Dagur - 06.10.1962, Blaðsíða 7

Dagur - 06.10.1962, Blaðsíða 7
7 (Framhald af bls. 1) troðfull, enda nemendur skól- ans nálega 590 talsins í vetur. Setningarathöfnin hófst með því að séra Birgir Snæbjörns- son flutti bæn. Jóhann Frímann skólastjóri flutti síðan setning- arræðuna. Meðal ar.r.ars minnt- ist hann sérstaklega tveggja lót inna manna, þeirra Erlings Frið jónssonar, sem var einn af hvatamönnum að stofnun skól- ans, og Konráðs Vilhjálmsson- ar, sem lengi var kennari skól- ans. Áskell Jónsson stjórnaði söng og lék undir á orgel kirkj- unnar. Gagnfi-æðaskóli Akureyrar starfar í 22 bekkjadeildum, þar af eru 6 verknómsdeildir. Kenn arar eru 33, þar af 9 stundakenn arar. Kennaraskipti hafa orðið á þann veg, að Árni Jónsson, og Þórður Gunnarsson starfa nú sem stundakennarar en voru fastir kennarar og Bernharð Haraldsson hverfur til frekara háskólanáms. Nýir, fastir kenn- arar eru Jónina Helgadóttir, Einar Helgason og Héðinn Jóns son. Nýr stundakenr.ari er Jens- ína Jensdóttir. Hafin er bygging síðasta á- fanga skólans. Skólinn leigir 4 stofur út í bæ, til að bæta úr brýnustu húsnæðisvandræðum í bráð. Húsnæðisvandræði skól- ans eru tilfirmanleg. Hins vegar vantar ekki kennara við skól- ann. Barnaskóli Akureyrar. Barnaskóli Akureyrar var settur á mánudaginn af skóla- stjcranum Hannesi J. Magnús- syni, séra Pétur Sigurgeirsson flutti bæn og skólakórinn söng undir stjórn Birgis Helgasonar. Nemendur eru 775 eða litlu fleiri en í fyrra. Nýir, fastir kennarar eru: Baldvin Bjarnason, Guðný Matt híasdóttir og Aðalsteinn Vest- mann, í stað Einars Helgasonar, Arndísar Karlsdóttur, Jensínu Jensdóttur og Steinunnar Da- víðsdóttur, sem hverfa frá skól- anum. Þá hefur Ólöf Friðriks- dóttú' verið ráðin hj.úkrunar- kóna‘ í sta'Ö Guðnýjar Magnús- dóttur, sem sagði upp. í septembermánuði dvaldi Ingibjöi-g Stephensen talkenn- ari í skólanum og hjálpaði börn um sem stama eða hafa aðra málgalla. Bar starf hennar góð- an árangur. . r Oddeyrarsltólinn. Oddeyrarskólinn var settur á mánudaginn, af Eiríki Sigurðs- syni skólastjóra. Skólabörn eru í 13 deildum og eru 345 talsins. Frá skólanum hverfa þessir kennai’ar: Stefán Aðalsteinsson, Guðleifur Guðmundsson og Hulda Árnadóttir. Nýir kenn- arar: Arnfríður Jónsdóttir, Ei- ríkur Jór.sson og Svanhildur Þorsteinsdóttir. Eva Hjálmars- dóttir heíur verið ráðin hjúkr- unarkona í stað Guðrúnar Þor- steinsdóttur. í vetur verða notaðar 3 kennslustofur í nýju bygging- unni, og gerir sú viðbót þrí- setningu í kennslustofum ó- þarfa. Og nú loks fá kennarar skólans sérstaka kennarastofu. Glerárhverfisskólinn. Hjörtur L. Jónsson skóla- stjóri setti Glerárhverfisskól- ann á mánudaginn. í skólanum eru 108 börn. Kennaralið er ó- breytt, að öðru leyti en því, að handavinnu stúlkna kennir nú Margrét Ásgrímsdóttir í stað Huldu Árnadóttur. I skólasetningarræðu sinni minntist Hjörtur Þorgerðar Jónsdóttur og Svövu Skafta- dóttur, sem báðar létust á ár- inu, en voru kennarar við