Dagur - 24.04.1963, Síða 5
4
.Daguk
SLYSAVETUR
FLEIRI HAFA FARIZ af slysum það
sem af er þessu ári en allt síðasta ár, eða
rúmlega hálfur sjötti tugur karla og
kvenna. Hefur þessi vetur frá áramótum
til sumarmála verið mikill slysavetur og
höggvið stór skörð og vandfyllt í raðir
sjómanna og annarra. Nórðlendingar eiga
sérstaklega um sárt að binda í þessu efni,
og sumarið heilsar að þessu sinni mörg-
um harmþrungnum ekkjum og föðurlaus-
um börnum. Um þá hluti eru orð Jítils
megnug, en vinátta og lijálpsemi sam-
borgaranna bætir að einliverju leyti, það
sem bætt verður, svo sem jafnan áður,
þegar hamingja brestur en harmur kveð-
ur dyra.
ÞINGLAUSNIR
Á LAUGARDAGINN fóru fram þing-
Iausnir en fáum dögum fyrr var útvarp-
að stjómmálaumræðum frá Alþingi.
Framundan eru kosningar og hafa stjóm-
arflokkarnir Iýst því yfir, að áfram verði
haldið á braut „viðreisnarinnar“, ef þeir
fái til þess umboð þjóðarinnar, og þeir
hafa gefið út eins konar stefnuskrá í bók-
arfomii, „Þjóðhags- og framkvæmdaáætl-
un til ársins 1966“.
Kjörtímabil það, sem nú er að enda,
hefur að ýmsu Ieyti verið þjóðinni hag-
stætt, og má þar til nefna uppgripa sjáv-
arafla, sem skapað hefur meiri gjaldeyr-
istekjur en nokkru sinni áður. Það er
eftirtektarvert, að þegar saman em bom-
ar skuldir og innstæður þjóðarinnar er-
lendis í árslok 1958 og 1962 kemur í ljós,
að fjárhagurinn liefur alls ekki batnað.
Þó hefur sjórinn gefið 800 millj. kr. meira
árið 1962 en hann gerði 1958. Er af þessu
ljóst, að í meðalári hefði þjóðin burft að
lifa við fremur kröpp kjör, undir núver-
andi skiptareglu í efnahagsmálum.
Því miður felur hin nýja „þjóðhagsá-
ætlun“ ekki í sér eðlilega þróun í fram-
leiðslu og bættum kjörum almennings og
eru því ekki neinar líkur til þess, að lífs-
kjör batni ef ekki verður breytt um
stjómarstefnu.
KOSNINGABARÁTTAN
KOSNINGABARÁTTAN hefst nú fyrir
alvöra og mun að vanda flestum brögð-
um beitt hjá þeim flokkum, sem óttast
mest um sinn hag. Almennt mun búizt
við, að stjórnarflokkarnir tapi fylgi, eða
svo er að sjá í þeirra eigin bíöðum. Því
miður er stjórnmálaáróðurinn rekinn
þannig í þessu landi, að of fáir frjálshuga
kjósendur standa það af sér að vera leidd
ir í sérstakan dilk. En það eru þó hinir
fáu, sem breytingum ráða í kosningum.
Hin harða og óhlífna stjómmálabarátta
fækkar þeim kjósendum, sem láta mál-
efni ráða atkvæðum sínum, og fjölgar
hinum, sem lúta flokksvaldi og kjósa
„sinn flokk“ jafnákveðnir þótt sá flokkur
vinni ekki eftir gefnum heitum, heldur
gegn þeim.
UM LEH) og blaðið óskar lesendum sín-
um og landsmönnum öllum gæfuríks sum
ars, ber það einnig fram þær óskir, að
kosningabaráttan, sem nú fer í hönd, og
sjálfar kosningarnar, megi fremur ein-
kennast af sjálfstæðri hugsun og drengi-
leguin rökum en flokkshyggju einni sam-
an. Nlun þess þá að vænta, að næstu vald
hafar, hverjir sem þeir verða og liverra
flokka sem þeir verða, beri giftu til góðra
starfa.
