Dagur - 20.03.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 20.03.1963, Blaðsíða 8
s TVÆR MYNDIR Nýi báturinn Auðunn EA 157. sem saet var frá í síðasta blaði. Form. Kristinn Jakobss. (Ljm. E.D.) FJÁRMAGMÐ STREYMIR Ií\N í BREZK4N LANDBÚNAÐ gagnstætt Jjví, sem er hér á landi, sagði Kristján Karlsson, fyrrv. skólastj., á bændaklúbbsfundi KRISTJÁN KARLSSON, fyrrv. skólastj., erindreki Stéttarsamb. bænda, flutti ágæta ræðu á bændaklúbbsfundi Eyfirðinga í fyrra- kvöld, um brezkan landbúnað. En Kristján hefur nýlega dvalið í Englandi og kynnt sér málefni bændanna þar, bæði búskaparháttu og hversu ríkisvaldið hýr að bændastéttinni. En þrátt fyrir mildari veðráttu þar, lengri sprettutíma ár hvert og fleira, sem skilur, eru mörg vandamál þau sömu hjá íslenzkum og brezkum bændum. Bændur, sjómenn og skóg- ræktarmenn í Bretlandi eru sam anlagt ekki nema 4—5% af þjóðinni. Brezkir bændur geta því hvorki kjöt- eða mjólkurfætt íbúana. Inn verður að flytja 90% af smjöri, 70% af ostum og 30—40% af öllu því kjöti, sem neytt er. Þó er landbúnaðar framleiðslan ört vaxandi, sagði Kristján Karlsson. Landið sjálft hefur líka hækk- að mjög í verði. Fyrir stríð kost- aði ekran (0,4 hektari) 5—6 pund. Nú nemur árleg leiga ekr- unnar sömu upphæð. Fjármagn- ið streymir inn í landbúnaðinn, sagði ræðumaður, og kemur það meðal annars frá iðnaðinum og mörgum öðrum greinum at- vinnulífsins. Það er arðvænlegt BINDINDISDAGUR Frostastöðum 18. marz. Bind- indisdagur skólabarna var hald- inn í félagsheimilinu Héðins- minni í Blönduhlíð 14. marz sl. Komu þar saman 160 skólabörn úr Akra-, Seylu- og Lýtings- staðahreppum. Eki alls munu þarna hafa verið saman komin um 200 manns. Börnin skemmtu með leikþáttum, upplestri og söng. Ræður fluttu þeir séra Björn Björnsson prófastur á Hólum, séra Þórir Stephensen á Sauðárkróki og Pétur Bjarna- son frá Siglufirði. Þá var sýnd kvikmynd um áhrif reykinga á mannslíkamann. Konur úr Akrahreppi og á- fengisvarnanefnd hreppsins sáu um veitingar. □ að vera bóndi þar, og ríkisvald- ið býr vel að bændastéttinni. Þessu er öfugt farið hér á landi, enda búa íslenzkir bændur við þröngan kost, svo að tæplega er hægt saman að jafna. Um helmingur brezku bænda- stéttarinnar eru sjálfseignar- bændur. Landbúnaðarverka- menn eru álíka margir og bænd urnir, eða svo er það í sumum héruðum og er vinnudagur þeirra 8 stundir, Vélvæðing hefur orðið mjög ör. Margir bændur eyða svip- aðri fjárhæð í vélar og vinnu- kaup, eða 25—30% af tekjum sínum. Búfé hefur fjölgað mjög, nema hrossum. í landbúnaðin- um er mikil grózka þessi árin, og hefur svo verið síðan síðari heimsstyrjöld lauk. Bretar eru bændasinnaðir, jafnt í borg og sveit og vilja . hag bændanna sem beztan. Ríkið styður bændastéttina mjög verulega, sagði ræðumað- ur. Til dæmis borgar ríkið helm ing alls tilbúins áburðar, sem bændur nota á ræktarlönd sín. Áburðafnotkunin hefur líka margfaldazt og eftirtekjan vax- ið mjög. Styrkir og ýmisleg að- stoð kemur fram á margan hátt. En að meðaltali mun aðstoð rík- isvaldsins nema um 120 þús. ísl. króna árlega til hvers meðal- bónda. Aðstoð þessi er veitt bændunum beint, svo sem hvað snertir áburðinn, í stað þess að greiða niður verð landbúnaðar- vara til neytendanna. Ríkið legg ur brezkum bændum til þriðj- ung kostnaðar við byggingar úti Kristján Karlsson húsa, beint framlag, veitir ákveð inn styrk á hverja ekru lands, sem plægð er til grasræktar og erfiðleikastyrkur er veittur þeim bændum, sem búa í hálend inu, þar sem hver ekra lands gefur miklu minna af sér. Sá styrkur er veittur á hvern grip. Þá veitir ríkið bændum trygg- ingu fyrir vissu verði á sumum búvörum, svo sem sykurrófum og byggi. Og þetta er gert áður en sáð er til þessara tegunda, svo bændur vita að hverju þeir ganga. Fé til fjárfestingar í landbún- aði er ekki skattlagt hjá brezk- um bændum. Kristján lýsti