Dagur - 22.05.1963, Blaðsíða 5

Dagur - 22.05.1963, Blaðsíða 5
HJÖRTUR E. ÞÓRARINSSON: Dagur I Misskílningur Arnórs & Co. EINS OG getið er um annars staðar í blaðinu, kom það íram á fundi B-Iistans á Húsavík, að einhverjir Þjóðvarnarmenn og e. t. v. fleiri, hafa verið lialdnir þeim misskilningi, að engar eða mjög litlar lík- ur séu til að 4. maður listans, Hjörtur á Tjörn, geti náð kosningu að þessu sinni. M. a. virðast einliverjir hafa breitt það út, að til þess þurfi 1200 atkvæða viðbót frá síðustu kosningum. Slíkt er auðvitað fjarstæða, því að ef fylgi Framsóknar- flokksins eykst til muna, verður auðvitað að gera ráð fyrir, að atkvæðatala ein- hvers eða einhverra annarra flokka lækki. En gott er, að upplýst er um mis- skilning þennan, enda auðvelt og skylt að leiðrétta hann. Sá af núverandi þingmönnum kjördæm isins, sem lægsta atkvæðatölu fékk, sam- kvæmt hlutfallskosningareglunum, var frambjóðandinn í 2. sæti á lista Sjálístæð isflokksins (Magnús Jónsson), og ef 4. maður á B-listanum nú ætti að ná kosn- ingu, verður því að telja líklegast að hann félli (en kæmist samt eflaust á þing sem uppbótarmaður fyrir flokk sinn). En til þess að 4. maður B-listans felldi nú 2. mann D-listans, þyrfti 14 af atkvæða tölu B-listans að verða hærri tala en Vi af atkvæðatölu D-listans. Þetta gæti gerzt á þann hátt, til dæm- is, að Framsóknarflokkurinn fengi 4556 atkvæði og Sjálfstæðisflokkurinn 2255 at- kvæði. Fjórði maður B-listans hefði þá 1139 atkvæði og annar maður D-Iistans 1127(4 atkvæði. Breytingm síðan haustið 1959 væri þá sú, að Framsóknarflokkur- inn hefði bætt við sig 390 atkvæðum og Sjálfstæðisflokkurinn tapað sömu at- kvæðatölu (390). Er ólíklegt, að Framsóknarflokkurinn geti fengið þessa atkvæðatölu? Nei, það er ekki ólíklegt. Vorið 1959 fékk hann 4696 atkvæði samtals í gömlu kjördæm- unum (4) eða 140 atkvæðum fleira en hér er um rætt. Nú er það almennt álit, að íylgi flokksins sé vaxandi um land allt, hve mikill sem sá vöxtur verður. í bæjar- stjórnarkosningunum í fyrra vann hann rúmlega 300 atkvæði, miðað við 1958, á Akureyri einni. Á Húsavík jókst atkvæða tala hans þá um 25%. Eru þá líkur til, að Sjálfstæðisflokkur- inn geti tapað 390 atkvæðum, miðað við haustið 1959? Á það skal bent, að Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði í bæjarstjórnar- kosningunum á Akureyri 1962 rúmlega 200 (207) atkvæðum miðað við 1958, og sú almenna skoðun, að Framsóknarflokk- urinn sé að auka fylgi sitt í landinu bygg- ist á því, að fylgi stjórnarflokkanna muni minnka. Samt er varla hægt að búast við því, að þetta há atkvæðatala (390) færist milli þessara tveggja flokka. En það fylgi, sem vantar, eða sem því svarar, hefur verið talið líklegt, að B-listinn gæti feng- ið á annan hátt og þá ekki sízt frá stjórn- arandstæðingum í Þjóðvarnarflokknum, sem ekki hefur lista í kjöri. Á þeirra valdi er trúlega, að tryggja einum stjómarand- stæðingi í viðbót, Hirti á Tjörn, kosningu En það getur líka verið á þeirra valdi, að liindra þá kosningu með því að kasta atkvæðum á Alþýðubandalagið, vegna Amórs Sigurjónssonar. Um árangurinn af því tiltæki veit enginn, svo að ekki sé meira sagt. Það er ekki auðvelt að gizka á hvort þau atkvæði, sem lionum kynni að takast að fá, verða álirifalaus cða koma á þing uppbótarkommúnista í stað- inn fyrir Hjört á Tjörn. Útilokað er að