.1962, Side 5

Dagur - 19.09.1962, Side 5
4 5 Verðlagsgrundvöll- urinn ákveðinn BÆNDIJR lúta gerðardómi, hvað tekjur snertir — einir allra stétta. Á haustin er verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara á- kveðinn, en það eru ekki bændur, sem ákveða hann, heldur hin margumtalaða sex-manna-nefnd, skipuð 3 fulltrúum framleiðenda og 3 fulltrúum neytenda. Verði nefnd þessi ekki sammála um það, hvað bændur eigi að fá fyrir vörur sínar, sker gerðardómur úr. Samkvæmt fram- Iciðsluráðslögum eiga bændur að hafa sem líkastar tekjur og aðrar vinnandi stéttir, svo sem verkamenn og iðnaðar- menn. En þegar verðlagsgrundvöllurinn er fundinn og ákveðið, hvaða verð bænd- ur eigi að fá fyrir mjólk, kjöt og aðrar búsafurðir, grípur ríkisvaldið oft inn í og greiðir vörumar niður, þ. e. greiðir hluta afurðaverðsins til framleiðenda í stað þess að neytendur greiði fullt verð. í þetta sinn náðist samkomulag um verðlagsgrundvöllinn og hækkar hann um 12% að meðaltali frá því í fyrrahaust, en þá skar gerðardómur úr og bændur þóttust svo hart leiknir, að þeir hótuðu sölustöðvun, ef ekki fengist leiðrétting á þessu hausti. í samkomulagi því, sem nú er búið að gera, fólst nokkur, en ekki full leiðrétting, en hins vegar viðurkenn- ing á því, að bændur hafi sætt röngum dómi í fyrra. Hækkunin á einstökum liðum er mis- jöfn. ''Þannig hækkar mjólkurverð til bænda úr kr. 4.71 í kr. 5.27.5. Hins vegar er útsöluverð mjólkur nú, samkvæmt nýja verðlagsgrundvellinum kr. 4.60, en var sl. haust kr. 3.90. Niðurgreiðslur rík- issjóðs valda mismuni á reiknuðu verði til bænda og raunverulegu útsöluverði, en þær em óbreyttar. Hins vegar er meiri niðurgreiðsla á kjöti nú en í fyrra. Verðlagsgrundvöllurinn gerir ráð fyrir því, að bændur fái kr. 28.00 fyrir kílóið af dilkakjöti, en var í fyrra kr. 23.05. Út- söluverð súpukjöts er nú kr. 32.35, en var í fyrra kr. 27.50. Þótt vitað sé, að hvorki framleiðendur né neytendur séu ánægðir með þessar niðurstöður, kom samkomulag í sex- manna-nefndinni í veg fyrir sölustöðvun landbúnaðarvara og ýmis vandræði, sem af henni hlyti að leiða fyrir alla. Samkomulaginu ber því að fagna, svo langt sem það nær, þótt það leysi ekki hinn mikla vanda landbúnaðarins og erf- iðleika, sem „viðreisnin“ hefur lagt hon- um á herðar og leitt hefur til þess, að enn færra fólk en áður treystir sér til að hefja búskap í sveit. Hækkun verðlagsgrundvallarins stafar m. a. af hækkuðu kaupi og að verulegu leyti af hækkunum á innfluttum vörum til reksturs landbúnaðarins. Talið er, að viðbótamiðurgreiðslur ríkissjóðs nú á búvörum nemi 18 milljónum króna yfir árið. Það hefur ekki áður skeð hér á landi, að bændur um land allt hafi hótað al- gerri sölustöðvun búvara vegna þess, hvernig hið opinbera brýtur á þeim lög og þrengir hag þeirra. Þótt þcssari Iiættu sé bægt frá í bráð, sýndi hótun bænda viðhorf þeirra til núverandi stjómar- valda. V___________________________________ er áður tilheyrðu prestssetrinu •iiiitiiiiiiiiiiiiiiiittiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimMiiiiiiiiiiiiiiiiiHiHiiniiiiiiiiiiiiti* ar úti, unz alls er komið í réttina. Einn viðstaddur grípur sumrung úr hópnum, svo að hann troðist ckki undir. Kind sleppur og rásar til fjalls. Þá er stigið á bak og hleypt á eftir. (Ljósm. E. D.) Frá Tungurétt í Svarfaáardal og vélahljóði þeirra farartækja, sem bættust í hópinn og ráku lestina. Snjór