Dagur - 15.12.1962, Síða 8

Dagur - 15.12.1962, Síða 8
8 NOKKRAR BÆKUR FRÁ BÓKAFORLAGI ODDS BJÖRNSSONAR I. SKÍÐAKAPPINN HEITIR nýútkomin unglinga- bók, sem Bókaforlag Odds Björnssonar sendir frá sér í þýðingu Stefáns Jónssonar námsstjóra. Höfundurinn heitir Sverra D. Husebye og nafn bók arinnar á frummálinu er Höjere opp og længere frem. Lýsir það nafn mjög vel aðalþræði sög- unnar og hefði átt að nefna bók ina eftir því í þýðingunni. Þetta- er viðburðarík saga ungs fólks í Noregi, bók fyrir fullorðna jafnt sem unga, skemmtileg og leiðbeinandi á tvennan hátt: í fyrsta lagi fyrir unglinga, sem vilja komast hjá að verða að- eins leiksoppar umhverfisins, og í öðru lagi fyrir foreldra og kennara, sem oft eru ekki vaxn- ir þeim vanda að umgangast unglinga á gelgjuskeiði, umbera þá og kenna þeim tök, er duga til heillaríkrar framsóknar í líf- inu. •—■ Okkur vantar fleiri sög- ur af þessu tagi. Meir'a en nóg er komið af innlendu og er- lendu sagnadóti, sem lítið eða ekkert er í varið. II. ÓLI OG MAGGI ER ÖNNUR bamabók frá sama forlagi, eftir Ármann Kr. Ein- arsson, framhald bókarinnar Oskasteinninn hans Ola, sem út kom í fyrra. Þessar bækur eru fyrir börn í yngri aldursflokkn- um, letur á þeim mjög skýrt og greinilegt, teikningar og skreyt ing eftir Halldór Pétursson. Hér mun um flokk samstæðra bóka a ðræða, sem e. t. v. verða marg ar. Við minnumst Ola og Jóa gamla frænda frá því í fyrra, og nú hefur athyglisverð per- sóna bætzt í hópinn, en það er Ármann Kr. Einarsson. Maggi galdrameistari, strákur, sem finnur upp á ýmsu skemmti legu og er sýnilega efni í upp- finningamann. Þeir félagarnir lenda í smáævintýrum, sem hér verða ekki rakin, því að ekki má taka hið forvitnilega frá væntanlegum lesendum, sem áreiðanlega verða margir. Bæk- ur þessa höfundar eru vel ritað- ar og skemmtilegar, og í þeim, sem ég hef kynnzt, er nytsam- legur undirtónn. III. ÖDDU-bækur JENNU OG HREIÐARS eru nú að koma í annað sinn fram á sjónarsviðið. Þær hófu göngu Hjörtur Gíslason. Hreiðar og Jenna. sína fyrir hálfum öðrum áratug og eru orðnar 7 að tölu. Þær hafa notið mikilla vinsælda. Fyrsta heftir (Adda) kom út í fyrra og nú er annað heftið, Adda og litli bróðir nýútkomið hjá Bókaforlagi Odds Björns- sonar, snotur bók, rituð á léttu og látlausu máli, mjög hentug fyrir börn, sem eru farin að bjarga sér sjálf í lestrinum. sveitastrákar (eins og ég) eru aftur heima á æskuslóðum við lestur slíkrar bókar, þar sem fátt var jafnyndislegt og ógleym anlegt eins og dýrin, helzt ung- viðin, — blessaðar skepnurnar, sem maður þurfti svo oft að leggja mikið á sig fyrir, en urðu svo eins og hluti af fjölskyld- unni. Það munu allir bíða með tilhlökkun eftir framhaldinu um Glóblesa og vinina hans. J. Ó. Sæm. HNATTFERÐ í MYND OG MÁLI er stór og falleg bók með 47 heilsíðumyndum í litum og alls 261 ljósmynd, prentuð á mjög vandaðan pappír. Séra Björn O. Björnsson þýddi text- ann, en