Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 2

Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 2
2 Hvers virði er frelsið? Þekkið þið dæmisciguna um föðurinn, sem kenndi sonum sínum tólf, Iivaða þýðingu það hefði að vinna saman? Gamli maðurinn fékk þeim sinn stafinn hverjum og sagði þeim að reyna að brjóta. Það var auðvelt. Síðan tók hann nýja stafi og batt þá alla saman i knippi, og þá gat ekki einu sinni sá sterkasti af sonunum brotið þá. ■Hefur nauðsyn samstöðu og samvinnu nokkurn tíma verið slík sem nú við þessi áramót? Hafa árekstrar vegna ólíkra sjc'marmiða og síaukins munar auðs og örbirgðar nokkurn tíma ógnað veröldinni sem nú? Hönd með liendi í stað hnefi mót hnefa þýðir: friður. i. ‘ •1' - " fWSP"---- Minnkandi fjarlægðir hafa fært mennina nær liver öðrum. Glaðir getum vér ekki lengi notið allsnægta, ef aðrir menn svelta. Hvers virði er oss frelsið, systunAðrár Óg bráíðtir-gista fangabúðir fátæktar og fáfræði? íslenzkir samvinnumenn: Treystum samvinnustarfið heima fyrir. Látum fyrirbænum um gleðilegt nýtt ár fylgja ásetning um ríku- lega hlutdeild í alþjóðastarfi samvinnumanna til hjálpar og eflingar þjóðunum í vanþróuðum lc'jndum. Tiikum virkan þátt í þeirri viðleitni samvinnumanna um allan heim, að efla frið og bræðralag og útrýma oki fátæktarinnar. Óskum samvinnufólki um land allt, svo og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla, drs og friðar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.