Dagur - 24.10.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 24.10.1962, Blaðsíða 4
4 5 Dagur BAGGINN ER KOMINN ÚR REIPUNUM FRAMSÓKNARMENN héldu því fram í árslokin 1959, þegar núverandi ríkis- stjórn tók til starfa, að engar líkur væru til þess, að hægt væri að koma viðunandi skipulagi á efnahagsmál þjóðarinnar, nema með víðtæku samstarfi stjóm- málaflokka þeirra, er sæti áttu á Al- þingi. Lögðu Framsóknarmenn til, að kos in yrði þingncfnd, sem í væru tveir menn frá hverjum þingflokki. Sú nefnd hefði það verkefni að gera á þinginu 1959—’60 tillögur um lausn efnahagsmál- anna fyrir árið 1960, og starfa síðan á- fram til að skila tillögum um frambúð- arskipulag málanna til þingsins, er kærtli saman haustið 1960. Stjómarflokkamir blésu á þessa til- lögu. Þeir voru „hátt uppi“ eftir kosningam- ar og kjördæmabreytinguna 1959. Þeir höfðu mjög nauman meirihluta á Al- þingi, — og vafasamt var, að þeir hefðu meirihluta hjá þjóðinni, af því að þeir höfðu boðað aðra stefnu í kosningunum en þeir tóku upp eftir þær. En samt hugðust þeir stjórna með einræðislegu valdi og hlustuðu í engu á tillögur ann- arra. „Vér einir vitum og höfum valdið'* mátti segja að væri kjörorð þeirra. Þeir sögðust með hagfræðingum sín- um hafa fundið „formúlur“ sem leystu allan efnahagslegan vanda þjóðarinnar eftir stutta stund: Ríkisútgjöldin lækka. Dýrtíðin hverf- ur eins og dögg fyrir sólu. Skuldir þjóð- arinnar við útlönd breytast í innstæður. Vinnufriður ríkir. Allir una glaðir við sitt. Bíðið augnablik, þá kemur þetta! Augnablikið er orðið áð nálega þrem- ur árum. Nú er svo komið, að fjárlög ríkisins eru, að heildarútgjöldum, orðin 2 mill- jarðar og 126 milljónir eða 1 milljarð og 244 millj. kr. hærri en þau vom 1958. Skuldir þjóðarinnar við útlönd hafa stórlega hækkað. Dýrtíðin hefur magnazt, svo að mælt með gömlu vísitölunni hefur hún lilaup- ið upp um full 80 stig. Verklýðsfélögin segja hvert á fætur öðm upp samningum. Starfsmenn ríkis og bæja samþykkja að krefjast meiri kjarabóta en heyrzt hef ur fyrr. Síldveiðiflotinn fer ekki á veiðar við Suðurland fyrir ágreiningi um kjör — og er talið, að sú stöðvun kosti þjóðar- búið fimm milljónir króna á dag. Bændurnir telja sig harðast leikna allra stétta af stjórnarvöldunum, — og hafa vafalaust rétt fyrir sér. Ríkisstjómin veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hún hefur misst bagga sinn svona gjörsamlega úr reipunum. ,jFormúlur“ hennar og hagfræðinga hennar hafa brugðizt hrapallega. Þó hafa aflabrögð úr sjó verið meiri en nokkru sinni. Ávinning þess mikla góðæris hef- ur þjóðin að alltof miklu leyti farið á mis við vegna stjómarfarsins. Fjármálakerfið er allt úr skorðum. — Grundvöllurinn, sem var fyrir hendi, til þess að byggja efnaliagsaðgerðir á 1959, ef skynsamlega hefði verið að unnið, er eyðilagður. V.