Dagur - 13.02.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 13.02.1963, Blaðsíða 1
--------------------------- MÁI.GAGN Framsóknarmanna RnsTjóki: Fri.int.gr Davíosson Skrii stoi a í Hai narstræti !)0 SÍMI 1166. Sr.TNINGlt 06 PRÉNTUN ANNAST l’RKNTVERK OdUS Björnssonar H.F., Akureyri Dagu XLVI. árg. — Akureyri, miðvikudagurinn 13. febrúar 1963 — 8. tbl. ------------------------------- Aggi.ýsingastjóri Jón Sam- ÚF.LSSON . ÁrcANGVRINN KOSTAR KR. 120.00. Gj.M.DDACI 1.R 1. JGI.I Blaðiö kkmi-r gt á MtnviKUDÖc-, U.M OG Á LÁCGARDÖGUM. þegar ástæða þykir til. .______________________________i F. v. Ármann Dalmannsson, fundarstj., Jakob Frímannsson flytur skýrslu sína, Sigurður O. Björnsson, Stefán Hallgrímsson, Brynjólfur Sveinsson. (Ljósmyndir E. D.), KEAí gœr Ýtarleg skýrsla iim starfsemi félagsins á liðnu ári. Verzlunarkostnaður hefur hækkað mikið Magn seldrar vöru varð svipað og árið 1961 Fv: Þórólfur Guðnason, Jón Kristinsson, Guðl.Halldórsson, Steinþór Guðmundsson. — Neðri röð frá v.: Héðinn Höskuldsson, Páll H. Jónsson, Stefán Halldórsson, Jónas Þórðarson, Daniel Þórðarson. UTLA-GERÐIOG BAKKASEL EFTIR hádegi í gær var hald- inn í Gildarskála KEA félags- ráðsfundur Kaupfélags Eyfirð- inga, svo sem venja er á þess- um árstíma. En þar eru veittar fyrstu upplýsingar um starf- semi félagsins síðasta reiknings- ár. Mættir voru 30 fulltrúar frá félagsdeildunum. Form. félagsstjórnar, Brynj- ólfur Sveinson yfirkennari, setti fundinn og bauð fulltrúa vel- komna. Fundarstjóri var Ár- mann Dalmannsson og fundar- ritari Angantýr Jóhannsson. Jakob Frímannsson fram- kvæmdastjóri flutti yfirgrips- mikið yfirlit um starfsemi KEA á síðasta ári, í skörulegri ræðu. FRÁ SIGLUFIRÐI | NIÐURSTÖÐUTÖLUR fjár-I hagsáætlunar yfirstandandi árs = fyrir bæjarsjóð Siglufjarðar-I kaupstaðar eru 12,7 millj. kr.I Utsvörin hækka um 22% ogl eru þau áætluð 9,4 millj. I Á liðnu ári fæddust 59 börn = í Siglufirði, en hjónavígslurl voru 10 hjá sóknarpresti. É Til Siglufjarðar komu 30401 skip árið 1962. Flestar skipa-I komur voru þar árið 1939. Þál komu þar 6047 skip. □!_ Á SUNNUDAGINN var stofn- fundur haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri, þar sem formlega var gengið frá sameiningu Verkamannafélags Akureyi’ar- kaupstaðar og Verkakvennafé- lagsins Einingar. Nýja félagið heitir Verkalýðsfélagið Eining, og telur um 680 félaga. Stjórnarkosning fór fram á Sagði hann m. a. að vörusala félagsins í flestum deildum þess hefði aukizt og meðalaukning næmi 12—14%. Vörusala verk- smiðja hefði einnig aukizt, sér- staklega hjá Smjörlíkisgerð, Sjöfn og Pylsugerðinni. L ANDBÚN AÐ AR V ÖRUR. Innlögð mjólk nam samtals 16.183.083 ltr. og er það um 7,2% aukning frá fyrra ári. Út- borgað var til framleiðenda á árinu kr. 56.059.668,75, eða sem næst 346 aurar á lítra. í sláturhúsum félagsins var slátrað alls 49.974 kindum, og nam kjötþunginn 737.079 kg., eða um 4,2% meira en árið áð- ur. — Innlagðar gærur voru =■■ 57.753 stk., 174.899 kg., eða um I 5,7% aukning frá árinu áður. f