Dagur - 14.11.1962, Blaðsíða 2
2
Lös
(Framhald af bls. 1)
Guðmundsson og Ásgeir Odds-
son.'
Um kvöldið var guðsþjónusta
flutt í Akureyrarkirkju og var
þar fjölmenni. Sungnir voru
sálmar þjóðskáldsins séra Matt-
híasar Jochumssonar, en þenn-
an dag var afmælisdagur hans.
Biskupinn prédikaði.
í þessari ferð flutti biskup
ræðu í Menntaskólanum og á
mánudagskvöldið fór hann út
að Möðruvöllum í Hörgárdal og
flutti ræðu á kirkjukvöldi.
Koma biskups þótti góð.
Þættir úr sögu kirkjunnar
í RÆÐU ÞEIRRI, sem séra Sig
urður Stefánsson vígslubiskup
flutti í Lögmannshlíðarkrkju í
messulok 11. nóv., er 100 ára
afmælis kirkjunnar var minnzt,
rakti hann sögu kirkjunnar.
Nokkrar kirkjur í prófasts-
.dæminu eru aldnar orðnar.
Bakkakirkja var byggð 1843,
Munkaþverárkirkja 1844,
Möðruvallakirkja í Eyjafirði
1847, Hólakirkja 1853, Bægisár-
kirkja 1858, Vallakirkja og Lög-
mannshlíðarkirkja um 1960.
Glæsibæjarkirkja var byggð
um 1865 og Möðruvallakirkja,
sú er nú stendur, um sama leyti.
Lögmannshlíð hét áður Hlíð.
Kirkja hefur sennilega verið
þar síðan skömmu eftir kristni-
töku. Bændur héldu staðinn og
varð hann aldrei eiginlegt
prestssetur. Getið er um einn
prest, sem bjó í Lögmannshlíð,
bróðir Þorgeir, skipaður þang-
að eftir bruna Möðruvallaklaust
urs 1316 („En reglubræður
voru úti í veröldu, sem aðrir
veraldarprestar", og risu mála-
ferli út af). Staðurinn var oft
setinn af bændahöfðingjum, og
fylgdu honum þá fleiri jarðir í
nágrenninu, og kallaðist þá Lög
mannshlíðartorfa. Lögmanns-
hlíð fylgdi sú kvöð, að sjá um
kirkjuna, byggingu hennar og
búnað. Þorsteinn á Skipalóni
eignaðist Lögmannshlíðartorfu
fyrir rúmlega 100 árum. Henni
tilheyrði Kollugerði, Rangár-
vellir, Baþjlþgerði, Ilesjuvellir
og Hlíðarendi. Þá var torfkirkja
í Lögmannshlíð „í laklegu
standi“.
Þorsteinn var, svo sem kunn-
ugt er, hinn mesti framkvæmda
maður. Áður hafði hann byggt
Bakkakirkju, er hann átti einn-
ig, og gerði það stórmannlega.
Hann lét byggja Lögmannshlíð-
arkirkju. Yfirsmiður var Jó-
hann Einarsson í Syðri-Haga á
Árskógsströnd, orðlagður skipa-
og húsasmiður. Með honum var
meðal annarra smiða, Jón Mýr-
dal skáld, sem var snikkari.
Nýja lcirkjan kostaði 1.157
ríkisdali og 11 skildinga, og var
vígð síðla árs 1860 af séra Svein
birni Hallgrímssyni í Glæsibæ,
en út var hún tekin á höfuðdag
1862. Árið 1888 eignaðist kirkj-
an orgel, sem kostaði rd. 250.01.
Var með því fagnað nýjum
presti, séra Matthíasi. En þá
kom fleira til. Skáldið sá ekki á
blöðin og varð að setja nýjan
glugga, og kirkjan þurfti að fá
. ..............................................imminmi
iiinif iiiiiiii
loft fyrir hljóðfærið og söngfólk
ið, og þá þurfti að setja hvelf-
ingu. Síðar kom ofn.