-___________________________________^ Jökulsárvirkjun - Búrfellsvirkjun STÓRVIRKJUN fallvatna á ís- landi hefur verið nokkuð á dag- skrá í seinni tíð. Gætir þar ó- líkra sjónarmiða. Sterkar líkur benda til, að raforku megi fram leiða hér á landi ódýrari en víða annars staðar, er sú aðstaða þung á metunum. Þjóðinni fjölg ar ört. íbúatalan tvöfaldast á fjórum áratugum. Ur skauti hafsins náum við óhemju magni af dýrmætu hráefni (síldin), en skortir tækni, til að gera það að vérðmætri og eftirsóttri vöru. Til þess vantar okkur raforku meðal annars. Ódýr raforka ger ir stóriðju mögulega hér einnig úr erlendu hráefni. Á verkfræð- ingaráðstefnunni s.l. vor taldi Baldur Líndal éfnaverkfræðing- ur fram yfir tuttugu möguleika til stóriðju hér á landi, sem mundu bera sig betur hér en annars staðar. Sumir telja þó enn, með aukinni ræktun, veiði og smáiðnaði megi skapa aukið verksvið, er samsvari fólksfjölg- uninni. Þetta er vafasamt. Inn- lendur markaður fyrir ræktun- arafurðir er og verður takmark aður, og hæpið mun að reikna þar með arðbærum útflutningi. Sama máli gegnir með smáiðn- aðinn, hann hlýtur aðallega að miðast við innlendan markað. Aukin sjávarveiði er hugsanleg. Margir telja þó, að hér sé þegar orðin ofveiði. Vatnsaflið og jarð hitinn eru varanlegustu auðlind ir íslands. Því ekki að færa sér þær í nyt? Til stórvirkjunar og stóriðju þarf mikið fjármagn á okkar mælikvarða, og eru allar fram- kvæmdir í því efni óhugsandi, nema með erlendu fjármagni að mestu leyti. Þróun heimsmál- anna bendir hinsvegar til þess, að framböð á erlendu fjármagni muni fara vaxandi. Og þá verð- ur það þungamiðja þessa máls, að ísland kunni að semja. Ekki má annað koma til greina, en að ríkið sjálft eigi orkuverin. Hinsvegar verður sennilega að fallast á, að fyrstu iðjuverin verði að verulegu leyti eign er- lendra aðila. En ótvíræða heim- ild þurfa íslendingar að eiga, til þess að yfirtaka iðjuverin, er tímar líða. í apríl s.l. var haldin í Reykja vík ráðstefna íslenzkra verk- fræðinga, eins og áður er að vikið. Voru þar flutt af sérfróð- um mönnum athyglisverð er- indi um tæknimál íslands og fræðilegar niðurstöður þeirra rannsókna, sem gerðar hafa ver- ið á möguleikum landsins. Sig- urður Thoroddsen verkfræðing- ur hefur gert frumdrög að skrá yfir tæknilega virkjanlegt vatns afl hér á landi, en Eiríkur Briem rafmagnsverkfræðingur samið kostnaðaráætlanir um nokkrar helztu virkjanirnar. Tvær stærstu mögulegar virkj- anir hér á landi, sem jafnframt mundu gefa ódýrasta orku telur hann vera virkjun þriggja fossa í Jokulsá á Fjöllum, Dettifoss- virkjun og virkjun í Þjórsá, kennd við Búrfell. Eftir áætlunum Eiríks Briem reiknast orkan við stöðvarvegg á Búrfellsvirkjun 9.7 au/kwst, en hjá Dettifossvirkjun 10.5 au /kwst. Spennistöð við hvora virkjun og háspennulínur, frá Búrfellsvirkjun til Reykjavíkur, en frá Dettifossvirkjun til Deg- verðareyrar hækka orkuverðið frá Búrfellsvirkj. í 13 au/kwst en frá Dettifossvirkjun í 14 au /kwst, en í áætlun verkfræð- ingsins er gert ráð fyrir iðjuver um við stórskipahafnir á þess- um stöðum. Vart mun koma til greina fyrir Búrfellsvirkjun hag stæðari útflutningshöfn en Reykjavík eða grennd. Hinsveg- ar kemur mörgum það ókunn- uglega fyrir sjónir, ef flytja þarf orkuna frá Dettifossi alla leið til Dagverðareyrar vestan Eyja- fjarðar yfir háfjöll og sjó. Stytt og bætt leið fyrir Dettifossork- una mundi lækka verð hennar verulega og þarmeð breyta verð hlutfallinu milli þessara tveggja orkuvera. Ég hef reynt að gera mér grein fyrir þeirri lækkun, sem verða mundi, ef Dettifossorkan yrði leidd til einhverrar af þrem BJÖRN HARALDSSON hugsanlegum stórskipahöfnum í nágrenni virkjunarinnar, Fjall hafnar (39 km), Húsavíkur (50 