Dagur - 27.03.1963, Side 5

Dagur - 27.03.1963, Side 5
4 FerSamenn „ÞAÐ var ónærgætnislegt af henni Laugu minni að koma núna, þegar ég á ekkert til með kaffinu/' er haft eftir konu, sem sá til ferða kunningjakonu sinnar, en var ekki vel undir gestakomu búin. Akureyri liggur í þjóðbraut á Norður- landi og þangað kemur drjúgur hluti þeirra tugþúsunda ferðamanna, sem nú í ár hafa boðað komu sína hingað til lands. Atvikin hafa hagað því svo, að á síðustu tímum hafa augu umheimsins opnast fyrir íslandi og fleiri löndum á norðurslóðum, sem ferðamannalandi. í stað þess að leita heimkynna pálmanna, stráhattanna, sólbakaðra, hvítra bað- strandanna og litaðra og léttklæddra nátt úrubarna, er nú einnig horft til landa hinna svölu veðra, tæra loftsins og ólýs- anlegu litbrigðanna, lirikafjalla, öræfa- dýrðar, eldfjalla, miðnætursólarinnar, norðurljósa, hveranna, fossanna og frum- stæðra þjóðhátta manna, sem berjast við eld og ísa í stóru undralandi norðursins. f fyrra komu yfir 20 þúsund ferðamenn til fslands. í ár verða þeir langtum fleiri. Það er ódýrt útlendingum að dvelja á fs- landi, landið hefur verið kynnt í mörg ár erlendis, sem ferðamannaland, og ferðamannastraumurinn skellur yfir, hvort sem við viljum eða ekki. Hinir erlendu menn og konur gera boð á undan sér, í sambandi við ferða- skrifstofumar. Það á því að vera til brauð með kaffinu — ef við á annað borð viljum opna Akureyri. Akureyrarbær stendur nú i sporum konunnar, sem horfði á gestkomuna og átti ekkert til með kaffinu. Hann getur ekki tekið á móti gestum, sem ferða- mannabær. Til þess vantar ferðamiðstöð, hótel, verzlanir, skíðalyftu, báta, farar- stjóra og túlka, bifreiðir, upplýsing- ar, kunnáttufólk í matreiðslu og matargerð o. s. frv., allt miðað við vera- legan ferðamannastraum, margar þús- undir manna á tvehn ferðamanna„vertíð- ura‘‘, þ. e. um þetta leyti árs og svo á sumrin. Hér er verðugt umhugsunarefni fyrir bæjarstjórn Akureyrar, og verkefni, ef sá kostur verður valinn, að nota tækifær- ið. Hætt er við, að nú í sumar verði ekki miklir möguleikar til að sinna gestum. Lauga mun því hafa stutta við- dvöl þar, eins og í fyrra, en liraða sér frá Akureyri í báðum leiðum. Einhverjir kunna e. t. v. að halda því fram, að bæjarbúar hafi önnur verkefni og verðugri en þjóna ferðafólki. Það er líka sjónarmið. En er ekki nauðsynlegt fyrir bæjarbúa að gera sér fulla grein fyrir því, að ferðamannaaldan er að skella yfir okkur? Eigum við að snúa okkur undan, eða eigum við að búa okk- ur undir það, að hún komi færandi hendi? Ýmsir smábæir á stærði við Akureyri hafa í nágrannalöndunum beint til sín ferðafólki í svo ríkum mæli, að ferða- fólkið er þar jafn mikilvægt og fiskgöng- ur era hér á landi. En straumur ferða- manna er vissulega sveigjanlegur, og hann getur án efa stefnt að öðrum stað á Norðurlandi, til dæmis Húsavík, ef hindranir era ekki fjarlægðar í höfuð- stað Norðurlands. □ Þórhallur Björnsson NOKKUR MINNINGARORÐ ÉG MAN það næstum, eins og það hefði gerzt í gær. Ég stóð við hefilbekk í einni fyrstu kennslustund í smíðum á Laug- um — ef til