Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 4
4 5 ...'.1 ...V" .. ' Dagur Landið og byggðin ALLIR VITA hvemig búseta manna hef- ur breytzt í landi okkar á síðustu ára- tugum, þannig að nær öll fólksfjölgunin er nú á litlu svæði. Reykjavík og ná- grenni hennar. En það er gagnstætt byggðastefnunni eða þeirri stefnu, að nytja gæði alls landsins og að fólksfjölg- unin verði sem jöfnust um land allt, þar sem á annað borð er talið byggilegt. Á þessu ári hafa heil sveitarfélög farið í eyði og sýnir það vaxandi flótta úr sveit- um. Forfeður okkar námu landið allt, mynd uðu norrænt þjóðríki og unnu þau and- legu afrek, sem ljómi stendur af og enn í dag er leiðarljós þjóðarinnar og hinn trausti menningargrundvöllur. Dreifbýl- ið hefur alla tíð gefið þjóðinni nær öll skáld, listamenn og helztu skörunga í félags-, atvinnu- og framkvæmdamálum. Og fólk hinna dreifðu byggða á íslandi leggur víðast hvar meira í þjóðarbúið, hlutfallslega, en aðrir þegnar þjóðfélags- ins. Bændur Ieggja árlega í þjóðarbúið aðalfæðutegundimar, sem metnar eru á 11—1200 milljónir króna. Sjómenn í þorpum og útgerðarstöðvum Ieggja til bezta fiskinn og hlutfallslega mestar fisk afurðir. Þessar staðreyndir eru sjaldnast metnar að verðleikum, né heldur hitt, að landið verður ekki nýtt eða gæði þess, nema með búsetu á því, út til nesja og inn til dala. Landið sjálft og gróðrarmold þess er dýrasti auður þjóðarinnar. Sá þjóðarauður er vanmetinn, fólkið flýr hann vegna annarlegra sjónarmiða stjóm valda landsins og hættulegrar tízku, sem dýrkar hið fljótfengna og yfirborðs- kennda. Maður, sem getur hermt eftir, sungið dægurvísur, stokkið langt eða bmgðið sér í margra kvikinda líki á leik- sviði eru hetjur dagsins og skmmkrýndir konungar hans. Maðurinn við árina og orfið þykir naumast umtalsverður nema fyrir kosningar. Töfrar íslenzkrar nátt- úru og íslenzks sveitalífs eru fótum troðnir af hugsjúkum lánleysingjum, sem látast vera skáld og listamenn. Ef áfram- hald verður á þjóðflutningum á fslandi, frá moldinni til malarinnar, verða sveit- ir landsins, margar hverjar, eyddar að fullu eftir skamma stund og íslendingar hafa þá tapað siðferðilegum eignarrétti yfir ættlandi sínu. Norðmenn áttu við nákvæmlega sama vandamál að stríða og eiga enn. En það er um áratugur síðan að þeir spymtu við fótum og gerðu sínar ráðstafanir til að halda landi sínu í byggð. Það gerðu þeir með stórkostlegum fjárveitingum til N.-Noregs-áætlunarinnar. Þær voru m. a. fólgnar í því, að veitt var mörgum milljörðum króna (talið í ísl. kr.) til margvíslegra framkvæmda, með allt að 20 ára lánum og með 3*4% ársvöxtum. Lánin voru einkum veitt til iðnaðarfram- kvæmda og raforkuvera, en einnig var margs konar aðstoð veitt til landbún- aðarins. Árið 1961 var ný áætlun gerð á enn breiðari grundvelli til eflingar at- vinnulífi Norður-Noregs. Ekki má lengur dragast að Iandsfeður, sem aðrir landsmenn, átti