Dagur


Dagur - 16.02.1963, Qupperneq 5

Dagur - 16.02.1963, Qupperneq 5
4 5 f..--------\----- AÐEINS EINU SINNI ÞVÍ ER haldið fram, að aldrei hafi Ólafi Thors og flokksmönnum hans fundist hagur atvinnuveganna svo góður, að kauphækkanir kæmu til greina. En þetta er alls ekki rétt. Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn opinber kaupkröfu flokkur og minntist Einar Olgeirsson þess á Alþingi í vetur með þakklæti, en forkólfar Sjálfstæðisflokksins sátu gneyp ir undir ræðu hans. ÞETTA rifjast upp nú, í baráttu ríkis- stjórnarinnar við launastéttirnar, er nú stendur yfir. Ólafur Thors sagði í frægri áramótaræðu sinni í vetur, að tilgangs- laust væri fyrir verkamenn að heimta hærri laun en gjaldgeta atvinnuveganna gæti borið. Það, sem umfram væri, yrði tekið af laununum aftur, á einn eða ann- an hátt — og þetta liafa nú landsmenn heyrt áður! Jafnframt leiddi Ólafur rök að því að eðlilegt væri að kaup hækkaði og þar með hagur vinnandi manna, þegar ástæð- ur atvinnuveganna gerðu það kleift. Þótt mönnum hafi sennilega ekki hug- kvæmst undir orðum forsætisráðherra, að íhaldið gæti nokkru sinni láíið það henda sig, að bera sér í munn, hvað þá meira, að atvinnuvegunum væri kaup- hækkun kleif — þá gerðist þetta einu sinni. En þá var Hermann Jónasson for- sætisráðherra en ekki Ólafur Thors. Þetta var 1958, en þá voru lífskjör ís- lendinga talin einna bezt, sem þau hafa nokkru sinni verið, enda öll atvinnu- tæki liagnýtt til fulls, allt frá togurum niður í smá trillur. Innlendir og erlend- ir hagfræðingar töldu 5% kauphækkun mögulega — án eftirkasta. Sú kaup- hækkun var svo lögfest. ÞÁ GERÐIST ÞAÐ, að Ólafur Thors og félagar brugðu við Iiart og skjótt og heimtuðu 11% kauphækkun til handa „öllum lýð“, því að þóít Iífskjörin væru betri á Islandi þá, en í nokkru Evrópu- landi, væru þau hvergi nógu góð, enda ættu vinnandi menn það sannarlega skil- ið að fá sinn rétta skerf af árangri starfs- ins. Og ílialdinu var alvara í þetta sinn, — alvara að sprengja vinstri stjórn Her- manns Jónassonar. — íhaldið lét flokks- bræður sína í Reykjavík bjóða verka- fólki Iðju 11% kaupliækkun, því að 5% hans Hermanns væru of lííil launabót. Með þessu móti tókst Ólafi Thors og Einari Olgeirssyni að eyðileggja sam- starfsgrundvöll vinstri stjórnarinnar, því önnur félög fetuðu í fótspor Iðiu. Ólafur Thors, Einar og hluti af tækifærissinn- uðum krötum, stóðu fyrir almennum launahækkunum í krafti þess, að at- vinnuvegunum væri ekki ofboðið. ÞEGAR ÞETTA var fram komið, sagði Hermann Jónasson af sér og íhaldið lét krata mynda stjórn, svo sem allir muna. Fyrsta verk þeirrar stjómar var að taka afíur 6% af launahækkuninni, því að ► vísirinn á skífu stjómvitringanna ► sýndi aðeins 5%, eins og Hemiann Jón- ► asson hafði áður sagt! Sömu aðilar, sem ► börðust fyrir kauphækkuninni sviptu J launafólkið 6% af hinum margnefndu [ 11%. Þessar sögulegu staðreyndir tala ; sínu rnáli, og sýna m. a. að jafnvel Sjálf- ’ stæðisflokkurinn getur, við hlið komin- ’ únista, gerst kaupkröfuflokkur um stund