Dagur


Dagur - 06.04.1963, Qupperneq 4

Dagur - 06.04.1963, Qupperneq 4
4 5 RENTUKAMMERIÐ í ARNARHVOLI FYRIR 100 árum var fjármálastjóm fs- lands suður í Kaupmannaliöfn. Sú stofn- un var kölluð rentukanuner. Rentukamm erið hafði mjög einkennilegt ríkisbókhald fyrir ísland. Ríkisjóður var ekki talinn eiga einn landssjóð, heldur marga. Hver sjóður hafði sínar tekjur og sín gjöld, svo og sérreikning, sem ekki var alltaf upp á marga fiska. Þetta margra lands- sjóðakerfi hélzt þangað til Alþingi fékk fjármálin í sínar hendur 1875 og eimdi eftir af því lengur. Þessir sjóðir hétu ýmsum nöínum: Jarðabókarsjóður, Kollektusjóður, Al- þingissjóður, sem bar kostnað af þing- haldi og innheimtu alþingistolla, lælína- sjóður, spítalasjóður, viðlagasjóður o. s. frv. Þegar Alþingi fór að semja fjárlög, stóðu fjárlaganefndarmenn, t. d. Grímur Thomsen, í nokkrum stympingum við umboðsmann konungs, landshöfðingjann, til þess að fá þessa mörgu sjóðreikninga á hreint og eru umræður um það efni í þingtíðindum fróðlegar fyrir fjármálaráð herra nú á tímum. I núverandi fjármálaráðuneyti íslands, sem er til húsa í Amarhvoli í Reykjavík, hefur Gunnar Thoroddsen, þingmaður Reykjavikur og fyrrum borgarstjóri, ráð- ið ríkjum síðan á ofanverðu kjördæma- byltingarárinu 1959. Þessi fjármálaráð- herra er nú orðinn frægur fyrir það, að umsetning fjárlaga hefur í hans tíð hækk að úr 1146 millj. kr. upp í nálega 2200 milljónir króna (áður vom fjárlög búin að hækka um 260 milljónir króna á Emils -árinu). Hann varð líka á sínum tíma frægur af spamaðarfyrirheitunum marg- nefndu, 59 talsins, sem hann gaf út eða lét gefa út á árinu 1960—1961, þótt af efndum þeirra hafi hingað til farið litlar sögur, svo sem ýmsum öðrum fyrirheit- um, sem síðar kunna að verða rædd. En eitt snjallræði hefur þessi hug- kvæmi ríkisráðsmaður tekið upp í sinni tíð: Að skipta ríkissjóðnum i nokkra smærri ríkissjóði, eins og rentukammer- ið gerði fyrir 100 ámm. AJ hinum smærri ríkissjóðum má nefna ríkisábyrgðasjóð, skólabyggingasjóð, spítalabyggingasjóð, lögreglustöðvabyggingasjóð, byggingar- sjóð Keflavíkurvegar o. s. frv. Handa þessum sjóðum, sem hér hafa verið nefndir, er nú búið, eða verið að sam- þykkja 160—170 millj. kr. lánsheimildir á yfirstandandi Alþingi. Hjá rentukammerinu var að jafnaði talið tap á öllum sjóðum fslands, og var það tap óspart notað til rökstuðnings því, að fsland væri byrði á kammerinu og gæti ekki staðið á eigin fótum. Hjá Gunn ari Thoroddsen í Arnarhvoli er þessu hagað á annan veg. Nýju ríkissjóðirnir lifa allir á lántökum. En 2200 milljón króna sjóðurinn, sem enn ber heitið rík- issjóður, losnar við þau útgjöld, sem væm bókuð hjá honum, ef hinum ríkis- sjóðunum hefði ekki verið komið upp, en þeir greiða með lánsfénu. Með þessu móti kemst aðal-ríkissjóðurinn hjá því að sýna greiðsluhalla, enda finnst víst ráðherranum það leitt afspumar, þegar álögumar, sem hann innheimtir hafa vax- ið eins óðfluga frá ári til árs og raun er á, og em komnar vel áleiðis á þriðja milljarðinn. (Framh. á bls. 7). UM FRÆÐSLUDEÍLD SÍS Páll H. Jónsson, forstöðumaður Fræðsludeildar S.