sig á því, að rangt er stefnt hér á landi og nýrrar stefnu er þörf hið bráðasta. □ v----------------------------/ Heitir staðir á Norðurlandi ÁTTA þingmenn úr Norður- landskjördæmi eystra flytja til- lögu til þingsályktunar um jarð hitarannsóknir, jarðhitaleit og áætlanir um hagnýtingu jarð- hita á Norðurlandi eystra. í greinargerð tillögunnar seg- ir svo m. a.: „Mikill hluti Norðurlands eystra er í aðaljarðhitabelti ís- lands eða rétt við það belti. Víða eru þar snarpheitar laug- ar og volgar lindir ofanjarðar. Einnig bæði vatnshverir og gufuhverir. Jarðblettir eru þar sums staðar, sem bræða af sér snjó á vetrum, svo að sýnt er, að hiti býr undir, þó að ekki verði hans í öðru vart á yfir- borðinu. Enn þá hafa ekki rækilegar rannsóknir og skipulegar farið fram í þessum landshluta á jarð hitasvæðunum eða áætlanir ver ið gerðar, nema á stöku stað, um hagnýtingu hans. Jarðbor- anir hafa óvíða verið gerðar og aðeins á einum stað til úrslita að kalla má; það er í Ólafsfirði. Ólafsfjarðarkaupstaður hefur látið bora eftir heitu vatni hjá sér með góðum árangri og virkj að vatnið til hýbýlahitunar. Nokkrir skólar hafa verið reistir með aðstöðu til að hag- nýta auðfenginn jarðhita. Ein- stök býli hafa notfært sér slík- an jarðhita til upphitunar. Á fá- einum heitum stöðum hafa gróð urhús verið byggð og gefið góða raun. Húsavík er þegar búin að kosta allmiklu til rannsókna hjá sér á skilyrðum til að fá heitt vatn úr jörðu. Þar eru nú í þann veginn að hefjast boranir eftir heitu vatni með hinum svo- nefnda Norðurlandsbor, sem ríkið á. Fyrirhugað er því næst, að ríkið láti Norðurlandsborinn starfa um tíma á gufuhverfa- svæðinu við Námafjall vegna væntanlegrar kísilgúrvinnslu við Mývatn. Mikil auðlegð er falin í jarðhitasvæðunum. Akureyri mun hafa hug á að fá Norðurlandsborinn þessu næst til að leita með honum að heitu vatni hjá sér. Allt þetta er ágætt út af fyrir sig og stórlega mikilsvert, en þó langt frá því að vera full- nægjandi af því að verkefni jarðhitarannsókna og jarðhita- leitar á Norðurlandi eystra eru geysilega mikil og mörg og víðs vegar. Þau verða flest ekki unn iii, svo að lag sé á og að gagni komi, nema fyrir atbeina hins opinbera og á vegum þess. Jarðhitarannsóknunum og jarðhitaleitinni þurfa að vera samfara áætlanagerðir og leið- beiningar um hagnýtingu jarð- hitans á hverjum stað. Fólkið, sem þarna býr — eða vill búa, — þarf sem allra fyrst að vita, hvort og hvernig þessar auðlind ir geta orðið því til hagræðis og lífsþæginda. Vitneskja í þessum efnum getur haft stórkostlega þýðingu á mörgum stöðum í þessum landshluta, t. d. þegar koma skal upp byggðahverfum eða iðjuverum, staðsetja einstök ný býli, endurbyggja og færa til gamla bæi, velja skólahúsum og félagsheimilum staði o. s. frv.