Amór nái kosningu. □ Bráff leoqur ilofinn á norðlenzku miSin Rætt við Jón Árnason á Raufarliöfn ura síldarsöltun og ýmislegt fleira ÞÓTT síldarsaltendur séu hver öðrum ólíkir um margt, stendur oft af þeim nokkur gustur, eins og öðrum athafnamönnum, er mikil umsvif hafa. Jón Arnason, fyrrum kaupfélagsstjóri á Rauf- arhöfn, en nú einn af þeim, sem mestri síldarsöltun stjórna á sumrin, var hér nýlega á ferð- inni. Blaðið átti þá við hann nokkrar viðræður um síldveiðar, síldarsöltun, síldarsölu o. fl. Jón Árnason er 47 ára gamall, fæddur á Ásmundarstöðum á Sléttu og er Sléttungur í húð og hár. Hann er maður glaður að sjá og gamansamur í orðum, mikill á velli og hlaðinn starfs- orku. Svo er sagt, að eitt sinn hafi hann verið formaður verka- mannafélagsins á Raufarhöfn, einhverntíma form. atvinnurek- enda. Fyrrum var hann Alþýðu- flokksmaður og studdi flokkinn á meðan hann (þ. e .flokkurinn) barðist fyrir bættum hag al- mennings. En það er nú liðin tið. Því hefur verið fleygt, að margnefnur Jón geti sofið stand- andi og einnig, að hann geti unn ið nokkur dægur í einni lotu, án þess að láta á sjá. Ef gengið er út frá því, að Jón Árnason sé afkastameiri og hugkvæm- ari en algengt getur talizt, má líta svo á, að þeim sem fást við síld geti komið það einkar vel, ef góður árangur á að nást, því að síldin er hreint ekki eins og fiskar eru flestir. Hana er ekki hægt að reikna út og hún fer ekki eftir neinum reglum — er öllum lögum óháð —. Og hún setur allt úr skorðum, bæði þeg- ar hún veiðist og einnig þótt hún veiðist ekki. Þessum ævin- týrafiski verður að mætá með hugviti, ekki síður en kunnáttu á vettvangi veiðanna og hafa þau viðbrögð við hagnýtingu hennar í landi, sem ekki samrýmast þeirri hefð, að vinna á daginn og sofa um nætur. Jón Árnason hefur á undan- fömum árum beitt hugkvæmni sinni og orku við nýtingu hins silfraða fisks, og mjög í vaxandi mæli. Hvað verða margar söltunar- stöðvar á Raufarhöfn í sumar? Þær verða sjö talsins: Borgir hf., Hafsilfur hf., Gunnar Hall- dórsson hf., Óðinn hf., Óskars- stöð hf., Skor og Norðursíld hf. Og þú ert framkvæmdastjóri Borga hf. á Raufarhöfn? Já, og útibús Borga á Seyðis- firði, ennfremur Hafsilfurs, sem kaupfélagið á meiri hlutann í. Svo hef ég Austurborg í Vopna- firði að nokkru á mínum snær- um. Hvað var saltað mikið á Rauf- arhöfn í sumar? Um 80 þúsund tunnur, og það er stór hluti af allri söltUn Norðurlandssíldarinnar. Auk þess tóku sildarverksmiðjurnar á Raufarhöfn á móti 300 þúsund málum síldar í bræðslu. Og nú eru hafnarframkvæmdir hafnar á Raufarhöfn? Já, eins og Dagur hefur þegar sagt frá, er byrjað miklum hafn- arframkvæmdum, enda ekki van- þörf á. Breytingin á að leysa þann mikla vanda, að tvö fragt- skip geti lestað þar í einu. Hrepp urinn stendur fyrir þessum fram- kvæmdum. Hvað er margt fólk búseit á Raufarhöfn? Ibúatalan er hækkandi , bæði vegna fjölgunar heima fyrir og aðflutnings fólks frá öðrum stöð- um. Heimilisfastir menn eru allt að 500 manns. Yfir sumarið eru til viðbótar 6—700 manns, er þangað koma í atvinnuleit. Það hefur margur maðurinn farið með gott sumarkaup frá Raufarhöfn undanfarin haust. Hvenær hófust snurpunóiaveið- arnar fyrir austan? Það mun hafa verið rétt upp úr aldamótunum síðustu. Fyrst voru það bræðurnir Einarsson, sem hófu þær veiðar. Norðmenn voru þá rétt búnir að læra þá