Dagur - 06.04.1963, Side 8
8
SMATT OG STORT
Þessa loftmynd tók norskur ferðamaður í fyrra, af Hlíðarfjalli við Akureyri.
Úrslit í firmakeppni Sklðaráðs
Akureyrar síðastl. sunnudag
SL. SUNNUDAG fór fram
firmakeppni Skíðaráðs Akur-
eyrar. Svigkeppnin fór fram við
Strompinn í Hlíðarfjalli og tóku
þátt í henni um 100 fyrirtæki.
Um 30 skíðamenn kepptu og fór
hver þeirra fimm ferðir og
kepptu þá fyrir sitt hvert fyrir-
tækið í ferð. Brautarlína var
um 250 m. með 37 hliðum. Færi
var gott, en brautin grófst all-
mikið er á keppnina leið. Varð
þessi keppni því mjög góð æf-
ing fyrir skíðamennina, sem
Vegurinn í Hlíðarfjall
VERÐUR lokaður frá Glerá,
að óbreyttu veðurfari, til þess
að forða því að hann eyðileggist
eins og í fyrra — og einnig til
þess að „spara“ veginn fyrir
skíðavikuna um páskana. En
þá verður mikil umferð upp í
skíðalöndin í Hlíðarfjalli. □
eiga nú framundan stærstu og
erfiðustu keppni ársins, Skíða-
mót íslands.
Úrslit:
Nr. 1 Verzlunin Eyjafjörður, keppandi Sigtr. Sigtryggsson 30.2 sek
— 2 Brynjólfur Sveinsson hf., kepp. Eggert Eggertsson 31.5 —
— 3 Slippstöðin hf., kepp. Sigtr. Sigtryggsson 31.6 —
— 4 Bólstruð húsgögn hf., verzl., kepp. Reynir Pálmason 32.0 —
— 5 Prentv. Odds Björnssonar hf., kepp. ívar Sigmundss. 32.7 —
— 6 Iðunn, skógerð, kepp. Skjöldur Tómasson 32.8 —
— 7 Kassagerð K. E. A., kepp. Reynir Pálmason 33.0 —
— 8 Vikublaðið íslendingur, kepp. Kristinn Steinsson 33.4 —
— 9 Ragnar Steinbergsson, Lögfr., kepp. Þorl. Sigurðsson 33.5 —
— 10 Blómabúð K. E. A., kepp. Eggert Eggertsson 33.7 —
Páskavikan í Hlíðarf jalli
Skíðakennsla og skemmtikvöld fyrir dvalar-
gesti - Reynt verður að gera öllum til hæfis
SAMKV. DAGSKRÁ sem sam-
in hefur verið í sambandi við
Páskaviku Skíðaráðs Akureyr-
ar í Skíðaskálanum í Hlíðar-
fjalli, má sjá, að þar verður
reynt að gera öllum til hæfis,
ungum sem öldnum.
Dvalargestum skálans, og öðr-
um þeim er vilja, gefst kostur á
að njóta tilsagnar eins þekkt-
asta skíðamanns bæjarins og á
páskadag verður svo haldið
skíðamót fyrir þátttakendur.
Gönguferðir, skemmri og
lengri, undir leiðsögn þaulkunn-
ugra manna, verða farnar á
hverjum degi.
Á laugardagskvöld er ætlunin
S.L. MÁNUDAG hófst ársþing
íþróttabandalags Akureyrar.
Um 40 fulltrúar sátu þingið frá
14 félögum og sérráðum, auk
stjórnar Í.B.A.
Góðir gestir sóttu þingið að
þessu sinni, en það voru Gísli
Halldórsson, hinn nýkjörni for-
seti Í.S.Í., Benedikt Waage, heið
(Framhald á blaðsíðu 2).
að hafa flugeldasýningu og jafn-
vel blysför skíðamanna, ef veð-
ur og snjór leyfir.
Kvöldvökur verða svo öll
kvöldin undir stjórn hins lands-
kunna leikara, Flosa (Danna)
Ólafssonar. Þar verður meðal
annars kvikmyndir, bingó, alls-
konar skemmtiefni og leikir,
sem allir taka þátt í.
Lokadansleikur verður hald-
inn að Hótel KEA aðfararnótt
mánudags frá kl. 12—4 eftir
miðnætti. Sá dansleikur verður
fyrst og fremst fyrir dvalargesti
Skíðaskálans og þá þátttakend-
ur páskavikunnar utan af landi,
sem heim fara á mánudaginn.
Aðgöngumiðar verða seldir í
skrifstofu Skíðaskálans. Almenn
ur dansleikur verður svo á 2. í
páskum á sama stað frá kl. 9—
1 e. m. Aðgöngumiðar verða
seldir á Hótel K. E. A. kl. 5—7
síðdegis.
Veitingar í Skíðaskálanum
verða framreiddar á eftirtöldum
tímum fyrir dvalargesti: Morg-
un verður kl. 8—9.30; hádegis-
verður kl. 12—1.30; eftirmiðdags
kaffi kl. 3—5 og kvöldverður kl.
7—8.30.
Fyrir aðra gesti verða að sjálf
sögðu veitingar á boðstólum all-
an daginn.
Ferðaskrifstofa ríkisins mun
sjá um daglegar ferðir á milli
Akureyrar og Skíðaskálans og
ennfremur veita allar upplýs-
ingar varðandi Páskavikuna.
SJONHVERFINGALEIKUR í
FJARMÁLUM.
