Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 8
8 Þ eirra o; I LÍFSKJÖRIN VITNA CEGN STJÓRNINNI | | NÚVERANDI rikisstjórn hefur afnumið 8 stunda vinnudag, = í eins og hér hefur áður verið sýnt fram á með óyggjandi 1 = rökum. Ráðherrarnir og Morgunblaðið fullyi'ða hinsvegar E I að lífskjörin hafi batnað og það verulega. En mitt í þessum \ \ umræðum segir Alþýðublaðið: 1 l „Verkafólk verður að leggja á sig ólióflega langan vinnu- § I dag.... Þessi þróun er geigvænleg. Því eru takmörk sett, f \ hve lengi verkamaður getur unnið, án þess að hann skaði E f heilsu sína, eyðileggi getu sína til að hafa nokkra teljandi f I ánægju af lífinu og jafnvel skemmi sitt eigið heimilislíf, er f I hann dettur út af örmagna við heimkomuna að kvöldi. Það 1 f hlýtur að verða næsta verkefni þjóðarinnar að bæta lífskjör f E sín með því að koma á skaplegum vinnutíma, sem ekki geng- E f ur á höfuðstól heilsunnar. . . . Margar stéttir hafa hvergi f f nærri viðunandi kaup fyrir eðlilegan vinnudag.... Hvað É 1 sem því líður er heill þjóðarinnar í veði.“ f Framangreind ummæli í forystugrein annars aðalmálgagns f É ríkisstjórnarinnar eru vissulega athyglisverð játning um þá | f stjórnarstefnu, sem Alþýðuflokkurinn hefur dyggilega stutt f I og styður enn. □ | Konungur eina kvöldstund STYRKTARFÉLAG vangef inna var stofnað í Reykjavík 23. niarz 1958. Stofnendur voru fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins, áhugamenn og konur, sem hafa kynnzt — sumir af eigin raun — þeiin örðugleikum, sem því eru samfara að ala önn fyrir van- gefnu fólki í heimahúsum, fólk sem (iðrum fremur hef- ur fundið til þess hve mál- efni hinna vangefnu voru liér vanrækt. A stofnfundinum gerðust 120 menn og konur félagar. í árslok 1961 voru félags- menn 568, þar af 112 ævi- félagar. í fyrstu stjórn félagsins voru kjörin: Hjálmar Vil- hjálmsson, ráðuneytisstjóri, form., Aðalsteinn Eiríkson, námsstjóri, Guðmundur St. Gíslason, múrarameistari, frú Kristrún Guðmundsdótt- ir og frú Sigríður Ingimars- dóttir. Stjórnin hefur ávallt síðan verið endurkjörin. Tilgangur félagsins er þannig skilgreindur í lögum þess: Að vinna að því: 1. Að komið verði upp nægi- legum og viðunandi hælum fyrir vangefið fólk, sem nauð synlega þarf á hælisvist að halda. 2. Að vangefnu fólki veitist ákjósanleg skilyrði til þess að ná þeim þroska sem hæfi- leikar þess leyfa. 3. Að staifsorka vangefins fólks verði hagnýtt. 4. Að einstaklingar sem kynnu að vilja afla sér menntunar til þess að annast vangefið fólk, njóti ríflegs styrks í því skyni. j Sveinn Ingasson, ungur og \ \ myndarlegur Skagfirðingur j j vann Gretlis-bikarinn í sum- \ \ ar á sundmóti Ungmennasam É E bands Skagafjarðar. Það er | E í annað sinn að Sveinn vinn- i j ur þennan sigur. I ...............................,E markmið Þegar félagið hóf göngu sína, var talið að vangefið fólk á fs- landi væri um 2000 að tölu, þar af 5—600 er nauðsynlega þyrfti á hælisvist að halda. Af þessum fjölda munu þá hafa dvalist á hælum 100—110 manns. FJÁRÖFLUN. Forgöngumönnum félagsins var frá upphafi Ijóst, að megin- skilyrði til lausnar því mikla verkefni, er félagið hafði tekizt á hendur að vinna að, var það að takast mætti að afla fjár til framkvæmda. Þegar á fyrsta stjórnarfundi félagsins hinn 24. marz 1958, var lögð fram tillaga til lagafrumvarps um Styrktar- sjóð vangefinna. Var meginefni tillögunnar það, að lögfest yx-ði 10 aura gjald af hverri flösku öls og gosdi-ykkja, er seldar verði í landinu á næstu 5 árum, og renni féð í sjóð, er einvöi-ð- ungu verði varið til hælisbygg- inga fyrir vangefið fólk. Var meginefni laganna