vill þeirri fyrstu — Kennarinn hafði slegið blýants- striki á smíðaviðinn, fengið mér flugbeitta sög og sagði mér að saga, eins og strikið benti til. Sinn helmingur striksins skyldi vera hvoru megin sagarfarsins. Kennarinn var Þórhallur Björnsson á Ljósavatni. í þess- ari. stuttu, smáskrítnu fyrirsögn var falinn leyndardómur kenn- ara, sem kennir í dæmisögum, að hætti þeirra, sem snjallastir kennarar hafa reynzt á öllum tímum. Humor forsagnarinnar var í einu einkenni Þórhalls og til þess fallinn að gleymast aldrei, heldur glæða með nem- endum viðleitni, að gera jafnvel hið ómögulega. Sagarblaðið var að vísu nokkru þykkra en þráð- beint og örgrannt strikið. En þó voru rök forsagnarinnar ómót- mælanleg. Þegar Laugaskóli hóf starf sitt haustið 1925, var um ýmsa hluti farið inn á nýjar slóðir í skólamálum. Ein þeirra leiða var valfrelsi í námsgreinum. Var þá nemendum gefinn kost- ur á að velja smíðar sem aðal- nám, þeim er það hentaði, og eftir því sem fátækleg aðstaða leyfði. Þórhallur Björnsson réð- ist sem kennari að skólanum þetta haust. Hann var í einu mikill kunnáttumaður, listrænn svo af bar og fórnfús á starfs- orku, svo sem með þurfti á skólasetri, sem var að vaxa úr grasi við mikla fátækt á verald- arvísu, en mikinn auð og bjart- sýni, trú á réttan málstað og löngun til þess að verða ungri vaxandi þjóð til gagns og nyt- semdar. Af því valfrelsi, sem nemendum var gefinn kostur á, og sem leiddu til merkilegra f 28. GREIN Samþykkta Kaup- félags Eyfirðinga segir svo: „f stofnsjóð leggst árlega af tekjuafgangi sem séreign hvers félagsmanns hehningur úthlut- aðs arðs, þó aldrei minna en 3% af verði útlendrar vöru, er hann kaupir í félaginu. Þó skulu nýir félagsmenn leggja allan ágóða af vöraúttekt sinni í stofnsjóð, þangað til innstæða þeirra í sjóðnum er orðin kr. 1.000.00. — Fé sjóðsins skal nota sem veltu- fé í félagsþarfir, og skulu vextir lagðir við höfuðstólinn við hver áramót. Vextir af stofnsjóði mega ekki vera hærri en lVz% ofan við innlánsvexti Lands- banka fslands.“ Þann 31. desember 1961 nam stofnsjóðsinnstæða félagsmanna KEA samtals kr. 19.139.901.79. Þessi innstæða hefur meðal annars myndazí af arðmiðum hluta á fleiri en einn veg, er nú Smíðadeildin ein eftir. Þórhall- ur mótaði hana frá upphafi og kenndi við skólann frá 1925 til 1960, eða samfellt í 35 ár. Auk þess að kenna við Smíðadeildina, kenndi hann smíðar öllum pilt- um skólans, svo sem stundaskrá Þórhallur Björnson hvers vetrar gerði ráð fyrir, teikningu öll árin og náttúru- fræði nokkur hin fyrstu. Smíðakennsla Þórhalls á Ljósavatni var mótuð af tveim- ur viðhorfum, fyrst og fremst. Annað var það, að kenna nem- endum að fara á einfaldan hátt með algengustu tæki til smíða, svo þeim yrði kleift að bjarga sér og búi sínu í þeim efnum, ef þeir hefðu manndóm til. Hitt var það, að láta nemendur fara með heim til sín á hverju vori nytsama húsmuni, sem þeir höfðu smíðað undir handleiðslu hans, og sem til gagns kunnu að verða heila mannsævi og leng- ur þó. Árangurinn af þessari við- leitni Þórhalls varð með miklum gæfubrag. Lög um