Undanfarið hefur verið til um
ræðu á Alþingi frumvarp, sem
fjármálaráðherra flytur, um
heimild til 50 millj. kr. lántöku
til handa svonefndum ríkisá-
byrgðarsjóði. í þessum umræð-
um komu fram athyglisverðar
upplýsingar um sjónhverfinga-
leik ríkisstjómarinnar í fjármál-
um þjóðarinnar.
Eins og kunnugt er hefur rík-
issjóður á undanfömum áratug-
um gengið í ábyrgð fyrir fjölda
lána sveitarfélaga, hafnarsjóða,
byggingafélaga og annarra að-
ila, sem haft hafa með höndum
margs konar uppbyggingu í
landinu eða útvegun atvinnu-
fyrirtækja. Oft á tíðum hafa
þessir aðilar ekki reynzt þess
megnugir að standa skil á vöxt-
um og afborgunum af lánunum,
og befur ríkissjóður þá orðið að
inna þær af hendi, og þá orðið
misbrestur á endurgreiðslu. Hef
ur Alþingi um nokkurt árabil
veitt fé til þess á fjárlögum, að
standa straum af slíkum greiðsl-
um, enda ekki þægilegt eða
æskilegt að ganga að ýmsum
þeim aðilum, er hér eiga hlut að
að máli.
UPPSLÁTTARMÁL
STJÓRNARINNAR!
Það var eitt af uppsláttarmál-
um núverandi ríkisstjórnar í
öndverðu, að ráða hér. bót á og
láta hendur standa fram úr erm-
um svo að um munaði. Til þess
að sýna hver alvara var á ferð-
um, lagði fjármálaráðherra fyr-
ir Alþingi og fékk samþykkt
tvö frumvörp, annað um ríkis-
ábyrgðir, hitt um ríkisábyrgðar-
sjóð, sem aldrei hefur í raun-
inni verið annað en skuldir og
hafa nú i vetur út gengið rukk-
unarbréf frá bankanum í allar
áttir vegna eldri og yngri van-
skilaskulda. Hafa t. d. margar
sveitarstjórnir verið látnar
skrifa undir skuldabréf vegna
vanskilanna, en um peninga-
TEHUS AGUSTMÁNANS
Síöustu sýningar á laugardag og sunnudag.
greiðslur er auðvitað ekki að
ræða hjá liafnarsjóðum, sem eru
algerlega févana og standa í
framkvæmdum, margir hverjir,
auk þess sem á þeim hvílir að
standa straum af vaxtagreiðsl-
um og afborgunum af eftirstöðv-
um þeirra lána, sem í vanskil-
um hafa lent. Er því hætt við,
að mikið af hinum nýju van-
skilaskuldabréfum reynist „rík-
isábyrgðarsjóði“ lítils virði.
OG SAMHLIÐA ÞESSU.
Nú er það hins vegar komið
í ljós, að ríkisstjórnin hefur á
sama tíma stofnað til mikilla
ríkisábyrgðalána, sem þegar eru
komin í vanskil. Ber þar hæst
hinar miklu lántökur út á hina
nýju, stóru togara, sem fengnir
voru til landsins með atbeina
stjórnarinnar og á ábyrgð ríkis-
ins en lítinn afla fengið og eng-
inn rekstrargrundvöllur virðist
vera fyrir.
Aldrei fyrr hafa vanskil í sam
bandi við ríkisábyrgðarlán
reynzt nándar nærri eins mikil
og einmitt í tíð núverandi
ríkisstjórnar.
Á árunum 1961—1962 nema
þau eitthundrað og áttatíu
milljónum króna samtals.
LÖGREGLUMAL.
í Reykjavík er ríkislögregla,
sem ríkissjóður kostar að öllu
leyti og hefur með höndum ým-
iskonar löggæzlustörf í höfuð-
borgjnni eða nágrenni hennar.
Tala ríkislögreglumanna er
þriðjungur af tölu borgarlög-
reglumanna. Nýlega fluttu þeir
Gísli Guðmundsson og Halldór
Ásgrímsson tillögu um, að fjölg-
að verði í ríkislögreglunni og
hluti hennar staðsettur í ein-
stökum landsfjórðungum. Væri
þá ríkislögreglumönnum fjórð-
unganna ætlað að halda uppi
löggæzlu í verstöðvum, þar sem
fjöldi fólks hefur safnazt saman
hluta úr ári, svo og á skemmti-
samkomum víðsvegar um land.
Ekki fann þetta jafnvægismál
náð fyrir augum stjómarliðsins.
FRAMBOÐ.
Sunnudaginn 24. marz birti
Morgunblaðið myndir af Vest-
fjarðalista Sjálfstæðismanna.
Það var fyrirfram kunnugt, að
Gísli Jónsson og Kjartan Jó-
hannsson yrðu þar ekki í efstu
sætum eins og áður. Hitt vekur
athygli, að nöfn þeirra sjást
hvergi á listanum. í heiðurssæt-
unum (9. og 10.) eru séra And-
rés á Hólmavík og Marselíus
skipasmiður á Isafirði. í Norður
landskjördæmi vestra er hýi
búnaöarbankastjórinn á Blöndu
ósi kominn í sæti Jóns Pálma-
sonar á Akri.
HEIMSÓKN Á SKRIFSTOF-
UNA.
Einn af yngri kjósendunum
hér í nágrenni leit inn á skrif-
stofur blaðsins til að spjalla um
kosningamar í vor. Hann sagði:
Þrír efstu menn Framsóknarlist
ans eru vissir, ennfremur Jónas
og Björn og raunar Magnús
(Framhald á blaðsíðu 7).