HJÖRTUR E. ÞÓRARINSSON :
Landbúnaðarmál
í SÍÐUSTU GREIN var því
lýst, að bændur væru uggandi
um hag stéttarinnar um þessar
mundir og heimtuðu leiðrétting
sinna mála. En hvers vegna eru
bændur uggandi? Venjulegur
barlómur, segja sumir. Satt er
það, að barlómurinn, þessi þjóð-
legi staðfugl, er mörgum býsna
munntamur, bændum sem öðr-
um, og hann er hvorki skemmti-
legur né uppbyggilegur. En svo
auðveldlega verður þetta mál
ekki afgreitt.
Staðreynd er það, að áhugi á
sveitabúskap er ákaflega lítill
þessa stundina og hefur víst
aldrei verið minni. Bændum
fækkar hægt og bítandi, jarðir
leggjast nú í eyði hraðar en ný-
býli byggjast. í hverri sveit að
kalla sitja á jörðum fjölskyldur,
sem bæði vilja og þurfa að losna
þaðan og flytja burt, en geta
ekki komið fasteign sinni í verð.
Þeirra jarða bíður eyðingin á
næsta leiti. Óþarft er að lengja
þessa lýsingu, það hafa svo
margir áður gert, og sífelld end
urtekning verður leiðigjörn,
þótt ekkert sé sagt nema sann-
leikurinn. En hver sem vill get-
ur sannfærzt sjálfur um, að
þetta er rétt, með því að fara út
í sveitir og hlusta á mál fólksins.
Hann mun komast að raun um
það, að mjög lítið má út af bera
til að allstór hluti sveitafólks-
ins yfirgefi heimkynni sín og
flytjist í kaupstaðinn með léttan
sjóð.
Það er engum vafa undirorp-
ið að orsök þessa ótrygga á-
stands í sveitum landsins er
fjárhagslegs eðlis fyrst og
fremst, þótt fleira komi til, t. d.
samgöngu- og rafmagnsleysi.
Fjárhagsástand, sem lýsir sér í
því ag ræktað land er verðlaust,
og mannvirki á því landi mjög
verðlítil, og fé, sem lagt kynni
að vera í slíkar eignir er dæmt
til að standa óarðbært og til að
tapast að mestu að lokum, slíkt
ástand hlýtur að hafa þær af-
leiðingar, sem hér hefur verið
lýst, er það ekki augljóst mál?
Nú væri ekkert við þessu að
segja, ef íslenzkur landbúnaður
væri óþörf atvinnugrein eða
landið ekki nýtilegt til matvæla
framleiðslu vegna náttúrufars.
Þá væri vita tilgangslaust að
biðja landbúnaðinum griða. Það
er til of mikils ætlazt að nokkr-
um atvinnuvegi sé haldið uppi
NÝ FLUGVÉL
Á PÁSKUM kom hingað til
lands flugvél sú, er Björn Páls-
son keypti. En það er 16 farþega
vél af Twin Pioneer-gerð og er
hún notuð, en tilbúin að hefja
áætlunarflug innanlands. Nafn
flugvélarinnar er Lóa og kostaði
hún 12.500 sterlingspund, en nýj
ar vélar af þessari gerð kosta
nær fimm sinnum meira. Ætlun-
in er, að með þessari vél sé hægt
að hefja áætlunarflug til margra
staða, sem áður hafa ekki átt
kost á reglubundnum flugferð-
um. □
af einni saman miskunnsemi
landslýðsins. Ég get verið sam-
mála ritstjóra Alþýðumannsins,
sem segir nýlega í leiðara, að
við eigum að hætta þessu rausi
um þjóðlegt og uppeldislegt
gildi sveitalífsins. Það hefur
sjálfsagt lítil áhrif, hversu mik-
ill sannleikur sem í því er fólg-
Hjörtur E. Þórarinsson.
inn. Þjóðfélagsöflin láta ekki
þessu fremur en öðru.
Það er því bezt að líta á mál-
stjórnast af tilfinningasemi í
ið frá sjónarhól þjóðarheildar-
| ÖNNUR GREIN |
f f
"4*
innar. Og virðist það þá líta
þannig út:
ísland er að mörgu leyti prýð-
isVel fallið til grasræktar og þar
með búfjárræktar og framleiðir
nú ríflega það, sem þjóðin þarf
af búfjárafurðum auk ýmiskon-
ar matjurta. Afurðirnar eru
fyrsta flokks að gæðum. Við
þetta starfar nú um það bil tí-
unda hver vinnandi hönd í land-
inu. Þetta er svipað hlutfall og
gerist og gengur í löndum Ev-
rópu. Nú fjölgar þjóðinni mjög
hratt, svo að ef fjöldi bænda
helzt óbreyttur, þá fækkar hlut-
fallstala þeirra um 1% á 4—5
árum og auðvitað hraðar ef
bændum beinlínis fækkar eins
og nú er aftur að gerast.
