Dagur - 22.05.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 22.05.1963, Blaðsíða 8
8 RÖNTGENMYND AF ALÞÝÐUFLOKKN- UM FYRIR SUNNAN Framkvæmdastjórinn, Sveinn Guðmundsson. — Seð yfir fundarsalinn. Velta Kaupfélags Skagfirðinga 115 millj. Aðalfondiirinn var á Sauðárkróki 15. og 16. maí AÐALFUNDUR Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn á Sauðárkróki dagana 15, og 16. maí. Um síðastliðin áramót voru félagsmenn 1330 og hafði fjölgað um 153 á árinu. Fundinn sátu 48 kjörnir full- trúar, auk 10 deildarstjóra félagsdeilda, stjórnar, kaup- félagsstjóra og allmargra félags- manna. Sveinn Guðmunds'son kaup- félagsstjóri flutti ýtarlega skýrslu um hag og rekstur félagsins. Hafði reksturniður- staða ársins orðið mjög hagstæð í flestum greinum og létu fund- armenn í Ijós ánægju sína með hag og starfsemi félagsins. Helztu niðurstöður reikninga eru: Vörusala til neytenda og sala }jj ón ust ufyrirtækj a félagsins nam um 53 milljónum króna og hafði hækkað um 31% frá fyrra ári. Söluverð landbúnaðarvara nam nálega 52 milljónum króna. Framleiðsla og sala sjávar- afurða er á vegum Fiskiðju Sauðárkróks h.f. sem kaup- félagið er aðaleigandi að og flutti Marteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri fundinum skýrslu um rekstur og afkomu þess fyrirtækis á síðasta rekst- ursári. Heildar söluverðmæti sjávarafurða var um 11 mill- jónir króna. Heildar vöruvelta ársins hjá félaginu og á vegum þess varð því nálega 115 milljónir króna. Magn helstu afurðategunda var sem hér segir: Innlögð mjólk 4,9 milljónir kíló sem er 15,79% aukning miðað við fyrra ár. Sauðfjárslátrun var 35.109 STUÐNINGSMENN- FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS eru góðfúslega minntlr á söfn unina í kosningasjóð. Skrif- stofan er í Hafnarstræti 95 (Goðafoss). Símar 1443 og 2962. 1 kindur s.l. haust og meðal- talsþungi dilka 13,68 kg. Var slátarað 1349 kindum færra en árið áður. Innlagt kindakjöt var 490 tonn, gærur 97 tonn, vorull 35 tonn, nautgripakjöt 20 tonn og hrossakjöt 47 tonn. Greiðslur til framleiðenda landbúnaðarvara voru á marga vöruflokka nokkru hærri en verðlagsgrundvallarverð og fengu þeir greiddar um 40 mill- jónir króna á árinu fyrir afurðir sínar. Greiðsla til framleiðenda sjávarafurða nam hjá Fiskið- junni um 5,5 milljónum króna. Greiðslur fyrir vinnulaun, akstur og þjónustu hjá kaupfé- laginu og Fiskiðjunni námu samtals um 12,8 milljónum króna. Eignir félagsins voru afskrif- aðar eins og lög leyfa og tekju- afgangi þannig skipt: Lagt í varsjóð félagsins kr. 350.000.00, greitt til Menning- arsjóðs K.S. kr. 50.000,00, end- Form. K.S. Tobías Sigurjónsson og varafrom. Gísli Magnússon t. v. Iðoskóla Akureyrar var nýlega slitið NÝLEGA var Iðnskóla Akur- eyrar slitið. Skólastjóri er Jón Sigurgeirsson, en auk hans er einn fastur kennari og 10 stunda kennarar. Við þessi skólaslit var enn á það minnt, að Iðnskóli Akureyr- ar á ekkert húsnæði, en hefur þurft að leigja húsnæði á fjórum stöðum, til að kenna í nú í vet- ur: Húsmæðraskólanum, Gagn- fræðaskólanum, rafvirkjadeild í Samkomuhúsi bæjarins og í - skipasmíðum er kennt á heimili kennarans. Nú er unnið að teikningum að . nýju iðnskólahúsi, af Jóni G. Ágústssyni, byggingafulltrúa, og í samráði við húsameistara rík- isins. Skólabyggingin á að rísa af grunni ofan við Þórunnar- stræti, norður af Húsmæðraskól anum. Nemendafjöldinn í skólanum urgreitt vöruverð til félags- manna kr. 1.250.000,00 og yfir- fært til ágóðareiknings á móti ófrádráttarbærum opinberum gjöldum kr. 178 þúsund. Miklar umræður urðu á fund- inum um ýmis mál en lengstur tími fór í umræður um laga- breytingar, sem millifundanefnd hafði haft til meðferðar og lagði fyrir fundinn. Helztu