var í fjöllum, skændir pollar ennþá, þótt kom- in væri suðvestan gola og gleði- leg áttabreyting. Neðan úr dalnum komu ungir og gamlir til að fagna gangna- mönnum og annast sundurdrátt. Nokkrir höfðu lagt á holduga reiðskjóta sína, aðrir komu á dráttarvélum og „aftanívögn- um“ eða á bifreiðum. Og safnið rann til réttar með móbíldótta forystukind í fararbroddi. Síðan var sprett af hestum, sem veltu sér á eftir, frelsi fegnir, hundar gerðu út um sín mál, þeir er vantalað áttu, ær og dilkar jörmuðu í réttinni og gangnamenn settust í lítinn hvamm, létu þreytuna líða úr skrokknum, tóku til nestis síns, sungu ættjarðarsöngva ogsögðu brandara. Gestum buðu þeir hjá sér að setjast á guðs græna jörðina, drógu upp pontur, skrotóbak, sígarettur og enn fleira tóku þeir fram. Svarfdælingar eru hófsmenn í notkun víns, en „réttargleði“ vilja þeir hafa og heiðra segjast þeir „helgi“ réttardagsins með nokkru örlæti í mat og drykk. Gangnaforinginn kemur og blandar geði við menn sína. Steingrímur heitir hann og er Eiðsson, bóndi á Ingvörum, beinn í baki, vaskur maður og þaulreyndur forystumaður í göngum og smalamennsku. Oddvitinn, Júlíus í Garðs- horni, Hjörtur á Tjörn og Hjalti Haraldsson mæltu fram vísur, einkum sá síðast nefndi. Sveinsstaðaafrétt nær auk hins forna almenningsins, einn- ig yfir fjögur eða fimm eyðibýli, YFIR göngum og réttum hvílir ævintýrablær, og tilhlökkunin byrjar löngu áður en farið er að járna gangnahestana. — Þessi þáttur atvinnulífsins í öllum sveitum lands, er einn af þeim fáu, sem í aðalatriðum hefur haldizt óbreyttur, þótt vélar hafi breytt aldagömlum vinnu- brögðum á öðrum sviðum og daglegu lífi sveitafólks. Enn, sem fyrr, eru hestar og hundar hinir þörfu þjónar á fjöllum og heiðalöndum, eins og þeir hafa verið frá alda öðli, og enn sem fyrr reynir á hreysti gangnamanna. Að þessu sinni hefur snjór og kuldi sett svip sinn á norðlenzk- ar göngur, en öræfatöfrarnir og rómantíkin voru þó ekki alls staðar langt undan og víst hef-. ur „réttargleðin" ekki sneitt hjá garði. Fjöllin, sem nú falda hvítu, standa sauðlaus eftir. Falleg eru þau víst, en köld er þeirra fjár- lausa fegurð. Hið neðra skarta haustlitrinir í fölnandi laufi og grasi. Þar, og á dökkgrænum ræktarlöndum býlanna dreifir hjörðin sér að réttum loknum. Stuttri æfi flestra dilkanna lýk- ur um þetta leyti, en fullar hey- hlöður tryggja því fé góða ævi, sem á vetur er sett. ÁRDEGIS á mánudaginn komu 23 gangnamenn með safnið úr Sveinsstaðaafrétt framan Skíða- dal og réttuðu í Tungurétt, þar sem mætast Skíðadalur og Svarfaðardalur. — Allir voru sæmilega ríðandi og sumir á- gætlega og margir voru með tvo til reiðar, Hundgá, hófaskellir, hróp og jarmur blandaðist niði árinnar indin elt uddí oe reidd til baka á hnakknefinu. ÍLiósm. E. D. Völlum, en nú hreppnum. Snjór lá yfir allt frammi á af- réttinni, allt niður í á. Veður varð betra en búizt var við og slys engin á mönnum eða skepn- um, nema gamalá, sem æddi út í fen undan Gunnari bílstjóra Jónssyni og lét lífið. Hnjúkar tveir reisulegir eru fyrir botni Sveinsstaðaafréttar. Heitir annar Ingjaldur eftir sauðaþjóf, sem þar var felldur. Hinn heitir Steingrímur eftir Steingrími gangnaforingja. Fagrir eru haustlitirnir í hlíð- um Svarfaðardals og Skíðadals á þessum árstíma, falleg var hjörðin, sem rekin var í Tungu- rétt í fyrradag og ekki var neinn kotungsbragur á bændum og bændasonum, sem