“ Karl Kristjánsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar og mun mæla fyrir henni á Al- þingi. Greinargerðinni fylgir frá j arðhitadeild raforkumálaskrif- stofunnar skrá um ca. 90 heita staði á umræddu svæði. er hún hér á eftir. Reykdælalir.: Birningsstaðir 52 0.7 Brettingsstaðir 22.9 Hjalli 45 0.25 Kasthvammur 24.3 Laugaból 46 0.43 Laugar í Reykjadal 55 Litlu-Laugar 57.5 0.7 Stafn 27.5 0.5 Stóru-Laugar 52 1.2 Öndólfsstaðir 27 0.10 Reykjahreppur: Hverav. (Uxahver) 100 16 — (Yztihver) 100 27 Syðstihver 100 Hverav., Strokkur (gufa) Reykir (Þvottahver) 82 3.5 Reykir 90.4 °C lítr/sek Akureyri: Glerárgil 55 Árskógsströnd: Hámundarstaðaháls 2ú Glæsibæjarhr.: Laugal. í Hörgárd. 77.1 — (borhola) 78 3.5 Hrafnagilshr.: Grísará 41 Syðri-Hrafnagilslaug 57 Hrafnagil, a 55 0.6 Hrafnagil, b 32- -35 0.33 Hrafnagil (sundl.) 35 0.5 Ytri-Hrafnagilslaug 46 Kristnes 58 1 Kristn. (Reykhúsal.) 75 1.5 Reykhús 74 1.4 Ytra-Gil 47.5 0.33 Hrísey: Yzti-Bær 39 0.05 Yzti-Bær 62 0.4 Skútustaðahr.: Hofstaðir í Laxárdal 22 6 Svalbarðshr. við Þistilfjörð: Gunnarsstaðir Laxárkrókur ca. 23 Kollavík Svalbarðsstrandarhr.: Tunga 20 Svalbarðseyri 33 Skútustaðahr.: Brennisteinsþúfa, Námafjall (gufa) Gufuauga, Námafj. (gufa) Hverarönd, leirhver, Námafj. Hverarönd, brennisteinsþ. Hraunbrún, brennist.þ. Vatnssprunga, Námafj. (gufa) Hverir á háfjalli, Námafj. gufa Námaskarð 100 Reykjahlíð v. Mýv. 27 Vogar, Grjótagjá 41 Þeistareykir (gufa) Axarfjarðarhr.: Ólafsfjörður: Bakki 17 Karlsstaðir 27 Kleifarhorn 33.4 Ósbrekka 30.8 Reykir 50 0.4 Reykir 52 4 Skeggjabrekka 49 11 Vatnsendi 36 0.05 Saurbæjarhr.: Skógar Ærlækjarsel (gufa) Kelduneshr.: Ytri-Bakki Arnanes Við Lónsós Skeiðsöxl Upplýsingar um hita og rennsli eru tilgreindar þar sem þær liggja fyrir. Hleiðargarður 15 0.3 Djúpidalur 15—16 0.45 Hólsgerði 21 0.1 Hólsgerði 43 0.5 Svarfaðardalshr.: Hamar 39.5 Tjarnargarðshorn — (Laugahlíð) 27 Sundlaugin við — Gullbringu 25 5 Öngulsstaðahr.: Björk 28 0.4 Brúnal. (Brúnshus) 66.5 2 Garðsá 19.4 Grýta 32 0.8 Hóll 46.5 0.8 Laugaland 55 1-1.5 Aðaldælahreppur: Presthvammur 43.2 Grýtubakkahr.: Grýtubakki 26 0.25 Sundl. v. Gljúfurá 18 Hálshreppur: Draflast. (Fnjóskad.) 44 0.4 Reykir, Fnjóskad. 90 1.2 Húsavíkurkaupst. 63 0.20 — 36 Laugardalur Kelduhverfi: Litlaá 15 Krafla við Litla-Víti (gufa) Krafla v. Stóra-Víti (gufa) Leirhnjúkur (gufuauga) Hrútfjallahitur Goðasteinn SVO nefnist tímarit, hið eina, sem gefið er út uppi í sveit hér á landi, og hefur blaðinu borizt fyrsta hefti þess. í því er kvæði sr. Sigurðar Einarssonar í Holti um Pál biskup Jónsson, Eg man þá nótt eftir Kjartan Leif Magn ússon, Parísarför eftir Jón R. Hjálmarsson, Eitt sinn átti að gefa Rússum ísland eftir sama. Ennfremur eru þarna sagnaþætt ir, eftirmæli o. m. fl. Ritstjórar blaðsins eru Jón R. Hjálmarsson og Þórður Tómas- son, en útgáfustaður er Skógar undir Eyjafjöllum. Goðasteinn fæst á Akureyri í Bókabúð Rikku. □ Skinfaxi 1.