aðferð hjá Ameríkönum. Norð- menn reistu svo síldarverk- smiðju á Raufarhöfn áratug síð- ar eða svo. Þetta var lítil verk- smiðja, sem íslenzka ríkið keypti svo órið 1935 og byggði síðan nýja. Síldarverksmiðjan hefur oft ast skilað hagnaði og oft mikl- um. En ennþá eru of lítil af- köst, þar sem síldarverksmiðjan hefur aldrei orðið nema 5 þús. mála verksmiðja. Og þótt salta megi 5—7 þús. tunnur á sólar- hring að auki, sjá allir hve skammt þetta nær þegar vel veiðist. En var ekki bætt við sítdar- geymslu fyrir verksmiðjuna? Jú, en hvergi nærri fullnægj- andi. 36 þús. mála síldargeymir geymdi síldina vel í sex vikur. Samkvæmt þeirri reynslu þyrfti að bregða við bæði hart og skjótt og byggja fleiri slíka. Með rot- varnarefnum má lengja mjög mikið geymsluþol bræðslusíldar- innar í hinum luktu stálgeymum, ekki sízt með því að kæla þá vel að utan með sjó. Viltu nokkru spá um síldveið- arnar i sumar, hér við Norður- land? Nei, auðvitað eru slíkir spá- dómar út í hött. En einhvern veginn liggur það í loftinu, að síldarsaltendur séu fremur bjart- sýnir og búi sig undir mikla sölt- un. Vísindin ættu fremur að segja fyrir um einhverja veiga- mikla þætti síldveiðanna, en láta það vera að mestu. Hins vegar vita allir hverja þýðingu síldarútvegurinn hefur fyrir þjóð arbúskapinn, og að á miklu velt- ur, hversu gengur að veiða síld- ina, hvernig hún er nýtt og hvern ig hún selst erlendis. Það er mik- ið í húfi þegar síldin er annars vegar. Mér virðist það liggja í augum uppi, að ekkert sumar hefði brugðizt, hvað síldveiðar snertir, ef sú veiðitækni sem nú er, hefði áður verið fyrir hendi. Og auðvitað er hið grátlegasta af því öllu saman, að ekki skuli meira af Norðurlandssíldinni vera verkað til manneldis en raun ber vitni. Við höfum ekki frétt um það, síldarsaltendur, að erlendis væru víða á ferðinni síldarsölumenn héðan að heim- an. Þess hefði þó mátt vænta, finnst mér. I sumar vantaði mik- ið upp á, að nægilegt magn salt- síldar væri til sölu hér á landi. Sennilega hefur vantað 100 þús. tunnur til að fullnægja hinni bráðu eftirspurn að mestu. Eng- in æt síldartunna var skilin eftir að þessu sinni. Það var jafnvel bitizt um þá síld, sem ekki var allskostar fyrsta flokks. Eru ekki einhverjar nýjungar væntanlegar í meðlerð síldar- innar? Það er nú mjög til athugunar að setja skelís í síldina nýveidda, til að halda henni lengur ó- skemmdri um borð. Gæti þetta verið mjög þýðingarmikið, eink- um fyrir stærri skipin. En það er eins og flestir hiki við að gera tilraunir, vegna kostnaðar- ins. En ég veit, að útgerðarmenn hafa áhuga fyrir þessu og von- andi verður þess ekki langt að bíða, að hafizt verði handa. En vinnubrögðin í landi, þau — virðast nær óbreytanlegl Þau eru til skammar, segir Jón. Við notumst við nákvæmlega sömu vinnuaðferðir og gert var fyrir 15 árum. Eiginlega má segja, að þau hafi staðið í stað síð- ustu 30 árin. Þetta er eitt af því ótrúlega, en samt er það satt. Eitt með öðru er t. d. salt- burðurinn. Menn bera salt í föt- um daginn út og daginn inn, á meðan söltunin stendur yfir. Það er ekki fjarri lagi, að á einni sölt- unarstöð aðeins, séu 25 tonn af salti borin á þennan hátt yfir daginn. Þetta þættu einhvers staðar gamaldags vinnubrögð og eru það sannarlega. En engihn hefur enn tekið sig til og reynt að útrýma slíkum vinnubrögðum með viðunandi