km) eða Leirhafnar (65 km). Ég miða við 220 kv tréstólpalín- ur eins og áætlaðar eru milli Búrfells og Reykjavíkur. Af er- indi EB verður ekki séð, hve langa hann telur þá leið. Mér mælist bein lína þar á milli 101,5 km, en jafn hagstæða og leiðirnar þrjár frá Dettifoss- stöðinni, tel ég þessa leið vera 110 km. Ef EB miðar sína áætl- un við svipaða vegalengd, en hann áætlar línurnar frá Búr- fellsvirkjun 138 millj. kr., lítur dæmið um orkuflutning frá Dettifossvirkjun þannig út. Til höfn. Hér við bætist svo það, að minna orkutap vegna styttri flutningsleiðar lækkar verð ork unnar enn meira. Skal nú vikið að inntökuskil- yrðum á umræddum þrem stöð um. Innan við Fjallhöfnina er stórt vatn eða lón með stuttu afrennsli til sjávar. Sandbára er á milli lónsins og sjávarins, og botn lónsins er einnig auðfar- inn. Sléttlendi er þarna mikið, nægilegt vatn og ótakmarkað byggingarefni (sjávarsandur og möl). Höfnin í Húsavík er of grunn fyrir 10 þús. tonna skip, en mögulegt er talið að dýpka hana. Hagstætt land fyrir alúm iníumverksmiðju er ekki íast við höfniria, en er til í viðun- andi fjarlægð. Leirhöfn virðist hafa margt til síns ágætis. Flatarmál henn- ar er um 2 km-. Varin er hún fyrir hafsjóum af skerjum og grynningum. Innsiglinguna þarf að dýpka og höfnina að ein- hverju leyti. Efnið sem þarf að hafa er leir, sandur og möl. Hvorki skortir þarna sléttlendi til athafna, byggingarefni né vatn. Fagleg athugun á hafnarskil- yrðum í Fjallhöfn mun engin hafa verið gerð, en Leirhöfn hefur verið lítillega athuguð. Engin kostnaðaráætlun mun vera til um hafnargerð á þess- um stöðum. Enn má á það .benda, að Rauf arhöfn gæti einnig komið til at- hugunar sem viðtökustöð Detti fossorkunnar. Lpiðin þangað er um 70 km. Hversvegna er þessum mögu- leika enginn gaumur gefinn? Dettifossfundurinn á Akur- eyri var haldinn 8. júlí s. 1. Það var fulltrúafundur allra sýslufélaga og kaupstaða í tveim landsfjórðungum. Fundar sókn var með ágætum. Fundur- inn fjallaði um virkjun Jökuls- ár á fjöllum. Á fundi þessum mættu, auk fulltrúa, flestir þing menn Norður- og Austurlands, en auk þess tveir opinberir starfsmenn, sendimenn að sunn an, raforkumálastjóri Jakob Gíslason og formaður svokall- Dagv.eyri Fjallh. Húsavík Leirh. Spennistoð við virkjun niillj. kr. 39 39 39 39 Háspennulínur millj. kr. 104 49 63 81 Sæstrengur Háspennuteinar, línu- millj. kr. 17 rofar í viðtökuenda millj. kr. 6 6 6 6 millj. kr. 166 94 108 126 Ófyrirséð verkfræðistörí, vextir o. s. frv. 50 % millj. kr. 83 47 54 63 millj. kr. 249 141 162 189 Rekstrarfé og varavextir 8,5% millj. kr. 21 12 14 16 Fjárförf millj. kr. 270 153 176 205 samanburðar tek ég áætlun EB um línuna til Dagverðareyrar. Eftir útreikningi EB kostaði orkuflutningurinn frá Dettifoss- virkjun til Dagverðareyrar 270 millj. kr. og hækkaði orkuverð- ið úr 10,5 í 14 au/kwst. eða um 3,5 au/kwst. Miðað við þessar tölur hækkar orkuverðið til Fjallhafnar vegna flutnings urn 1,9 au. og verður 12,4 au/kwst., til Húsavíkur um 2,3 au. og verður 12,8 au/kwst. og til Leir hafnar um 2,7 au. og verður 13,2 au/kwst. Hefur þá „bagga- munurinn“ milli Dettifossork- unnar og Búrfellsorkunnar snú- ist við, miðað við Fjallhöfn og Húsavík og nálega jafnast í Leir aðrar stóriðjunefndar dr. Jó- hannes Nordal