—2. HEFTI þessa árs flytur að vanda margbreytt efni. Má þar nefna: Lýðháskóli á íslandi eftir Bjarna M. Gíslason, Nor- ræna æskulýðsvikan eftir Skúla H. Nordal, Landsmótið á Laug- um, Saga U. M. F. í. eftir And- rés Kristjánsson og Væringja- kveðju, kvæði eftir Bjarna M. Gíslason. Þá eru í þessu hefti margvíslegar fréttir frá ung- Ljósavatnshr.: Stóru-Tjarnir 53 0.66 mennafélögunum og sambönd- um þeirra. □ Þrjár nýjar bækur frá Fróða BLAÐINU hafa borizt þrjár nýjar bækur frá bókaútgáfunni Fróði. Þær eru þessar: Breiðfirzkar sagnir II eftir Bergsvein Skúlason. í bókinni eru viðtöl við gamla Breiðfirð- inga og ýmis konar þjóðlegur fróðleikur í bundnu og óbundnu máli. Skemmtilegustu þættir bókarinnar eru viðtölin við Ge- org Jónasson Grundfjörð og Júl íus Sigurðsson í Litlanesi. Fyrra bindi af Breiðfirzkum sögnum kom út fyrir þremur árum. Sögur Jesú endursagðar af Kaj Munk í þýðingu Sigurbjarn ar Einarssonar biskups er falleg barnabók. Ragnhildur Ólafsdótt ir hefur teiknað smekklegar myndir í bókina. Sögur Biblíunnar fá nýtt líf við það, að þessi danski ritsnill- ingur segir þær á talmáli fyrir börn. Þýðingin er á gullfallegu máli. Þetta er góð bók og við- eigandi til jólagjafa handa börn um. Beruð höfuðuð hátt — það gæti gengið verr er ný bók að mestu í myndum eftir þá félag- ana danska skoprithöfundinn Willy Breinholst og Léon hinn hugkvæma teiknara hans. Ber hún vott um, hvað þessum skemmtilegu mönnum getur dottið í hug. HAUGAELDAR BÖKAÚTGÁFAN EDDA á Ak- ureyri hefur sent frá sér bókina Haugaelda —- ritsafn Gísla Jóns sonar frá Háreksstöðum á Jök- uldal. Inngang að bókinni ritar dr. Stefán Einarsson. Gísli Jónsson er kominn hátt á níræðisaldur og gegnir enn ritstjórastarfi í Winnipeg í Kan- ada. Hann er allt í senn, prent- ari, skáld og ritstjóri, vel þekkt- ur maður austan hafs og vestan. Ljóðabækur hans tvær, Farfugl- ar og Fardagar, eru meðal verka hans. Hin nýja bók, Haugaeldar, er samsafn greina og ritgerða, bæði áður prentaðra og óprent- aðra. Meðal annars er í þess- ari bók mjög merkur þáttur af æskuheimili höfundar í einni afskekktustu byggð á íslandi, sem hinir nafnkunnu Háreks- staðabræður kenna sig við. Bókin er á fimmta hundrað blaðsíður, prentuð á vandaðan pappír og er vönduð að frágangi frá Prentsmiðju Björns Jónsson ar á Akureyri. Gísli Jónsson dvaldi hér um tíma í sumar á Akureyri og eignaðist þá marga kunningja. Hann er hinn vörpulegasti mað- ur og vel á sig kominn, þrátt fyrir háan aldur og ekki er held ur neinn elliblær á síðum bókar innar, og eru þar þó t. d. ferða- minningarnar aðeins nokkurra ára gamlar. Mörgum mun þykja mikill fengur að Haugaeldum Gísla Jónssonar frá Háreksstöðum. Q HELZTU TRÚARBRÖGÐ HEIMS. Sigurbjörn Einarsson bisk- up þýddi texta. Almenna bókafélagið. Út er komin hjá Almenna bókafélaginu íburðarmikil og glæsileg bók, sem nefnist Helztu •trúarbrögð heims. Biskupinn yf ir íslandi, herra Sigurbjörn Ein- arsson annaðist þýðingu og út- gáfuna. Myndprentunin er unn- in í Kaupmannahöfn, og eru myndirnar