arsakir, þegar hann er í stjómarand- ► stöðu. □ ’ I--------------------------------------- Frostastöðum, 7. febr. Fram- sóknarfélag Skagfirðinga hefur nýlega haldið aðalfund sinn. Var fundurinn haldinn í Alþýðu húsinu á Sauðárkróki og sátu hann um 90 manns. Alþingis- mennirnir Ólafur Jóhannesson og Björn Pálsson mættu á fund- inum, fluttu þar erindi og tóku þátt í fjörugum umræðum. Frá því að síðasti aðalfundur var haldinn hafði einn úr stjórn félagsins, Gunnlaugur Björns- son í Brimnesi, látizt, en annar, Kristján Karlsson, fyrrverandi skólastjóri á Hólum, flutt úr héraðinu. Eftir voru þá í stjórn- inni Gísli Magnússon, Eyhildar- holti, Jón Jónsson, Hofi og Tobías Sigui-jónsson, Geldingar- holti. Munu tveir þeir fyrr- nefndu vera búnir að veita {é- laginu farsæla forystu a. m. k. í hálfan fjórða áratug. Báðust þeir nú allir undan endurkjöri Samþykkt var að fjölga stjórn- arnefndarmönnum úr 5 í 7 og voru eftirtaldir menn kosnir: Jóhann Hjálmarsson, Ljósa- landi, Sigurður Jónasson, Laug- arbrekku, Sæmundur Her- mannsson, Sauðárkróki, Gutt- ormur Óskarsson, Sauðárkróki, Sverrir Björnsson, Viðvík, Kristján Jónsson, Óslandi, og Magnús H. Gíslason, Frosta- stöðum. Varastjórn er skipuð eftirtöldum 5 mönnum: Harald- ur Hermannsson, Yzta-Mói, Geirmundur Jónsson, Hofsósi, Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður, Sauðárkróki, Hall- dór Benediktsson, Fjalli og Steindór Sigurjónsson, Nauta- búi. Þá voru eftirtaldir menn kjörnir í fulltrúaráð: sr. Guð- mundur Benediktsson, Barði, Valgarð Kristjánsson, Lamba- nes-Reykjum, Gestur Guð- brandsson, Arnarstöðum, Níels Hermannsson, Hofsósi, Jón Jónsson, Hofi, sr. Björn Björns- son, Hólum, Hermann Sigur- jónsson, Lóni, Björn Sigtryggs- son, Framnesi, Sigurjón Helga- son, Nautabúi, Tobías Sigur- jónsson, Geldingaholti, Sveinn MIKLIR FARÞEGA- FLUTNÍNGAR FARÞEGAFLUTNINGAR Flug félags íslands sl. ár gengu mjög vel. Fluttir voru alls 104,043 farþegar á árinu og er það Iang hæsta farþegatala á einu ári í sögu félagsins. Árið áður var farþegafjöld- inn 77,894 og er aukning því 33,6%. Mest var aukningin á far- þegaflugi innanlands, 40,7 af hundraði. Fluttir voru 68,091 farþegi á móti 48,382 árið áður. Vafalaust munu sumarfargjöld, sem sett voru í fyrsta sinn sl. sumar, eiga sinn þátt í þessari miklu aukningu, svo og aukinn flugvélakostur. Þess ber að geta, að sumarið 1861 lá innan- landsflug niðri í einn mánuð vegna verkfalla. Millilandaflug félagsins jókst einnig álitlega á sl. ári. Fluttir (Framhald á blaðsíðu 7). Jónsson, Hóli, Stefán Sigur- finnsson, Innsta-Landi, Jón Stefánsson, Gauksstöðum, Gísli Magnússon, Eyhildarholti, Frið- vin Þorsteinsson, Sauðárkróki, og Jón Jóhannesson, Sauðár- króki. Undirbúningur er nú hafinn úti í hreppunum að kjöri full- trúa á væntanlegt flokksþing F ramsóknarmanna. Síðastliðinn laugardag héldu hestamannafélögin í Skagafirði, en þau eru tvö, sameiginlegt kaffikvöld í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Sátu hóf- ið um 200 manns, við mikinn fagnað og margs konar skemmt- an