vinnutækni. Vélvæðingin á sjálfsagt eftir að halda innreið sína á síldarplönin. Hausskurðar- og slógdráttarvél- ar er eflaust tæki framtíðarinn- ar, ef markaðurinn fyrir saltsíld- inda bregst ekki. Eins og nú standa sakir, þykir það helzt að þessum vélum, að sortera þarf síldina í þær. En auðvitað verð- ur það vandamál leyst. (Framhald á blaðsíðu 2). HIIIMIIIIIIIIIIMIMIMIIIIIIII1111 Svar til Arnórs Sigurjónssonar VERKAMAÐURINN dagsettur 19. maí, (!) sem barst mér þann 17. sama mánaðar, er helgaður mér bæði í bak og fyrir. í grein á forsíðu er því haldið fram, að Dagur sé að reyna að telja mönnum trú um, að ég sé ennþá Þjóðvarnarmaður og ætli Framsóknarmenn að krækja sér í nokkur Þjóðvarnaratkvæði með þessari blekkingu. Síðan er vitnað í Dag sjálfan frá 13. febrúar þessu til afsönnunar, en þar er frá því sagt, að ég sé í Framsóknarfélagi Svarfdæla. Um þetta er það eitt að segja, að frásögn Dags 13. febrúar er rétt, enda hefur hann aldrei haldið öðru fram síðan og mun Verkamanninum reynast erfitt að benda á hvaða „ósannindum“ hann hefur „jaflað“ á í þessu sambandi síðan. Á baksíðu Verkamannsins er svo grein eftir fulltrúa Reykj- víkur á lista Alþýðubandalags- ins, Arnór Sigurjónsson. Erindi hans er að varaÞjóðvarnarmenn í kjördæminu við að kjósa mig á þing. Alþýðubandalagsmenn eru nú eins og veiðimenn, sem kastað hafa nót sinni á laglega torfu, en vita ekki hvort kastið muni heppnast, eða hvort bans- ettar bröndurnar muni stinga sér og tvistrast og ekkert koma í ljós þegar byrjað verður að háfa. Þeir taka þá til ráðs, sem síldveiðimönnum hefur liklega aldrei komið í hug—þeir fara að tqlja um fyrir bráðinni til að róa hana. Greinarnar í Verk- amanninum eiga að vera þess- háttar róunarlyf handa fyrver- andi kjósendum Þjóðvarnar- flokks fslands. Því að hefði Sócíalistaflokkurinn ekki verið sá, sem hann var (og er) óbrigðull ísl. bandamaður og málsvari kommunistarikjanna hefði ekki verið fyrir hendi neinn grundvöllur fyrir stofnun Þjóðvarnarflokks. Ur því að Arnór og Verkamaðurinn gera sér svo títt um þjóðvarnarmenn og hernámsandstæðinga, er bezt að ræða þetta nánar. Þjóðvarn- arflokkurinn var stofnaður til að gera andstæðingum erlendrar hersetu hér kleift að sameinast í einum stjórnmálaflokki í bar- áttunni gegn aðild íslands að hernaðarsamtökum, án þess að þurfa um leið að efla Sócíalista- flokkinn, sem foringjar Þjóð- varnar kölluði óskaandstæðing hernámsflokkanna, vegna auglj- ósra og opinberra tengsla hans við ríki kommúnismans. Er nokkur, sem fylgdist með ferli Þjóðvarnarflokksins og las blað hans, Frjálsa þjóð, svo gleyminn, að muna ekki eftir slagorðinu „Óskaandstæðingur hernámsflokkanna11, svo oft sem það var endurtekið? Þetta var grundvallarhugtak, sem beinlin- is réttlætti sjálfa stofnun flokks- ins og tilveru. Þegar svona er komið fyrir stjórnmálaflokki, þá verður það að teljast nokkuð mikil frekja að vilja einn fá að ráða yfir atkvæðum fyrrverandi áhangenda, og fá að verzla með þau í heildsölu á hinum ótrygga markaði, sem heitir Alþýðuband- alag. Og ennþá meiri ósvífni er það, þegar óviðkomandi aðilar eins og Verkamaðurinn og Arn- ór vilja hrifsa til sín verzlunar- réttinn. Þjóðvarnarflokkurinn fór vel af stað, en þó ekki nógu vel. Það verður að segjast eins og er, að takmarkið náðist ekki í fyrstu atrennu, það að sameina sem flesta liersetuandstæðinga