Landbúnaðarframleiðslan þarf
að aukast í réttu hlutfalli við
vöxt þjóðarinnar. Þetta má
skýra á þann hátt, að á tveggja
til þriggja ára fresti bætist í hóp
inn, sem mat þarf að fá, bæjar-
félag á stærð við Akureyri.
Landbúnaðarráðherra sagði á
þingi í vetur, þegar rætt var um
verðlagsmálin, að ekki væri
heppilegt fyrir þjóð eins og ís-
lendinga að binda allt of margt
fólk við landbúnaðarstörf. Get-
ur satt verið. En nú þegar er
sýnilegt að eftir einn áratug er
hlutfallstala bænda komin nið-
ur í 7—8%, þótt tala þeirra
standi í stað. Það er líklegt að
þessi hópur geti framleitt nóg
handa þjóðinni þann tíma og
kennske lengur, ef ekki steðja
að meiri háttar óhöpp. En um
aldamótin fer þjóðin að nálgast
400.000 manns, ef að líkum læt-
ur, og hvernig verður þá ástatt
í þessum efnum? Einhvern tím-
an kemur að þeim mörkum, að
hin fámenna bændastétt megn-
ar ekki lengur að leggja á borð-
ið sístækkandi skammt mat-
væla, og þá verður íslenzka
þjóðin, sem ræður yfir landkost-
um til að framleiða búfjárafurð-
ir fyrir margfalt fleira fólk en
nú býr hér, að gera sér að góðu
að kaupa þær af öðrum, ef þær
þá fást. Sé það óhyggilegt að
binda of margar hendur við
landbúnaðarstörf á íslandi, þá
er hitt ekki síður heimskulegt,
að hafa þær of fáar.
Það er þannig þjóðarnauðsyn,
að komið sé í veg fyrir að
bændastéttin dragist saman frek
ar en orðið er. En til þess þarf
einhverjar jákvæðar efnahags-
ráðstafanir og þær þurfa að
koma strax ef þær eiga ekki að
koma of seint. Það er öldungis
ástæðulaust fyrir íslenzka vald-
hafa að óttast að nokkrar slíkar
aðgerðir verki svo snöggt, að
landið fyllist af óseljanlegum
búvörum. Það er ekki eðli land-
búnaðar að taka snögg viðbrögð,
sízt af öllu búfjárrækt. Það er
einmitt mergurinn málsins að
það verður alltaf að reikna með
því að áhrif hvetjandi aðgerða
komi mjög hægt. 111 áhrif koma
fljótt fram. Það er fljótlegt að
fækka gripum eða hætta bú-
skap, en það er seinlegt að
stækka bú eða byggja upp bú-
skap frá grunni.
Hvað er líklegt að gerast
mundi ef landbúnaðinum væri
nú rétt örvandi hönd sem eitt-
hvað munaði um? Eyðing jarða
mundi ekki stöðvast strax. Ekk-
ert getur komið í veg fyrir að
margar jarðir falli enn úr ábúð,
jafnvel heilir hreppshlutar, enda
eru sumar jarðir, sem enn er
búið á, naumast hæfar til nú-
tíma búskapar. En því miður
munu einnig eyðast góðar jarð-
ir, sem mikil eftirsjá er í, og
mikil verðmæti fara í súginn.
Það verður ekki umflúið héðan
af. En hins vegar mundi undan-
haldið stöðvast fyrr, og því fyrr
sem úrbæturnar eru ótvíræðari.
Margar góðar jarðir, sem eyð-
ingin vofir nú yfir, mundu bjarg
ast. Einhverjir, sem nú hyggja á
að bregða búi mundu hugsa mál
ið að nýju, og ungt sveitafólk,
sem nú er óráðið, mundi frekar
kjósa bændastarfið en ella.