fyrirhugaðar fram- kvæmdir eru stækkun mjólk- ursamlagsins vegna ört vaxandi mjólkurframleiðslu og að ljúka byggingu mjólkurdreifistöðvar á Siglufirði, sem þar er í bygg- ingu í félagi við Kaupfélag Eyfirðinga. Ur stjórn átti að ganga Gísli Magnússon, bóndi í Eyhild- arholti. Hann var endurkjörinn með svo að segja öllum atkvæð- um fundarmanna. Aðrir í stjórn félagsins eru Tobías Sigurjónsson, Gelding- aholti formaður, Bessi Gíslason, Kýrholti, Jóhann Salberg Guð- mundsson, SauðárkrókiogBjörn Sigtryggson, Framnesi. í var- astjórn voru kjörnir Marinó Sigurðsson, Álfgeirsvöllum og Magnús B j arnason, Sauðárkróki. að þessu sinni var 137 úr 23 iðn- greinum. Fjölmennastir eru húsasmiðir og eru þeir 26, bif- vélavirkjar eru 19 og skipasmið ir 13. Hæsta einkunn í 3. bekk hlaut Ingimar Friðfinnsson, 1. ágætiseinkunn, 9.10. Að skólanum er vaxandi að- sókn. I marz innrituðust 52 ný- nemar á teikninámskeiðið (þ. e. 1. bekkur) og er það mun fleira en í fyrra. Skólinn hélt tvö enskunám- skeið, kennari Aðalsteinn Jóns- son efnaverkfr. Nemendur á þeim voru 26. Áherzla var lögð á talmálið. Aukin verður á- herzla á verklegri kennslu, sem framhald af námskeiðum í því efni, sem skólinn hefur staðið fyrir, nú síðast rafsuðu og log- suðu, og Dagur hefur áður sagt frá. Brautskráðir iðnnemar frá Iðnskóla Akureyrar eru nú þess ir: Andri P. Sveinsson, húsasm. (Framh. á bls. 2.) ALÞÝÐUFLOKKSMENN á Sel fossi gefa út kosningablað, sem þeir kalla Sunnlendíng. Ekki vekur þetta Alþýðuflokksblað athygli nema þá helzt fyrir það, hve óvinveitt það, eða flokkur- inri, sem að því stendur, virðist vera Nörðlendingum og Norð- urlandi. Þar er talað um „venju legt norðlenzkt grobb“, vikið að því sem fjarstæðu að „ríkissjóð- ur sé notaður til ráðstöfunar á Norðurlandi“, eins og það er orðað eða að Dettifoss verði virkjaður á undan Þjórsá. Á einum stað í þessu blaði er talað um „áróðurinn, sem norð- lenzku leiðtogarnir í Framsókn eru talsmenn fyrir“ og að ekki megi „magna“ þessa „óráðsíu“ (þ. e. framlög til framkvæmda á Norðurlandi). Blaðið beinir einkum geiri sínum að Degi og Gísla Guðmundssyni alþm., sem það telur eiga „sök“ á einhverju af því, sem Dagur hefur sagt og að því miðar að draga fjármagn í „óráðsíu“-framkvæmdir á Norðurlandi. Ánægjulegt er það og getur verið gagnlegt fyrir Norðlend- inga, að fá þessa litlu „röntgen- mynd“ af ráðandi öflum í Al- þýðuflokknum fyrir sunnan. □ SJOSLYSASÖFUNIN SÓKNARPRESTURINN á Völl um, séra Stefán Snævarr, tjáði blaðinu í fyrradag, að hann hefði þá þegar tekið á móti 140 þús- undum króna í sjóslysasöfnun- ina, þar af voru 37 þúsund krón- ur frá Hrísey. Síðar verður birt nánari greinargerð um söfnunina. Töluvert hefur borizt í sömu söfnun hingað til blaðsins, t. d. einn daginn yfir 20 þúsund krón- ur og verður síðar gerð grein fyrir því. Þörfin fyrir aðstoð er víða mikil, og þáttur almennings í f jár- söfnuninni er sjálfsagður hlutur. Á þetta er minnzt vegna þess, að fjöldi manna mun enn láta eitt- hvað af hendi rakna og eru þeir minntir á, að margt smátt gerir eitt stórt, og að gjöf til þeirra, sem um sárt eiga að binda, gleð- ur einnig þá, sem gefa. FUNDUR B-LISTANS verður haldinn að Melum í Hörgárdal miðvikudag- inn 22. maí kl. 8.30. Fjórir efstu menn listans mæta á fundinum. FUNDUR B-LISTANS Á DALVÍK Almennur kjósendafundur B-listans verður haldinn í Samkomuhúsinu á Dalvík fimmtudaginn 23. maí og hefst kl. 9 e. h. Fjórir efstu menn B-listans mæta á fundinum. FUNDUR B-LISTANS Á ÓLAFSFIRÐI Almennur kjósendafundur B-listans verður haldinn á Ólafsfirði föstudaginn 24. maí, hefst kl. 8.30 e. h. Fjórir efstu frambjóðendur listans mæta á fundinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.