Dagur - 08.12.1962, Blaðsíða 1
Málgacn I'ramsóknarmanna
RÍtstjóri: Eruncur Davíðsson
SKRIFSTOFA í H Al NARSTR.i.TI 90
SÍMI 1166. Sr.TNINGU OC PRENTUN
ANNAST PRI.NTVERK OdUS
Björnssonar h.f., Akureyri
Dagur
XLV. árg. — Akureyri, laugardaginn 8. desember 1962 — 64. tbl
Auclýsingastjóri Jón Sam-
ÚF.LSSON . ARCANCURINN KOSTAR
kr. 120.00. Gjalddagt KR 1. JÚLÍ
BLADIÐ KEMIJR ÚT Á MIOVIKUDÖG-
U.M OG A I.AUCARDÖCUM,
ÞKCAR ÁST.LDA ÞVKIR TIL
■
IBW
Þessa vetrarmynd tók Kristján Hallgrímsson, ljósmyndari, á fjöllum uppi.
-
Rjúpnaskytta villtist á Vaðlaheiði
Þrjátíu manna flokkur frá Akureyri hóf leit
UM KLUKKAN 7 síðdegis á
miðuvikudaginn lagði 30 manna
leitarflokkur frá Flugbjörgun-
arsveit Akureyrar af stað og
hélt austur í Vaðlaheiði. Litlu
síðar hélt hópur manna frá Sval
barðsströnd einnig af stað.
Tilefni þessara ferða var það,
að þá um morguninn höfðu
tveir menn frá Akureyri farið
til rjúpna á Vaðlaheiði. Höfðu
þeir mælt sér mót á tilteknum
stað á heiðinni síðar um dag-
inn. En þangað kom aðeins ann
ar maðurinn en hinn ekki, og
var leitin gerð hans vegna.
Blaðið náði sem snöggvast í
rj úpnaskytturnar, Örn Ragnars
son og Jóhann Gauta Gestsson.
Er sá fyrrnefndi bílvirki en
hinn kafari.
Fyrsta bifreið leitarmanna
kom að bíl rjúpnaskyttanna á
seinni tímanum í 8. Þar var þá
Jóhann Gauti Gestsson heill á
húfi, hafði hresst sig á nesti
sínu og bjóst við mannaferð á
hverri stundu.
Rjúpurnar voru mjög stygg-
ar, tófur voru ekki sjáanlegar,
en slóðirnar eftir þær feikna
miklar, eins og eftir fjárhópa.
Rétt er að geta þess að Gauti
fékk þrjár rjúpur en Örn enga.
Leitarflokkarnir sneru heim-
leiðis. Vera má, að þetta hafi
verið nauðsynleg æfing fyrir
þá, og að þessi stutta leitarferð
hafi minnt menn bæði á eitt og
annað, sem vera þarf til taks í
næsta skipti þegar aðstoðar er
þörf.
Þeir segja svo frá: Við fórum
norður háheiðina og sáum eng-
ar rjúpur. Þar skildu leiðir, en
(Framhald á blaðsíðu 7).
STEINGRÍM-
UR KÆRIR
DUNGAL
og fleiri fyrir níð-
skrif um Láru
ÖLLUM er kunnugt af blöð-
um og útvarpi, hvernig nafn
frú Láru Ágústsdóttur, mið-
ils á Akureyri, hefur verið
dregið inn í deilur á smekk-
lausan hátt. Nú hefur eigin-
maður Láru, Steingrímur
Sigursteinsson, ákveðið að
verja hendur eiginkonu sinn-
(Framhald á blaðsíðu 8)
BÆNDAHÖLLIN
í REYKJAVÍK
0G HÓTEL SAGA
f UMRÆÐUNUM á Alþingi fyr
ir skömmu kom það fram, að
Bændahöllin kostar nú um 76
milljónir króna, en hún er 42
þús. m°> í stað 25 þús. m3 sem
upphaflega var áætlað og 25
milljóna króna byggingakostn-
aður var miðaður við.
Stéttarsamtök bænda hafa
lagt fram 15 milljónir, Búnaðar-
málasjóður 10 milljónir og 35
milljónir eru fengnar að láni er
lendis og auk þess eru lausa-
skuldir innanlands.
Byggingin er 8 hæðir og er
hver hæð tekin í notkun jafn-
skjótt og hún er tilbúin.
Gunnar Gíslason, form. land-
búnaðarnefndar Alþingis gaf
þessar og fleiri upplýsingar, er
hann mælti fyrir frumvarpi um
framlengingu búnaðarmálaSjóðs
gjaldsins til byggingarinnar.
Fjórtán ára piltur
sfal sex þús.
krónum
FYRIR skömmu síðan var 6
þús. króna saknað á heimili
hér í bæ. Peningar þessir
voru í læstri hirzlu, en lykill
inn auðfundinn, þótt ekki
stæði í skránni.
Fjórtán ára piltur hefur nú
játað á sig þennan verknað
og hefur hann ekki áður kom
ist í nein vandræði, að því
er lögreglan hermir. Þjófn-
aðurinn var framinn á með-
an húsráðendur voru fjarver
andi, að degi til.
