Dagur - 22.05.1963, Side 1

Dagur - 22.05.1963, Side 1
MÁI.CAGN Framsóknarmanna Ritstjóri: Erlingur Davíösson Skrifstofa í Haknarstræti 90 Sími 1166. Setningu og prentun ANNAST PrKNTVERK OoöS Björnssonar h.f.. Akurevri Dagur XLVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 22. maí 1963. — 32. tölublað Auglýsincastjóri Jón Sam- ÚELSSÖN . ÁrGANCURINN, KÓSTAR kr. 120.00. CjalddAgi er 1. júi.í BLAÐID KEMliR ÚT Á MIDVIKUDÖG- UM OG Á l.AUGARDÖGl'M, ÞEGÁR ÁST.EÐA ÞVKIR TIL Málflutningi frambjóðendanna ágætlega tekið SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld 18. maí héldu frambjóðendur B-listans fund á Breiðumýri í Reykjadal. Fundarmenn úr hér- aði voru rúmlega 40 talsins úr 5 hreppum. Ekki verður þetta talin mikil fundarsókn á þessum stað, en hitt má þó raunar telja athyglisverðara, að hægt skyldi vera að koma á fundi eins og á stendur, þar sem sauðburður stendur nú sem hæst um allt héraðið og vegir víða illfærir. Eftirtekt vakti það m.a. að á meðal fundarmanna voru 4 sóknarprestar sýslunnar. Sá BRAGI SEGIR FRÉTTIRNAR! í GÆR segir Bragi ritstjóri A1 þýðumannsins fréttir af fundi Framsóknar á Melum í Hörg- árdal, þar sem frambjóðendum varð stirt um svör við fyrir- spurn bónda eins, eftir þvi sem þar segir. Án þess að draga frásagnar- hæfileika Braga í efa, er rétt að benda honum- á, að kjós- endafundur Framsóknar- manna verður á Melum í kvöld, eins og auglýst er í blað inu á öðrum stað. Hefði því verið réttara fyrir ritstj. að bíða með fréttirnar þar til búið var að halda fundinn! fimmti mætti á fundi B-listans á Grenivík. Fundarstjóri var Sigurður Haraldsson bóndi á Ingjalds- stöðum. Ræður fluttu á þessum fundi 4 efstu menn listans. Fyrstur talaðiKarl Kristjánsson, þá Hjörtur E. Þórarinsson þá Ingvar Gíslason, en að þessum ræðum loknum var fundarhlé, sem fundarmenn flestir notuðu til að fá sér kaffi í veitingasal samkomuhússins, en þar var hröð og góð afgreiðsla, sem kom sér vel, þar sem áliðið var og fundartími naumur. Eftir hléið talaði fyrstur Gísli Guðmunds- son. Eftir að hann hafði lokið . ræðu sinni kvöddu sér hljóðs og tóku til máls Stefán Tryggvason bóndi á Hallgilsstöðum, sem ræddi sérstaka þætti stjórn- málaviðhorfsins, Teitur Björns- son bóndi á Brún, sem er meðal frambjóðenda á B-listanum og ræddi einkum landbúnaðarmál, og Þrándur Indriðason bóndi á Aðalbóli. Þrándur ræddi nokk- uð kjördaginn, hve hann væri ó- heppilega valinn að þessu sinni, og hvílík afturför það væri í pólitísku lífi, að sameiginlegir framboðsfundir væru af teknir. Kvað hann þá breytingu miða að því, að torvelda almenningi þátttöku í lýðræðislegri með- ferð stjórnmála. Fundi var lokið (Framhald á bls. 7.) t kuldum og gróðurleysi bera ærnar í húsi og verður þá of þröngt. Víða koma menn þá upp jötum úti, bæði fyrir hey og kjamfóður. (Ljósmynd: E. D.) ÍSLENDINGU RHLEYPURÁSIG Ræðst á þingmenn fyrir að flytja tillögu bæjarráðs Akureyrar á Alþingi AFBRÝÐISSEMI eða eitthvað því um líkt hefur í gær komið blaðinu fslendingi eða einhverj- um, sem þar eiga innangengt, til að hrista úr klauf og ráðast á al- þingismennina Ingvar Gíslason og Gísla Guðmundsson út af tækniskólamálinu. Sök I. G. og G. G. er sú, að hafa komið því til Reksturshalli Ú. A. nær 3 milljónir króna sl. ár Aðalfundur félagsins var haldinn á mánud. AÐALFUNDUR Útgerðarfélags Akureyringa hf. var haldinn á mánudagskvöldið. Formaður fé- lagsstjórnar, Helgi Pálsson setti fundinn og Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri flutti skýrslu um hag félagsins og rekstur síð- asta ár. ■ Reksturshalli varð 2,864 millj. króna. Er þá reiknað með af- skriftum, 4,9 millj., en hins veg- ar sem tekjum greiðslur úr afla- tryggingarsjóði fyrir árin 1960 og 1961 tæpl. 7 millj. kr. Útgerðarfélagið greiddi á liðnu ári 18,9 milljónir króna í vinnulaun. Meira en helmingur FJORLEMBINGAR í SVARFAÐARDAL FYRIR nokkrum dögum