lengi nætur. Veðurlag er nú ágætt hér svo sem lengst af hefur verið í vet- ur. Hríðarhvell gerði þann 3. þ. m. en þó setti ekki niður neinn teljandi snjó. Síðan hafa verið stillur en nokkurt frost. Til Dala hefur þó verið gjóst- ugra en svo er jafnan þegar átt er austlæg. mhg — í NÝÚTKOMNUM ÆGI skrifa nokkrir af forystumönnum sjáv- arútvegsmála greinar um horf- ur í þeim atvinnuvegi. Verða hér tekin upp nokkur atriði á víð og dreif. Loftur Bjarnason telur síð- asta ár eitt hið allra óhagstæð- asta í togaraútgerðinni. Stafi það af lélegum aflabrögðum og langvarandi verkfalli, sem stóð frá 10. marz til 28. júlí sl. sum- í ársbyrjun 1962 voru togar- ar landsmanna 47. Elliði fórst 10. febr. ‘62 og af þeim 46, sem þá voru eftir, lágu 7 togarar óstarfræktir vegna fjárhagsörð- ugleika og þar að auki 2 tog- arar meira og minna síðustu 2 Heildarafli togaranna varð um 45.200 tonn á móti 81.000 tonnum árið 1961, miðað við slægðan fisk með haus. Þar innifalin 16.000 tonn af karfa, en auk þess aflaði einn togari 1800 tonn af síld. Farnar voru 216 söluferðir til Bretlands og Vestur-Þýzkalands og fluttu togararnir þangað 33.950 tonn af fiski og seldu fyrir 248 millj. ísl. kr. Loftur Bjarnason telur að bæta verði togurunum á ein- hvern hátt upp það tjón, sem út- færzla landhelginnar varð þeim. Richard Thors ætlar að heild- arframleiðsla saltfisks hafi á ár- inu 1962 verið 32.000 tonn, mið- að við fullstaðinn saltfisk. Öll framleiðsla seldist og var flutt út, að 700 tonnum óverkaðs fisks undanskildum, sem send verða til Miðjarðarhafslanda í þessum mánuði. Stærstu kaupendur óverkaðs saltfisks voru ítalir með 7.600 tonn, Spánn 6.200 og Portúgal með 5.400 tonn. Stærsti kaup- andi verkaðs saltfisks var Bras- ilía. „í heild má segja“, segh- R. Thors, „um alla okkar saltfisk- markaði, að þörf þeirra var FRAMBOÐSLISTIFRAMSÓKNARMANNA í REYKJAVÍK NÝLEGA var framboðslisti Framsóknarmanna í Reykjavík til næstu Alþingiskosninga, birtur. Listinn er þannig skipaðaður: 1. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri. 2. Einar Ágústsson, sparisjóðsstjóri. 3. Kristján Thorlacius, deildarstjóri. 4 Krisján Benediktsson, kennari. 5. Sigríður Thorlacius, húsfrú. 6. Jónas Guðmundsson, stýrimaður. 7. Hjördís Einarsdóttir, húsfrú. 8. Kristján Friðriksson, iðnrekandi. 9. Jón S. Pétursson, verkamaður. 11. Stefán Magnússon, flugstjóri. 12. Hannes Pálsson, bankafulltrúi. 13. Bjarney Tryggvadóttir, hjúkrunarkona. 13. Benedikt Ágústsson, skipstjóri. 14. Einar Eysteinsson, verkamaður. 15. Magnús Bjarnfreðsson, blaðamaður. 16. Krisín Jónsdóttir, flugfreyja. 17. Ásbjörn Pálsson, trésmiður. 18. Sæmundur Símonarson, rímritari. 19. Sigurður Sigurjónsson, rafvirki. 20. Sigurður Þórðarson, vélvirki. 21. Lárus Sigfússon, bifreiðastjóri. 22. Unnui' Kolbeinsdóttir, húsfrú. 23. Kristinn Stefánsson, áfengisvarnarráðunautur. 24. Sigurjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri. BLAÐINU hefur borizt Árbók Þingeyinga fyrir árið 1961. Það er fjórði árgangur. Útgefendur eru Þingeyjarsýslur báðar og Húsavíkurkaupstaður. Ritnefnd skipa séra Páll Þor- leifsson á Skinnastað, Þórir Friðgeirsson, Húsavík og Bjart- mar Guðmundsson, Sandi, sem jafnframt annast ritstjórnina. En formaður útgáfustjórnar mun vera Jóhann Skaptason, bæjarfógeti og sýslumaður. Árbók Þingeyinga er að þessu sinni um 250 blaðsíður, auk auglýsinga. Höfundar eru marg ir og efnið mjög margþætt, bæði í bundnu máli og óbundnu. — Fyrsta grein Árbókarinnar er um Stóru-Tjarnarheimilið og listiðnaðinn þar, eftir ritstjóra. Páll Þorleifsson skrifar um Jón Magnússon skáld og tvo bænd- ur í Norðursýslu, Jónas Jónsson frá Hriflu skrifar greinina: Sögustaður Þingeyinga. Kvæði eru eftir Ketil Indriðason, Þor- geir Sveinbjarnarson, Guðfinnu Sörensdóttur, Jónas A Helga- son og Karl Sigvaldason, sem jafnframt gerði kápumynd bók- arinnar. Einar Árnason skrifar um aldamótahátíð haldna á Ljósavatni 1901, Guðmundur Árnason um refinn Uppsveitar- Móra, Jóhann Skaftason um Skjálfandafljótsbrúna gömlu, Jón G. Pétursson um bænda- námskeið á Breiðumýri og Þór- ólfur Jónasson um Pétur Buch í Mýrarseli. Enn má nefna höfundana: Óskar Stefánsson, Benjamín Sigvaldason, Pál Kristjánsson, sr. Friðrik A. Friðriksson og Jón H. Þorbergsson. Árbók Þingeyinga 1961 geym- ir mikinn fróðleik og hinar læsi Iegusu greinar. ■ 1111 FRAMBOÐSLISTIFRAMSÓKNARMANNA Á VESTURLANDI hvergi nærri fullnægt og langt frá því að SÍF gæti sinnt allri eftirspurn eftir saltfiski“. Nokkrar verðhækkanir urðu og varð útborgunarverð á I. fl. saltfiski kr. 12,50 pr. kg. Til viðbótar koma svo lokagreiðsl- ur. Afskipanir gengu greiðlega og greiðsla jafnan innt af hönd- um að lokinni Iestun. Ætlað er, að kaupendur séu reiðubúnir til áframhaldandi saltfiskkaupa. Ingvar Vilhjálmsson segir, að útflutningur skreiðar hafi num- ið samkv. bráðabirgða yfirliti, síldin. Af henni hefur enn ekki verið flutt út mikið magn, en að sjálfsögðu er hér um mjög þýðingarmikinn þátt að ræða. Af framangreindu er aug- ljóst, að hin ágæta veiði og hag- stætt og hækkandi verð á sjávar afurðum síðasta ár, hefur fært þjóðarbúinu miklu meiri tekj- : TÍMINN hefur birt lista yfir frambjóðendur Framsóknar- = É flokksins í Vesturlandskjördæmi. Er hann þannig skipaður: i É 1. Ásgeir Bjarnason, bóndi, Ásgarði. É = 2. Ilalldór E. Sigurðsson, sveitarstjóri, Borgamesi. i = 3. Daníel Ágústínusson, fyrrv. bæjarstjóri, Akranesi. \ i 4. Gunnar Guðbjartsson, bóndi, Hjarðarfelli. i 5. Alexander Stefánsson, kaupfélagsstjóri, Ólafsvík. | i 6. Ingimundur Ásgeirsson, bóndi, Hæli. i i 7. Kristinn B. Gíslason, bifreiðarstjóri, Stykkishólmi. : É 8. Geir Sigurðsson, bóndi, Skerðingsstöðum. H 9. Guðmundur Sverrisson, bóndi, Hvammi. i 1 10. Guðmundur Brynjólfsson, bóndi, Hrafnabjörgum. 