undir merki flokksins. Meiri hluti þeirra hélt tryggð við sína gömlu flokka, við Sócíalista- flokkinn, við Framsóknarflokk- inn og við báða hina flokkana, því í þeim öllum voru andstæð- ingar hersetu fyrir, þótt misjafnt væri. Síðan hefur takmarkið alltaf verið að 'færast fjær, unz nú er svo komið, að lengur er ekki að því stefnt. Með samningi sínum við Alþýðubandalagið, sem er að meginstofni til sócíialistaflokkur, liefur Þjóðvarnarflokkur Islands tekið stefnu burt frá mark- inu og fyrirgert tilverurétti sínum sem sjálfstæður stjórn- málaflokkur. Ég lít svo á, að saga flokksins sé öll. Það er aðeins eftir að skrá lokaorðin. Það er ekki tilhlýðilegt að vera með ásakanir í garð miðstj. Þjóðvarnarflokksins eða meir- ihluta hennar. Þjóðvarnarflokkurinn er búinn að vera, það vita allir og engir betur en menn-irnir í Þjóðvarnar flokknum. En andstaðan gegn hersetunni er alls ekki slegin niður þótt lítið kræli á henni um þessar mundir. Mætti ég minna Verk- amanninn og Arnór á, að sumarið 1960 voru stofnuð á Þingvöllum „Samtök hernáms- andstæðinga." Hvers vegna? Voru þó ekki til a.m.k. tveir stjórnmálaflokkar, sem börðust hiklaust gegn hersetunni? Jú, vissulega ,en menn höfðu smátt og smátt komist á þá skoðun, að sigur í þessu máli mundi seint eða aldrei vinnast á vegum stjórnmálaflokka. Þess vegna voru stofnuð þessi ópóli- tísku landsamtök með þátttöku fólks úr ýmsum stjórnmálaflokk- um, kanski öllum. Þar með var forganga í þessu máli tekin úr höndum stjórn- málaflokka. Ég tók sjálfur þátt í þessari samtakastofnun, en ekkert veit ég um þátttöku A. S. Andstaða gegn hersetunni lifir enn, og það verður að segjast þótt Verkamanninum og Arnóri þyki það hart, að hún lifir ekki sízt með Framsóknarmönnum. Það vitum við mæta vel, sem ferðuðumst um fyrir svo sem tveim árum, fyrir Samtök hern- ámsandstæðinga, og söfnuðum undirskriftum að áskorun til ríkisstjórnarinnar um uppsögn herverndarsáttmálans. Lagði A. S. það á sig? Mér er'nær að halda, að andstæðingar hersetu séu ekki öllu færri innan Fram- sóknarflokksins heldur en Sóc- ialistaflokksins, og þeir eru að því leyti virðingarverðari, að þeir hafa tekið afstöðu sína óháðir, en ékki eftir forskrift flokksforystu, og enginn getur grunað þá um annarleg sjón- armið í þessu máli. Þá er það heldur ekkert launungarmál, að meðal samtaka hersetuandstæð- inga hefur sú skoðun verið al- menn, og um það talað opin- skátt, að helzta sigurvon stefn- unnar nú sé við það bundin, að Framsóknarflokkurinn sem heild gangi til fylgis við hana. Af öllu þessu má draga nokkr ar ályktanir. Þegar Alþýðubandalagið nú gerir tilraun til að einoka her- setuandstöðuna, er það að vinna gegn Samtökum hernámsand- stæðinga. Það er tilraun Sósíalistaflokks ins að efla sig af atkvæðum her- setuandstæðinga, þó að ópóli- tísk barátta gegn hersetunni sé þar með dæmd til dauða. Hið gamla slagorð Þjóðvarnar, „Óskaandstæðingur hernáms- flokkanna“, er enn í gildi, en nú heitir sá andstæðingur tveim nöfnum, Sósíalistafl. og A.lþýðu- bandalag. Þjóðvarnarfl. er nú hluti af honum. Arnór Sigurjónsson vill hækka verðið í Framsókn, eins og hann orðar það. Það hyggst hann gera með því að halda frá honum eftir getu hersetuand- stæðingum, þar á meðal fyrr- verandi kjósendum Þjóðvarnar- fl. Er það ekki kynleg fjármála- pólitík? Eða er hann að leika sér að því að móðga