Þetta er það fyrsta og nauð-
synlegasta nú, að bjarga sem
flestum gömlu jörðunum. Síðar
meir kemur röðin að stofnun
nýbýla aftur.
Þetta er allt nokkuð augljóst
mál, en þegar að því kemur að
benda á leiðir til úrbóta, eykst
vandinn.
Ég sagði áður, að án efa væri
áhugaleysi á landbúnaðinum
hérlendis nú sprottið af fjár-
hagsrót. Því er þannig varið, að
þegar hlutfallið á milli alls þess
sem telja má gjaldamegin í bú-
skapnum, fjármagns, vinnu, á-
byrgðar og áhyggna annars veg-
er og eftirtekjunnar í beinhörð-
um peningum hins vegar er
jafn óhagstætt, borið saman við
aðrar atvinnugreinar, og nú er
á íslandi, þá megnar enginn á-
hugi í starfi eða ást á sveitalífi
að vega þar upp á móti og ríða
baggamuninn.
- Smátf og sfórt
(Framhald af blaðsíðu 8).
hræðslu, en hún stendur ekki
djúpt.
Bjarni Benediktsson varði
ræðutíma sínum í útvarpsum-
ræðunum til að þvo hendur sín-
ar. Hann vitnaði ákaft í sjálfan
sig. Hlustendur biðu eftir skor-
inorðri yfirlýsingu hans, fyrir
hönd stjórnarinnar, um, að hún
myndi ekki sækja um aðild eða
aukaaðild. Sú yfirlýsing kom
aldrei. Hins vegar liafa erlendir
aðilar upplýst hina íslenzku
stjórnarstefnu og er hún vægast
sagt lítið samhljóða loðnum orð-
um Bjarna Ben. og félaga hans.
Stjórnarblöðin hafa oft reynt
að gera Framsóknarmenn tor-
tryggilega í þessu máli, en Fram
sóknarflokkurinn liefur frá
fyrstu tíð talið tolla- og við-
skiptasamningslciðina eina
koma til mála af íslands hálfu.
Um þetta sagði Gylfi Þ. Gísla-
son í þingræðu fyrir skömmu
orðrétt:
„Það er alveg rétt, sem hæstv.
formaður Framsóknarflokksins
heldur fram hér og skal ég með
ánægju staðfesta það, að hann
hefur frá upphafi talið, að tolla-
og viðskiptasamningsleiðin væri
eina Ieiðin, sein hentaði íslend-
ingum í þessu máli. Það kom
fram í fyrsta samtalinu, sem við
áttum um málið. Á því hefur
aldrei verið vafi í mínum liuga,
að hæstv. 1. þingmaður Aust-
firðinga, Eysteinn Jónsson, hef-
ur haft þessa skoðun, þó að ég
hafi hins vegar talið á sínum
tíma í upphafi, að hún hafi ekki
verið nægilega vel rökstudd, en
það er annað mál.“
HEILSAÐI UPP Á IHJSMÆÐ-
UR.
Gylfi Þ. Gíslason lagði leið
sína í eldhúsin í útvarpsumræð-
unum, og talaði sérstaklega við
húsmæður landsins. Lýsti hann
því hve mörguin fyndist leiðin-
legt allt stjórnmálaþras, og fólki
léki grunur á óheiðarleika í mál-
ílutningi. En nú mættu konurn-
ar treysta orðum ræðu-
manns. Niðurstaða langrar ræðu
hans var sú, að kaupmáttur
launa hefði aukizt til muna hin
síðustu ár. Það væri enginn
mælikvarði hve illa gengi að
láta kaup endast nú, á síðustu
og beztu tímum, því orsakanna
væri fyrst og fremst að leita í
því, hve margt væri hægt að
kaupa!
Hvort húsmæðurnar taka
ræðu Gylfa sem góða og gilda
vöru skal ósagt látið. En daginn
eftir að hann flutti ræðu sína,
neytti hann atkvæðisréttar síns
gegn tollalækkun á heimilis-
tækjum, svo sem kæliskápum,
ryksugum, hrærivélum o. ÍI.
Sex brezkir togarar
komu til Akureyrar
Á laugardagsmorguninn voru
sex brezkir togarar komnir til
Akureyrar. Komu þeir til að
taka vatn, vistir og olíu, eftir
hrakninga og fiskleysi illviðra-
kaflans.