hið sama og í tillögu stjóx-narinnar. Skal sjóðurinn vera í vöi-zlu Félagsmálaráðuneytisins, og fé úr honum einvöx-ðungu varið til að reisa stofnanir fyrir vangef- ið fólk. Stjói-n Styrktai-félags vangefinna hefur tillögurétt um í-áðstöfun fjár úr sjóðnum. Á s. 1. vetri hóf stjórn Styrkt-. arfélags vangefinna baráttu fyr- ir því að fá tekjur sjóðsins auknar með þeim hætti að fá flöskugjaldið þx-efaldað, og einn ig að gjaldið skuli greiða í næstu 10 ár í stað 5 ár er áður var. Alþingi tók breytingartil- lögum af velvild og skilningi, og voru þær samþykktar á síð- asta Alþingi. í ái-slök 1961 voru heildai-- tekjur af flöskugjaldinu oi-ðnar ki-. 7,2 millj. Á sama tírna var búið að vei-ja af fé þessu kr. 6,3 millj. til hælisbyginga fyrir vangefið fólk. Fé þetta skiptist þannig milli stofnana vangef- inna: Kópavogshælið hafði feng ið kr. 4,435 millj., Skálatún kr. 930 þúsund, Sólheimar kr. 430 þúsundj og barnaheimilið Lyng- ás kr. 500 þúsund. Auk þess var þá búið að lofa úthlutun á þessu ári til Skálatúns kr. 650 þúsund, og til Sólheima 48 þúsund krón- um. Eftir að hækkun sú, sem gerð var á tekjugx-undvelli sjóðsins á s. 1. vetri hefur tekið gildi, má ætla að árlegar tekjur hans verði a. m. k. 6 millj. króna. Á árinu 1961 ritaði félagið öllum bæjar- og sveitarstjórum á landinu og fór þess á leit að þau gi-eiddu til styi-ktarmálefna vangefinna árlegt gjald, er næmi kr. 10,00 á hvei-n íbúa hlutaðeigandi bæjar- og sveit- arfélaga. Málaleitan þesari hef- ir verið vel tekið, og hafa box-izt greiðslur að upphæð ca. kr. 200 þúsund. DAGHEIMILI. Á árunum 1959 og 1960 rak félagið leikskóla fyrir vangef- in börn í leiguhúsnæði. Stai-f- semi þessi féll þó niður á tíma- bili vegna skorts á húsnæði. Á árinu 1960 hóf félagið byggingu dagheimilis fyrir vangefin börn að Safamýri 5 í Reykjavík. Hef- ur heimilið hlotið heitið „Lyng- ás.“ Hixxn 1. júní 1961 var bygg- ingunni það langt komið, að unnt reyndist að hefja rekstur heimilisins í nokkrum hluta hennar þann dag. Hafa þar að jafnaði dvalið 15 til 22 böi-n síðan í-ekstux-inn var hafinn. Byggingu heimilisins er nú að verða lokið, og er byggingar- kostnaður oi-ðinn rúmlega 2,7 millj. króna. Félagið hefur not- ið fi-amlaga frá Styx-ktax-sjóði vangefinna og Reykjavíkur- boi-g til byggingarinnar, er samtals nemur hálfri þeirri upp hæð er heimilið kostar nú. Fullbúið getur heimilið tekið á móti 40 böi-num, og liggja nú þegar fyrir fleiri umsóknir um dvöl á heimilinu en hægt er að sinna. Síðan rekstur dagheimilisins að Lyngási var hafinn, hefur félagið haft í sinni þjónustu lækni, sálfiæðing, talkennara og „föndur“- kennara, er stai-fa í þágu barnanna hver á sínu sviði eftir því sem þurfa þykir. Námsstyrkir. Svo sem ráð er fyrir gert í lögum félagsins, hefur það veitt nokkra styrki þeim, er héðan hafa fai-ið til náms ei-lendis, með það takmark að gerast færir um að annast vangefið fólk. Á þessu ári hafa 5 slíkir styrkir verið veittir samtals að fjárhæð kr. 70 þúsund. Styrkix-nir eru bundnir þeim skilyrðum að nám standi eigi skemur en eitt ár, og að hlutaðeigendur skuld- bindi sig til að vinna að námi loknu eigi skemur en 3 ár í þágu vangefinna, en endur- greiði styi-kinn að öðrum kosti. Félagið rekur nú sem fyrr happdrætti til ágóða fyrir van- gefna. Sala nxiða stendur nú yf- ir, og er félaginu mikil nauð- syn að njóta stuðnings allra góðra manna, í því formi að þeir kaupi miða eftir því sem ástæður leyfa, eða greiði fyrir sölu þeirra á annan hátt, ef þeir eiga þess kost. Sama máli gegnir með mei-kjasölu félags- ins þegar að þeim degi kemur. En það sem mikilsverðast verður að teljast er það, að með lagasetningu þeirri um tekju- öflun, er félagið hefur komið fram, virðist öruggur grundvöll ur vera lagður að markvissu, samfelldu starfi, er eigi mun linna fyrr en því takmai’ki er náð, að allt vangefið fólk á ís- landi er þess þarf, geti notið hælisvistai- við hin fullkomn- ustu skilyi-ði. Það er verðugt verkefni fyrir alla góða menn, að eiga hlut að því, að sú hug- sjón sem félagið hefur sett sér að gera að veruleika, rætist sem allra fyrst. Á Akureyri. 