bankastjóri. Sendimennirnir fluttu á fund- inum löng erindi, minna fræð- andi um Dettifossvirkjun en búast mátti við, en meira um annað efni. Þeir eyddu miklum tíma í að tala um aðra stórvirkj un, Búrfellsvirkjun í Þjórsá, sýna fram á ágæti hennar fram yfir Dettifossvirkjun. Menn þessir töluðu af myndugleika sérfræðinnar. Var þeim litlu svarað í umræðunum. En svar- ið kom í fundarlok. Samþykkt- ir fundarins voru skýlaus and- mæli gegn ályktunum sérfræð- inganna. Fundurinn skoraði á þing og stjórn að láta fullgera án tafai' rannsókn Jökulsárvirkj unar og hefja undirbúning að framkvæmdum. Ennfremur hét fundurinn á íbúa Norðurlands og Austurlands að mynda órjúf andi samstöðu um málið. Hinir opinberu sendimenn héldu því fram á Akureyrar- fundinum, að orka frá Dettifoss virkjun yrði 25% dýrari en frá Búrfellsvirkjun. — Álit sitt byggðu þeir, að því er virtist, á þremur atriðum. í fyrsta lagi: Eiríkur Briem hafði áætlað Dettifossorkuna 14 au kwst, einum eyri dýrari en Búrfellsorkuna. Þessi verð- munur er næstum 8%. Sýnt hef ur verið fram á það hér að framan, að þessi munur kunni enginn að verða, nema þá ef til vill á öfuga hlið. í öðru lagi: Til þess að hægt sé að reka aluminíumverk- smiðju þarf handbæra vara- orku, ef orkuverið kynni að bila. Slíka varaorku mætti fá fyrir sunnan að hálfu frá sam- tengdum aðalveitum ríkisins, með því að taka upp rafmagns- skömmtun til neytenda. Fyrir norðan yrði slíku ekki við kom- ið, heldur þyrfti þar að byggja öfluga og dýra rafmagnsstöð, til að gegna þessu hlutverki. Það er án efa rétt hjá sérfræðingun- um, að þörf er á varaorku við aluminíumgerð. En mundi ekki mega leysa þá þörf nákvæmlega á sama hátt fyrir norðan og sunnan, það er, með varaorku frá samtengdum aðalveitum rík isins. Áætlun um að tengja sam an allar aðalveitur ríkisins hef- ur lengi verið á döfinni hjá raf- orkumálastjóm, og hefur al- menningur tekið þá áætlun trú- anlega. En úr því slík samteng- ing hefur verið talin sjálfsögð, áður en stórvirkjun kom til sög unnar, æti hún ekki síður af vera það eftir að hún fær tví- þættan tilgang . Þriðja atriðið, sem 25% sér- fræðinganna voru reist á, var vatnsmiðlun við Selfoss. Sigurð ur Thoroddsen gerir ráð fyrir vatnsmiðlun við Selfoss, efsta fossinn í Jökulsá, og á hún að þjóna fyrirhuguðum tveim virkjunum í Jökulsá. Ekki veit ég hve hátt þessi miðlun er áætluð, en Eiríkur Briem mun hafa skipt kostnaðinum á þess- ar tvær virkjanir, og virðist það eðlilegt. Sérfræðingarnir fundu nú upp á því á Akureyr- ai'fundinum að færa þennan kostnað allan á Dettifossvirkj- un, þar sem enginn vissi hvort eða hvenær neðri virkjunin yrði gerð, þannig náðust 25 prósentin. Ráðin til þess eru þrjú: Ur því ekki varð hjá því komizt að flytja Búrfellsorkuna á annað hundrað km, þá að flytja Dettifossorkuna jafn langt og torfærari leið. Felld skal niður tenging orkuvera ríkisins, nema að því leyti, sem hentar fyrir Búrfellsvirkjun. Þá kemur Dettifossvirkjun til með að leggja í mikinn kostnað vegna varaorku. Lokaráðið er svo að færa á Dettifossvirkjun kostnað, sem tilheyrir annarri virkjun. Allt er þegar þrennt er. Hverjum þjóna slík vinnu- brögð? Með upprifjun á fáum atriðum úr stórvirkjunarsögu íslands, kann að vera unnt að ráða eitthvað í það. Fyrir nokkrum árum var á vegum raforkumálastjórnar haf in rannsókn á virkjunarmögu- leikum í Jökuls á Fjöllum. Til þess að herða á því máli sam- þykkti Alþingi hinn 22. marz 1961 svolátandi ályktun ein- róma: „Alþingi skorar á ríkisstjórn- ina að láta hraða gerð fullnaðar áætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum og athugun á hagnýt ingu orkunnar til framleiðslu á útflutningsvöru og úrræðum til fjáröflunar í því sambandi.