Í.S., svarar nokkrum spurningum blaðsins HÉR var í vikunni Páll H. Jónsson fyrrum kennari á Laugum og núverandi forstöðumaður Fræðsludeildar SÍS. Á mánudagskvöldið stjómar hann fræðslu- og skemmtikvöldi, sem Akureyrardeild KEA efnir til í Borgarbíói. Hann hefur góðfúslega svarað nokkr- um spumingum blaðsins og fer viðtalið hér á eftir: Hversu er almennri fræðslu um samvinnumál hagað? Fræðsla um samvinnumál hef ur verið eitt af viðfangsefnum Sambands ísl. samvinnufélaga frá stofnun þess. Kjarni þeirrar starfsemi var frá upphafi Tíma- rit kaupfélaganna og síðan Sam- vinnan, fræðslufundir og fyrir- lestrar um allt land og Sam- vinnuskólinn. Síðar voru fræðslumálin sameinuð í eina deild, Fræðsludeild, sem hlið- stæð var öðrum deildum Sam- bandsins. Var Benedikt Gröndal forstöðumaður hennar. Hvenær var fræðsludeildinni skipt? Eftir að Gröndal lét af störf- um var Fræðsludeild skipt í tvennt, Bifröst—Fræðsludeild, undir stjórn séra Guðmundar Sveinssonar skólastjóra, þeim hluta tilheyrir Samvinnuskól- inn og Bréfaskóli SÍS, tímarit- in, Samvinnan og Hlynur, Ijós- myndasafn og fleira, og Fræðslu deild, sem hefur með höndum upplýsingar, fræðslufundi, hús- mæðrafræðslu, kvikmyndasafn og sýningar og það sem nefnt hefur verið „sókn og vörn“ í dagblöðum. Það kemur fyrir, að kaupfé- laganna og Sambandsins er get- ið í blöðunum og ekki alltaf af nógu mikilli þekkingu og jafn- vel koma stundum fyrir rang- færslur, sem þörf er á að leið- rétta. Þessi síðarnefnda deild er sú, sem ég veiti forstöðu. Viltu segja nánar frá starfi þínu Páll? Starf mitt er meðal annars fólgið í því, að fylgjast með því, sem sagt er um samvinnumál í blöðunum og leiðrétta, ef með þarf, skipuleggja fræðslufundi með kaupfélögunum, mæta á slíku fundum, ef hægt er, undir- búa og standa fyrir húsmæðra- viku í Bifröst, sem orðinn er fastur liður í starfsemi Sam- bandsins, svara ýmsum fyrir- spurnum frá samvinnumönnum erlendis o. s. frv. Eru fræðslufundir og hús- mæðrafundir vel sóttir? Fræðslufundir og húsmæðra- fundir Sambandsins og kaupfé- laganna eru hvarvetna vel sótt- ir og þeim, sem mæta þar frá Sambandsins hálfu, mjög ve\ tekið. Ég hef heimsótt nokkra skóla og sýnt þar kvikmyndií og talað um samvinnumál. Ná í þessari ferð kom ég að Laug* um og Laugalandi og var mjög vel tekið. Og ég fékk tækifæri til að ávarpa 300 nemendur Gagnfræðaskólans hér og sýna þeim kvikmynd. Það var í Borg- arbíó, og þessi nemendahópur var sannarlega prúður og falleg- ur, eins og nemendur allra þeira skóla, sem ég hef heim- sótt. Þá hafa nemendur úr skólum í Reykjavík komið til okkar í Sambandshúsið og átt með okk- um kvöldstundir við fræðslu og skemmtun. Þar hefur jafnan ver ið glatt á hjalla. Samvinnustefnan við lausn vandamála? Ég held að mennirnir hafi ekki ennþá fundið upp neitt ör- uggt og einhlýtt ráð til að frelsa heiminn. En ég sé ekki betur en sú stefna, sem lengst hefur kom izt í því, að vera til gagns og nytsemdar, og jafnframt fjöl- breytt þroskameðal, sé sam- vinnustefnan. Frelsi, þekking, félagshyggja og góðvild eru hornsteinar kaupfélaganna um allan heim. Það á að vera hægt að byggja veglega á þeirri und- irstöðu, og hefur sannarlega ver ið gert. Og hvað er framundan í fræðslu starfi? Það sem næst liggur fyrir er næsta fræðslu- og skemmtikvöld hjá Akureyrardeild KEA á mánudaginn kemur. Þar sýni ég finnska samvinnu- og landkynn- ingarmynd, „Þýtur í skóginum“. Ollum sem hafa séð hana þykir hún forkunnar fögur. Auk þess minnist ég eitthvað á samvinnu- mál, svo verður spurningaþátt- ur og verðlaun veitt fyrir bezt- ar úrlausnir, og