á þriðja hundrað og flestar í litum, en alls er bók þessi 200 blaðsíður í stóru broti. Höfundar eru margir. Helztu trúarbrögð heims fjall ar um meginreglur trúarbragða heimsins,*sem eru: Kristin trú, Gyðingdómur, Múhameðstrú, Kínversk trúarheimspeki og Hindúasiður. □ Saga íslenzkra forn- bókmennta N Ó VEMBERBÓK Almenna bókafélagsins í ár er fyrsta bindi af Sögu íslenzkra fombók- mennta eftir prófessor Einar Ólaf Sveinsson. Þetta bindi er 500 blaðsíður að stærð og skipt- ist í þrjá megin þætti. Fjallar hinn fyrsti um upphaf islenzks þjóðfélags, annar þáttur er yfir- leitt um kveðskap og þriðji og lengsti þátturinn er um Eddu- kvæði. Höfundur hefur sjálfur kynnt bókina að megindráttum í útvarpinu. Ekki leikur neinn vafi á, að hér er um einkar merkilegt rit- verk að ræða, sem ætti að auka skilning manna og áhuga á þeim fornu rótum, sem íslenzk tunga byggist á. □ Fá „Utlagar" Einars iónssonar að setjast að á Akureyri? Á 100 ára afmæli Akureyrar sl. sumar, bárust bænum margar góðar gjafir, og víða að. Meðal gefenda voru vinabæirnir á hin um Norðurlöndunum, kaupstað irnir hér í grenndinni o. fl. Höf- uðborgin, Reykjavík, hefur einn ig tilkynnt, að þaðan megi góðr- ar gjafar vænta, við tækifæri. Gjafir þessar hafa að sjálfsögðu verið þegnar með gleði og þakk læti, þótt flestum bæjarbúum séu þær lítt kunnar, þar sem ráðhússalurinn er enn órisinn, en þar ætti íbúunum að gefast færi að sjá málverk og mynda- styttur í bæjarins eigu. En einn er sá aðili, sem mér virtist einna líklegastur til að gefa einhverja fallega og góða gjöf: sjálft íslenzka ríkið; en frá því sást ekkert koma. Þegar önnur mesta stórborg landsins á slíkt merkisafmæli, virðist mér ekki óeðlilegt, að ríkið vildi minnast þess, t. d. með fjárupphæð nokkurri til einhverrar menningarstofnunar í bænum, eða gjöf einhvers lista verks. Vitanlega á þjóðin, ríkið, mikinn fjölda listaverka og góðra gripa, sem safnað er sam- an í Reykjavík. Það er eins og sjálfsagt talið af mörgum, að þar verði allt hið mesta og mik- ilsverðasta að vera staðsett. En mun það ekki á hættulegum mis skilningi byggt? Hvað um „jafn vægi í byggð landsins“, eins og nú er svo oft að orði komizt? En ástæðan til þess, að ég minnist á þetta nú ,er sú, að ný- lega heyrði ég þess getið, að þjóðin, — þar með taldir við Norðlendingar, held ég, — ætti aðgang að fjárupphæð, gjöf, sem verja ætti til þess að gera afsteypu af einhverju listaverki Einars Jónssonar, t. d. „Útlög- um“, og skyldi velja því stað úti, í Reykjavík. En nú hefur svo illa til tekizt áður þar í sveit, að deilt var svo mjög um gildi og staðsetn- ingu listaverks nokkurs, að það var brotið niður og eyðilagt. Gæti nú eigi farið eins um „Útlagana“, — að um það lista- verk yrði svo togazt og deilt, að til ills leiddi? Akureyri er höfuðstaður Norðurlands, mikið heimsóttur staður, bæði af erlendum gest- um og innlendum, jafnvel Reyk víkingum, þegar