»
Hannes Davíðsson á Holi
NOKKUR MINNINGARORÐ
ÞANN 16. þ. m. andaðist á Fjórð
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
einn af merkustu mönnum þessa
héraðs, Hannes Davíðsson á
Hofi í Arnarneshreppi. Fullu
nafni hét hann Árni Hannes og
var fæddur á Reistará 4. nóv.
1880, sonur merkishjónanna
Davíðs Guðmundssonar prófasts
að Hofi og Sigríðar Ólafsdóttur
konu hans. Hannes var því al-
bróðir fræðimannsins alkunna
Ólafs Davíðssonar og Guðmund
ar á Hraunum og móðurbróðir
Davíðs Stefánssonar skálds frá
Fagraskógi. Þarf ekki að rekja
þá ætt lengra.
Hannes á Hofi, en svo var
hann oftast nefndur, mun flest-
um minnisstæður, sem eitthvað
kynntust honum. Fáa hef ég séð
jafn virðulega og fágaða í fram-
göngu. Hlaut hann ósjálfrátt að
vekja traust þegar við fyrstu
sýn. Sveitungar hans vissu og
vel, að honum mátti treysta,
og fólu honum mörg trúnaðar-
störf. Ekki sóttist hann þó eftir
slíku, því hann var manna hlé-
drægastur og hógværastur og
hafði sig lítt í frammi, en þau
störf, sem honum voru falin,
rækti hann með einstakri trú-
mennsku og umhyggju.
Kynni mín af Hannesi voru
einkum í sambandi við búnað-
armál. Hann var formaður Bún-
aðarfélags Arnarnesshrepps þeg
ar ég fór fyrst að hafa afskipti
af þeim málum, en dró sig
skömmu síðar í hlé frá starfi.
Áhugi hans á landbúnaði var þó
alla tíð mikill og einlægur, svo
sem bezt má marka af velvild
hans í garð Búnaðarsambands
Eyjafjarðar, eftir að það var
stofnað, en á vegum sambands-
ins stofnaði Hannes sjóð til
minningar um foreldra sína og
skyldi vöxtum sjóðsins varið til
eflingar og framfara í búnaði á
sambandssvæðinu. Upphaflegt
stofnfé sjóðsins var kr. 10.000.00
og var það ekki lítið fé á kreppu
árunum milli 1930 og 1940, en
við þessa fjárhæð jók Hannes
stórum upphæðum þráfaldlega,
svo nú er sjóðurinn orðinn yfir
kr. 200.000.00 og hefur þó vöxt-
um yfirleitt verið varið til ýmiss
konar framfaramála.
Hannes var um margra ára
skeið fulltrúi síns bunaðarfélags
á aðalfundum sambandsins og
lagði þar ávallt gott til mála af
sinni alkunnu góðvild og lipurð.
Þótt hann ávallt reyndi að láta
sem minnst á sér bera, var ef
til vill engum veitt meiri at-
hygli. Því olli svipmikill vöxtur
hans, fríðleiki, höfðingleg fram-
koma og einstök prúðmennska.
Þótt Hannes á Hofi væri hóg-
vær og góðviljaður, var hann
enginn veifiskati. Ég ætla, að
hann hafi haft mjög fastmótað-
ar lífsskoðanir og tekið ákveðna
afstöðu til flestra mála, en hann
hafði enga hneigð til að þrengja
sínum skoðunum upp á aðra,
en lét sér jafnan hægt um margt
það, sem hæzt var veifað í hvert
sinn.
Hannes var af traustum stofni
kominn og sjálfur var hann
traustur og sannur allt til ævi-
loka. Við hann getur vel átt það,
sem Björnstjerne Björnson seg-
ir í einni af skáldsögum sínUm:
„Þar sem góðir menn fara, þar
eru guðs vegir.“
Ólafur Jónsson.
- KREFJAST 20%
KAUPHÆKKANA
(Framh. af bls. 1).
endur, með eftirfarandi lág-
markskröfur fyrir augum:
Kaupgjald hæk’ki um 20%
vinnuvikan verði stytt í 44 klst.
og fullt álag miðað við eftir- og
næturvinnu komi á alla ákvæð-
isvinnutaxta. Kaup karla og
kvenna á síldarplönum verði a.
m. k. 10% hærra en almenn
vinna.“
Síðar segir, að ef svo fari að
kjarabaráttan verði eyðilögð af
hinu opinbera, t. d. með gengis-
fellingu, sé miðstjórn A. N. fal-
ið að beita sér fyrir allsherjar
verkfalli um allt land.