annað hvort komu framan úr snævi- þakinni Sveinsstaðaafrétt eða neðan úr byggð. Fjallahlíðar í Svarfaðardal og Skíðadal eru furðu grösugar og gróðurinn teygir sig hátt, senni- lega vegna þess, hve snjóþungt er og rakinn ríkulegur. Sauð- lönd eru því góð, þegar til jarð- ar nær. Hins vegár er Svarfað- ardalur þéttbýlli en svo, að mjög mikill fjöldi sauðfjár á hverju búi hafi nægilegt land- • rými, að venjulegu mati í sauð- fjárrækt. Hjörtur bóndi á Tjörn rifjaði upp helztu sauðfjárlöndin í þessu byggðarlagi í stuttu máli. Dalvíkingar hafa Múlann, mikið land og gott. Þar er yzt Sauðdalur, þá Torfdalur, en innar Karlsár- og Hólsdalur og Upsa- og Böggvisstaðadalur. — En flestir afréttardalirnir eru kenndir við þá tvo bæi, er land þeirra eiga. Til Ólafsfjarðar liggja leiðir um Reykjaheiði og Grímubrekkur, áður fjölfarnar. Þá koma Ytra- og Syðra-Holts- dalir og þar eru landamerkiDal- víkur og Svarfaðardalshrepps. Taka þá við lönd Svarfdæl- inga. Þar er Bakka- og Þverár- dalur, Hreiðarstaða- og Urða- fjall, Sandárdalur og fleiri dalir nærri og fjallið Skjöldur upp af Sandá. Skallárdalur teygir sig í áttina til Fljótaafréttar. — Yfir Sandskarð er greið leið til Lág- heiðar. Enn framar er pýramídalagað fjall, Hnjótafjall. Á vinstri hönd er leiðin yfir Heljardalsheiði, sem er gróðurlítil og um 1000 m. yfir sjó. Kot er fremsti bær Svarfaðardals. Áður var Vífils- dalur byggður. Þar heitir Víf- ilsá, Vífilsfell og þar er fjall, kennt við Kot og heitir Kota- fjall. Milli Kots og Skeiðs, að aust- anverðu í Svarfaðardal fremst, er Vatnsdalur með fallegu stöðu vatni, grösugur vel. Ofan við Hæringsstaði er Hæringsstaðahyrna og þar á bak við Grýtudalur og áin Grýta. Þá er Búrfellsdalur og Teigardalir tveir og Kerlingar- dalur. Stóllinn er svipmikið og tign- arlegt fjall er klýfur Svarfaðar- dal. Fram með honum að aust- an er Skíðadalur. Stóllinn er blágrýtisdrangur og þar er Kerl- ing, hraundrangur mikill og sér- Á leið til réttar. Féð er spakt, hestar sveittir og hundar hásir. (Ljósm. E. D.) kennilegur, í 1200 metra hæð. Þegar sleppir illgengum og bröttum hamrahlíðum Stólsins, ofan við Dæli í Skíðadal, tekur við Þverár- og Kóngsstaðadalur, langur dalur, er liggur í átt til Skagafjarðar (Kolbeinsdals). Fremstu bæir Skíðadals, sem nú eru í eyði, eru: Kóngsstaðir, Krosshóll, Hverhóll og Sveins- staðir. Stafn hét bær enn fram- ar og er hann fyrir langa löngu í eyði kominn. Fremst í dalnum er Tungnafjall og sitt hvorug megin Austur- og Vesturtunga. Og ekki má gleyma Sveins- staðafjalli, sem bær og afrétt draga nafn af. Austan ár er Almenningsfjall. í Gljúfrárdal er jökull sá, er við blasir neðan úr dal, fannhvítur jafnari, með skriðjökulstotu neðst. Og enn má nefna Heið- innamannafjall með hraunhelli. Þar er Holárdalur. Holárkot og Gljúfurárkot gömul eyðibýli. — Upp af dölunum í austan- verðum Skíðadal eru tiltölulega greiðar leiðir til Hörgárdals. Fremsti byggði bærinn í aust- anverðum Skíðadal er Klængs- hóll, en Þverá að vestan. Upp og fram af Hvarfi eru skörðótt fjöll. Þar er Hofs- og Hofsárdalur, er liggur . milli Rima og Hvarfhnjúks. Rimar voru áður taldar hæsta fjall um þessar slóðir. En svo er ekki. Hæstur er Dýafjallshnjúk- ur 1421 metri og mun annað hæsta fjall á Norðurlandi. Enn ber að nefna Vallafjall og Háls- og Hamarsdal. Bændur í Svarfaðardalshreppi munu allt að 70 talsins og bú- jarðir lítið eitt færri. Átta