almennur söng- ur. Ég hlakka til að koma þar. Strax eftir páska hefst í Rvík fundur forstöðumanna fræðslu- deilda samvinuusambandanna á Norðurlöndum. Þar mætir sinn maðurinn frá hverju landi, nema tveir frá Finnlandi, þar eru samvinnusamböndin tvö. Þetta er í fyrsta sinn, sem slík- ur fundur er haldinn hér á ís- landi. Þeir hafa verið til skiptis í hinum Norðurlöndunum. Hinn 13. maí hefst svo hús- mæðravikan í Bifröst. Umsókn- ir um hana eru þegar orðnar margar. í sumar vona ég svo að verði allmargir húsmæðrafundir á vegum Fræðsludeildar og kaup- félaganna í Þingeyjar- og Eyja- fjarðarsýslum og víðar. Hvað finnst þér um Akureyri í sambandi við þessi mál? Akureyri er háborg sam- vinnustefnunnar á íslandi. Það er í einu ánægjulegt fyrir Kaup félag Eyfirðinga og leggur einn- ig miklar skyldur á herðar fé- lagsmönnum þess. Þeim ber ekki einungis að halda við þeim menningararfi, sem synir Krist- ins Hallgrímssonar, Vilhjálmur Þór og Jakob Frímannsson Páll H. Jónsson. skila, heldur efla hann, finna ný verkefni og yngja upp gömul. Og mikið lifandi skelfing hlýt- ur hin myndarlega kaupmanna- stétt á Akureyri að vera kaup- félaginu þakklát, fyrir þá fyrir- mynd í vöruverði, vöruvöndun og allri þjónustu, sem það hefur verið þeim. Og bæjaryfirvöldin. Þau hljóta blátt áfram að elska KEA og Sambandið fyrir öll útsvörin, skattana, atvinnuna og annað það frá þeirra hendi, sem orðið hefur til eflingar þessum merki- lega menningarbæ. Og svona á það að vera. Það er ánægjulegt að minnast þeirrar góðu samvinnu, sem oft hefur verið á milli leiðtoga sam- vinnumanna á Akureyri og þeirra, sem aðhyllast aðrar stefn ur, lífsskoðun og sjónarmið. Nægir að nefna Kristneshæli, kirkjuna, kirkjuorgelið og skól- ana. Samvinna sveita og bæjar? Á Akureyri má líka sjá mörg merkileg dæmi þess, hvernig sveitir og bær vinna saman og efla hvað annað. Þræðir félags- hyggju og samvinnu liggja ofan frá dölum og utan frá ströndum til Akureyrar og þaðan aftur út um fögur héruð. Og þegar gengið er um þenn- an fallega bæ og horft á hinar fjölmörgu byggingar og fyrir- tæki kaupfélagsins og Sam- bandsins, sem ekki verða seld eða flutt á burtu, verður Ijós ár- angurinn af giftudrjúgu starfi samvinnumanna og hve margt og mikið þeir hafa að standa á verði um, segir Páll Jónsson að lokum. Dagur þakkar ágæt svör hans og hvetur félagsmenn til að fjöl- menna í Borgarbíó á mánudag- inn kemur. Enn teknir ölvaðir við akstur UM síðustu helgi tók lögreglan ölvaðan ökumann hér í bæ, sem einnig ók mjög hart og sinnti ekki stöðvunarmerki lögregl- unnar. Einnig tók hún réttinda- lausan mann við akstur og enn einn fyrir fáum dögum, fyrir meinta ölvun við akstur. Smáir bílaárekstrar hafa orð- ið á Akureyri að undanförnu, en ekki orðið slys á fólki. □ Fundur Framsóknarmanna aS Freyvangi Kaflar úr ræðu Helga Stöðvun verðbólgunnar. — Bætt lífskjör. f framhaldi af því, sem áður segir af Freyvangsfundinum og ræðu Helga Bergs við það tæki- færi, fara hér á eftir nokkur at- riði úr ræðunni í lauslegri end- ursögn. Tvö stærstu Ioforðin. Nýja stefnan, „viðreisnin“, hefur nú staðið í 4 ár og það er komið að því, að landsfólkið segi álit sitt um hana. Skylt er að gera upp reikningana alveg hreinskilnislega. Það getur hver fyrir sig, áður en að kjörborð- inu kemur. Það er hafið yfir allan vafa, að kjörfylgi það, sem stjórnar- flokkarnir