“ Tilgangur þessarar ákveðnu viljayfirlýsingar Alþingis er auðsær, sömuleiðis orsök henn ar. Þær athuganir, sem þá höfðu farið fram á skilyrðum við Jökulsá lofuðu góðum árangri, og Alþingi mælir svo fyrir, að þeim skuli hraðað svo sem verða má. En hvað skeður? Rannsóknir við Jökulsá eru felldar niður sumarið 1961 og allt til ágústmánaðar 1962. Á þessum tíma stofnar ríkisstjóm in hinsvegar til rannsókna og tilrauna-við Þjórsá, án fyrir- mæla frá Alþingi, sem að sögn mun kosta ríkissjóð nokkra tugi milljóna. Samið er við am- eríkst verkfræðifirma um fram kvæmd rannsókna þessara. Sagt er að 70—100 manns, með mikinn vélakost, hafi unnið að þeim í allt sumar. Það virðist svo, að ályktun Alþingis 22. marz f. á. um að hraða rannsókn og öðrum und- irbúningi Jökulsárvirkjunar, hafi hrundið af stað öllum þess um ósköpum. Eitthvað mikið liggur við. Rannsóknum við Jökulsá er hætt, þegar aðeins er eftir að reka smiðshöggið á þær, en fyrirsjáanlegt að niður stöður muni vera hagstæðar. Hafin er hamslaus leit að mót- vægi hinnar norðlenzku virkj- unar. Var hér einhver hætta á ferðum, og hvað var í hættu? Voru það kannski hagsmunir Stór-Reykjavíkur? Þurfti hún endilega að fá fyrstu stórvirkj- un á íslandi? Voru hinir opin- beru fulltrúar sendir á Akur- eyrarfundinn, til þess að tefla fram málstað Stór-Reykjavík- ur móti málstað Norður- og Austurlands? Á Akureyrarfundinum var raforkumálastjóri að því spurð- ur, hve langt væri komið rann sóknum við Dettifoss og við Búrfell og hverju sætti sá mikli viðbúnaður, sem nú væri í Þjórsárdal. Efnislega var svar hans á þessa leið. Skilyrði við Jökulsá er auðvelt að meta. Gljúfrin kynna jarðmyndunina. Þarna er bergið samfellt og hart og auðvelt að reikna út hvað það kostar að gera þar vatns- veg neðanjarðar. Um aðstöðu við Búrfell gegnir öðru máli. Þar er jarðvegur laus í sér og seinlegt að rannsaka virkjunar- möguleika. Þrátt fyrir þær til- raunir, sem þar fara fram nú og standa munu fram á haust, verð ur athugunum þar ekki lengra komið þá en nú er við Dettifoss. Fréttir frá Þjórsá staðfesta mjög þessi ummæli. Þar hafa staðið yfir í sumar lótlausar bor anir, til að kanna hinn gljúpa jarðveg. Sagt er að sprengja þurfi 800 m löng tilraunagöng inn í fjall eitt vegna 2000 m jarðgangna, sem fyrirhugað er að gera þar. Ottazt er þarna um jarðleka. Niðurstöður þessara rann- sókna liggja enn ekki fyrir og eru ekki taldar væntanlegar fyrr en um næstu áramót. Það hlýtur að vera leikmanni nokkurt undrunarefni, hvernig sérfræðingarnir gátu, áður en allar rannsóknir við Búrfell voru gerðar, gert samanburð á virkjunarkostnaði við Dettifoss og Búrfell og fellt úrskurð um á hvorum staðnum orkan yrði ódýrari. Það lá Ijóst fyrir, hver aðstaðan er við Jökulsá, en við Þjórsá var allt meir á huldu. Það er vissulega erfitt að verj- ast þeirri hugsun, að þama hafi verið