höfundar eru Werner Lenz og Werner Ludewig. Mynd irnar eru gerðar í Þýzkalandi og eru forkunnar fagrar. Bókin hefst á Heimskauta- löndunum, síðan koma Norður- lönd, Lundúnir, Benelux-lönd- in, Paris, Frakkland, Róm o. s. frv. En höfundar fylgja okkur einnig til Kyrrahafseyja, Brazi- líu, Perú, Chile, Japan, Kína, Tíbet og á marga aðra forvitni- lega staði. Bækur af þessu tagi eru víða mjög vinsælar og eftir- sóttar. Ti-úlegt er ,að svo verði einnig hér. Bókin er tæpar 200 blaðsíður í stóru broti — tilvalin jólagjöf ef vel á til gjafar að vanda. IV. GARÐAR OG GLÓBLESI HEITIR nýja bókin hans Hjart- ar Gíslasonar, en hann varð mjög vinsæll fyrir Salómons- bækurnar, og ekki að ófyrir- synju, því þær voru bráð- skemmtilegar. Þessi nýja bók hans er upphaf á flokki bólca, sem munu að verulegu leyti fjalla um samlíf barna og dýra. Fer höfundur vel af stað og tekst að leiða fram ánægjuleg og. minnisstæð atvik, sem þó eru ekki óraunveruleg. Gamlir FÖRUSVEINNINN, síðara bindi, er meðal þeirra bóka BOB, sem nýkomnar eru í sölu búðirnar. Höfundurinn er Mika Waltari, og eftir hann hafa áður komið bækurnar Egyptinn, Æv- intýramaðurinn og Förusveinn- inn, fyrra bindi. Síðara bindi Förusveinsins fjallar um Stór- Tyi'kjann, og þýðandi er Björn O. Björnsson. Fimm aðal bókar- kaflarnir bera þessi nöfn: Um- sátrið um Vín, Islamsljós snýr heim, Húsið við sundið, Roxel- NOKKRAR BARNABÆKUR FRÁ FRÓÐA ANNA-LÍSA og Ketill eftir Sverre By skólastjóra í Þránd- heimi, er framhald af bókinni Anna-Lísa og Litla Jörp, sem varð verðlaunabók í Noregi. Þessar bækur hafa komið út á öllum Norðurlöndunum. Bókin er þýdd af Eiríki Sigurðssyni skólastjóra. Þessi bók er handa stálpuð- um börnum og unglingum, jafnt drengjum sem telpum. í bók- inni er lýst hvernig Litla-Jörp vinnur sigra á skeiðvellinum og dásamleg lýsing á sambúð syst- kinanna og dýranna á Sámsstöð um. Ymislegt broslegt kemur fyrir í bókinni eins og t. d. út- varpið í hesthúsinu. Bækur þessa höfundar eru ekki aðeins til stundarskemmt- unar heldur mega þær teljast til ’góðra bókmennta. Stína flugfreyja í New York eftir Elisabeth Streit er fram- hald af bókinni Stína flugfreyja og ætluð handa ungum stúlk- um. Stína er orðin flugfreyja og flýgur milli Hamborgar og New York. Starf flugfreyjunnar er viðburðaríkt og mörg skemmti- leg atvik koma fyrir. Þetta er siðasta bókiu í þessum bóka- flokki. Konni og skútan hans eftir Rolf Ulrici er drengjasaga og þriðja bókin í þessum bóka- flokki. í þessari bók ræðzt Konni í það stórvirki að bjóða frægum kappsiglingarmanni að þreyta við hann kappsiglingu. Um úrslitin er hægt að lesa í bókinni. Lísa-Dísa yndi ömmu sinnar eftir Sophie Reinheimer er þriðja og síðasta bókin í þessum bókaflokki og ætluð telpum á aldrinum 6—9 ára. Sagan gerist í jólaheimsókn hjá ömmu. □ i Árni Jóhannesson lítur hér í nýja bók, en bókhneigðin hef- = = ur verið hans fylgikona frá barnæsku