þrálátt er regn ið og drunginn mikill þar yfir. Bærinn er á orði fyrir fallega staðsetningu og skrúðgarða, bæði almenna og í eigu einstak- linga. Þar fengist, án efa, valinn staður fyrir einhverja fagra þjóðareign, — hvar margir fengju hennar vel notið. Svo illa er nú fyrir þjóðinni komið, að of stór hluti hennar byggir of lítinn hluta landsins, og æ fleiri verða gripnir þeirri tilfinningu, að séu þeir ekki bú- settir í Reykjavík, séu þeir á vissan hátt eins og útlagar í landinu. Færi nú ekki vel á því, að „lík ir sæki líka heim“, og „Útlagar“ E. J. fái að setjast að á Akur- eyri, standa t. d. á Eiðsvelli eða í Lystigarðinum. Það væri óneit anlega falleg afmælisgjöf. En e. t. v. fylgja peningagjöfinni einhver skilyrði í sambandi við staðsetningu listverksins. Sé svo ekki, virðist mér, að ef þeir, sem hér um ráða mestu, líta sann- gjarnlega á þessa tillögu, að við Akureyringar, Norðlendingar, gætum gert okkur von um að þurfa bráðum ekki suður í Reykjavík, til þess að sjá eitt af ótal listaverkum og gersem- um ríkisins. Smátt og smátt ætti þeim svo að fjölga hér, og vissulega víðar um bæi og byggðir okkar góða, fagra lands. Jónas Jónsson frá Brekknakoti. Winston Churchill, cnskur stjórnmálamður. Ohurchill var einu sinni í samsæti og við hlið hans í borð- salnum sat kona, sem virtist gagntekin af pólitískum áhuga. Hún lét stöðugt dæluna ganga um ýmiss konar stjómmálaleg efni og var Churchill orðinn dauðleiður á að hlusta á hana. Að lokum tók hún í handlegg Churchills og sagði: „Svo er það ástandið í Austurlöndum. Það er vandamál, sem verður að leysa. Eftir hverju er stjórnin að bíða? Eftir hverju bíðið þér, mr. Churchill?“ „Núna sem stendur bið eg eftir kartöflunum,“ var svarið. Á styrjaldarárunum gerðist það kvöld eitt, þegar Lundúna- borg var myrkvuð vegna hættu af loftárásum Þjóðverja, að Churchill kom í leigubíl til B. B. C. Hann ætlaði að flytja ræðu í brezka útvarpinu þetta kvöld. Bað hann bílstjórann að bíða eftir sér hálfa klukku- stund. Bílstjórinn, sem ekki þekkti Churchill í myrkrinu, kvaðst ómögulega geta það. Þegar Churchill spurði, hvers vegna svo væri, sagðist bílstjór- inn ætla heim og hlusta á Churc hill í útvarpinu. Stjómmála- manninum líkaði svarið vel og rétti stóra peningaupphæð að bílstjóranum sem ómakslaun. „Á eg að fá alla þessa peninga?“ spurði hann undrandi. „Já,“ svaraði Churchill. Þá sagði bíl- stjórinn: „Jæja, það er ágætt. Fjandinn hirði þá Churchill. Eg bíð eftir yður, herra minn.“ PETER FREUCHEN, danskur Grænlandsfari og rithöfundur. Maður nokkur sagði við Peter Freuchen: „Eg hef heyrt um heimskautaleiðangur þar sem menn urðu fyrir svo mikl- um kulda, að kertaljósin fmsu, svo að ekki var hægt að slökkva þau. Hefur þú kynnzt nokkru þvílíku?“ „Nei,“ svaraði Freuchen, „en eg man eftir ferðalagi og þá var svo kaltj að orðin komu út úr okkur eins og ísmolar og urðum við að þiða þá, til þess að getá heyrt það sem við höfðum sagt.