22. maí 1959 var stofnað (Frahmald á blaðsíðu 5). ÞAÐ BAR VIÐ fyrir tveim ár- um, að hreppstjórinn í Hrísey, Þorsteinn Valdimarsson, kom til Akureyrar einhverra erinda, sem ekki eru í frásögur fær- andi. Bjó hann á Hotel KEA, svo sem hans er vandi, þá er hann þarf að dvelja í bænum. Kvöld eitt fór hreppstjórinn í veglega veizlu, og skiljum við í bráðina við hann þar, meðal kjólklæddra, heldri manna bæj- arins. Þorsteinn Valdimarsson. En í bænum voru fleiri góðir gestir, þeirra á meðal svartir listamenn, sem hingað voru fengnir sem einstæðir skemmti- kraftar. Léku þeir og sungu á kvöldskemmtunum íþrótta- manna hér í bænum og þótti fólki unun á að hlýða. Einnig var það nokkuð fyrir augað, að sjá svo hörundsdökka og langt að komna listamenn hér á norð- urhjara. Að skemmtunum loknum var listamönnunum haldið kaffisam sæti á Hótel KEA. Var þá tekið upp létt hjal, svo sem mála- kunnátta og glatt geð framast leyfði. Þegar gleðin stóð sem hæst, gekk kjólklæddur maður í sal- inn. Var hann léttur á fæti og frjálsmannlegur í hreyfingum. Hér var kominn Þorsteinn Valdi marsson, hreppstjóri úr Hrísey, og vakti hann óskipta athygli hinna svörtu listanxanna. íslend ingarnir báðu þá Þorstein að þiggja hjá sér kaffisopa og varð hann fúslega við þeim tilmæl- um og kom að borðinu til þeirra. Þar voru aðkomumenn kynntir hverjir fyrir öðrum. Sá er kynnti, mundi nú ekki í augnablikinu hvernig orðið hreppstjóri er á ensku. En til þess að láta ekki embættistitil niður falla, kynnti hann Þor- stein sem eyjakonunginn, eða the King of the little Island in the Forth. Blökkumennirnir byrjuðu þeg ar að bukka sig og beygja, enda undruðust þeir það lítillæti kon- ungsins, að tylla sér hjá þeim eins og óbreyttur maður. Þor- steinn leiðrétti ekki missögnina, enda taldi hann hána vera sér- stakt grín, sem hann vildi ekki spilla. Hinsvegár kom það betur og betur í ljós, að svertingjarn- ir, sem voru fimm að tölu, töldu sig vera að upplifa sjaldgæft ævintýri þessa kvöldstund, með íslenzkum konungi að borðfé- laga. Þeir hneigðu sig ákaflega djúpt og lotningarfullt þegar hreppstjórinn lét svo lítið að leggja orð í belg. Ranghvolfdu þeir í sér augunum af geðshrær ingu ef hann beindi til þeirra orði og settu sig í sérstakar stell ingar í hvert sinn að Þorsteinn tók til máls. Brátt var kominn háttatími, bæði almúgafólks á íslandi og konunga meðal þess, enda veit- ingum hætt á hótelinu. Þor- steinn bauð nú hinum nýju og langt að komnu félögum til her- bergis síns. En þeir stóðu þegar upp með þakkarorðum og beyg ingum niður að gólfi, og hurfu til herbergis hreppstjórans með honum. Barst talið þar að söng- og tónlist. Undruðust hinir svörtu þekkingu hins íslenzka konungs á þeim hlutum og guldu honum með sínum feg- ursta söng, allt til þeirrar stund- ar er dagur rann. Við brottförina á Akureyrar- flugvelli létu listamennirnir svo unx mælt, að þrátt fyrir öll ævin týri norðursins, sem þeir þegar hefðu lifað, bæri það ævintýrið hæst, þegar þeir fengu að syngja fyrir íslenzkan konung næturlangt í einkaherbergi hans á Hótel KEA á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.