37.000 blaut tonn eða 6.300 þurr tonn. Verð á skreið hækkaði á öllum mörkuðum, og sums stað- ar mjög verulega.. Skreiðarútflutningur hófst i ágúst og lýkur í þessum mán- uði og næsta. Markaðshorfur eru góðar, segir greinai'höfund- ur og búast megi við einhverj- um verðhækkunum með vax- andi eftirspurn, þegar fari að líða á árið. Erlendur Þorsteinss. segir síld arsöltunina hafa numið 375.213 og hálfri tunnu. Síld var söltuð á svæðinu frá Skagaströnd til Breiðdalsvikur á 67 söltunar- stöðvum. Fyrsta síldin var sölt- uð á Siglufirði 4. júlí. Mesta sólarhringssöltun á öllu land- inu var 26.096 tunnur og var það 24. júlí. Síðasta söltun var 15. september og var það á Siglufirði. Meðferð á síld fer batnandi, segir Erlendur, bæði í skipum og við söltun. Fersksíldarverð hækkaði úr 195,00 krónum fyrir uppmælda tunnu í 220,00 krónur. Öll síld- in er seld, sú, sem á annað borð er söluhæf og afskipun að mestu lokið. 5—6000 tunnur síldar eru nú notaðai' til niðurlagningar inn- anlands. Verð á útfluttri salt- síld var hærra en árið áður. Auk þessa er svo Suðurlands- GEKK 11.7 MÍLUR ÞEGAR Snæfell var „prufu- keyrt“ með nýju aflvélinni, sem frá var sagt í síðasta blaði, var ganghraði þess 11.7 mílur. Fyrsti vélstjóri er Ólafur Jóns- son — ekki Þorsteinsson, eins og ranghermt var. Þessa vísu orti K. Magnússon í reynsluferð: Snæfell, sem merkið bezt í flota bar bið ég nú Guð um kraft til áhríns Ijóða. Fylgi þér gæfan eins og áður var um ókominn tíma, happaskipið góða. Snæfell mun fara á togveiðar þegar ýmsum lagfæringum á því er lokið. STÁLSKIPIN ÞÓTT sýnilegur árangur sé ekki orðinn af þeim umræðum og ábendingum, sem fyrir nokkru birtust hér í blaðinu um stálskipasmíði á Akureyri, hef- ur málinu vonandi skotið upp í hugann hjá framtakssömum einstaklingum hér í bæ, öðru hverju. Nýlega komu til Reykja víkur myndarleg stálskip, sem Færeyingar byggðu og mætti ætla, að íslendingum væri ekki um megn, þár sem aðstaða er góð svo sem hér á Akureyri, að byggja sómasamleg fiskiskip úr stáli. En árlega þarf mörg ný skip, bæði til aukningar og end- urnýjunar hinum stóra fiski- skipaflota. Innan skamms munu greinar erlends kunnáttumanns, á sviði stálskipasmíða, birtast hér í blaðinu. Ættu þær að verða til athugunar og leiðbeininga, áð- ur en hafizt er handa í höfuð- stað Norðurlands. Annars hindrai' húsnæðis- skorturinn hér í bæ, eðlilegan vöxt iðnaðarins, eins og nú er. LJÓTUR VERKNAÐUR NÝLEGA var fréttamanni blaðsins sýnd umgengni fólks á opinberum stað hér í bæ. Gaf þar á að líta. Hreinlætistækin brotin, miðstöðvarofn rifinn frá vegg, speglar brotnir, veggflísar rifnar af, en þess í stað brennd- ir veggirnir með sígarettum. Þá voru á veggjum hér og hvar skrifuð ósmekkleg orð og setn- ingar, en á mikið stærri hluta veggjanna voru þó teikningar, og allar af þeim hluta kvenlík- amans, sem teiknararnir þekkja eflaust minnst. Flestir gestanna eru ungir, sagði forstjórinn í LEIKHÚSINU HVERNIG FÆRI ef kviknaði í Samkomuhúsinu á leiksýningu? Vonandi fáum við aldrei full- komið svar við þeirri spurningu, byggt á reynslu. Rétt er þó, að gera ráð fyrir, að slíkt geti kom- ið fyrir, svo sem um önnur görnul og eldfim timbui'hús. Ef- laust er þess líka gætt hvað snertir brunavarnir, að miða þær við aðstæður. Þó læðist að manni lúmskur grunur um, að varúðar sé þar e. t. v. vant. Er t. d. brunabjalla eða sími á leiksviði eða í