Ullarinnlegg nam 62.588 kg. 1 og er það 5 kg minna en árið á | undan. I Pylsugerðin tók m. a. til i vinnslu og sölumeðferðar 330 f tonn af kjöti og kjötvörum. f Jarðepli: Teknar voru 3.000 í tunnur af jarðeplum til geymslu f í jai-ðeplageymslu félagsins s. 1. i haust. I S J Á V AR AFURÐIR. Mótteknar sjávarafurðir til f vinnslu og til umboðssölu: f Freðfiskur, unninn í hrað- i frystihúsinu á Dalvík og Hrís- Í (Framhald á blaðsíðu 2). þessum fundi. Formaður er Björn Jónsson, vai’aformaður Þórir Daníelsson, ritari Rósberg G. Snædal og féhirðir Vilborg Guðjónsdóttir. Meðstjórnendur eru Björgvin Einarsson, Auður Sigurpálsdóttir og Ólafur Aðal- steinsson. Forseti Alþýðusambands ís- lands, Hannibal Valdimarsson, KARL Kristjánsson flytur á Al- þingi frumvarp um heimild fyr- ir ríkisstjórnina að selja eyði- jörðina Litla-Gerði í Dalsmynni í Grýtubakkahreppi Jóhanni Skaptasyni sýslumanni á Húsa- vík, fyrir það verð er um semst, eða samkvæmt mati. Ástæðan fyrir áhuga sýslumanns til jarða foreldrar hans lengi og þar er hann fæddur og systkini hans flest. Mun sýslumaður hafa hug á að koma jörðinni í ábúð. mætti á fundinum og flutti ræðu um skipulagsmál verka- lýðshreyfingarinnar, ennfremur flutti hann kveðjur og árnaðar- óskir Alþýðusambandsins. Nýkjörinni stjórn var falið að endurskoða kröfur þær, sem félögin tvö, er nú voru samein- uð, höfðu gert. Stofnfundurinn var fjölmennur. □ Þá flytur Friðjón Skarphéð- insson og Magnús Jónsson frum varp um, að ríkið selji Öxnadals hreppi býlið Bakkasel, einkum til hagnýtingar til beytar búpen- ingi. Jörðin hefur ekki verið í byggð í 2 ár, en vegamálastjórn- in haft hana til ráðstöfunar. Það er mjög áríðandi, að Bakkasel sé í ábúð, vegna umferðar allt árið yfir Öxnadalsheiði. En síð- ustu árin hefur enginn treyst sér til búsetu á Jörðinni með þeim skilmálum, sem boðnir hafa verið. Á sama tima hafa húsin grotnað niður og jafnvel stolið járni af húsþökum. Öxnadalsheiði er erfiðasti og kaupanna er sú, að þar bjuggu hættulegasti kafli leiðarinnar milli Akureyrar og Reykjavík- ur og hún er mjög fjölfarin. Það er vart réttlætanlegt, að svipta vegfarendur því öryggi, sem ábúð í Bakkaseli er. Þar þarf að vera traust fólk, hlýtt hús, greiðasala, sími, sjúkra- vörur og sennilega væri heppi- legast að staðsetja þar bæði snjó bíl og snjóýtu. Til þess að þetta (Framhald á blaðsíðu 2). Smyglað áfengi og i; brugg hjá bílstjóra I; ÞANN 5 .febrúar gerði lögregl J; an á Akureyri leit hjá leigubif J> reiðastjóra hér í bænum sam- Ikvæmt dómsúrskurði og fund ust í geymslum hans 20 heil- flöskur af 75% Vodka, 7 líters flöskur ag heimatilbúnu áfeng isbruggi, einn kassi af bjór- J; dósum og nokkrar flöskur af jj dönskum bjór. Hefur viðkom- ;1 andi viðurkennt að eiga þessar '1 birgðir og kveðst hafa keypt Ij Vodkaflöskurnar í erlendu Jj skipi á Siglufirði á sl. sumri, J; en bjórinn hefði honum verið gefinn. Bruggið viðurkenndi ;j (Framh. á bls. 2) Sfofnfundur sameinaðra verkalýðsfél. á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.