bú- jarðir tilheyra Dalvíkurhreppi. □ „ÞÁ FÓR AÐ GANGA SÆMILEGA“ Eyfirzkur bóndi sagði fyrir nokkrum dögum efnislega á þessa leið, er hann var spurður að því, hvernig búskapurinn gengi hjá honum: Á meðan ég hafði nokkuð margt sauðfé, ásamt kúabúinu, keypti mikla vinnu og mokaði fóðurbæti í kýrnar bæði sumar og vetur, gekk búskapurinn ekki sérlega vel hjá mér. Svo breytti ég til, lógaði flestum ánum, tak- markaði bústærðina sem mest við vinnuafl fjölskyldunnar og steinhætti að gefa kúnum kraft- fóður á sumrin. Fór þetta þá að gknga sæmilega. Sauðféð var afæta á kúabú- inu, aðkeypt vinna gleypti alltof stóran hluta teknanna og kýrn- ar mínar voru óhraustar, dýra- læknakostnaður óhemjumikill og bein vanhöld stór, þar til ég takmarkaði fóðurbætisgjöfina við innistöðuna og keypti frem- ur áburð til að auka grassprett- una á hinu ræktaða beitilandi en fóðurbæti. — Þetta gengur nokkuð vel hjá mér núna, sagði bóndinn og búið gefur sæmileg- ar tekjur til að lifa af. Þessi orð hins eyfirzka bónda, sem ekki mun óska nafns síns getið, en er glöggur maður og góður bóndi, mættu verða þeim til umhugsunar, sem svipuðum breytingum væru að velta fyrir sér í eigin búskap, þótt þau séu ekki hér fram sett sem hin einu og sönnu búvísindi eða forskrift af neinu tagi. Mörgum hefur verið það undr- unarefni, að í hreppunum fram- an Akureyrar, sem búa við óvenju góð mjólkurfram- leiðsluskilyrði, skuli vera svo margt sauðfé, sem raun ber vitni, þrátt fyrir léleg sauðlönd. Það samrýmist engan veginn þeirri staðreynd, að verr hefur verið gert við sauðfjárbændur í verðlagsmálum en þá, sem fram- leiða mjólk. Q LYSTIGARÐURINN Það dugði ekki minna til en 100 ára afmæli til að fá Ijós í Lystigarðinn á Akureyri. — Reynslan sýndi, að fegurð hans á síðsumarkvöldum er mikil, þegar hún fær notið sín með lýsingu — og að bæjarbúar kunna vel að meta þá fegurð. Gífurleg aðsókn ungs og ekki síður roskins fólks var slík, sem þarna væri eftirsóttir skemmti- kraftar eða einhver ný undur að gerast. Svo var ekki, heldur aðeins það, að nokkrir staðir hins fagra garðs voru lýstir upp er kvöldhúmið lagðist yfir. Von- andi verður Lystigarður Akur- eyrar lýstur næstu smnur. □ LEIÐBEININGAR í SKRÚÐ- GARÐARÆKT Á fundi Fegrunarfélagsins með blaðamönnum og nokkrum skrúðgarðaeigendum í bænum, er nýlega var haldinn, kom það m. a. fram hjá tveim ræðumönn- um, að þörf væri á, að Akureyr- arbær réði sérstakangarðyrkju- ráðunaut á sínum .vegum, auk Jóns Rögnvaldssonar, sem lítinn tíma hefur afgangs frá vinnu sinni við Lystigarðinn. Hér mun þörfu máli hreyft, sem bæjar- stjórnin þarf að athuga nánar, og hinir mörgu áhugasömu skrúðgarðaeigendur myndu fagna og hafa til unnið. Q FYRIRSPURN TIL UMFERÐARMÁLA- STJÓRNARINNAR Á hádegi þann 12. þ. m. kom ég undirritaður akandi suður Skipagötu á leiðinni upp á Eyr- arlandsveg og beygði að sjálf- sögðu til hægri inn á Kaup- vangsstræti, þegar Skipagatan endaði. Á gatnamótunum við Kaup- vangstorg stóð lögregluþjónn og stjórnaði umferðinni eins og gert hefur verið á hádegi nú undanfarið. Þegar ég beygði upp í Kaup- vangsstrætið stóð svo á, að lög- regluþjónninn benti mér að * halda áfram, sem hann gerði með því að rétta hægri hendi upp í loftið og veifaði þeirri vinstri í sömu átt. Þessa bend- ingu skil ég þannig: Haltu á- fram. Ég þrýsti því á benzín- gjafann til þess að hlýðnast merki lögregluþjónsins. Ofurlítið bil var