Dagur - 14.11.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 14.11.1962, Blaðsíða 8
8 Nýjar bækur frá Bókaforlaginu Frystiliúsbyggingin á Dalvík. (Ljósmynd: P. J.) I NtTT FRYSTIHÚS Á DALVIK| Vimislugeta 3-4 tn. fiskjar á klst. Geymslurými fyrir 350 tn. fiskflaka j Dalvík, 8. nóv. Um síðustu mán aðamót tók til starfa nýtt frysti hús hjá Útibúi KEA á Dalvík. Húsið er af meðalstærð og af- köst eiga að geta verið 3—4 tonn af hráefni á klukkustund, miðað við að 60—70 manns vinni í húsinu. Að búnaði má telja eina flökunarvél og tvær roðdráttarvélar. Frystitæki eru öll innilokuð í einangruðum skápum. Færibönd og vinnu- borð eru úr aluminíum. Frysti- geymsla er fyrir 300—350 tonn. Þá er ísvél í húsinu og framleið ir hún ca. 7 tonn af skelís á sólarhring. Sjálfvirkur útbúnað ur er á ísvél og frystigeymslu. Byggingameistari var Jón Sigurðsson, Dalvík. VélsmiðjarP Oddi á Akureyri annaðist nið- ursetningu á frystikerfi og öll- um vinnsluútbúnaði. Raflagnir annaðist Helgi Indriðason, múr húðun Ari Guðlaugsson og málningu Friðsteinn Bergsson, allt Dalvíkingar. í frystihúsinu vinna núna 40 manns. Fjórir þilfarsbátar og nokkrar trillur leggja þar upp : afla sinn allan og tveir þilfars- \ bátar að auki hluta af afla sín- \ um. j Frystihússtjóri er Tryggvi ; Jónsson. j Hið nýja frystihús á Dalvík j er sambyggt eldra frystihúsi á j staðnum. í eldri hlutanum er : sláturhús, kjötfrystigeymsla, : matvælageymslur og þar verður j einnig einhver fiskgeymsla. En j allt er við kemur fiskverkun og ; fiskmóttöku er í hinu nýja hús- j næði. Áður þurfti að stöðva fisk- j móttöku í sláturtíð og kom það j sér mjög illa,. ekki sízt vegna j vaxandi útgerðar. Nýja frystihúsið mun hafa a. j m. k. helmingi meiri afkasta- j getu en hið eldra, og með til- j komu þess lítur út fyrir ört j vaxandi útgerð og verður vikið að því síðar í fréttum. □ Myndirnar úr nýja frystihús- inu tók Pálmi Jóhannsson á Dal vík við opnun þess. BLAÐINU hafa borist 5 bækur frá Bókaforlagi Odds Björnsson ar á Akureyri. Strákar og heljarmenni er fjórða bókin eftir Gest Hann- son og mun verða vel þegin af drengjum, eins og fyrri „stráka“ -bækurnar. Teikningar eru í bókinni. Hún kostar 85 krónur í lausasölu, og hefur að geyma 8 frásagnir af þeim Gesti og Gáka. Hugsað heim er ljóðabók eft- ir Ingibjörgu Sigurðardóttur, sem áður hefur skrifað nokkrar skáldsögur. í þessari fyrstu ljóðabók Ingibjargar eru 58 ljóð. Verð bókarinnar er 85 krónur. Heimasætan á Stóra-Felli er enn ein skáldsaga Ingibjargar Sigurðardóttur, en hún er t. d. lesendum „Heima er bezt“ mjög kunn. Bókin kostar kr. 95.00. Örlagastundin er ný, löng skáldsaga eftir Hafstein Sigur- bjarnarson. Aðalvettvangur sögunnar er höfuðstaður Norð- urlands. Hafsteinn hefur áður skrifað bækurnar „Kjördóttir- in á Bjarnarlæk“ og „Draumur- inn“, sem mörgum þótti góð dægradvöl að lesa. Enginn ræður sínum nætur- stað. Svo heita endurminningar Péturs Sigfússonar frá Halldórs stöðum í Reykjadal, sem út eru komnar í 250 blaðsíðna bók. Pétur var ritfær í bezta lagi, stundaði mjög fjölbreytt störf um dagana og kann frá mörgu að segja. í lausasölu kostar bók- in 175 krónur. Höfundurinn er nýlátinn. Eflaust verður tækifæri til að geta einstakra bóka nánar síðar hér í blaðinu. □ Ný bsrnabók MARGT af beztu barnabókum lýsa sambandi barnanna við dýrin. f samvistum við þau glæðast beztu eiginleikar barns sálarinnar. Þjónustulundin öi'f- ast og samúð bai-nsins með dýr unum eykst. Garðar og Glóblesi nefnist ný unglingabók eftir Hjört Gísla- son, en hann er kunnur fyrir (Framhald á blaðsíðu 2). Kjörbúðin Kjörver við Glerárg. Á LAUGARDAGINN var opn- uð ný og myndarleg kjöx-búð í húsi Sjálfstæðismanna í Glerár götu 7 á Akui-eyi-i. Var fi-étta- mönnum og ýmsurn öðrum borg urum bæjai-ins boðið í kjörbúð- ina síðdegis á laugardaginn til kynningar. Kjöi-búðin, sem heitir Kjör- ver, er eign hlutafélagsins Norð urvers. Gólfflötur er 200 fei-m, frystiklefar 3, kæliklefar 3,séi-- stakur kælir fyrir grænmeti og ávexti auk kæliborða í búðinni sjálfi-i. í kjallai-a fer kjötvinnsla fram. Kjöx-ver hefur á boðstólum allar venjulegar matvörur,- kjöt, fisk, mjólk og brauð. Ennfrem- ur hi-einlætix-vörui-. Fx-amkvæmdastjóri Nox-ðui’- vei-s, sem einnig rekur Kjöt og fisk, hér í bæ, er Baldur Ágústs son og er hann einnig verzlunar stjóri Kjöi-vei-s. Akureyringar eru lang lengst komnir hér á landi í notkun kjöi-búða og mun Kjöi-ver níunda kjöi-búðin á Akui-eyi-i. Kjöx-ver er myndai-leg, björt, i'úm og vel búin verzlun, sem ætti að geta veitt góða þjónustu, svo sem forsvarsmenn ætla henni að gex-a. Akureyringar geta yfii-leitt fagnað góðum verzlunum og heiðarlegri vei-zlunarstétt, og er slíkt mjög mikils virði. Akureyringar geta í flestum greinum verzlunar valið á milli samvinnuverzlana og kaup mannaverzlana, en án frjáls vals í þessu efni er ekki um fullt verzlunarfrelsi að ræða. Hverri nýrri og góðri verzlun ber að fagna, sem annarri bættri þjónustu, sem boi-gai-- arnir verða aðnjótandi. □ Séð yfir hluta nýju verzlunarinnar Kjörvers (Ljósxn.: G.P.K.) Baldur Ágústsson verzlunarstjóri og Sigurður Sigurðsson, sem síðar tekur að sér veitingareksturinn. (Ljósm.: G. P. K.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.