búnings- herbergjum, til þess að tilkynna um eld ef upp kemur þar —. beint á slökkvistöð eða lögreglu varðstofu? Þessari spurningu verður víst að svara neitandi. Geta menn þá hugleitt hvað gei' ast myndi á leiksýningu, ef eld- ui' kemur upp að tjaldabaki. Þá má benda á, að framan við Samkomuhúsið er bílastæði, er við slíkar aðstæður væri þétt- skipað bílum og yrði slökkvi- liði ekki nægjanlega greiður að- gangur til starfa í þann mund, sem leikhúsgestir væru að ryðj- ast út. Þessi tvö atriði, bruna- bjalla á umráðasvæði leikara og bíllaus gatan framan við leik- húsið, eru nauðsyn á leiksýn- ingum. 236 MILLJÓNIR MÖRGUM þykir sopinn góður, og er það til sannindamerkis, að Áfengisverzlun Ríkisins seldi áfengi fyrir um 236 milijónir kr. síðasta ár. En fyrir þá upphæð hefði mátt byggja 500 góðar íbúðir. Áætlað hefur verið, að vinnu- tap vegna áfengisneyzlu og annarr kostnaður ýmiskonar, í sambandi við notkun áfengis, nemi álíka upphæð. Hvort sú áætlun er nærri réttu lagi skal þó ekki fullyrt. Enga skattheimtu inna menn jafn íúslega af hendi og vín- kaupin, þótt Irin sé hverjum í sjálfsvald sett. Og j.c er áfeng- ið mesta bölið á handruöu/p heimila í landinu, og leggur líj fjölda einstaklinga í rústir. Þegar FrarnsóknaríEokkurinn hóf barátlu fyrir sfækkun íslenzku landhelginnar DAGANA 28. nóv.— 3. des. 1946 — fyrir rúmlega 16 árum — um það leyti, sem nýsköpunar- stjórnin sæla undir forystu Ól- afs Thors var að gefast upp, eft- ir að hafa eytt stríðsgróðanum, var 8. flokksþing Framsóknar- manna háð í Reykjavík. Þetta var tveimur árum eftir stofnun lýðveldisins, og einu ári eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Á þessu flokksþingi var það ákveðið, að Framsóknarflokk- urinn skyldi beifa sér fyrir því, að: „Samningi þeim, um fisk- veiðilandhelgi við ísland og Færeyjar, sem gerðir voru af konungum Danmerkur og Stóra Brelands 24 júní 1901, verði tafarlaust sagt upp af íslands hálfu.“ Ennfremur:: Að landhelgi ís- lands „verði ákveðin mun stærri en liún nú er, og að landhelgislínan verði mæld út frá yztu annesjum, svo að aliir firðir og flóar falli iunan henn- ar.“ í inngangi ályktunarinnar seg samningsins við Breta frá 1901. Tillögu þessari var útbýtt á fundum beggja deilda Alþingis 28. janúar 1947 og var til um- ræðu í sameinuðu þingi 13. febrúar sama ár. í framsöguræðu sinni sagði Hermann Jónasson m. a.: „... . Ég hygg að mál þetta, stækkun landhelginnar, frá því, sem nú gildir samkv. samningi frá 1901, sé eitt af allra stærstu hagsmunamálum okkar þjóð- félags, eins og nú er komið. Það eru engar líkur til að fisk- mergðin haldist svipuð því sem nú er, með slíku framhaldi. Það er visulega sannað, að með sams konar fyrir komulagi og nú ríkir, hljóti fiskstofninn að ganga til þurrðar." Hermann Jónasson ræddi í'étt íslendinga, til fiskimiðanna um- hverfis landið og sagði: „Eftir þeirri reynslu, sem aðrar þjóð- ir hafa af því að sækja þennan i'étt í eigin hendur úr höndum þeirra þjóða, sem liagsmuna hafa að gæta á fiskimiðum þeirra þá virðist svo sem gera verði ráð fyrir því, að þessi réttur verði svo harðsóttur, að tæpast dugi aðrar leiðir en upp- sögn, til þess að sýna þegar á fyrsta stigi málsins, að okkur sé full alvara.