milli mín og næsta bíls á undan, sem líklega hefur verið orsök þess að kven- vera, sem kom norðan Hafnar- stræti, strunzaði beint framhjá lögregluþjóninum og þvert yfir veginn rétt fyrir framan bílinn minn. Ég varð að botnbremsa, til þess að aka ekki á kvenver- una. Nú vil ég spyrja: Hvers var sökin, ef ég hefði ekið á kon- una? Varðar ekki sektum eða kannske öðru verra, að óhlýðn- ast lögreglunni, en það gerði ég með því að stöðva bílinn og forða þannig konunni frá meiðslum, eða átti konan sök- ina, ef illa hefði farið. — Mér finnst hljóta að liggja í augum uppi að bendingar lögreglu- þjónsins eigi að gilda jafnt fyrir alla vegfarendur, þegar hann er kominn í svona stöðu, en um- ferðastrikin á götunum gildi að- eins þegar enginn lögregluþjónn stjói’nar umferðinni. Ef svo er, tel ég alveg nauðsynlegt, að gangandi fólki sé gert fyllilega ljóst, að þegar lögreglan bendir eigi að hlýða, og ef það er ekki gert ættu sektarákvæði að gilda jafnt fyrir gangandi fólk sem ökumenn. Egill Jóhannsson, skipstjóri. | Kjördæmísþing Framsóknar- | 1 ntanna í Norðurl.kjörd. vestra | FRAMSÓKNARMENN í Norð- urlandskjördæmi vestra héldu kjördæmisþing sitt í Húnaveri hinn 2. september sl. Á þinginu mættu um 40 fulltrúar frá flokksfélögunum, formenn þeirra, alþingismenn flokksins í kjördæminu og nokkrir gestir. Forseti þirigsins var kjörinn Hermann Jónsson frá; Yzta-Mói og þingritarar Konráð Gíslason frá Frostastöðum og Gunnar Sigurðsson frá Hvammstanga. í upphafi gerði stjórnin grein fyrir störfurp sínum á liðnu starfsári og, útgáfu Einherja, sem er málgagn Framsóknar- manna í kjördæminu.; Urðu all- miklar umræður ' um stárfsemi sambandsins bg ríktii mikill á- hugi og einhugur á þinginu um, að efla flokksstarfið sem meSt, vegna væntanlegra kbsnmga. Alþingismennirnir Ólafur Jó- hannesson, Björn Pálsson og Skúli Guðmundsson; o'g ' Jóh Kjartansson, varaþirigmaðúr, fluttu allir stutt erindi á. þing- inu, og fjölluðu um almenn stjórnmál, og sérmálefni kjör- dæmisins. Miklar umræður urðu síðan um þessi mál og var sér- staklega rætt um rafmagnsmál og samgöngumál kjördæmisins, en rriálum þessum er að mörgu leyti illa komið í kjördæminu, og voru samþykktar ályktanir um þessi mál meðal annarra. Nokkrar skipulagsbreytingar voru gerðar á sambandinu, m.a. var fjölgað í stjórn sambandsins og var bætt við 4 stjórnarmönn- um, sem skyldu vera frá félög- um ungra manna í kjördæminu. Enrifremur var blaðstjórn sam- bandsins endurskipulögð og ýmis nýbreytni tekin upp í sam- bandi við fjármál sambandsins. Á þinginu var kosin nefnd til að ákveða framboð flokksins við næstu Alþingiskosningar. í stjórn fyrir næsta ár voru kosnir: Guðmundur Jónasson, -Ási, formaður, Jóhann Þor- valdsson, Siglufirði, ritari, Gúst- af Halldórsson, Hvammstanga, gjaldkeri, og meðstjórnendur Guttormur Óskarsson, Sauðár- króki, og Magnús Gíslason, Frostastöðum. Voru allir þessir menn endurkjörnir. Ennfremur voru kosnir fyrir unga Fram- sóknarmenn þeir Gunnar Odds- son úr Skagafirði, Páll Péturs- son úr A.-Húnavatnssýslu, Bogi Sigurbjörnsson úr Siglufirði og Brynjólfur Sveinbergsson úrV- Húnavatnssýslu. í varastjórn voru kosnir Ólaf- ur Sverrisson, A.-Hún., Haukur Sigurjónsson, V.-Hún., Níels Hermannsson og Magnús Sigur- jónsson, Skagafirði, , og Guð- mundur Jónasson, Siglufirði. Fyrir unga Framsóknarmenn voru kosnir Jón Óskarsson, Skagafii-ði, Pétur Sigurðsson, A.