Mjög var oft og lengi um rætt
að flytja kirkjuna eða leggja
hana niður. En hún stendur
ennþá, fullnægir vel hlutverki
sínu enn í dag og yfir henni
hvílir nokkur helgi hins aldna.
Lögmannshlíðarkirkja var
byggð á traustum grunni, og
smíðin vönduð.
Árið 1886 átti gamall maður
leið um Kræklingahlíð, skáldið
Bólu-Hjálmar. Hann segir frá
þeirri för: „Hafði ég mér til
skemmtunar að horfa upp í
Hlíðina gomlu, og sýndist mér
hún hafá' tekið ærin stakka-
skipti síðan fyrrum, að ég við
kinntist. Sá ég alls staðar
blanka á tvö þrjú þil, sem fyrr
um voru ei utan lágar og ljótar
kofadyr". Þá var tímaskeið
timbúrhúsanna hafið hér á
landi og kirkjurnar voru þau
húsin, sem mest þótti um vert,
að byggð væru úr timbri í stað
torfs^ Skömmu áður var þó svo
mikið timburhungur hér um
slóðir, að Iík voru grafin án
kistú, einmltt í þessu byggðar-
lagi.
Eins og fyrr segir vígði séra
Sveinbjörn Hallgrímsson Lög-
mannshlíðarkirkju 1860. Hann
var stofnandi Þjóðólfs, fyrsta
blaðs á íslandi. Séra Guðjón
Hálfdánarson, bróðir séra Iielga
lektors og sálmaskálds, þjónaði
1863—1868.
Séra Jóri Jakobsson þjónaði
1868—1873. Árni Jóhannesson,
sem jafnframt var síðasti Glæsi
bæjarprestur dó 1880.
Lengst þjónuðu þeir, séra
Geir og séra Friðrik Rafnar,
eða 27 ár hvor þeirra.
Séra Birgir Snæbjörnsson og
séra Pétur Sigurgeirsson annast
nú prestsþjónustu í Lögmanns-
Frá Bindindisféiagi ökumanna
hiíð.
□
Á FUNDUM B. F. Ö. hér í bæ
liafa umferðarmálin verið á
dagskrá, meðal annarra.
Hér virðast árekstrar og slys
í umferð tíðari en fyrr, þ. e. á
þessu ári en þeim næstliðnu, og
er meira en leitt til að vita. Bíl-
stjórar Akureyrar fá þó gott
orð, fyrir tillitssemi í umfetð,
svona flestir.
En orsakir slysa og árekstra
eru margs konar, og full ástæða
til að gera sér grein fyrir þeim,
og leitast við að ráða bót á því,
- NY BARNABOK
(Framhald af bls. 8.)
bækur sínar um Salómon
svarta.
í þessari bók er sagt frá
drengnum Garðari, sem eignast
folaldið Glóblesa og baráttu
drengsins fyrir því. Drengurinn
vildi öllu fórna fyrir folaldið
sitt og einn af vinum hans
studdi hann drengilega. Hann
hætti að kaupa sælgæti fyrir
aurana sína til þess að geta var-
ið þeim handa Glóblesa. Hann
eignast folaldið á ævintýralegan
liátt og margið erfiðleikar urðu
á leið hans.
Hér verður ekki rakið efni
bókarinnar, svo að hver og
einn geti notið hennar við
fyrsta lestur. En þetta er
skemmtieg bók og hún flytur
hollan boðskap. Sambandið við
dýrin er tungumál, sem börn
skylja, hvort sem þau eru alin
upp í sveit eða kaupstað. Þetta
mun vera fyrsta bókin í nýjum
flokki um þetta efni, og er byrj
unin góð.
Bókin er smekklega útgefin
og prýdd myndum eftir Halldór
Pétursson. Útgefandi er Bóka-
forlag Odds Björnssonar.
Eiríkuf Sigurðsson.
in 79 aí stcðinni
(Framhald af 1. síðu.)
slær það öll fyrri met í aðsókn
kvikmynda hér á landi.