Byggingar- og landnámssjóð eru mjög að jöfnum aldri við Smíðadeild Héraðsskólans að Laugum. í þeim, sem félagsmenn liafa skil- að inn til kaupfélagsins eftir hver áramót. Þess vegna er hart að horfa á hundrað miða, Iiggj- andi daglega við peningakass- ana í búðunum, á afgreiðsluborð uniun, eða á gólfinu, þar sem fólk af kæruleysi liefur skilið þá eftir. Arðmiðamir eru pen- ingar. Maður, sem kaupir hjá kaup- félagi sínu t. d. fatnað, búsáhöld eða barnavagn fyrir kr. 2500.00, skilur 100 krónur eða meira eft- ir á búðarborðinu eða gólfinu, þegar hann gengur út, ef hann tekur ekki arðmiðann með sér. Aðalafsökunin á hirðuleysinu er venjulega sú, að stofnsjóðurinn fáist ekki greiddur fyrr en við dauða félagsmanns, er haldlítil, og kem ég að því í næsta þætti. S. J. kjölfar þeirrar lagasetningar og annarra skyldra, hófst nýbygg- ing sveitanna. Mikill skortur var á tæknimenntuðum mönn- um til þes að standa fyrir bygg- ingum. Fjölmargir nemendur Þórhalls leystu vandann. Þeir höfðu hjá honum hlotið nokkra kunnáttu, öryggi og sjálfstraust. Þetta allt nægði þeim til þess að standa fyrir byggingum sveita- bæja og útihúsa á verulegum hluta heimila í heilli sýslu og miklu víðar. Þegar svo bæirnir höfðu verið byggðir vantaði hús gögn. Þau komu líka frá Smíða- deildinni á Laugum í fjölmörg- um tilfellum. Glöggeygir gestir, sem komið hafa á fjölda heim- ila í Þingeyjarsýslum og öðrum byggðum, sem áhrif Laugaskóla hafa einkum náð til, hafa undr- azt og rómað þann svip, sem hús munir og hannyrðir frá Héraðs- skólanum á Laugum og Hús- mæðraskólanum hafa sett á bændabýlin utanhúss og innan. Það orkar ekki tvímælis, að með kennslunni á Laugum er Þórhallur Björnson í fremstu röð þeirra manna, sem sett hafa svipmót á sögu þingeyskra byggða síðastliðin 35 ár. Eins og fyrr segir réðist Þór- hallur Björnsson að Laugaskóla fyrsta starfsár skólans, þá ný- fluttur með fjölskyldu sína að Ljósavatni. Eftir það, í 35 ár, toguðust þessir tveir staðir á um Þórhall. Hinu fagra og sögu- fræga höfuðbóli, Ljósavatni, veittist betur að því leyti, að þar átti Þórhallur heima og við þann stað var hann jafnan kenndur. „Þórhallur á Ljósa- vatni* hét hann allajafnan og það vildi hann heita. En Lauga- skóli krafðist starfsorku hans og snilldar og hvorutveggja gaf hann skólanum fúslega. Hann hvarf jafnan heim til Ljósavatns til eiginkonu og barna, þegar að skóla loknum á vorin og kom aftur, er skóli var settur að hausti. Auk þess fór hann heim öllum stundum, sem hann mátti við koma. Hann var lengi ævi sinnar þrekmaður og fór marg- ar erfiðar ferðir yfir Fljótsheiði og nokkrar þeirra hreinar svað- ilfarir, til þess að gegna skyld- um sínum við þá tvo heima, sem hann lifði og hrærðist í. Þórhallur Björnsson er fædd- ur að Ljósavatni í S.