fædd- ust fjórlembingar á Miðbæ í Svarfaðardal. Voru það allt hrútlömb og heilsaðist þeim vel, þegar síðast fréttist. Eigandi er Stefán Sveinbjörnsson bóndi. aflans var seldur erlendis, eða 2,936,270 kg. Til vinnslu hjá ÚA komu 2.381.285 kr. Togaarrnir Kaldbakur, Sval- bakur og Sléttbakur komu út með hagnað, en Hrímbakur og Harðbakur með halla. Á hrað- frystihúsinu varð nær 97 þús. kr. halli. Ágreiningur kom fram við stjórnarkjör í félaginu, og var stjórnarkjöri frestað. □ Hækkun á dvaiarkostnaði elliheimilis í Reykjavík rúral. helmingi meiri en hækkun ellilifeyris MIKLA ATHYGLI hafa þær upplýsingar vakið, sem borizt hafa í sunnanblöðum, að dvalarkostnaður á elliheimilinu Grund hafi síðan á árinu 1958: Hækkað fyrir einstaklinga úr kr. 21.900.00 á almennri deild upp í kr. 41.975.00. Hækkað fyrir einstakling á sjúkradeild úr kr. 25.550.00 upp í kr. 47.450.00. Hækkunin er því um 20 þúsund krónur. En hækkun sú, sem orðið hefur á ellilífeyri, og stjórnar- blöðin segja að sé 8—9 þúsundir króna, hrekkur því alls ekki til að vega upp á móti hækkuninni á dvalarkostnaðinum á stærsta elliheimili landsins. Lífeyrishækkunin nær ekki einu sinni að vera helmingur af dvalarkostnaðarhækkun gamla fólksins. leiðar, að tekið var í lög á Al- þingi, að heimilt skuli að láta deildir úr skólanum starfa á Ak ureyri, og að stefnt skuli að því að hér rísi sjálfstæður tækní- skóli. Dagur hefur áður, að gefnu tilefni í Alþýðumanninum, sagt greinilega frá gangi þessa máls og áreitnislaust í garð þingm. úr öðrum flokkum. En „frá- sögn“ í íslendingi um þetta mál í gær, er öll á þá lund, að ekki verður annað séð en að blaðið sé hér að reyna meira af vilja en mætti, að ná sér niðri á pólitískum andstæðing- um með því að segja frá þvi, sem það í rauninni hefur enga hugmynd um og engin skilyrði til að geta sagt frá. Islendingur segir m.a.: „f sam bandi við sérmál kjördæmisins hefur þeirri reglu verið fylgt, að allir þingmenn úr kjördæminu hafa komið saman á fund til þess að ræða um hversu skyldi að málum unnið“. Þetta hefur stundum verið gert og stundum ekki. Jónas Rafnar flutti t. d. tillögu um ríkisábyrgð fyrir Slippstöðina á Akureyri án þess að óska eftir umræðum við aðra þingmenn um það mál. Við því var ekkert að segja, og þingmenn Framsóknarflokksins greiddu auðvitað atkvæði með henni í þinginu, eins fyrir það þó að þeim væri ekki boðið að vera meðflutningsmenn. Um tækniskólamálið var aldrei rætt á þingmannafundi kjördæmis- ins og því uppspuni hjá íslend- ingi að nokkur „slík vinnu- brögð“ hafi verið ákveðin um það. Það er einnig uppspuni hjá íslendingi, að fyrir hafi legið, að „allir þingmenn kjördæmis- ins“ væru sammála um heimild til að koma upp sérstökum Ak- ureyrarskóla í áföngum við hlið ina á Reykjavíkurskólanum. Um það lá ekkert fyrir, til né frá, er málið var flutt, og sumir þing- menn vildu, að Tækniskóli fs- lands væri stofnaður á Akur- eyri. Farið var með frumvarpið sem pukurmál stjórnarflokk- anna, og var það ekkert eins- dæmi á þessu þingi. Stjórnarfrumvarpið kom ekki fram fyrr en undir þinglok, sem sjá má á því, að það var 215. mál þingsins, en þingmálin voru alls 247 og þar var Akureyri ekki nefnd á nafn. Strax við 1. umræðu vakti Ingvar Gíslason fyrstur þingmanna athygli á Ak- ureyri, sem eðlilegan skólastað, og Gísli Guðmundsson studdi þar mál hans. Það var fyrst eftir þetta, sem menntamálaráðherra ræddi við fulltrúa frá Akureyri, eins og Dagur hefur áður getið um. Því fer mjög fjarri, að það sé rétt, sem fslendingur seg- ir, að samkomulag hafi strax orð ið í menntamálanefnd um við- unandi lausn fyrir Akureyri. í tillögum nefndarinnar á þsk. 651, sem hún lét frá sér fara 4 (Framhald á bls. 5.) 1 HJORTUR SVARAR ARNÓRI í BLAÐINU í dag birtist svar Hjartar E. Þórarinsson- ar bónda á Tjöm til Amórs Sigurjónssonar og Verka- mannsins. t

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.