Dagur - 24.04.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 24.04.1963, Blaðsíða 1
h ■ ■ ' Málgagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Erlingur Davíosson Skrifstofa í Mafnarstræti 90 Sími 1166. Sftningu oc prentun annast Prentverk Odos Björnssonar h.f.. Akureyri V____________________________- . ...—------—--------rw? AuGI.ÝSINGAJTJÓRJ JÓN SAM- ÚF.LSSON . ÁrgÁNGURINN KOSTAR KR. 1110.00. G jAI.DDACI F.R 1. JÚLÍ Bladio KF.MI K ÚT Á MIDViKUDÖG- UM OC Á LAUGARDÖGUM, , ÞKGAR ÁSTÆÐA ÞYKIR TIl. Þessi mynd er tekin í Súlnasal Bændaliallarinnar í Reykjavík við setningu 13. þings Framsóknarflokksins. Eysteinn Jónsson, formaður flokksins, flytur setningarræðima. í fréttatilkynningu af ráðstefnu um kaupgjaldsmál, sem Alþýðu samband Norðurlands hélt um helgina, er m. a. bent á: I. Að raunveruleg kauplækkun miðáð við vísitölu framfærslukostnað- ar frá jan. 1959 og þar til nú, nemi 18%. II. Að verkamenn skorti r.úmlega 23 þús. kr. á ári til að geta veitt sér lífsnauð- synjar, miðað við 8 klst. vinnu á dag. III. Að verkafólk hafi í engu notið vaxandi þjóðarfram- leiðslu eða bættra verzlunar- kjara. Þess vegna sé óumflýjan- legt að hefja stórsókn í kaup- gjaldsmáhun. Síðar segir orðrétt: „Sem fyrsta áfanga að þessu marki telur ráðstefnan að verkalýðs- félögin verði, hvert á sínum stað, að hefja nú þegar samn- ingaviðræður við atvinnurek- (Framhald á bls. 5.) Afmælistónleikar TÓNLISTARFÉLAG AKUR- EYRAR verður 20 ára hinn 4. maí n. k. Þann dag syngur Sig- urveig Hjaltested óperusöng- kona í Nýja Bíó á Akureyri á vegxun hins tvítuga félags. Nánari fréttir síðar. □ • • Olvunarslys á Ak.i NÝLEGA sögðu sunnanblöðin þá harmsögu, að ölvaður maður varð úti á Arnarhóli í Reykja- vík. Hér á Akureyri lauk kvöld- heimsókn ölvaðs manns til ná- granna á þann veg, að húsráð- andi og kona hans hröpuðu nið- ur stiga og meiddust bæði — húsbóndinn hættulega — og voru bæði flutt í sjúkrahús, en gesturinn í Steininn vegna töku í þessum slysum. óhappaverk eða afsaka það með ölvun, ætti atvik þetta að verða mörgum mönnum umhugsunar- efni, sérstaklega þeim, sem af kæruleysi eða af áhrifum drykkjutízkunnar eru í tíma og ótíma að dekra við áfengisneyzl- una — og eiga sinn þátt í hinum mörgu áfengisslysum hér á landi. Síðdegis í gær tjáði settur' bæjarfógeti blaðinu, að Kristdór Vigfússon Aðalstræti 7 hér í bæ,‘ sem fyrir framangreindri árás varð aðfararnótt sl. laugardags, væri enn ekki kominn til fullr-: ar meðvitundar. En kona hans, Kristín Stefánsdóttir, sem ekki var eins hart leikin, var á leið til yfirheyrslu og hafði ekki fyrr treyst sér til þess. Málið er því£ enn í rannsókn og árásarmaður- inn situr í varðhaldi, sagði sett- ur bæjarfógeti að lokum. Án þess að draga fjöður yfirjl menn og heilsutæpir. Húsbruni á Stóra- Vatnsskarði HINN 19. apríl brann íbúðar- húsið á Stóra-Vatnsskarði til kaldra kola og var engu af bú- sióð bjargað, en fólk komst naumlega út, og á nærklæðum einum. Benedikt yngri Bene- diktsson skarst illa á hendi, er hann braut glugga