-Þing. 26. júní 1890, en andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. marz sl. Foreldrar hans voru Kristín Benediktsdóttir frá Múla og Björn Jóhannsson trésmiður. Þau hófu búskap á Ljósavatni árið 1884, en fluttust til Akur- eyrar ásamt sonum sínum, þeim Þórhalli og Tómasi, síðar kaup- manni. Þórhallur lauk námi frá Gagn fræðaskóla Akureyrar og gekk síðan einn vetur í Menntaskól- ann í Reykjavík. Að því loknu fór hann til Kaupmannahafnar og stundaði nám um skeið í dýralæknisfræðum, en varð að hætta námi í miðjum klíðum vegna þrálátrar augnveiki. Því næst gekk hann um eins árs skeið í Listaháskólann í Höfn. Laust fyrir heimsstyrjöldina (Framh. á bls. 2) VETTVANGUR SAMVINNUNNAR 5 HJÖRTUR E. ÞÓRARINSSON: Um livað er kosið? Ég lief hugsað mér að skrifa nokkrar greinar í Dag um sum þau mál, sem ég tel að alþingiskosningamar í vor snúist helzt um. Efnahagsbandalagið. Hver tími hefur sín mál, eitt eða fleiri, sem gnæfa upp úr öll um hinum, draga að sér mesta athyglina og knýja menn til að taka afstöðu með eðá á móti. í dag er það afstaðan til þeirr- ar tilraunar sem nú er gerð til að breyta með samningum og samstarfi hinni klassisku ásjónu Evrópukortsins. Það er afstaðan til Efnahagsbandalags Evrópu, E. B. E. Þetta mál hefur margar hlið- ar, sumar ljósar, aðrar dekkri, svo að það er alls ekki svo auð- velt að marka sér ókveðna stöðu gagnvart því fyrir þann mann, sem á annað borð kærir sig um að leggja á það eigin mat og taka sjálfstæða afstöðu. Sundrung Evrópu í mörg sjálf stæð þjóðríki hefur ekki staðið í vegi fyrir því, að þessar þjóðir hafi brunað fram úr öllum öðr- um kynþáttum jarðarinnar á flestum sviðum menningarinnar svokölluðu, tækni, vísindum og listum, og um leið tekizt að gera sér mestallan hnöttinn undirgefinn. Eigi að síður hafa þessar útvöldu þjóðir með stuttu millibili breytzt í hópa siðlausra villimanna, sem snúið hafa öllum sínum hæfileikum, tækni og gáfum að því marki, að ræna hvorir aðra, drepa hvorir aðra, eyða hver annars löndum. Engin fullnægjandi skýring hefur enn verið sett fram á þessum ósköpum, sem oft virðast ríða yfir gegn vilja allra þeirra þjóða, sem í hlut eiga, og jafnvel allra ríkis- stjórna líka. Ástæðurnar eru vafalaust margar og sumar aug- ljósar, þ. á. m. hin pólitíska sundrung Evrópu. Það er öldungis efalaust að hin skelfilega reynsla Evrópu- þjóða af innbyrðis styrjöldum hefur mest og bezt rutt úr vegi þeim hindrunum, sem þjóðerni og aldagamlar hefðir hljóta að leggja í veginn fyrir sameiningu ríkjanna. Að því leyti sem þessi er und irrót bandalagsins, verðskuldar það fyllstu samúð allra rétthugs andi manna, sem vilja frið og telja hann mögulegan. Ég álít, að fylgi frjálslyndra afla í V,- Evrópu t. d. á Norðurlöndum, styðjist að miklu leyti við þetta sjónarmið. En E. B. E. á sér fleiri rætur og sumar jafngildar. Þau rök sem mest hefur verið beitt við stofnun bandalagsins er sú hag- fræðilega nauðsyn að sameina kraftana og bæta samkeppnis- stöðuna gagnvart stórveldunum i vestri og austri, að skapa fyrsta flokks iðnaðarstórveldi í Evrópu. í þriðja lagi er svo hernaðar- sjónarmiðið. Bandalagshug- myndin og framkvæmdin til þessa hafa mótazt í kalda stríð- inu og bera þess glögg merki. Segja má að E. B. E. sé með nokkrum hætti dótturfyrirtæki Atlantshafsbandalagsins NATO. Stjórnarfarslega sameinuð og efnahagslega sterk Evrópa á að vera forsenda fyrir hernaðar- lega