fengu við síðustu kosningai’, var að verulegu leyti út á skýlaus loforð um end urbætur á efnahagslífinu yfir- leitt og alhliða endurbætur á ís- lenzkum stjórnmálum. Mörgu var lofað og mörg heit gerð, frammi fyrir kjósendum þessa lands. Þó munu tvö þessara lof- orða hafa þótt þýðingarmest og ráðið mestu um, að núverandi stjórnarflokkar fengu þing- meirihluta, sem nægði þeim til stj órnarmyndunar. Hið fyrra var alger stöðvun verðbólgunnar, sem Alþýðu- flokkurinn gerði að sínu höfuð- máli og Sjálfstæðismenn tóku rösklega undir og gerðu að sínu máli einnig. En sú yfirlýsing A1 þýðuflokksins, að stöðvun verð- bólgunnar væri ófrávíkjanlegt skilyrði hans fyrir samstarfi í ríkisstjórn, var af mörgum tek- in alvarlega. En ekkert hefur brugðizt jafn hrapallega, eins og alþjóð veit. Sjálfstæðisflokkurinn lagði aftur á móti höfuðáherzluna á veginn til bættra lífskjara til handa öllum almenningi í land- inu. Eins og baráttan við verðbólg- una fór gjörsamlega út um þúf- ur og forsætisráðherra játaði svo eftirminnilega síðasta gaml- ársdag, fór einnig um leiðina til bættra lífskjara almennings. Hið fádæma yfirlæti fyrir kosning- arnar og fyrst á eftir, er öllum minnisstætt, og svikin enn eft- irminnilegri. íslenzkur verka- maður þurfti árið 1959, eftir stýfinguna, að vinna alla virka daga ársins, tvær yfirvinnu- stundir á dag og 17 stundir í næturvinnu á ári til að hafa þær tekjur sem vísitölufjölskyldan var talin þurfa til að lifa af, sam kvæmt útreikningi Hagstofunn- ar. Nú þarf verkamaður að vinna alla virka daga, tvær yfirvinnu stundir á dag og 414 næturvinnu stundir á ári til þess að ná þeim tekjum, sem Hagstofan telur vísitölufjölskylduna þurfa til að lifa af. Norðlendingar leystu vandann. Þetta er nokkur skýring á því, hve ófriðsamt hefur verið á vinnumarkaðinum og megn ó- Bergs. (Síðari liluti) ánægja ríkir á meðal almenn- ings yfir þessum stóx-felldu svik- um stjói’narflokkanna. Ríkisstjórnin lýsti því yfir, að hún myndi ekki skipta sér af verkföllum, þau væru mál verkalýðs og atvinnurekenda, enda fylgdi kaup ekki lengur framfærsluvísitölu. Þetta varð á annan veg en lofað var, eins og flest annað hjá hinni ógæfu- legu ríkisstjórn. Stjói’nin hefur hvað eftir annað gi’ipið inn í vinnudeilur, og á svo fljótfæi'n- islegan og klaufalegan hátt, að fui’ðu sætir. Það var hins vegar þjóðar- gæfa, að norðlenzkir samvinnu- mennleystu vandann, þegar allt var komið í óefni. Alþýðusam- bandið og launasamtökin í land inu höfðu óskað eftir því við rik isstjórnina, að hún létti byrðar almennings á einhvei’n hátt og skyldi það metið til jafns við beinar kauphækkanii’. Ríkis- stjórnin sinnti því engu. Ollum var Ijóst, að launahækkanir voru óumflýjanlegar, fljótlega eftir að „viðreisn“ hófst, svo grátt hafði hún þegar leikið al- menning. Synjun í’íkisstjórnar- innar um einhvers konar úrbæt ur, var háskaleg. í maí 1961 var biðlund launasamtakanna þrot- in og þau beittu verkfallsvopn- inu. Það var þá, sem aðalfundur KEA samþykkti að reyna að leysa vandann og það var gei’t. Þingeyskir og eyfii-zkir sam- vinnumenn eiga heiðui'inn af þeirri sanngjörnu lausn, sem þar fékkst. Stjórnin sprengdi rammann. Samningar þeir, sem þá voru gerðir, voru að því leyti sérstæð ir, að þeir voru til tveggja ára. Og innan ramma samninganna, var gert ráð fyrir 5 stiga hækk- un vísitölunnar og