þetta fólk? Mér þykir gott að fá tækifæri til að árétta það, að ég er ekki Þjóðvarnarmaður lengur. Ég hef ekki sagt, að ég væri það, og það hefur Dagur ekki heldur gert. Þeim kapítula er lokið. — En afstaða mín til hersetu og hernaðarsamtaka er þar fyrir ó- breytt, því hef ég lýst yfir áður. Og ekki settu Framsóknarmenn á Norðurl. það fyrir sig nema síður sé, er fulltrúar þeirra báðu mig einróma að vera í framboði fyrir þá við þessár kosningar. En hverjir báðu Arnór Sigur- jónsson að koma hingað norður til að abbast upp á innanhéraðs- menn? Ég veit, að veiðiáhugi Sósíal- ista er mikill og þeir telja sig hafa kastað nótinni af mikilli kunnáttu. En þó er ekki víst að mikið komi í bátinn þegar byrj- að verður að háfa. Grunnt á því góða hjá fuglunura FYRIR nokkrum dögum var meindýraeyðir bæjarins að skjóta svartbak. Einn særðist en féll ekki. Komu þá 3 villigæs- ir og réðust á svartbakinn af mikilli grimmd. Munu þær hafa verið að hefna harma sinna. Má með sanni segja að þar væri grunnt á því góða, enda mun svartbakurinn eiga sér fáa vini meðal fuglanna. □ LITÍÐ I BÆJARBLÖÐIN AUKABLAÐ af íslendingi kom út í gær og var að mesíu helgað Degi og Framsóknarflokknum, svo og nokkrum þingmönnum og frambjóðendum þess flokks bér í kjördæminu. Á forsíðunni eru þrjár „pólitískar“ greinar með feitum fyrirsögnum svo sem vera ber á slíkum viðhafn- arstað. Fyrsta greinin er um það, að Framsóknarílokkurinn vilji ó- gilda brezka samninginn, þar sem afsalað er einhliða rétti ís- lands til útfærslu landhelginnar. Urn þetta er líka „Ieiðarinn“ í blaðinu. „Ógilda“ er ekki rétt orð um þetta. En Framsóknar- menn viija losa fsland undan þessu samningsákvæði. Mynd fylgir af Iandhelginni en ekki af útlendu togurunum, sem stjórnin veitti leyfi til að veiða þar! Onnur grein er um að hundur hafi orðið fyrir bíl Framsóknar- manna! Þriðja greinin er skætingur um tvo þingmenn kjördæmisins fyrir að Hafa stutt málstað Ak- ureyrar á Alþingi. Blaðið virð- ist álíta, að „ihaldið“ hafi einka- rétt hér, eins og danski „einok- unarkaupmaðurinn“ hafði einu sinni. f fyrirsögn á 5. síðu ísl. segir í aukablaði þessu, að „Múlavegi verði lokið á næsta ári“. Vel er, ef svo væri. En í framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar, bls. 54—55, þar sem rætt er um vegagerð á árunum 1963—1966, er Múlavegur ekki nefndur. Þar er talað um Keflavíkurveginn, Ennisveg á Snæfellsnesi og Strákaveg, en Múlavegar að engu getið. Ritstjórinn ætti að 1 esa þetta plagg, áður en næsta aukablað kemur út. Þá mótmælir blaðið því harð- lega að það, að vera „með fang- ið fullt af stórhug“ sé sama og að vera „með lífið í lúkunum“, og vill leita úrskurðar dr. Jak- obs Benediktssonar (ísl. orða- bókarinnar) um þetta! Hætt er við, að „íangið fullt af stórhug“ fyrirfinnist ekki í orðabókinni, því að svo ankanaleg íslenzka er varla skráð þar. Setningin var endurprentuð úr íslendingi, sem gott grín og útlögð eins og efni stóðu til. Þá eru í þessu aukablaði birt- ar tilvitnanir í greinar eftir Gísla Guðmundsson, sem birtust í Degi 20. sept. 1961 og 16. maí 1963. Á öðrum staðnum er nokk uð rætt um, að notkun erlends fjármagns sé nauðsyn hér á landi, en á hinum um, að ekki megi gefa útlendum þjóðum tækifæri til að byggja landið með okkur fslendingum. Þetta íinnst fslendingi ekki samrým- ast! Hvers vegna? Getum við