sferkri Evrópu, sem frekar geti varizt Rússunum og haldið kommúnismanum innan núver- andi takmarka. Þess vegna hef- ur stofnun bandalagsins notið öflugs stuðnings Bandaríkjanna. Nú í upphafinu a. m. k. er á- sjóna E. B. E. ekki verulega að- laðandi. íhaldsstjórnir sitja að völdum í höfuðlöndum þess, sem að mestu ráða stefnunni. Svo virðist sem forvígismönn- um þess sé ekki fyrst og fremst umhugað um að efla hagsæld þegnanna, heldur ekki síður að auka svigrúm og arðsmöguleika auðfélaga sinna, ekki einungis hugleikið að útiloka kommún- ismann heldur einnig halda niðri eftir megni frjálslyndum pólitískum öflum og hvers kon- ar sósíalisma. Það hefur komið skýrt fram í hinum löngu um- ræðum um aðild Breta. Og vel- ferðaríkin á Norðurlöndum eru þeim mönnum líka þyrnir í auga. Þannig eru innan E.B.E. ýms öfl að verki, „og misjafn tilgang- urinn, sem fyrir þeim vakir“ eins og Tómas segir. Þar er ein- lægur vilji til að skapa betri og friðvænlegri Evrópu með bætt- um lífskjörum þegnanna, en þar er líka ágengni iðnaðarauð- magnsins og þar er einnig þýzk- ur hefndarhugur og þýzk endur hervæðing og þar er særður, franskur metnaður eftir tapað- ar nýlendustyrj aldir. Enginn veit hvað úr þessu verður, það getur brugðið til beggja vona og það getur líka liðazt sundur innan skamms, þótt það sé raun ar ósennilegt. En hitt er víst, að innan bandalagsins munu þjóðfélagsöflin halda áfram að starfa og þróast eftir sínum lög- málum, og þau geta allt eins tekið stefnu til vinstri eins og hægri, um það getur enginn sagt fyrir. íslenzka ríkisstjórnin hefur frá öndverðu haft óþarflega mikinn áhuga fyrir E.B.E.. Reynt hefur verið leynt og ljóst að sá þeirri skoðun í hug þjóð- arinnar að þarna sé í uppsigl- ingu það stórveldi, sem við eig- um og hljótum að tengjast sem traustustum böndum. Opinber- lega er mest skírskotað til við- skiptahagsmuna okkar. Við meg um ekki einangrast efnahags- lega segja stjórnarsinnar. Toll- múrinn um E.B.E. útilokar okk- ur frá þeirri velsæld sem banda lagsríkin munu geta skapað þegnum sínum. í þess stað hljót- um við skaða, vaxandi örbirgð og umkomuleysi. Þannig er tal- að og illt er að vísu ef satt reyn- ist. En um það ríkir mikill skoð anamunur hvort þessi hætta er raunveruleg, eða ímyndun ein, og það ekki síður meðal hag fræðinga en annarra. Hitt eru flestir sammála um að fyrir inn göngu í bandalagið verðum við að borga drjúgan aðgangseyri, jafnvel þótt við fengjum margar og miklar undanþágur frá Róm- arsáttmála. Sá aðgangseyrir verður í formi ívilnana til handa útlendingum um atvinnurétt- indi hér, fasteignakaup og margt fleira, sem mundi skerða einka- umráðarétt okkar yfir landi og landhelgi, í fáum orðum sagt: takmarka sjálfstæði okkar meira eða minna, sennilega mjög mikið er stundir liðu. Hvernig má það þá vera að nokkur íslenzk stjórnarvöld skuli hafa svo mikinn áhuga á aðild að þessu bandalagi? Vafalaust telja ísl. peninga- menn sig eygja aukna gróða- möguleika og aukið öryggi inn- an vébanda stórs bandalags, þar sem auðmagnið á að leika laus- um hala og óneitanlega styðst núverandi