tryggt, að samningarnir héldu gildi sínu þótt stjórninni tækist ekki að halda verðbólgunni algei'lega í skefjum. En stjórnin bar ekki gæfu til að bregðast skynsam- lega við þessum nýju samning- um. Hún sprengdi rammann, vitandi vits, í hefndarskyni, með hinni sögufrægu gengisfellingu í ágúst sama ár. Stjórnin hafn- aði frá sér hinum dýi-mætasta aði frá sé rhinum dýi-mætasta stuðningi, sem henni var lagður í hendur. Þetta var reginskyssa sem aldrei verður bætt, og óaf- sakanlegt fljótræðisvei'k. Norðlenzkir samvinnumenn hafa síðan leyst hvei'ja kaupdeil una af annarri, bæði 1962 og síð- ast í janúar sl. Þeir hafa haldið svo vel á málum, að íhaldsat- vinnurekendur í Reykjavík ann ars vegar og launþegafélögin undir áhrifum kommúnista hins vegar, reyndu ekki að hi'ófla við þessum samningum, heldur hafa norðlenzku samningarnir orðið ráðandi um land allt, þrátt fyrir allt, sem málgögn þessai'a manna segja. Stjórnarsinnar heyja nú harða baráttu. Baráttan verður því Helgi Bergs. harðari, sem málstaðurinn er verri. Verðbólgan og leiðin til bættra lífskjara eru málefni, er stjórnarflokkarnir komast ekki hjá að svara til saka um. Meðal þeirra „trompa‘‘ sem stjórnar- flokkarnir þykjast hafa á hend- inni um þessar mundir og hampað er framan í kjósend- ur, er hagstæð gjaldeyrisstaða. Þeir hafa fengið marga til að hlusta á þetta, án fullrar yfir- vegunar. Um síðustu áramót stóðu gjaldeyrisreikningar bankanna 780 milljónum betur en í árslok 1958. En hin stuttu vörukaupa- lán, sem tekin eru nú framhjá bönkunum af einstaklingum, námu þá upp undir. 400 milljón- um. Og erlendu skuldirnar höfðu aukizt á tímabilinu um 600 milljónir króna. Þessar töl- ur sýna, að staða þjóðarinnar út á við í þessu efni er mjög svipuð og þegar vinstri stjórnin fór frá völdum i árslok 1958. Gjaldeyrisstaðan nú, ætti að vera mun betri, vegna hins á- gæta fiskafla síðustu árin, og vegna þess, að ekki hefur verið ráðizt í neinar stórframkvæmdir í landinu. Þá segja stjórnarflokkarnir með miklu yfirlæti, að sparifé landsmanna hafi vaxið alveg dæmalaust mikið á „viðreisnar- tímanum“. Aukningin sé um 70% fleiri krónur. En það er bara ekki hægt að kaupa neitt meira fyrir þær. Sannleikurinn er því sá, að sparifé landsmanna hefur sjaldan, eða jafnvel aldrei á síðari árum, vaxið minna en á þessum síðustu árum að verð- gildi, enda tvær gengisfellingar á umræddu tímabili. Þá gumar stjórnarliðið af skattalækkun. Benda þeir ó- spart á tekjuskattinn, en hann var felldur alveg niður af 50 þúsund króna árstekjum einstaklinga og af 70 þús. króna tekjum hjóna. Einstaklingurinn með 50 þúsund króna tekjurnar losnaði þannig við að greiða sínar 340 krónur í tekjuskatt. En maðurinn með 150 þús. kr. tekjurnar, losnaði við að greiða 19 þús. krónur og þessi tekju- skattsbreyting kom því tekju- háum mönnum mjög vel, enda margt fyrir þá gert, á kostnað hinna tekjuminni, svo sem þetta dæmi sýnir ljóslega og ótvírætt. En þegar talað er um skatta- lækkanir yfirleitt svo sem stjórn arblöðin gera oft, er ekki úr vegi að geta þess, að allir tollar, beinir og óbeinír, sem ríkissjóð- ur innheimtir af landsfólkinu, voru árið 1958 um 575 milljónir, en eru nú á þessu yfirstandandi ári um 1831 milljón. Kaup manna hefur vissulega ekki hækkað tilsvarandi, það sjá all- ir, sem vilja sjá. Siðustu daga er enn montað af tollalækkunum, samkvæmt