“ Einu sinni í samkvæmi hafði Peter Freuchen afar forvitna frú fyrir sessunaut. Sérstaklega langaði hana mjög til ,að vita hvers vegna Freuchen hafði tréfót. Hvað hafði orðið af hin- um rétta fæti hans? Höfðu há- karlar étið hann? „Nei,“ sagði Freuchen, „hann borðaði eg sjálfur.“ „Borðuðu þeir hann sjálfur?“ Og frúin varð eitt spurningarmerki. „Já, það var í Grænlandi,“ sagði Freuchen, „eg og félagi minn vorum tepptir í snjó. — Við höfðum engan mat og gamimar gauluðu í okkur — og að lokum sá eg ekki önnur ráð en að hafa annan fótinn til matar.“ „En félagi yðar?“ spurði frúin. „Hann varð eftir þarna, vesalingurinn — hann kunni sér ekki hóf, heldur át sjálfan sig upp til agna.“ HÁTÍÐAMESSUR í Akureyrar prestakalli: Aðfangadagur jóla. Akureyrarkirkja kl. 6 e. h. Sálmar 73, 78, 87, 82. B. S. Barnaskólinn Glerárhverfi kl. . 6e. h. Sálmar: 101, 97, 73, 82. P. S. Jóladagur. Akureyrar- kirkja kl. 2 e. h. Sálmar: 78, 73, 82, 93.'P. S. Lögmannshlíð kl. 2 e. h. Sálmar: 70, 73, 78, 82. Strætisvagn fer úr Gler- árhverfi kl. 1.30 B. S. Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri kl. 5 e. h. B. S. Annar jóladag ur. Akureyrarkirkja kl. 2 e. h. Sálmar: 93, 76, 73, 82. — Barnakór leiðir songinn og ungmenni lesa pistíl og guð- spjall. B. S. Barnaskólinn Glerárhverfi kl. 2 e. h, Sálm- ar 645, 648 73, 82. P. S. Elli- heimili Akureyrar messa kl. 5 e. h. B. S. Gamalárskvöld. Akureyrarkirkja kl. 6 e. h. Sálmar: 488, 492, 97, 489. P. S. Barnaskólinn Glerárhverfi kl. 6 e. h. Sálm.: 488, 500, 304, 489 B. S. Nýársdagur. Akureyrar kirkja kl. 2 e. h. Sálmar: 499, 500, 491, 675. B .S. Lögmanns- hlíðarkirkja kl. 2 e. h. Sálm- ar: 489, 491, 488, 674, 1. Stræt- isvagn fer úr Glerárhverfi kl. 1.30. P. S. Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri kl. 5. P. S. HJÁLPRÆÐISHERINN á Ak- ureyri. Jólin 1962. Nýárið 1963. Hátíðadagskrá. 1. jóla- dag kl. 20.30 hátíðarsamkoma 2. jóladag kl. 14 og 17 jólahá- tíð sunnud.skólans. Fimmtud. 27. des. kl. 20 jólahátíð Heim- ilasambandsins. Föstud. 28. des. kl. 20.30 jólahátíð (Skan- dinavisk fest). Laugard. 29. des. kl. 15 jólahátíð fyrir eldra fólk. Sunnud. 30. des. kl. 15 jólahátíð f. börn (aðg. 3 kr.). Sama dag kl. 20.30 Almenn samkoma. Gamlárskvöld kl. 23 miðnæturguðsþjónusta. Nýársdag kl. 20.30 hátíðarsam koma. Miðvikud. 2. jan. kl. 15 jólahátíð Kærleikssambands- ins. Sama dag kl. 20 jólahátíð Æskulýðsfélagsins. Föstud. 4. jan. kl. 15 jólahátíð f. börn (aðg. 3 kr.) Laugard. 5. jan. kl. 20 jólahátíð fyrir Hermenn. Sunnud. 6. jan. kl. 16 jólahá- tíð á elliheimilinu Skjaldar- vík. Verið hjartanlega velkom in á allar samkomurnar. FÍLADELFÍA Lundargötu 12 tilkynnir hátiðarsamkomu: Sunnud. 23. des. kl. 8.30 e. h. almenn samkoma. Jóladag kl. 5 e. h. almenn samkoma. 2. jóladag kl. 8.30 e. h. almenn samkoma. Sunnud. 