“ Umræðurnar, sem fram fóru um þessa tillögu H. J. og Sk. G. eru mjög ahyglisverðar nú, eftir það, sem síðan hefur gerst. Þær sýna, að ýmsum þótti þá í mikið ráðist og kviðu því að útfærslan yrði íslending- um örðug. Einn af þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins flutti breytingartillögu um, að vinna að útfærslu án þess að uppsögn brezka samningsins væri nefnd. Annar lét í ljós ótta um, að slík sókn í málinu, sem hér var um að ræða, kynni að tefja friðun Faxaflóa og að erfitt yrði að verja t. d. 4 mílna landhelgi ut- an við alla flóa og firði. Bjarni Benediktsson, sem þá var orðinn ráðherra landhelgis- mála, sagði: „Það er hætt við, að það sé þýðingai'laust fyrir okkur að, setja um þetta aðrar reglur en viðurkenndar eru af þeim (þ. e. stórveldunum) í heild, vegna (Framhald á blaðsíðu 7). ír svo: „Flokksþingið beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis, að landhelgismál íslands verði tekin til gagngerðrar rannsókn- ar og virkra aðgerða hið allra fyrsta og unnt er. Flokksþingið lítur svo á, að ef sofið er á verð inum um þetta stóra og þýðing- armikla mál, meðan veiðitækn- inni fleygir fram og flestar ná- grannaþjóðir okkar færa út landhelgi sína og efla landhelg- isvarnir hjá sér, séu allar horf- ur á, að aflabrögð landsmanna verði stopul og rýr innan skamms, og að nýi fiskveiði- skipaflotinn komi ekki að not- um vegna ágengni útlendra fiskiskipa.“ Þetta var í desember 1946. Eftir áramótin var ályktun flokksþingsins fylgt fram á Al- þingi. Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson fluttu þá af hálfu Framsóknarflokksins til- lögu til þingsályktunar um upp- sögn þriggja mílna landhelgis- Strákavegurimi Stjórnarliðið fellir tillögu um lántöku VIÐ þriðju umræðu á Alþingi um fjárlagafrumvarpið, sem fram fór rétt fyrir jólin, báru þingmenn Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, þeir Ólafur Jóhannesson, Skúli Guðmundsson og Björn Pálsson, fram tillögu um að heimila ríkisstjórninni að taka allt að 14 millj. kr. lán til þess að greiða kostnað við jarðgöng á Siglufjai'ðarvegi (Strákavegi). Tillaga þessi var felld við atkvæðagreiðsluna, að viðhöfðu nafnakalli, með 32 gegn 24 atkvæðum. — Með tillögunni greiddu atkvæði allii' 17 þingmenn Framsóknarflokksins og 7 þingmenn Alþýðubandalagsins (3 af þeim voru fjarver- andi), en á móti lillögunni voru allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna, 32 að tölu Einn af stjórnarliðum (Guðm. í. Guðmundsson) var fjarverandi. Samkvæmt tillögu fjárveitinganefndar var samþykkt að heimila stjórninni að taka lán, allt að 70 millj. kr. til lagn- ingar steinsteypts vegar til Keflavíkur (Reykjanesbrauar). Um það mál var enginn ágreiningur í þinginu. Stjórnarliðið setur þá ekki við sama borð, Suðurnesja- menn og Siglfirðinga. (Einherji, 31. janúar 1963)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.