Dagur - 13.03.1963, Side 1
■
Málgagn I'ramsóknarmanna
RjTSTJÓRi: ERt.lNCUR Davídsson
Skrifstoi-a í IIafnarstræti t*0
Sími 1166. Skt.ningu og prentun
annast 1‘rf.ntvlrk Odds
Björnssonar h.f., Akureyri
XLVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 13. marz 1963. — 14. tölublað
---------------
Algi.ýsingastjóri Jón Sam-
úf.lsson . ÁrgÁngurinn, kostar
kr. 120.00. Gjai.odAgi KR 1. JÚI.Í
BlADIÐ KF.ÁIUR ÚT Á MlöVlKUDÖG-
UM OG Á I.AUGARDÖCUM,
ÞEGAR Á.ST.tÐA ÞYKIR TIL
- -
Sjóðandi hiti - ekkert vatn
Húsavíkur-Jón heldur mjög fast um sitt
TÍU MANNA vinnuflokkur
Norðurlandsborsins, sem nú er
á Húsavík, bíður fyrirskipana.
Dýpt borholunnar er 1154
metrar, vatn fyrirfinnst ekki en
hitinn í botni holunnar er 108
stig. Ekki verður dýpra borað,
PÁLL HALLDÓRSSON, Odd
eyrargötu 6, Akureyri, drukkn
aði á sunnudaginn við Sverris-
bryggju á Oddeyri. Um orsak-
ir er ókunnugt. Hann fór að
heiman frá sér fyrir hádegi
sama dag. Leit var hafin síðari
hluta dagsins, m. a. af skátum,
og stóð hún til kvölds, án ár-
angurs.
Lík Páls var slætt upp á
mánudagsmorguninn.
Páll Halldórsson var 55 ára.
Hann vann hjá U. A. frá stofn
un þess, var ágætur starfsmað
ur og vel látinn. □
ÖRENDUR
nema skipt sé að nokkru um út-
búnað.
Nú fer fram verkfræðileg og
jarðfræðileg athugun á því,
hvað gera beri.
Borstjóri er Dagbjartur Sig-
ursteinsson. Unnið hefur verið
allan sólarhringinn á 8 klst.
vöktum. Vélgæzlumaður og eini
Norðlendingurinn, sem þarna
vinnur, er Ari Rögnvaldsson frá
Akureyri.
Á Húsavík er mikið kveðið
um borunina.
Gunnar Böðvarsson verkfræð
ingur sagði í viðtali við blaðið
í gær, að hann vildi láta flytja
Norðurlandsborinn upp í Náma
skai'ð, til að bora þar tvær hol-
ur, en dýpka síðan borholuna
á Húsavík í a. m. k. 1500 metra.
Ekki vildi verkfræðingurinn
áætla hvenær borun hæfist á
Akureyri, en haldi líklegast, að
þegar að því kæmi, yrði fyrst
(Framh. á bls. 5).
ýlt 226 tonna sfáfskip nýkcmið fil Daivíkur
NÝTT 226 tonna stálskip kom til Dalvíkur á
laugardaginn. Eigandi þess er Egill Júlíusson út-
gerðarmaður. Skipið heitir Hannes Hafstein EA
345, byggt í Ankerklokkenverk í Florö í Noregi.
Vélin er 660 hestafla Lister-dieselvél og gang-
hraði í reynzluför 11,6 mílur. Skipstjóri er Jón
Magnússon frá Patreksfirði. Hið nýja skip þykir
hið vandaðasta að allri gerð og búið fullkomn-
ustu siglinga- og björgunartækjum.
Við heimkomu skipsins til Dalvíkur, söng
Karlakór Dalvíkur og sveitarstjórinn, Valdimar
Oskarsson, flutti ávarp og frumsamið kvæði Har
aldar Zophoníassonar, en Egill Júlíusson þakk-
aði og bauð síðan viðstöddum um borð.
Hannes Hafstein mun bráðlega hefja veiðar,
og mun bæði reyna við síldina og vlð þorskveið-
ar í nót, og er þegar farinn suður. Fylgja honum
beztu óskir. Q
FRAMSÓKNAMENN!