gerður samanburður á staðreyndum og spádómum. Um undirstöður þeirra spádóma hefur nokkuð verið þreifað hér að framan. Til Akureyrarfundarins var stofnað af mönnum, sem hafa á- huga fyrir því, að fyrsta stór- virkjun á íslandi verði gerð við Jökulsá á Fjöllum. Fundarsókn var mjög góð og samstaða um málefnið eins og bezt varð á kosið. Allir vildu eitt og hið sama, hvað sem búsetu leið eða stjórnmálaskoðunum: virkjun Jökulsár, eflingu landsbyggðar- innar, afnám fólkskattsins til Stór-Reykj avíkur. Og lands- byggðin mun standa vörð um sinn rétt, sitt fólk, sinn auð. í fundaílok mælti forseti Ak- ureyrarfundai'ins, Jóhann Skaptason sýslumaður, til full- trúanna að sunnan efnislega þessum orðum meðal annars: Það er ekki ykkar hlutverk, heiðruðu forráðamenn, að und- irbúa komu okkar af lands- byggðínni til Reykjavíkur, held ur að gefa okkur tækifæri til að lifa áfram í okkar kæru byggð- um af okkar auðlindum, við jafngóð kjör og þið hafið við að búa fyrir sunnan. íþessum látlausu orðum felst gifta þessa máls. Megi valdhaf- ar þjóðarinnar skilja anda þeirra orða. Þá mun þeim tak- ast að efla farsæld og frið með þjóðinni. barnaverndardagur. Eins og að undanförnu verð- ur merkjasala Barnaverndar- félags Akureyrar fyrsta vetr- ardag, laugardaginn 27. okt. Barnabókin „Sólhvörf“ verð- ur einnig til sölu. Allur ágóði af merkjasölunni og bókasöl- unni gengur til leikskólans „Iðavöllur". Alþingi 17. okt. 1962. ALÞINGI var sett með hátíð- legri viðhöfn miðvikudaginn 10. olit. sl. Þingmenn-hlýddu fyrst messu í Dómkírkjúnni og pré- dikaði þar sr. Emil Björnsson, prestur Oháða safnað.arj.ns í Reykjavík (en hánn ér einnig þingfréttamaður ' Ríkisútvai'ps- ins). Viðstaddír voru m. a. for- seti fslands og biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson. Ræða sr. Emils þótti sköruleg og ágáet- lega flutt. Aldursforseti, Gísli Jónsson (73 ára), stýrði fyrsta fundi sameinaðs þings, þar til forseti hafði verið kjörinn. Hlaut Frið- jón Skarphéðinsson kosningu eins og undanfárin ár, studdur af stjórnarliðinu, en Framsókn- armenn kusu Karl Kristjánsson og Alþýðubandalagsmenn Kannibal Valdimarsson. Forseti neðri deildar vár kos inn Jóhann Hafstein, en Ragn- hildur Helgadóttir, sem var for- seti í fyrra, hafnaði í sínu gamla sæti sem 2. varaforseti á eftir Benedikt Gröndal. Forseti efri deildar er Sigurður Oli Olafs- son frá Selfossi. Fastanefndir sameinaðs þings eru fjárveitinganefnd, utanrík- ismálanefnd og allshei'jarnefnd auk kjörbréfanefndar og þing- fararkaupsnefndar. í deildum, hvorri um sig, eru 8 fastanefnd- ir: fjárhagsnefnd, samgöngu- málanefnd, landbúnaðarnefnd, sjávarútvegsnefnd, iðnaðar- nefnd, heilbrigðis- og félags- málanefnd, menntamálanefnd og allsherjarnefnd. Þar sem of langt yrði að telja upp alla nefndarmenn, skal þess getið, að af þingmönnum Norð- urlandskjördæmis eystra er Karl Kristjánsson í heilbrigðis- og félagsmálanefnd e. d., Jónas Rafnar í iðnaðarnefnd n. d. og allsherjarnefnd sam. þ., Gísli Guðmundsson er í sjávarútvegs nefnd n. d. og allsherjarnefnd sam. þ., Ingvar Gíslason í fjár- veitinganefnd, Björn Jónsson í fjárhagsnefnd og sjávarútvegs- nefnd í e. d., og Magnús Jóns-- son er í iðnaðarnefnd, allsherj- arnefnd og fjárhagsnefnd e. d. Landskjörnu þingmennirnir Friðjón