ríkisstjórn ekki hvað sízt við auðstéttir landsins. En þetta er ekki fullnægjandi skýr- ing. Til viðbótar, og það sem ríð ur baggamuninn, er svo þjónk- un við hugsjónina um vestræna samstöðu svokallaða, óskir um að þrýsta íslandi með öllu móti sem fastast upp að bandamönn- um NATO. Til þess er engin fórn of stór. Möglunarlaust eig- um við að þola hersetu stór- veldis mitt í þéttbýlasta hluta landsins og það um alla fram- tíð ef stórveldið æskir þess. Og ef þetta stórveldi óskar eftir að ná betri tökum á hugum lands- fólksins en það getur gert með dreifingu bóka og kvikmynda um landið, þá er sjálfsagt að leyfa því að senda sjónvarpsdag- skrá inn á heimili landsins eftir vild, áður en við höfum sjálfir haft ráðrúm til að hleypa af stokkunum okkar eigin stjón- varpi. Ai þessum sama toga spunn- inn er áhuginn fyrir inngöngu í E.B.E. að verulegu leyti, og nú koma til greina ennþá meiri fórnir. Nú er um að ræða rétt- inn til að ráða sjálfir eigin mál- um, móta sjálfir stefnuna í rekstri þjóðarbúsins og nýtingu auðlinda landsins. Vaxandi ósjálfstæði gagnvart bandalagsþjóðum okkar ein- kennir núverandi stjórnarvöld og samfara því minnkandi trú á getu okkar til að standa á eig- in fótum. Allt þetta og e. t. v. margt fleira á sinn þátt í þrá íslenzkra stjórnarvalda til EBE. Raunar harðneita nú stjórnar- flokkarnir því að þeim detti til hugar að aðhafast nokkuð það í málinu, sem skert geti sjálf- stæði okkar hið minnsta. Aðeins sé reynt að fylgjast með gangi mála sem víst er á engan hátt ámælisvert. En það er mjög erf- itt fyrir ríkisstjórnina að þræta fyrir þessar tilhneigingar. For- saga málsins vitnar gegn henni og nú hefur mennta- og við- skiptamálaráðherra tekið af tví- mælin með sinni hreinskilnu „þjóðmínjaræðu". Þar kom svo margt skýrt í ljós: Efasemdirnar sem grípa hann og hans sálufé- laga, þegar þeir standa frammi fyrir tákni sögu okkar og þjóð- ernis, eins og þjóðminjasafnið vissulega er. Efasemdirnar um sjálfstæðisgetu okkar og rétt- mæti sjálfstæðisviðleitni okkar annars vegar, og hins vegar trú- in á stór bandalög og stóra mark aði, sterk öfl, mikið vald. „Kem- ur ekki hlutdeild í auknu sjálf- stæði og vaxandi öryggi voldugs bandalags í stað minnkandi sjálfsforræðis hvers einstaks", spyr ráðherrann og væntir ját- andi svars. Þessi þverrandi sjálf stæðisvilji íslenzkra ráðamanna er ákaflega vítaverður, einkum þegar þess er gætt, hve prýði- lega sjálfstæðið hefur gefizt okk ur, þegar á allt er litið, svo að. leitun er á meira uppgangs-þjóð félagi á þessari öld, hvert sem litið er um hnöttinn. Stórveldi eru öðrum betur fallin til að byggja upp volduga heri. Þau geta líka gert glæsi- legri mannvirki og unnið stærri vísindasigra en smærri ríki. En ennþá hefur þeim ekki tekizt að búa þegnum sínum betri lífsskil yrði til líkama og sálar, heldur en smáríki, sem vel er stjórnað, nema síður sé. Efnahagsbandalag Evrópu er e. t. v. risaveldi í fæðingu. Vel má vera, að það eigi sér langa og glæsta framtíð. Vel má vera, að það þróist í átt til friðar og frjálslyndis. Þess er óskandi. Smáþjóð, sem á sér