-Hún., Helgi Valdimarsson, V.-Hún. og Benédikt Sigurjóns- son, Siglufirði., NOKKRAR ÁLYKTANIR ÞINGSINS. I. Efnahagsbandalagið. Aðalfundur Kjördæmissam- bands Fi-amsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra lýsir yfir emdregnu fylgi við þá stefnu, sem Framsóknarflokk- urinn hefur tekið varðandi af- stöðu íslands til Efnahagsbanda- lagsins. Sérstaklega telur fund- urinn, að ekki komi til mála, að útlendingum verði veitt neins konar réttindi til fiskveiða í landhelgi, eða að íslendingar af- sali sér ákvörðunarvaldi um það, hverjir megi stofna til at- vinnurekstrar hér á landi. Jafn- framt vill fundurinn að gefnu tilefni taka fram, að hann telur allar samningaviðræður um hugsanleg tengsl við Efnahags- bandalagið ótímabærar og var- hugaverðar á þessu stigi, og lít- ur svo á, að þjóðaratkvæða- greiðsla eigi að fara fram áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um þetta mikilvæga mál. II. Mál unga fólksins. Þar sem ráðstafanir núverandi ríkisstjórnar á efnahags- og fjármálum hafa aukið gífurlega kostnað við stofnun heimila og atvinnurekstrar, telur fundur- inn óhjákvæmilegt, að gerðar verði séfstakar ráðstafanir til lækkunar á byggingarkostnaði og til að gera fólki mögulegt að afla tækja til atvinnurekstrar, m. a. með lækkun tolla og sölu- skatts. Er í því sambandi t. d. bent á riauðsyn þess, að aflétt verði þeim miklu og ranglátu gjöldum, sem nú eru lögð á heimilisdráttarvélar og fleiri tæki, sem landbúnaðurinn getur ekki án verið. Þá telur fundur- inn og brýna nauðsyn bera til þess, að frumbýlingum gefist kostur á hagkvæmum lánum til bústofns- og vélakaupa. III. Um raforkumál. Fundurinn leggur áherzlu á, að haldið verði áfram fram- kvæmdum við rafvæðingu landsins. Á þessu ári verði lok- ið áætlunum um ný orkuver, aðalorkuveitur og dreifilínur um sveitir, er miðist við það, að öll heimili hafi fengið rafmagn fyrir árslok 1968. Rafmagnsþörf sveitaheimila verði fullnægt með samveitum að svo miklu leyti sem mögulegt er, en að- stoð veitt til að koma upp einka- stöðvum fyrir þau heimili, sem eru svo mjög afskekkt, að ekki þykir fært að leggja raflínur til þeirra, og sé aðstoðin ákveðin með hliðsjón af þeim opinbera stuðningi, sem heimilin á sam- veitusvæðunum njóta. Ríkis- framlög til raforkusjóðs og nýrra raforkuframkvæmda séu aukin, en þau eru minni nú en fyrir 4 árum, þrátt fyrir aukinn framkvæmdakostnað. Þá telur fundurinn rétt, að orka frá raf- veitum ríkisins verði seld sama verði um land allt. Fundurinn bendir á, að æski- legt sé, að fyrsta stórvirkjun fallvatna hér á landi með stór- iðju fyrir augum verði staðsett á Norðurlandi, meðal annars til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. 4 IV. Samgöngumál. Þar sem fjárveitingar til sam- göngubóta eru nú langtum minni hluti af ríkistekjunum en áður var, en framkvæmdaþörfin sívaxandi, skorar fundurinn á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því á Alþingi, að fjárframlög til vega- og brúar- gerða verði aukin mjög veru- lega þegar á næsta ári. Þá leggur fundurinn sérstak- lega áherzlu á, að frumvarp til laga um lántöku vegna Siglu- fjarðarvegar ytrl (Strákavegar), sem flutt var á síðasta þingi, sbr. þingskjal 548, verði sam- þykkt á næsta Alþingi. V. Verðlagsmál landbúnaðarins. Fundurinn leggur áherzlu á, að við verðlagningu landbúnað- (Framhald á bls. 7.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.