Dagur - 06.04.1963, Síða 1
Málgagn Framsóknarmanna
Ritstjóri: Erlingur Davíosson
Skhifstofa í Hafnarstræti 90
SÍMI 1100. Sr.TNINGl’ og prentun
annast Prf.ntverk Odds
Björnssonar h.f., Akureyri
Auglýsing\stjóri Jón Sam-
ÚF.LSSON . AkGÁNGURINN KOSTAR
KR. 120.00. CjAl.DDÁfcl F.R 1. JÚI.Í
BlAÐID KEMl'R ÚT Á MIDVIKUDÖG- ,
UM OC Á LAÚCARDÖGUM, .
ÞKGAK ÁST.LDA ÞVKIR TIL
.......... .1.1 ....................uJ
Skíðamót íslands
á Sigluf irði
Siglufirði 2. apríl. Skíðalands-
mótið hefst hér á Siglufirði 9.
apríl. Vegna snjóleysis á Norð-
firði, var ákveðið að flytja mót-
ið hingað. Undirbúningur geng-
ur vel og snjór er nægur.
Ákveðið var að moka Siglu-
fjarðarskarð, en hætt var við
það í bráð vegna aurbleytu á
veginum í Fljótum. Vonandi
dregst þó ekki lengi að ryðja
Skarðið, en það myndi auka
mjög aðsókn á skíðalandsmótið.
Jörðin hrærist ennþá. Til
dæmis fundust jarðskjálftakipp
ir á Hofsósi í nótt og í morgun.
Inflúenzan er í rénun. Fisk-
afli er enn sáralítill.
Ekkert er enn að frétta af leit
að breytingum á sjávarbotnin-
um, þar sem jarðskjálftarnir
eru taldir eiga upptök sín.
Þessi mynd er tekin á Árskógsströnd austur til Hríseyjar, „perlu Eyjafjarðar“. Þar er niyndarlegt þorp og dugandi sjómenn. Nú er
unnið þar að mikilvægum hafnarbótum og sækist verkið vel. (Ljósm. E. D.).
SkipLrot viáreisnarinnar
Ferfættur Peking- i
andarungi
Á fuglaræktarbúinu Lóni sf.;;
við Akureyri skreið nýlega 1 er ;
f ættur Pekingandarungi úr ;!
.egginu. Ilann .þrífst ejns vel,;l
og jafnaldrar hans og gengur s
á tveim fótum eins og þeir, en ! |
tveir fætur, sem eru nærri því!;
eins stórir, liggja upp við;;
kroppinn. Ferfættir andar-;
ungar eru mjög sjaldgæfir. □ ;
FJÁRLÖG ríkisins eru hitamæl
ir efnahagslífsins. Og fjárlögin
hafa hækkað úr rúmlega 880
milljónum árið 1958 upp í 220
milljónir árið 1963.
Hækkunin er nokkuð yfir
undir 150%. Álögur á þjóðina
hafa auðvitað hækkað að sama
skapi.
Blöð ríkisstjórnarinnar tala
stundum um þessi mál eins og
skattar og tollar hafi ekkert ver
ið hækkaðir á „viðreisnartíma-
bilinu“. í>au halda víst, að menn
hafi gleymt sölusköttunum á að-
fluttri vöru og í almennum við-
skiptum. Að menn viti ekki, að
tvennar verðhækkanir vara í
innkaupi vegna gengisbreyting-
anna 1960—1961 hafa hækkað
verðtollana. Víst vita menn það
og skilja — og margt annað,
sem stjórnarflokkarnir gera sér
vonir um, að menn viti ekki.
Fjárlögin og ríkisálögurnar
eru spegill viðreisnardýrtíðar-
innar, sem stjórnarflokkarnir
hafa skapað með gengisbreyt-
ingum, sölusköttum, vaxtahækk
Sænsk vinabæjarheimsókn
Nær 60 manns í sérstakri flugvél beint til Ak
UM PÁSKANA kemur í heim-
sókn til Akureyrar hópur 58
manna frá Vasterás, vinabæ Ak
ureyrar í Svíþjóð.
Er hér um að ræða lúðrasveit
Menntaskólans í Vásterás,
Vásterás Lároverkets Bláseor-
kester ásamt rektor skólans,
nokkrum kennurum, borgarfull-
trúum og fleiri gestum.
í lúðrasveitinni eru 45 nem-
endur auk stjórnandans, 32 pilt-
ar og 13 stúlkur.
Gestirnir munu koma með
sérstakri flugvél frá Osló beint
til Akureyrar á föstudaginn
langa og mun Lúðrasveit Akur-
eyrar leika við kojnu þeirra til
Akureyrarflugvallar, sem ráð-
gert er, að verði um kl. 2 e. h.
Gestirnir munu dvelja á Ak-
ureyri yfir páskana og halda
héðan að morgni þriðjudags, 16.
apríl n. k.
Menntaskólanemarnir munu
gista í heimavist M. A. og halda
hljómleika fyrir nemendur
Menntaskólans á Akureyri auk
almennra hljómleika fyrir bæj-
arbúa, sem væntanlega verða á
annan í páskum, og verður það
nánar auglýst síðar.
Auk lúðrasveitarfélaga verða
þessir gestir í förinni:
Dirigent Hilding Ahrborn,
Rektor Olav Stenström og frú.
Lektor Hjalmar Selberg.
Adjunkt Bengt Runestam.