nýkomnu frumvarpi á Alþingi. Þessi lækkun nemur 40—50 milljónum króna og er því ekki stórvægileg en þó í rétta átt. Þegar bráðabirgðasöluskattur var á lagður, en hann nemur 240 milljónum króna árlega, var því ákveðið lofað að afnema hann þegar á næsta ári. í stað þess hefur hann verið fram- lengdur öll árin. Nú síðast lof- aði fjármálaráðherra því að hann skyldi afnuminn, í sam- bandi við nýja og nú fram komna tollalöggjöf. Þetta sveik ráðherrann. Skattur þessi var síður en svo afnuminn, heldur felldur inn í tollafrumvarpið. Hér er því í raun og veru um 200 milljón króna tollahækkun að ræða, ef bráðabyrgðasölu- skatturinn, sem lofað var að fella niður, er frá talinn. Ríkisstjórnin getur ekki falið afglöp sín og úrræðaleysi bak við góðærið. Tekjur þjóðarbús- ins hafa aukizt mikið, bæði vegna eindæma afla, og vegna þess að öðru leyti, hversu vel var í haginn búið áður. Samt er keki á síðustu 4 árum ráð- ist íneina þá stórframkvæmd, sem jafnað verður til Sements- verksmiðjunnar, Ábúrðarverk- smiðjunnar eða meiri háttar raf orkuvirkjana. Yfirstandandi kjörtímabil er hið eina, allt frá 1937, sem ekki skilur eftir sig neinar meirihátt- ar stórvirkjanir eða stórfram- kvæmdir á borð við þær, sem áður getur. Það er þó vissulega vilji þjóðarinnar, að ekki sé staðið í sömu sporum, og sízt af öllu í miklum góðærum. Keppa á íslandsmóti EFTIRTALDIR skíðamenn frá Akureyri verða keppendur á Skíðamóti íslands á Siglufirði: Svið og stórsvig: rásnr: sv. st.sv. Magnús Ingólfsson 16 3 Ottó Tuliníus 8 16 Reynir Pálmason 20 23 ívar Sigmundsson 24 19 Guðmundur Tuliníus 27 27 Viðar Garðarsson 38 34 Eggert Eggertsson 50 49 Reynir Brynjólfsson 45 41 Þorlákur Sigurðsson 42 44 16 menn eru í 1. „grúppu“. 15 og 30 km ganga: Stefán Jónasson hefur rásnr. 4 í 15 km göngu og rásnr. 8 í 30 km göngu. Fararstjóri Akureyringanna verður Hermann Sigtryggsson. Hermann Stefánsson verður yfirdómari mótsins. Q GÍSLI GUÐMUNDSSON, alþingismaður: LAND OG ÞJÓÐ ÞAÐ ER HVIMLEITT, þegar mætir menn láta sér um munn fara, og Iiafa hver eftir öðrum, að island sé „á takmörkum hins byggilega heims“. Öðruvísi hugs aði hinn frægi landkönnuður, Vilhjálmur Stefánsson, þegar hann ræddi um „heimskauta- löndin unaðslegu“ og gaf út bók með því nafni. Vilhjálmur sá það fyrir af vizku sinni, að jafn- vel heimskautalöndin myndu verða talin byggileg á tækniöld og að þ ámyndi hið lieilnæma loftslag þeirra og stórbrotna náttúrufegurð njóta sín, betur en fyrr. Hann vissi, að þá yrði hægt að láta rafsólir lýsa upp hina Iöngu nótt, sem þar ríkir mánuðum saman, og á þeirri tíð mundu börn lieimskautaland- anna baða sig í skini slíkra sólna undir dimmleitum stjömu himni norðurlijarans. Enn eru heimskautalöndin lítt byggð. Að því mun þó koma, að byggð aukist þar. Við íslendingar þurfum raun- ar ekki að vera að bollaleggja um íramtíð heimskautaland- anna. Því að ísland er svo sann- arlega ekkert heimskautaland. Grímsey ein, byggðra bóla, er rétt innan við mörk hins norð- læga kuldabeltis, og ber þó raun ar engin einkenni þess. Hlýr sjávarstraumur langt sunnan úr höfum vermir loftslag þessa lands, og nú á sl. vetri hafa menn hér fylgzt með veðurfrétt- um, sem báru það með sér, að ísland hefur vikum og jafnvel mánuðum saman verið hlýjasta landið í Evrópu norðanverðri. Þar er að vísu um undantekn- ingarástand að ræða. En hvað sem