rækilega, bæði í myndum og máli, hinum dag- (Framhald á blaðsíðu 2). FYRIR STUTTU lá leið mín frá Húsavík við Skjálfanda upp í sveit. Ég ók eftir þjóðveginum fram hjá höfuðbólinu Laxamýri suður í Reykjahverfi. Reykja- hverfi er lágur, algróijnn dalur, er liggur milli Reykjaheiðar og Hvammsheiðar suður frá austan verðum Skjálfanda. Á mildum vetrardegi sem þessum, birtist mér fögur mynd af íslenzkri sveit. Dalurinn liggur milli heið- anna, fölur að vetrinum, en al- grænn og vinalegur til beggja fjallsbrúna þegar vorar. Bænda býlin falleg og vel byggð með stórum túnum. Beitilandið vax- ið fjalldrapa, grávíði og grasi, vænt yfirlitum. Áin í miðjum dal, með örnefnum helguðum viðkomu silungs og laxa. Lagð- prúðar hjarðir á beit. Sunnan gola leikur um Hverfið og breið- ir hlýja'blæju yfir sveitina, frá Uxahver, sem vermir þennan gróðursæla fallega dal, ár og alla daga. Ég ek suður dalinn, eins og leið liggur, fram hjá góð býlinu Skörðum, Einarsstöðum, Skógum, Skógahlíð, Heiðarbót, Þverá. En hvað er nú að? Heið- arbót er fallegt býli, sem stend- ur á skjólsælum stað í skeifulag aðri hvilft heiðarinnar, með mjög þokkalegu steinhúsi — mannlausu. Næsti bær: gamalt stórbýli, með stóru túni, göml- um bæjarhúsum, landflæmi í allar áttir, laxveiði í ánni og stórbrotna sögu horfinna bænda er söfnuðu gildum sjóðum til næstu kynslóða. Þetta er Þverá í Reykjahverfi — líka með mannlausan bæ. Enn er áfram haldið og nú eru bæir í byggð suður að Hveravöllum og byggðahverf- inu þar í kring, en við hverina er eitt mesta jarðhitasvæði á ís- landi, sem ýmsir næstu bæir njóta góðs af í ríkum mæli. Bæirnir, sem ég nefndi áðan, Þverá og Heiðarbót, og nú standa mannlausir, eru báðir, örskammt frá þjóðvegi í miðri sveit. Þessar tvær jarðir keypti Landnám ríkisins á næstliðnu sumri, með það fyrir augum, að stuðla að því að þær byggðust á ný af hinni ungu kynslóð, sem er borin til þess að erfa landið og sem Landnám ríkisins vill styðja til framkvæmda eftir því sem starfsreglur þess framast leyfa. í skauti þessara eyðijarða bíða hundruð hektara ræktunar lands, og gnægtir beitilanda, vaskra handa, efni í 3—4 góð nýbýli. Reykjahverfi er ein af rækt- unarhæfustu sveitum þesSa lands. Þjóðvegur liggur eftir miðri sveit. Sími og Laxárraf- magn á hverjum bæ og eyði- jörðunum líka. Mjólkur- og póst bílar ganga eftir sveitinni nokkr um sinnum á viku. Frá verzlun- arstaðnum Húsavík eru 5 km á næsta bæ sveitarinnar og 20 km á þann sem fjarst liggur. Hvers vegna eru bæir í þessari sveit í eyði? Hvers vegna? Þetta er smámynd úr ís- lenzkri sveit. Fyrir jólin í vetur var ég að fletta Reykjavíkurblaði. Reykja víkurblöðin eru full af mynd- um. Á fremstu síðu blaðsins blasti við mér átakanleg mynd. Ungur maður, vænn að vallar- sýn, stóð úti fyrir húsdyrum. Hann var með ungt, saklaust og fallegt barn á armi. Konan var (Frahmald á blaðsíðu 5). NÝR ÞÁTTUR MEÐ ÞESSU BLAÐI liefst nýr þáttur um samvinnumál, eftir Sigurð Jóhannesson skrifstofu- mann á Akureyri. Þar verður al menn fræðsla um þessi mál, og fréttir af norðlenzku 'sam- vinnustarfi. □ Þýzkur fræðimaður SVO sem getið hefur verið um í fréttum, hefur dvalizt hér á landi, í boði Háskóla íslands, þýzkur fræðimaður, dr. Carlo Schmid, fyrsti vara forseti þingsins í Bonn. Hann hefur flutt fyrirlestra í Há- skólanum og haft fundi með fréttamönnum syðra. Verður það ekki rakið. En hingað til Akureyrar kom doktorinn í örstutta heimsókn, einn sólskinsdag- inn, til þess að líta snöggvast yfir norðlenzkar byggðir og fljúga yfir hálendið, baðað í vetrarsól. Q Bjöm Pálsson flugmaður, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, Gísli Alfreðsson leikari, Juliana Alfreðsson, dóttir dr. Scmid, dr. maður og Karl Rovvold sendiráðsfulltrúi. Magnús E. Guðjónsson bæjarstj., Carlo Schmid, Sonnenfeld ræðis- (Ljósm. E. D.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.