Margt fleira segir í fréttatil-
kynningunni og verður e. t. v.
vikið nánar að henni síðar. En
augljóst virðist vera hvert nú
stefnir í þessum málum. □
LÓAN ER KOMIN
STÓR LÓUHÓPUR sást hjá
Skipalóni á laugardaginn og eru
það fyrstu lóurnar, sem við
fréttum af á Norðurlandi í vor.
Sama dag spígsporuðu stelkar
við Hörgárósa. Rauðhöfðaendur
og sefendur voru komnar fyrir
norðangarðinn, svo og gæsir, að
því er Snorri bóndi á Skipalóni
tjáði blaðinu.
Þótt Norðurland sé að mestu
hulið snjó, kveður vetur með
þíðviðri, ef að líkum lætur, og
sumar heilsar með fuglasöng. □
NÝTT! - NÝTT!
Gæsadúnninn
er kominn aftur.
I. £1. yfirsængurdúnn.
Æðardúnn
Járn- og glervörudeild
GETUM BÆTT VIÐ
lærlingum í húsgagnasmíði
VALBJÖRK H.F. - SÍMI 2655.
ATVINNA!
Oss vantar afgreiðslustúlku hálfan eða allan daginn.
KAUPFÉLAG VERKAMANNA
ATVINNA!
Fatagerðin BURKNI vill ráða 3-4 stúlkur
á kvöldvakt (fjögurra tíma).
ATVINNA!
Viljum ráða nú þegar einn bifreiðarstjóra og tvo
verkamenn til starfa í verksmiðju okkar.
FRAMTÍÐARATVINNA.
K. JÓNSSON & CO. H.F.
NIÐURSUÐUVERKSMIÐJA. - SIMI 1881.
Málningarúllur
Alabastine
Gluggaþéttingar
Járn- og glervörudeild
TAN SAD
BARNAVAGNAR og
SKÝLISKERRUR
Járn- og glervörudeild
Alltaf eitthvað nýtt!
DRENGJASTAKKAR
allar stærðir.
Verð frá kr. 325.00.
DRENGJABUXUR
(Terylene)
allar stærðir.
ÓDÝR TEPPI í bíla
Fallegir litir.
TERYLENEPILS
BLÚSSUR,
hvítar og mislitar
KLÆÐAVERZLUN
SIG. GUÐMUNDSSONAR
BÁTUR TIL SÖLU
Trillubáturinn Hafjiór
Ó.F. 42, er til sölu nú
þegar, ef viðunandi til
boð fæst.
Uppl. gefiur undirritaður
Ásgeir Ásgeirsson,
Ólafsfirði.
TIL SÖLU:
Pedegree barnavagn,
selst ódýrt.
Uppl. í síma 2771
frá kl. 9—6 e. h.
SÓFASETT
TIL SÖLU.
Uppl. í síma 1742.
Nýlegur BARNAVAGN
óskast.
Uppl. í síma 2645.
BÁTUR TIL SÖLU
Til sölu er vélbátur í
ágætu ástandi. Stærð tæp-
ar 30 lestir. Góð vél og
mikill ganghraði.
Upplýsingar á skrifstof-
um Dagts.
HEIMILISRAFSTÖÐ
International diesel-raf-
stöð, 15 kíilóvött, til sölu
með tækifærisverði.
Steingrímur Níelsson,
Æsustöðum.
TIL SÖLU:
Kajak og vasaútvartr.
Sími 2184.
HUNANG
dökkt og Ijóst.
NÝLENÐUVÖRUDEILD
OG ÚTIBÚIN
Enskt Tekex
(Cream Crakers)
kr. 21.00 pk.
NÝLENDUVÖRUDEILD
OG ÚTIBÚIN
BIFREIDAVIÐTÆKI
PHILIPS
VÉLA- OG
BÚSÁHALDADEILD
N ý k o m n a r:
BARNAPEYSUR
stutterma.
Hvítar, bláar, gular.
VERZLUNIN DRÍFA
Sími 1521