Gler- árhverfisskóla. -> Frá Eimskipafélagi r Islands (Framhald af bls. 8.) „Dettifoss“ ferma vörur í Nevv York, Rotterdam og Hamborg og flytja þær til hafna úti á landi án umhleðslu í Reykjavík. Þessi skip, sem koma til lands- ins um næstu mánaðamót, munu afferma vörur á höfnum úti á landi, eftir því sem þörf krefur og samkvæmt síðari á- kvörðum. Skrásetning vara, tíl ákvörð- unarhafna í stað þess sem oft hefur tíðkazt áður að skrá vör- mun auka v * 'iná' skiþ- um beint frá erlendum höfnum til hafna úti á landi og komast þar með hjá kostnaði og töfum sem óhjákvæmilega orsakast við umhleðslu vörunnar í Reykjavík. Hf. Eimskipafélag íslands. Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur vinarhug, samúð og hjáip við and- lát og jarðarför HÓLMFRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR frá Melum, Dalvík. Börn, tengdabörn og bamabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNINNU SIGURÐARDÓTTUR, matreiðslukonu. Aðstandendur. - Æskuvenidarstarf (Framhald af bls. 2) lýðsstarfsemi borgarinnar, þar sem ríkisstyrkurinn hrekkur ekki til. Þessi áskorun hefði gjarnan mátt vera enn ákveðn- ari, segir ritstjórinn. Málefni þetta hefur verið rakið og rök- stutt fyrir augliti ríkisstjórnar- innar, sem síðan hefur látið semja fallega stefnuskrá um, hvað gera skuii. En fjárveiting- in hrekkur ekki til neinna raun- verulegra framkvæmda. Því að eigi æskulýðsstarfsemin að vera jákvæð á starfrænum vettvangi og annað og meira en falleg skrúðmælgi undir veizluborð- um, þarf ríflegan skerf bæði fjár og framkvæmda! Borgaræskan hefur lagt sig mjög fram um að verða sjálf- bjarga. Sumum félögum hefur tekizt að byggja á traustum grundvelli. Þeim vegnar vel. Onnur berjast í bökkum sökum þess, að þeim hefur ekki tekizt að reka starfsemi sína þannig fjárhagslega, að hún nái nægi- lega traustum tökum á hugum æskulýðsins. Sum félög fá stuðning samborgara sinna, sem vinna að áþekkum hugðarmál- um, önnur ekki. En hér er jarð- vegur og ræktunarskilyrði fyrir æskulýðsstarfsemi á þjóðlegum og menningarlegum grundvelli, bæði í borg og sveit!----- Það ætti að vera takmark æskulýðsvina bæja og borga, að beita sér fyrir víðtækri menn- ingarlegri æskulýðs'starfsemi, er safnað gæti og sameinað þann æskulýð, sem nú telur sig „heim- ilislausan“ í borgum vorum, seg- ir ritstjórinn ennfremur í at- hugasemdum sínum. Ekki sök- um þess, að þetta sé sá hluti æskulýðsins, sem sérstaklega valdi þeim vandamálum, sem stjórnarvöld vor eiga nú við að stríða, heldur sökum þess, hve æskilegt það er og nauðsynlegt, að skapa betri og traustari æskulýð í borgum vorum, æsku- lýð, sem greinilega reynist já- kvæður í starfi og lífi, æskulýð, sem nefnir skríl og ruslaralýð réttu nafni, en telur þá ekki hetjur. — Og er á reynir, er þetta eina leiðin, sem liggur að heilbrigðu marki æskulífsins og lífsins yfirleitt. Uj-í-- Helgi Vaitýsson. - Arni jóhaimesson (Framhald af bls. 5.) ins. Hitt er þó enn meira um vert, ef takast má að efla vel- ferð