slíkan ná- granna, ætti ekki að þurfa að kvíða framtíðinni. Hví skyldi stórveldi í Vestur-Evrópu reyn- ast okkur verri viðskiptavinur en þau stórveldi, sem við skipt- um mest við í dag? Hví skyldu okkar nánustu ættingjar reyn- ast okkur verr en vandalausir? íslenzk tunga hefur sótt mik- ið efni í sitt fjölskrúðuga lík- ingamál til athafna manna við sjósókn og siglingar. í þá námu sótti menntamálaráðherra sér efni í líkingu, er hann vildi gefa landslýðnum sem skýrasta mynd af aðstöðumun smáríkis og stórveldis. „Kæna smáríkis dregst aftur úr hafskipi stórveld is eða bandalags“, mælti ráð- herrann. Líkingin er skýr, en hún er ekki rétt. Líf þjóðanna er ekki kapp- sigling að gefnu marki. .Það væri þá nær að líkja því við út- gerð fiskiskipa, þar sem allir róa úr einni höfn. Aflahlutur- inn fer að lokum meira eftir dugnaði og þrautseigju og sam- heldni áhafnarinnar heldur en eftir stærð skipsins og útbúnaði. Það sýnir sig þráfaldlega, að hluturinn getur orðið jafnhár á trillunni sem á togaranum. Það er alltaf sárt að geta ekki treyst samlöndum sínum til að standa trúan vörð um megin- hagsmuni þjóðfélagsins, fullan ákvörðunarrétt um þjóðarbú- skap og umráðarétt yfir landi og landkostum. En reynsla síð- ari ára bendir til að margir ís- lenzkir stjórnmálamenn, eink- um í flokkum þeim, sem nú sitja við stjóm, séu furðulega í- stöðulitlir og undanlátssamir gagnvart þrýstingi erlendis frá, svo að hollara sé að treysta því varlega að þeir setji alltaf, skil- yrðislaust íslenzka hagsmuni fremst. Þessvegna, og fyrst og fremst þessvegna, er mjög nauð synlegt að veita þeim ekki meiri hlutavald á Alþingi því, sem saman kemur eftir kosningar. MARGIR fræðimenn, íslenzkir og erlendir, hafa gert tilraun til að áætla mannfjölda á íslandi fyrstu aldirnar eftir að landið var fullbyggt talið. Björn M. Ól- sen nefndi m. a. þessar tölur: Arið 1095: 77520. Arið 1311: 72428. vfón Sigurðsson og Arnljótur Ólafsson, sem voru fyrr á ferð- inni, nefndu hærri tölur, en nú munu fræðimenn vera þeirrar skoðunar, að tölur B. M. Ó. séu helzt til háar. Ólafur Láruson heldur sig við 50 þúsund og færra í hallærum og drepsótt- um. En sú var fólkstalan við hið fyrsta manntal, sem tekið var hér á Iandi 1703. Svo leið 18. öldin, og í byrjim hinnar 19. var þjóðin álíka fjöl- menn og nál. 100 árum fyrr, heldur fámennari þó (rúml. 47 þús.). A áranum 1801—40 fjölg- aði um 0,48% að meðaltali á ári, 1840—60 um. 0,81% og 1860—80 um 0,40%. A áratugnum 1880— 90 fækkaði hins vegar um 0,21% og stafaði sú fækkun af flutn- ingi fólks til Vesturlieims. Síðan varð mannfjölgun á sex áratug- um, sem hér segir að meðaltali á ári: 1890—1901 0,92%. 1901—1910 0,91%. 1910—1920 1,06%. 1920—1930 1,40%. 