Skarphéðinsson og Bjartmar Guðmundsson sitja báðir í efri deild, og er sá fyrr- nefndi í menntamálanefnd og allsherjarnefnd deildarinnar, en sá síðarnefndi í samgöngumála- nefnd og landbúnaðarnefnd. Björn Þórarinsson frá Kílakoti í Kelduhverfi situr þing sem varamaður Jónasar Rafnars. Fyrsta mál, sem lagt var fyrir þingið að þessu sinni sem ávallt áður, var frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1963. Lá það ; á borð- um þingmanna við þingsetning arathöfnina sem lifandi sönnun fyrir skyldurækni fjármálaráð- herrans. Er þetta töluhæsta fjár lagafrumvarp, sem um getur, í sögu Alþingis, og er niðurstöðu- tala þess á sjóðsyfirliti 2 mill- jarðar og 126 milljónir króna. Hækkun frá fjárlögum líðandi árs nemur 378 milljónum... spistill Fjárlagafrv. hefur enn ekki verið tekið til umræðu, en fyrstu umræðu mun verða út- varpað á þriðjudaginn. Verður fjárlagafrv. þá vísað til fjárveit- inganefndai', svo sem þingvenja er, enda er meginstarf nefndar- innar athugun fjárlagafrum- varpsins og undirbúningur und- ír lokaafgreiðslu þess, sem þö er varla að vænta fyrr en líður að jólum, ef að líkum lætur. Fjárlagafrv. ber að sjálfsögðu keim af stjórnarstefnunni, m. a. að því er tekur til framlaga rík- isins til verklegra framkvæmda, svo sem vega og brúa, hafna og skólabygginga. Sækir enn í sama horfið og verið hefur und- anfarið, að veitt er stórum minni upphæðum hlutfallslega til slíkra framkvæmda, en var fyrir daga þessarar stjórnar. Tekjur ríkissjóðs skv. frv. eru áætlaðar 2 milljarðar og 123 milljónir króna, en eins og sjá má á eftirfarandi upptaln- ingu, eru söluskattar og tollar nú langstærstu tekjuliðir ríkis- sjóðs: 1. Söluskattar (þrenns kon- ar) 632.0 millj. 2. Verðtollur 557.0 millj. 3. Áfengis- og tóbakssala 315.0 millj. 4. Tekju- og eignaskattur (beinir skattar) 155.0 millj. 5. Innflutningsgjöld 125.0 millj. ö.Innfl.gjald af benzíni 63.0 millj. 7. Vörumagnstollur 40.0 millj. 8. Ymsar aðrar tekjur, stimp ilgjöld, þinglýsingargjöld o. m. fl. ca. 235.0 millj. Auk fjárlagafrv. hefur ríkis- stjórnin þegar lagt fram all- mörg önnur frumvörp, sum þess eðlis, að þau munu væntanlega ekki valda miklum stjórnmála- ágreiningi. M. a. má nefna frv. til laga um landsdóm („fer með og dæmir mál, er Alþingi á- kveður að höfða gegn ráðherr- um út af embættisrekstri þeirra“), frv. til laga um ráð- herraábyrgð (eins konar fylgi- frv. hins fyrrnefnda), frv. til laga um lögreglumenn og frv. til laga um þinglýsingar, svo eitthváð sé nefnt. Þá má full- víst telja, að ríkisstjórnin leggi fram á þinginu frumvarp að nýjum vegalögum, en leynd hvílir enn um framlagning þess og efni. Þegar þetta er ritað er að- eins liðin ein vika af þingtíman- um og umræður á þinginu eru litlar. Næst verður leitazt við að segja nokkuð frá þingmál- um Framsóknarflokksins. FRA STÉTTARFÉL. BARNA- KENNARA Á AKUREYRI. Vegna ummæla í Degi 6. okt. 1962, þar sem segir, að eng- inn kennaraskortur sé á Ak- ureyri vill Stéttarfélag barna- kennara á Akureyri geta þess að um handavinnukennara- stöðu drengja, sem auglýst var laus til umsóknar sótti enginn með kennararéttindi. ATH. Ofanrituð ummæli kennara staðfesta vel þá um- sögn Dags, að á Akureyri er ekki kennaraskortur. Ritstj.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.