KLÚBBFUNDUR veröur á
morgun á skrifstofu flokksins
ogjiefst kl. 8.30 e. h.
Málshefjendur verða Ingólfur
Gunnarsson og Jón Samúelsson
og ræða þeir um útbreiðslu
flokksblaðanna. □
Nýr bátur sjó-
settur á Ak.
Stálskipasmíði aftur á dagskrá á Akureyri
Slippstöðin h.f. sækir uin 5 millj. króna ríkis-
ábyrgð og rúmgóða lóð austan Hjalteyrargötu
FYRIR NOKKRUM DÖGUM var lögð fram á Alþingi beiðni um
ríkisábyrgð .vegna væntanlegrar stálslcipasmíðastöðvar á Akureyri,
að upphæð 5 milljónir króna. Það er Slippstöðin lif. sem um á-
byrgðina sækir, og hún sækir jafnframt um rúmgóða lóð norðan
við núverandi lóð Slippstöðvarinnar, austur Hjalteyrargötu, vegna
væntanlegrar skipasmíðastöðvar.
Stjórnarvöld landsins og höf-
uðstaðar Norðurlands fjalla nú
um þetta nýja stórmál. Ber að
fagna því, að töluverður áhugi
Bændaklúbbsfundur
VERÐUR næstkomandi mánu-
dag á venjulegum stað og tíma.
Kristján Karlsson fyrrv. skóla-
stjóri flytur erindi um brezkan
landbúnað. □
er nú vaknaður fyrir stálskipa-
smíði á Akureyri, þótt undir-
tektir væru í daufara lagi þegar
hugmyndin var fyrst rædd af á-
hugamonnum hér í blaðinu.
Fyrrnefnt frumvarp er þess
efnis, að ríkisstjórninni sé heim
ilt að ábyrgjast allt að 5 millj.
kr. lán, innlent eða erlent, fyrir
Slippstöðina hf. á Akureyri til
endurbóta á skipasmíðastöð og
til þess að koma upp skipasmíða
stöð fyrir stálskip. Jónas G.
Rafnar er flutningsmaður frum
varpsins.
Slippstöðin hf. á Akureyri er
11 ára gamalt hlutafélag, sem
tekið hefur á leigu til 15 ára
hjá bænum tvo slippa með hlið-
arfærslu, sem tekið geta meira
en 100 tonna báta og slipp fyrir
allt að 500 tonna skip, ásamt
öðrum mannvirkjum.
Nú er mikill áhugi hjá Slipp-
stöðinni hf. fyrir byggingu nýs
slipps, sem væri í meira sam-
ræmi við hina stóru, nýju fiski-
(Frahmald á blaðsíðu 5).
ara.
Báturinn heitir Auðunn EA
157, er byggður úr eik og hefur
200 hestafla Scania Vabis-vél.
Eigendur hans eru Garðar
Sigurpálsson og Kristinnn Jak-
obsson í Hrísey.
Auðunn er vandaður bátur.
I honum eru öll venjuleg sigl-
inga- og öryggistæki. Hann verð
ur tilbúinn í vikulokin til heim
ferðar. Q
Verkstæðisskúr brann á Oddeyrinni
UM kl. 6 síðdegis á laugar-
daginn kom upp eldur í verk
stæðisskúr við Kaldbaksveg
á Oddeyri og brann hann að
meslu leyti. Þar inni voru
tveir bílar til viðgerða og
náðist annar þeirra út en
hinn brann, ásamt verkfær-
um o. fl. verðmætum lilut-
um. Sambyggðan skúr tókst
að verja, enda bárujámsþil á
niilli.
Verkstæðið sem brann átti
Óskar Ingimarsson bifvéla-
virki og hefur liann orðið
fyrir miklum skaða þótt hús
og bíll væri vátryggt. Erfitt
var um vatn til slökkvistarfs
ins, langt í næsta vatnshana
og vatnskraftur lítill.
Einn slökkviliðsmaður
skarst illa á hendi. Var hann
fluttur á sjúkrahús og saum-
uð sár hans.
Á LAUGARDAGINN var sjó-
settur á Akureyri 21,5 smálesta
bátur, byggður í Slippstöðinni
hf. eftir teikningu Tryggva
Gunnarssonar, skipasmíðameist