og menningu þeirrar sveit- ar. Hvergi hafa framíarir orðið meiri eða örari í landbúnaðin- um en í þessari sveit síðustu áratugina, og hefur Árni átt drjúgan þátt í þessari fram- vindu bæði sem ötull liðsmað- ur og forráðamaður sveitar sinnar. Eyfirðingar og Öngulsstaða- hreppsbúar sérstaklega, þakka honum ágæt störf á liðnum ár- um og árna honum og fjöl- skyldu hans allrar blessunar í framtíðinni. I MÖÐRUVELLIB í Hörgárdal: Áður auglýst messa verður sunnudaginn 14. okt. kl. 2 e. h. Sóknarnefndin. MUNKAÞVERARKIRKJA. Á- heit frá ónefndum kr. 50.00. Með þökkum móttekið. Sókn- arprestur. SAFNVÖRÐUR Norðlenzka bygððasafnsins á Akureyri hefur beðið blaðið fyrir beztu þakkir til allra hlutaðeigenda, fyrir góðar móttökur á safn- feroum, svo og fyrir afhend- ingu og heimsendingu gam- alla muna. LESSTOFA -Ísíenzk - ameríska félagsins, Geislagötu 5, Akur- eyri. — Útlán á bókum, blöð- um og hljómplötum: mánud. og föstud. kl. 6—8 síðd., þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7.30—10 síðd. og laugard. kl. '4—7 síðdegis. - íÞRÓTTIR (Framhald áf bls. 2) Kúluvarp kvenna: 1. Erla Óskarsdóttir, HSÞ, 9.91 m. 2. Ragnheiður Pálsdóttir, HSK, 9.32 m. 3. Fríður Guðmundsdóttir, ÍR, 8.83 m. Spjótkast kvenna: 1. Elísabet Brandsdóttir, ÍR, 25.44 m. 2. Dröfn Guðmundsdóttir, Á, 23.40 m. 3. Fríðui’ Guðmundsdóttir, ÍR, 18.26 m. 100 m. hlaup kvcnna: 1. Guðlaug Steingrímsdóttir, USAH, 13.6 sek. 2. Helga ívarsdóttir, HSK, 14.0 sek. 3. Herdís Halldórsdóttir, HSÞ, 14.4 sek. 200 m. hlaup kvenna: 1. Guðlaug Steingrímsdóttir, USAH, 28.1 sek. 2. Valgerður Guðmundsdóttir, USAH, 28.9 sék. 3. Pálína Hjartardóttir, Á, 29.9 sek. 80 m. grindahlaup kvenna: 1. Sigríður Sigurðardóttir, ÍR, 14.8 sek. 2. Gúðlaug Steingrímsdóttir, USAH, 15.1 sek. 3. Jytta Moestrup, ÍR, 15.4 sek. 4x100 m. boðhlaup kvenna: 1. A-sveit USAH, 56.9 sek. 2. A-sveit UMSE, 57.3 — 3. A-sveit HSK, 57.4 — Hvítar, broderaðar B L Ú S S U R koma um helgina. VERZLUNIN DRÍFA Sími 1521 SPENNU- BOMSUR frá nr. 34—4ö. SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F. AUGLÝSINGAVERÐ hækkar. Vegna hins aukna prentkostn aðar, mun vei'ð á auglýsing- um hækka frá og með næsta blaði í kr. 30.00 pr. dálkssenti- meter. Afsláttarreglur verða þær sömu og áður. BIFREIÐIN A—39 Opel Record 1955, er til sölu. Vel með farin. Sigm. Bjömsson. Sími 1056. TAPAZT HEFUR svart karlmannsveski með merkinu BP utan á. Finnandi r insamlega geri viðvart í síma 2614, gegn fundarlaunum. Bændur athugið! GIRÐINGAR- STAURAR til sölu. Upplýsingar gefur Auðunn Eiríksson, Raufarhöfn. GÍTARMAGNARI með fulíkomnum víbra- tor til sölu. Upplýsingar í Glerárgötu 1, að norðan. VEIÐIMENN! Sem nýr Bruno-rifill, Gal. 22, til sölu. Tækifærisverð. Uppl. í síma 2580. TIL SÖLU: Revere-segulbándstæki í mjög góðu lagi. Uppl. í síma 1908. EIERBERGI Stúlka getur fengið herbergi í Sólvöllum 17, efstu hæð. VATTERUÐU KOMNIR AFTUR MARKAÐURINN Sími 1261 Benjamín Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.