Of margir munu fara ó-
gætilega nieð peninga, hafa
þá næstum á „glámbekk“ og
í ólæstum íbúðum. Þetta eyk
ur freistinguna til að hnupla
eða stela. □
Hæstaréttardómur
um slys í sundlaug
Piltur, sem brákaðist í hálsliðum, fékk 100 þús.
krónur í bætur frá viðkomandi tryggingu
ÁRIÐ 1959 varð það slys í inni-
sundlauginni á Akureyri, er
Guðmundur Steinsson nemandi
í MA stakk sér í vatnið af bakk-
anum, að hann kenndi botns og
brákaðist í hálsliðum. Hann
krafðist nú bóta út hendi bæj-
arsjóðs Akureyrarkaupstaðar,
sem varð talinn bótaskyldur að
þremur fimmtu hlutum, eða um
80 þúsund krónur.
Mál þetta var prófmál og tók
langan tíma, en fór síðan fyrir
Hæstarétt, sem staðfesti dóm-
inn úr héraði fyrir fáum dögum.
Upphæðin, sem pilturinn fær,
er með vöxtum orðinn um 100
þúsund krónur.
Tillögur Framsóknarmanna um aðsfoð við íbúðarhúsabyggingar
Skipsmenn á Heklu
seldu „sprengjurw
ÞEGAR Hekla var hér á mið-
vikudaginn játuðu skipsmenn
að hafa selt unglingum á Akur-
eyri nokkurt magn af „kínverj-
um“, eða sprengjum þeim, sem
síðan hafa valdið ónæði í bæn-
um, jafnvel innan veggja skól-
anna. Þessi sala er með öllu
óleyfileg.
Nokkrir unglingar, sem voru
kaupendur þessa varnings, hafa
einnig játað á sig viðskiptin af
sinni hálfu, að því er lögreglan
tjáði blaðinu í gær. □
ALÞINGI ályktar að kjósa
fimm manna milliþinganefnd,
hlutbundinni kosningu, til þess
að endurskoða öll gildandi lög
um lánveitingar til íbúðabygg-
inga í landinu.
Nefndin skal gera tillögur að
nýrri löggjöf í þessum efnum,
er m. a. hafi það markmið:
að auka lánveitingar til bygg-
ingar nýrra íbúða, svo að
unnt verði að lána til hverr-
ar íbúðar af hóflegri stærð,
hvar sem er á landinu, %
hluta af byggingarkostnaði.
að jafna aðstöðu manna til láns
fjár þannig, að heildarlán
geti orðið svipuð til hvers
manns, miðað við sömu
stærð íbúðar, hver sem hann
er og hvar sem hann býr;
að greiða fyrir mönnum með
lánveitingum til að endur-
bæta íbúðir svo og að kaupa
íbúðir til eigin nota.
Nefndin leggi tillögur sínar
fyrir næsta reglulegt Alþingi.
Kostnaður af störfum nefndar-
innar greiðist úr ríkissjóði.
Nokkur rökstuðningur fyrir
tillögunum
í greinargerð tillögunnar seg-
ir svo m. a.:
„Allir þurfa á húsnæði að
halda, engu síður en fæði og
klæði. Siðferðileg skylda rikis-
valdsins til að gera mönnum
mögulegt að eignast þak yfir
höfuðið er engu minni en að
stuðla að nægilegri atvinnu og
viðunandi lífskjörum að öðru
leyti.
Það verður jafnan eitt af
fyrstu viðfangsefnum þeirra, er
stofna heimili, að reyna að eign-
ast íbúð. Flestir eru ungir að
árum, þegar þeir mynda eigið
heimili, og fæstir þeirra eru
miklum efnum búnir. Hins veg-
ar kostar íbúð fyrir fjölskyldu
mikið fé, eins og nú er komið.
,Samkv. skýrslum Hagstofu ís-
lands kostar nú 300 rúmmetra
íbúð um 440—490 þús. kr. og
hefur hækkað í verði á síðustu
fjórum árum um 130—145 þús.
kr. Skortir því mjög á, að lán úr
byggingarsjóði ríkisins eða
stofnlánadeild Búnaðarbankans
hafi dugað til að greiða verð-
hækkun íbúðarinnar. Jafnvel
þótt lán þessi hækki jiú úr 100
þús. kr. á íbúð í 150 þús kr., eru
þau samt ekki nema rúmlega
fyrir verðhækkuninni. Þótt lán
úr lífeyrissjóðum séu nokkru
hærri, njóta þeirra ekki aðrir
en þeir, sem greiða til lífeyris-
sjóðanna. Af þessu leiðir, að eig
ið framlag hvers manns, sem
byggir sér íbúð af fyrmefndri
stærð, þarf að vera 290—340
þús. kr., og er þá miðað við 150
þús. kr. lán. Nærri má geta,
hversu auðvelt þetta reynist
ungu og efnalitlu fólki. Ohjá-
kvæmilegt er því að hækka lán
til hverrar íbúðar frá því, sem
nú er.
Þá er hagkvætnt að veita
mönnum nokkurt lánsfé til end-
urbóta á gömlum húsum eða til
að kaupa slík hús. Með því má
hagnýta betur húsnæði, sem
fyrír er, spara lánsfé, sem ann-
ars þyrfti í nýjar íbúðir, og
koma í veg fyrir, að menn búi
í óviðunandi íbúðum.“
í greinargerðinni eru enn-
fremur birtar tölur úr skýrslu
Efnahagsstofnunar ríkisins varð
andi fjölda íbúða í smíðum ann
arsvegar á árunum 1956—’58,
hinsvegar á árunum 1959—’61.
Samkvæmt þeirri skýrslu hefur
verið byrjað að byggja -4847 í-
búðir alls í landinu á árunum
1956—’58, en 3399 á árunum
1959—’'61. Fækkun 29.9%. □