Guðlaugur Rosenkranz gerði
kvikmyndahandritið. Hann og
Friðfinnur Ólafsson skýrðu
fréttamönnum frá ýmsum þátt-
um í gerð hinnar nýju kvik-
myndar, áður en hún var frum-
sýnd hér á Akureyri. I þeim
upplýsingum kom m. a. fram,
að þótt ýmsum þætti nokkuð
djarflega siglt í þessu efni, er
sýnt að rnyndin borgar sig og
opnast þar með möguleiki til
framhalds á gerð íslenzkra kvik
mynda. ' En í því efni er af
miklu að taka í bókmenntum
okkar, bæði eldri og yngri. Til
gamans má geta þess um bók-
ina, 79 af stöðinni, að hún er nú
metsölubók í Ungverjalandi.
Höfundurinn samdi hana hér.á
Akureyri og varð þá hvað eftir
annað dægravilltur í hinum erf-
iðu fæðingarhríðum sögunnar.
Það er gaman að sjá hina
íslenzku leikara á tjaldinu og
góð nýbreytni, hvort sem mönn
um líkar kvikmyndin að öllu
leyti vel eða ekki, og þeir skila
sínum hlut með ágætum, Nokk-
uð hefur verið fundið að gróf-
um atriðum í þessari kvik-
mynd. Um þau gildir hið sama í
kvikmyndum og sögum, að flest
ir munu vera gæddir nægilegu
ímyndunarafli til að geta sér til
um hið nánasta sambands karls
og konu þegar atvikin hafa til
þess leitt. Fólki er ýTnislegt ann
að þverara um geð en að beita
nokkrum skáldskaparhæfileika
þegar komið er að innsta tjaldi
feimnismálanna. Það er hinn
mesti misskilningur, að sögur
eða kvikmyndir eigi að svipta
því tjaldi frá að 'fullu, þegar
ekki er um beina „starfs-
fræðslu11 að ræða.
sem að er, eftir föngum.
Umferðamálanefnd félagsins
hefur tekið saman og sent Um-
ferðanefnd Akureyrar meðfylgj
andi tillögur:
1. Sett verði upp stöðvunar-
skyldumerki við eftirtaldar göt-
ur: Á horni Brekkugötu og
Oddeyrargötu, beggja megin. Á
öllum götum sem liggja að að-
albrautinni frá Glerárbrú norð-
ur úr bænum og götum þeim,
sem liggja að Glerárgötu frá
Glerárbrú að Geislagötu, svo og
að götum þeim, sem liggja að
Geislagötu og Skipagötu. Einn-
ig á horni Kaupvangsstrætis og
Hafnarstrætis, beggja megin.
Sett verði upp stöðvunarskyldu-
merki hjá Búnaðarbankanum
að Geislagotu. (En þar er ekk-
ert merki).
2. Aðalgöturétturinn verði
framlengdur frá horn'i Brekku-
götu og Helga-magra-strætis
niður hjá Þórshamri að GlðT-
árgötu á mótum Tryggvagötu.
(En þar verði stöðvunarskyldu-
merki sem fyrr segir).
3. Bannaðar verði bifreiða-
stöður í Brekkugötu frá Ráð-
hústorgi að Oddeyrargötu.
4. Sett verði biðskylda á
syðra horni Aðalstrætis og Hafn
arstrætis, þannig, að Hafnar-
stræti hafi aðalgöturétt fyrir Að
alstræti.
5. Komið verði upp aðalgötu-
merkjum á aðalgötum, þannig,
að ökumenn viti ávallt hvort
þeir séu staddir á aðalbraut,
einnig að komið verði upp
merkjum sem gefa til kynna er
aðalbraut endar. (Hvorugt þess
(Framhald á bls. 5.)
- Rafmagn á 20 bæi
(Framhalr af blaðsíðu 1).
um verið tregir til að baða og
komu þeir svo máli sínu á Bún-
aðarþingi, að það samþykkti að
veita undanþágu frá böðun sauð
fjár annað hvert ár. Á þetta
féllst dr. Idalldór Pálsson, illu
heilli.