því Iíður er óhætt að segja: fsland er byggilegt land og meira en það. Það er gott land og heilnæmt. Á öld tækninnar mun það áður en langt um líður reynast svo gott Jand, að ekki verði mörg önnur betri. Jafnvel þótt tíðarfar kunni að eiga eft- ir að kólna um tíma hér, eins og talið er, að það hafi gert stundum áður, mun tækni fram- tíðarinnar kunna við því ráð, se mkoa í veg fyrir, að áföll fyrri tíma endurtaki sig, ef ekki skortir forsjá, m. a. til þess að hagnýta auðlindir landsins í tæka tíð. Ég held, að mörgu sveitabam inu, sem ólst upp við reytings- engjar og þýfð tún, hafi hlýnað um hjartarætur þegar tveir bændur á Norðausturlandi, báð- ir nú á áttræðisaldri, annar í útvarpinu í fyrra, hinn í Degi nýlega — veðramenn og engir angurapar — létu þann boðskap frá sér fara, að áður en lyki myndi kvikfjárlijarðir fslend- inga margfaldast og héðan verða útflutningur kvikfjárafurða í stórum stíl. En það eru ekki að- eins norðlenzkir og austfirzkir aldamótabændur, se mnú flytja boðskap af þessu tagi. Hálærður vísindamaður, barn þesarar ald- ar, segir, að hægt sé að græða landið upp í 600 metra liæð. Nú er aðeins þriðjungur þessa lands gróinn. Hina tvo þriðjung- ana má gera að nothæfu beiti- landi fyrir búfénaðinn, segir þessi vísindamaður, og rækta sumt. Það getur sjálfsagt átt nokkuð langt í land, að boðskapur vís- indamannsins og liinna rosknu bænda rætist. Sennilega rætist hann smátt og smátt, en ein- hvemtíma að fullu. Ýmislegt annað kann að geta gerzt með nokkru meiri hraða. íslendingar eru mesta fiskveiðiþjóð heims- ins miðað við fólksfjölda. Héð- an er skammt á mið, og útfærsla landhelginnar liefur haft áhrif í þá átt, a ðfæra miðin nær. Afl- inn, sem berst á land, er mikill og hefur öll skilyrði til að vera góður, var rúml. 800 þús. tonn á s.I. ári. En útflutningsverð- mæti hans er ekki svo mikið sem skyldi. Mikill meirihluti síldarinnar er enn fluttur út sem rnjög ódýr markaðsvara. í sambandi við hagnýtingu og vinnslu aflans eru enn miklir möguleikar og raunar einnig til að auka enn sjávaraflann. Eldi vatnafiska hér ætti að reyn ast árangursríkt og verður það sjálfsagt, er stundir líða. Ullar- og skinnaiðnaður (á- samt fatagerð) er hér kominn vel á veg og á óefáð mikla vaxt- amiöguleika í náinni framtíð. Svipað má segja um skipasmíði og trúlega einnig um húsgagna- smíði o. fl. Og enn eigum við íslendingar auðlindir, sem til þessa hafa ver ið lítt notaðar, miðað við þá möguleika, sem fyrir hendi eru. Margar þjóðir uppgötvuðu fyrir löngu kolanámur eða olíulmdir í löndum sínum. Þessar námur eru orkugjafar og orka er und- irstaða hinna miklu átaka í tækniveröld vorra tima. Kolin og olían hafa valdið aldahvörf- um, skapað auð og velmegun, stóriðnað og stórveldi. En Island á kraftinn í hrapi fallandi vatna og byrgðir af sírennandi heitu vatni, sem jörðin geymir. Þar eru kolanámur og olíulindir þessa lands, og þær í öllum landshlutum. Sú þjóð, sem byggir landið á næstu áratugum, þarf ekki á ölium þessum orkulindum að halda. En hún ætti að reyna sig á því að beizla eitt af hinum stærstu fallvötnum nú á næst- unni. Með því ætti hún að gera tvennt í senn: Auka fjölbreytni og framþróunarmöguleika ís- lenzks atvinnulífs í lieild með því að tileinka sér til viðbótar því, sem fyrir er, háþróaða fram (Framhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.