til þessa dags. Árni er I í kominn hátt á áttræðisaldur, cn sér enn vel og les allt er = = hann kemst höndum undir. (Ljósm. E. D.) 1 ana og Heillastjarna stórvesírs- ins. FORTÍÐ OG FYRIRBURÐIR, þættir úr Húnaþingi, er 5. bindi og hið síðasta í þessum sérstæða bókaflokki. Margir höfundar koma hér við sögu. Magnús Björnsson skrifar um Kammer- ráðið á Ytri-Ey, greinina Mann- skaði, Sagnir Jónasar og Svip- legt slys. Bjarni Jónasson skrif- ar um Jón í Sólheimum, Rós- berg G. Snædal um Forspár og fyrirburði, Gunnar Árnason um Dulsagnir og fyrirburði, Brot úr sögu Auðkúlu og hann skrifar einnig formála. Þá skrifar Björn H. Jónsson þátt um Bjarna á Bjargi og Jónas B. Bjarnason um kveðskap í Vatnsdal. Bækur í þessum bókaflokki hafa verið mjög vinsælar og mikið lesnar. Þeir, sem fyrri bækux-nar hafa lesið, verða ekki fyrir vonbrigðum að hinn síð- ustu, nýútkomnu bók. KARLSEN STÝRIMAÐUR. Höfundurinn er Magnea frá Kleifum, búsett kona á Akur- eyri. Hér er um að ræða endur- prentun á framhaldssögu úr Heima er bezt. Sagan er ekki stór í sniðum, en mörgum finnst hún skemmtileg aflestrar og hún ber höfundi sínum á ýms- an hátt gott vitni. ÍSLENZK SJÓFERÐASAGA HIN HVÍTU SEGL: Jóhannes Helgi skráði. Setberg, 1962. Þetta er minningabók sjó- manns eins í Keflavík, Andrés- ar P. Matthíassonar, vestfii-zkr- ar ættai'. Jóhannes Helgi ski'áði í fyrra bókiua Hús málarans, samtalsbók við Jón Engilberts, listmálara, hlaut sú bók mjög góða dóma og verðskuldaða. Jó- hannes Helgi skráði einnig bók- ina Hin hvítu segl. Þar er vel á penna haldið. í þessari nýju minningabók, Hin hvítu segl, segir frá mörg- um ævintýrum og viðburðum sjómannsins í Keflavík, sem kornungur fór á sjóinn, var á flestum tegundum skipa hér og síðar í siglingum um öll heims- ins höf. Jón Engilberts hefur gert skreytingar í bókinni og Atli Már teiknaði kápu. Setberg ger- ir bók þessa mjög smekklega úr garði. HETJULEIÐIR OG LANDAFUNDIR HEITIR nýútkomin bók eftir landkönnuðinn og rithöfundinn Vilhjálm Stefánsson, og er það bókaútgáfan Hildur, sem er út- gefandi, en þýðendur Ársæll Árnason og Magnús Á. Árna- son. Bók þessi er um landafundi og er sagan af því hvernig menn kynntust heiminum, sem þeir búa í, en eina meginlandið, sem vitað er með vissu hverjir fundu, er Suðurpólslandið. Um það rituðu þeir menn sjálfir, er það land fundu. Efni bókarinnar skiptist í þessa kafla: I. Menn frá Mið- jarðarhafi finna Norður-íshafið. II. Evrópumenn komast um þvert Atlantshaf. III. Polynesar komast um þvert Kyrrahaf. IV. Norður-Ameríka fundin frá Kína. V. Norður-Ameríka fund in frá Norðurlöndum. VI. Portu galar finna leið til Indíalands. VII. Rómanskar þjóðir (Spán- verjar, Portúgalar) finna Suð- ur-Ameríku. VIII. Balboa rekst á Kyrrahafið. IX. Evrópumenn sanna að jörðin er hnöttótt. Þessi kaflaheiti gefa vel til kynna efnið og efnisniðurröðun ina.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.