1930—1940 1,10%. Þegar fimmti tugur þessarar aldar var hálfnaður, hafði mann fjölgunin reynzt 1,4% að meðal- tali á ári. En á árunum 1946—50 kemst hún upp í rúmlega 2% að meðaltali og hefur sú f jölgun haldizt svipuð síðan. í árslok 1945 voru hér á landi rúml. 129 þús. manna, en rúml. 180 þús. í árslok 1961. Fjölgun 51 þús. eða rúml. 38% á 16 ár- um. Ef svipuð fjölgun heldur á- fram, ætti mannfjöldinn í land- inu að aukast um rúml. 68 þús. á öðrum 16 árum og verða nál. 250 þús. árið 1977. Tölurnar hér að framan segja mikla sögu, sem ekki verður nánar rakin hér. Nú flytja þær stórtíðindi, boða ný viðfangs- efni og nýja möguleika. Hin ís- lenzka smáþjóð, sem í aldaröð stóð í stað, er allt í einu farin að vaxa hratt. Ég hygg, að þessi vaxtarhraði íslenzku þjóðarinn- ar síðustu 16—17 árin sé ein- hver sá mesti, sem nú er um að ræða í heiminum. f Noregi t. d. virðist fólksfjölgunin um þessar mundir ekki vera nema ca. 1% á ári, en hér er hún a an k. 2%,- eins og fyrr var sagt. Þetta, að þjóðinni byrjaði að fjölga svona ört fyrir 16—17 ár- um, þýðir m. a. það, að nú eru íyrstu fjölmennu árgangamir að komast á þann aldur að geta innt af liendi fullt starf. Arið 1977 verða 16 slíkir árgangar komnir til starfa. Ekki má láta það villa sér sýn, þó áð um stundarsakir skorti vinnuafl vegna metafla á sjónum. fslenzka þjóðin á 1977 að geta leyst miklu meira verk af hendi en hún getur nú, að öðru ó- breyttu, hvað þá með aukinni tækni. En þá þurfa gagnleg verk efnin líka áð aukast að sama skapi til þess að allir hafi slík verk að vinna, þá þarf líka að vera búið að koma upp nýjum íbúðum fyrir nál. 70 þús. manns auk nauðsynlegrar endurnýjun- ar og viðhalds. Skólahúsnæði og margt annað þarf að vaxa að sama skapi. Ný landnámsöld er hafin, landnám þeirra, sem að óbreytt um lífsmöguleikum fyrri alda hefðu dáið fyrir aldur fram, en nú fá að lifa og starfa í landi sínu. Hvar verður hið nýja land- nám, nýju heimilin og allt hitt, sem þau byggja tilveru sína á eða af þeim leiðir? Það er hægt að koma þeim öllmn fyrir í einni borg. Vera má, að það verði gert. En liitt er augljóst, að möguleikamir til að byggja fsland allt eru vaxandi. Það getur verið gaman að halda áfram áð láta sig dreyma inn í framtíðina. Horfa á sívax- andi fylkingar óborinna kyn- slóða streyma fram á vettvang lífsins hér á þessu eylendi, þar sem áður bjó dvergþjóð, sem var liætt að vaxa. Við getum hugsað okkur, að mannfjöldinn tvöfaldist á hverjum fjórum ára tugum, sem er að vísu heldur minni fólksfjölgun en nú. Land er hér nóg og náttúruauður handa starfsamri og stækkandi þjóð. - Þora ekki. „ (Framh. af bls. l'). vant, stafar af því mikil hætta. Þjóðfélagið ver, svo sem skylt er, miklu fé til skólahalds og menntamála ýmis konar, m. a. til sérskóla í ýmsum fræðum. Þegar á þetta er litið, er það furðulegt að ekki skuli enn vera til neinn skóli, sem hefði það sérstaka hlutverk að kenna með ferð á aðalútflutningsvöru lands manna og þau fræði, sem að henni lúta. Hér erum við eftir- bátar annarra þjóða, en ættum að vera í fremstu röð. Margir þekkja af biturri reynslu hve erfiðlega gengur stundum að fá verkstjóra í hraðfrystihúsum og hve mikið er undir því komið, að þeir séu vel hæfir menn. Margir hafa vakið athygli á þessu máli og gera það enn. Og auðvitað verður sá vandi fljót- lega Ieystur, þótt þingmenn. stjórnarliðsins séu enn eigi fáan legir til samvinnu um lausnina.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.