Skolestyrens ordförande Birger
Grip.
Lárarinde Anna G. Jönsson.
Stadsfullmágtig fru Ebba Berg.
Intendent Hans Lidquist frú og
sonur.
Kamrer Hallenkreutz.
Kamrer Lindberg.
„Vonandi tekst þeim að minna forseta sinn
á. Hvaða öld hann lifir á“
Á FYRIRSAGNARORÐUM þessarar greinar, endar leiðari
Alþýðublaðsins s.l. laugardag, í sambandi við skrif blaðsins
um verkföil frönsku námuverkamannanna. —
Það er ekki nema góðra gjalda vert að heyra samúðartón
frá Alþýðublaðinu, í sambandi við verkföll frönsku náma-
verkamannanna, en þetta verkfali, mun nú hafa staðið um
5 vikna tíma.
Ilinu er svo eigi að leyna, að allt bendir til þess, að Al-
þýðublaðið sé búið að gleyma, að á sl. ári, stóð togarasjó-
mannaverkfall hér á landi, ekki aðeins 5 vikur, heldur röskar
25 vikur. Því má vera að forseti Frakklands sæki rólyndi
sitt til fulltrúa Alþýðublaðsins í íslenzku ríkisstjórninni, en
það tók fimm sinnum lengri tíma að glöggva sig á því „Á
HVAÐA ÖLD ÞEIR LIFÐU“, en það hefur tekið forseta
Frakklands.
un og á ýmsan annan hátt.
Viðreisnardýrtíðin speglast
líka í vísitölu framfærslukostn-
aðar, en þó ekki nema að
nokkru leyti. Vísitalan í janúar
sl. sagði, að matvörur hefðu
hækkað í verði um 47% síðan í
marzmánuði 1959, og aðrar vör-
ur og þjónusta um 45%. Niður-
greiðslur matvara, sem lagðar
eru á með óbeinum sköttum,
koma ekki fram. En vísitalan
segir líka, að íbúðarhúsnæði
hafi ekki hækkað nema um 5%
á sama tíma. Sjálfsagt er það
rétt reiknað eftir settum regl-
um, og kannski er erfitt að
setja slíkar reglur. En ætli þeir
séu ekki nokkuð margir núna,
sem greiða meira, og það miklu
meira?
Þá er vísitalan komin í 138
(þ. e. 38% hækkun frá því í
marz 1958). Svo eru beinu skatt
arnir ekki taldir hafa hækkað
nema um 11% og loks er hækk-
un fjölskyldubóta o. fl. dregið
frá. Þá er vísitalan komin niður
í 128 stig, og þannig er hún tal-
in í ársbyrjun 1963.
En þó að niðurstaðan verði á
þessa leið, speglast viðreisnar-
dýrtíðin glögglega í mörgum
einstökum liðum hennar. Lið-
urinn „ýmsar matvörur11 er t. d.
talinn hafa hækkað um 67%.
Viðreisnardýrtíðin er vissu-
lega mörgum þungbær og hefur
skapað byltingu og öryggisleysi
í stað jafnvægis. Vinnustöðvan-
ir hafa margar orðið í tíð við-
reisnarinnar og mikil verðmæti
farið forgörðum af þeim sökum.
Stjórnin, sem hélt að hún gæti
látið kjaramál afskiptalaus, hef-
ur hvað eftir annað sett bráða-
birgalög til að binda endi á
kjaradeilur. Launakerfi ríkisins
er hrunið. Viðreisnin átti líka
að vera í því fólgin að lækka
skuldir ríkisins út á við. Fyrri
stjórn var ámælt fyrir að taka
framkvæmdalán erlendis. Það
hét eyðsla í þann tíð og var að
ríða sjálfstæði þjóðarinnar að
fullu, eftir því sem sagt var.
En núna, rétt fyrir kosning-
arnar, er búið að taka 240 millj.
kr. lán erlendis. Og vérzlunar-
fyrirtæki fá nú að skulda erlend
is, utan við bankana. Það hefur
orðið minna úr skuldalækkun-
inni en látið var í veðri vaka,
þrátt fyrir metafla, því erlendar
skuldir hafa vaxið.
I því sem nú hefur verið tal-
(Framhald á blaðsíðu 7).
FYRR 0G NÚ
;! STUNDUM gera menn það sér
I: til gamans að bera saman gam
:; alt og nýtt.
fslenzkur verkamaður þurfti
; árið 1959, eftir stýfinguna, að
; vinna alla virka daga ársins,
; 2 yfirvinnustundir á dag og 17
;: stundir í næturvinnu til að lifa
af samkv. útreikningi Hag-
1; stofu íslands.
;; Nú þarf íslenzkur verkamað
;; ur að vinna alla virka daga, 2
;; yfirvinnustundir á dag og 414
; I næturvinnustundir til að ná
■; þeim tekjum, sem Hagstofan
:; telur vísitölufjölskylduna
;; þurfa til að lifa af.
]; Svona mikið vantar á, að
;; verkamannakaup og fram-
;: færslukostnaður haldist í liend
;!ur, sagði Helgi Bergs á Frey-
I! vangsfundinum. □
Sigluf jarðarskarð rutt
Síðari fréttir (5. marz). Nú er
byrjað að ryðja snjó af vegi í
Siglufj arðarskarði.
Síðustu tvo daga hefur afli
verið mjög sæmilegur á línu.
Loðnu er beitt. (Fréttaritari).