til að kom- ast út. Var hann fluttur í sjúkra hús, einnig Benedikt eldri og Árni Árnason, báðir rosknir □ Fjölmennasla llokksþing Framsóknar- manna hófsl í Bændahöllinni 21. apríl Á SUNNUDAGINN hófst 13. flokksþing Framsóknarmanna og er fjölmennara en nokkru sinni fyrr í sögu floksins. Þing- inu mun ljúka annað kvöld. Eysteinn Jónsson formaður flokksins bauð fulltrúa og gesti velkomna og flutti síðar snjalla og yfirgripsmikla ræðu um stjórnmálin og kosningabarátt- una, sem nú fer í hönd. Fundarritarar voru Halldór Kristjánsson, Friðbjörn Trausta son, Þórarinn Haraldsson og Oskar Jónsson, en Jörundur Brynjólfsson stjórnaði fundi hinn fyrsta dag þingsins og rit- ari flokksins, Sigurjón Guð- mundsson gjaldkeri flokksins flutti yfirlitsskýrslur, Jóhannes Elíasson formaður laganefndar gerði grein fyrir tillögu til nýrra flokkslaga og Guðbrandur Magn ússon flutti ávarp. Hermann Jónasson var í upphafi þingsins hylltur sérstaklega, er formaður flokksins fagnaði komu hans á flokksþingið. Síðar verða, eftir því sem rúm leyfir, birtir kaflar úr ræðu Ey- steins Jónssonar. En niðurlag ræðu hans var á þessa leið: „Það er hlutverk þessa 13. flokksþings Framsóknarmanna, sem nú er að hefja störf sín, að móta stefnuna. Síðan er það hlut verk okkar allra, sem hér erurn saman komin og allra þeirra mörgu þúsunda víðs vegar um landið, sem vilja leggja hönd á plóginn, að fylgja þeirri stefnu, sem hér verður mótuð, fram til sigurs. Hefur sjaldan meira í húfi verið, enda vona ég, að framganga okkar allra í þeirri baráttu, sem framundan er, verði í fullu samræmi við það. Mun þá sigur vinnast. Megi það verða landi og þjóð til blessun- ar“. Fullyrða má, enda oftlega staðfest í blöðum andstæðing- anna, að Framsóknarflokkurinn hafi nú aðstöðu til stórra sigra. Og við hann eru stjórnar- flokkarnir verulega hræddir um þessar mundir. Andstæðingar núverandi ríkisstjórnar sjá það betur nú en oftast áður, að með eflingu Framsóknarflokksins er auðveldast að breyta um stjórn- arstefnu og víkja af þeim hel- vegi í efnahagsmálum, sem nú er farinn og orðið hefur hin mesta ógæfa fyrir þorra lands- manna. □ MIKIÐ FJÖLMENNI í HLÍÐARFJALLI í GÆR voru 500 nemendur úr skólum bæjarins í Hlíðarfjalli. Veður var eins og bezt verður á kosið. Um síðustu helgi dvöldu nokkrar fjölskyldur úr bænum í Skíðahótelinu og létu hið bezta af. □ Þeir krefjast 20% kauphækkana á ráðstefnu Alþýðusambands Norðurlands Oddgeir Þ H 222, nýtt 190 smálesta stálskip, kom til Akureyrar 18. b. m. Það er smíðað í Monikkand- an í Hollandi fyrir Gjögur h.f. á Grenvík, sem einnig á Áskel og Vörð. — Aðolf Oddgeirsson sigldi skipinu heim og gekk ferðin vel, þrátt fyrir brælu, og skipið reyndist ágætlega. Hraði í reynsluferð var 11.8 sjómílur, en á heimsiglingu 10.1 mílu til jafnaðar. I skipinu er 660 ha. Listervél og 64 ha. Lister-Ijósavél, ennfremur öryggis- og siglingatæki af nýjustu og beztu gerð — og síldarleitartækL Oddgeir mun á förum til síldveiða. (Ljósmynd: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.