30. des. kl. 8.30 e. h. almenn samkoma. Gamlárskvöld kl. 10.30 e. h. almenn samkoma. Nýársdag kl. 5 e. h. almenn samkoma. Sunnudagaskóli hvern sunnu dag kl. 1.30 e. h. Öll börn hjartanlega velkomin. SAMKOMUR að Sjónarhæð sunnud. 23. des. kl. 5 e. h. 1. jóladag sama tíma. Sunnudag 30. des. sama tíma og gamla- árskvöld kl. 11 e. h. og nýárs- dag kl. 5 e. h, — Allir vel- komnir, einkum á gamlaárs- kvöld. HEIMSÓKNARTÍMAR á Fjórð ungssj úkrahúsinu um hátíð- arnar verða sem hér segir: Á aðfangadag kl. 6—10 e. h., á jóladag og annan jóladag kl. 2—4 og 7—7.30 e. h., á gamlaársdag kl. 6—10 e. h. og á nýársdag kl. 2—4 og 7—7.30 e. h. JÓLATRÉSSKEMMTUN barna stúknanna verður fimmtudag inn 27. þ. m. að Hótel KEA Kl. 2 fyrir 9 ára og yngri, en kl. 4.30 fyrir 10 ára og eldri. Aðgöngumiðar verða afhent- ir í Varðborg sama dag kl. 10—12. Munið árgjöldin. LIONSKLÚBBARNIR á Akur- eyri halda dansleik annan jóladag og áramótafagnað á Gamlársdag að Hótel KEA, til ágóða fyrir Styrktarfélag vangefinna. Sjáið nánar augl. í blaðinu í dag. FRÁ AMTSBÓKASAFNINU: Safnið verður lokað frá og með laugardeginum 22. des- ember 1962 til fimmtudags 3. janúar 1963, að undanskildum föstudeginum og laugardeg- inum 28. og 29. desember n. k. ORGELSJÓÐI Akureyrar- kirkju hefur borizt gjöf að upphæð kr. 1000.00 frá hjón- unum Ingibjörgu Árnadóttur og Rögnvaldi Þórðarsyni. — Hjartanlegustu þakkir. Sókn- arprestar og sóknarnefnd. B. S. O. Lokað frá kl. 18.00 á að fangadag og allan jóladag. Á Gamlaárskvöld opið til kl. 2.30 eftir miðnætti. Lokað á nýársdag. Sá hlýtur viðskiptin, sem athygli vekur á þeim. — Góð auglýsing geíur góðan arð. - Styrktarfélög van- gefinna (Framhald af blaðsíðu 8) styrktarfélag vangefinna á Ak- ureyri með samskonar höfuð- markmiði og reykvíska félagið, en þó sjálfstætt félag. Gengu í þetta félag strax rúmlega 100 manns og eru flestir þeirra í því enn, en aðeins fáir, sem vinna- beinlínis að málefnum þess. Upphaflega var ætlunin að vinna að stofnun hælis fyrir vangefna hér í nágrenni Akur- eyrar, og um skeið voru sterk- ar líkur fyrir því, að það fengift fram. Nú hefur sú tillaga verjð að fullu felld, þar eð erlendúr sérfræðingur hefur fullyrt, að hælisþurfandi vangefið fólk á íslandi muni ekki fleira en hæfi legt sé fyrir eina stofnun. Er því í athugun, hvort ekki muni rétt að reisa hér heimavistar- skóla fyrir þá, sem ekki þurfa endilega hælisvistar við, en geta eitthvað lært, þó að þeir eigi ekki samleið með nemend- um annarra skóla. Akureyrar- félagið hefur því lítið getað að- hafzt enn, nema vinna að fjár- söfnun. Lítillega hefur verið farið af stað með einkakennslu fyrir fáein börn, sem félagssjóð- ur greiðir að mestu. í stjórn fé- lagsins hér eru: Jóhannes Oli Sæmundsson námsstjóri, Jó- hann Þorkelsson héraðslæknir, Albert Sölvason vélsmiður, Jón Ingimarsson verklýðsforingi og Ásgeir Jakobsson bóksali. (Upplýsingar að mestu úr er- indi Þórðar Hjaltasonar).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.