. Börn- eru.fleiri i skóla hér en
áður. Fólki fækkaði nokkuð í
hreppnum 1960, en ekki á þessu
ári.
Byggð var brú á Hofsá í Vest-
urdal, mikið mannvirki og nauð
synlegt.
Verið er að leggja rafmagn á
20 bæi í Fremri-byggð og Tungu
sveit. Standa vonir til að það
verði komið til heimilisnota fyr-
ir jól. Rætt hefur verið um nauð
syn þess heimafyrir að virkja
Reykjafoss í Svartá. Þar er
rennsli tryggt.
Hrossamarkaður var í sumar.
Seld voru um 20 tamin hross og
flutt út. Verð var 5.000—8.000
kn, hvert. Allt voru þetta hross
á bezta aldri.
Vaxtaokrið liggur þungt á
framleiðslunni og er ein af mörg
um misheppnuðum aðgerðum
núverandi stjórnar — ein sú
allra versta. Þótt bent sé á, að
með þessu fái sparifjáreigendur
bættan skaða „óðaverðbólgunn-
ar“, er það hrein fjarstæða, og
er eins og að pissa í skó sinn. □
Samkomuhús endur-
byggt í Svarfaðardal
Svarfaðardal, 11. nóv. Síðastl.
viku hefur verið bezta veður
hér, frostlaust dag hvern og oft-
ast logn. í gær og fyrradag fór
hitinn upp í 10 stig. Snjóinn,
sem kom hér fyrir og eftir vet-
urnætur hefur tekið allmikið og
jörð er enn marþýð að kalla.
Heyskapur á liðnu sumri náði
vart meðallagi og mun búpen-
ingi eitthvað hafa fækkað, eink-
um sauðfé.
Kartöfluuppskera var víðast
mjög lítil, enda gjörféll kart-
öflugras á mörgum bæjum fyrir
miðjan ágúst.
í sumar var þinghúsið að
Grund, sem er aðal samkomu-
staður sveitarinnar, og orðið 50
ára, endurbyggt að nokkru. Að-
al samkomusalurinn stækkaður
um fullan þriðjung. Gerðir nýir
snyrtiklefar, húsið málað innan
og sett í það borð og stólar.
Hefur batnað þar að stórum
mun aðstaða til sameiginlegs fé-
lagslífs.
í gærkvöldi hélt Framsóknar-
félagið hina venjulegu árshátíð
sína að Höfða. Formaður félags-
ins, Björn Jónsson, setti hófið
með ræðu. Eðvarð Sigurgeirs-
son ljósmyndari á Akureyri
sýndi kvikmyndir, m. a. frá
Oskjugosinu í fyrra. Þórir Jóns-
son skólastjóri flutti erindi og
að lokum var stiginn dans. Þótti
fagnaður þessi takast mjög vel.
Sást þar ekki vín á nokkrum
manni. □
LAUGARBORG
Dansleikur laugardaginn
17. þ. m. kl. 9.30 e. h.
Hljómsveit
Pálma Stefánssonar.
Sætaferðir.
U.M.F. Framtíð og
kvenfélagið Iðunn.
SPILAKLÚBRUR
Skógrækarfélags Tjarnar-
gerðis og bílstjórafélag-
anna í bænum.
’Naísta spilakvöld okkar
verður- í Alþvðuhúsinu •
sunnudaginn 18. nóvem-
ber kl. 8.30 e. h.
Mætið stundvíslega.
Stjórnin.
SPILAKLÚBBUR
LÉTTIS:
Næsta spilakvöld verður
n. k. föstudag, 16. þ. m.,
kl. 8.30 e. lt. í Alþýðu-
húsinu.
Mætíð stundvíslega.
Skemmtinefndin.
ALLIR-EITT
KLÚBBURINN
Munið skemmtikvöldið
laugardaginn 17. þ. m.
kl. 9 e. h. í Alþýðuhús-
inu. — Þeir klúbbfélagar,
sem ekki ætla að sækja
skemmtunina láti stjórn-
ina vita í tíma.
Mætið stundvíslega.
Stjómin.