ís- lendingar ekki hér eflir, sem hingað til, notað okkur útlent f jármagn án þess að opna landið fyrir útlendingum? Auðvitað getum við það og gerum von- andi á komandi tímum. Ýmislegt er spaugilegt í þessu blaði íslendings. T. d. er þar birt mynd af reikningi fyrir andvirði árgangs af Degi og sá reikning- ur sagður vera frá „samvinnu- félagi“, sem beiti sér fyrir „póli- tískan Iieyvagn“ Framsóknar- flokksins. En eins og myndin ber með sér, er á henni stimpill blaðsins sjálfs og kvittunin er undirrituð af afgreiðslumanni Dags, Jóni SamúeJssyni. Straum rof í heilabúi, eða hvað? Og að lokum mætti spyrja eft- ir lestur þessa aukablaðs af ís- lendingi: Er það ekki orðið úr- elt að kvarta um, að „kjörver'* þeirra Sjálfstæðismanna geti ekki fengið mjólk í samlaginu? Spumingunni um Hjört á (Framh. af bls. 1). dögum áður en þingi var slitið, var eingöngu heimild til að stofna „undirbúningsdeild" á Akureyri og ekkert annað varð- andi skólahald þar. Á meðan málið var í nefnd, samþykkti bæjarráð Akureyrar að fara þess á leit, að Tækni- skóli íslands yrði staðsettur á Akureyri og sendi bæjarstjór- inn erindi um þetta til Alþingis. Ingvar Gíslason og Gísli Guð- mundsson lögðu þessa tillögu bæjarráðs fram sem breytingar- tillögu við frumvarpið. Jónasi Rafnar, sem var í sömu þing- deild og þeir, svo og hverjum öðrum þingmanni hefði verið velkomið að vera meðflytjandi að þeirri tillögu, ef þeir hefðu óskað þess. En hér varð að hafa hraðan á. Þetta var „auglýsing- in“, sem íslendingur talar um. Úr því að tilefni er til þess gefið, er bezt að segja eins og það er, að þessi breytingartil- laga I. G. og G. G. hafði þau á- hrif af því hún lá formlega fyrir og þar með að greiða atkv. um hana á opnum fundi, að form. menntamálanefndar, Benedikt Gröndal, sjálfsagt í samráði við menntamálaráðherra, gerði I. G. og G. G. það tilboð utan fundar, að sett yrðu inn í lögin þau á- kvæði, sem nú eru þar, gegn því að þeir tækju aftur breytingar- tillögu sína, og á það féllust þeir til samkomulags, og af því að þeim þótti sem ekki myndi lengra komizt. Til upprifjunar skal á það minnt, að viðtalið átti sér stað í anddyri flokksher bergis Framsóknarflokksins. Var þá, eftir þetta samkomulag, flutt ný breytingartillaga (þsk. 697) af form. menntamálanefnd- ar, í stað þeirrar tillögu um heimild fyrir undirbúningsdeild, sem nefndin hafði áður flutt. Dagur hefur aldrei sagt, að hér hafi verið um neitt „afrek“ Tjöm er því til að svara, að sá sem kosinn er á þing í kjördæm- inu er hvorki 1. né 2. varaþing- maður. Varaþingmenn eru þeir, sem ekki ná kosningu. En þeir, sem ekki ná kosningu geta stundum orðið alþingismenn þótt einkennilegt megi teljast. Dænii: Ef Magnús Jónsson (2. rnaður á lista Sjálfstæðisflokks- ins) félli 9. júní liér í kjördæm- inu, myndi hann samt vera þing maður áfram á næsta kjörtíma- bili. Hann myndi fá uppbótar- sæti hjá Sjálístæðisílokknum, vegna kjörfylgis síns hér. Þann- ig skiptir það litlu máli fyrir Magnús, og þá, sem hans vilja njóta á þingi, hvort hann nær kosningu eða ekki. Munurinn er aðeins sá, að titill hans á Al- þingi myndi verða „Iandkjörinn þingmaður“, en ekki „6. þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra“. Ekki myndi hugur Magnúsar neitt breytast til Norð urlands við það eða Norðlend- inga til hans. En sem liollur maður kjördæminu, ætti Magn- ús að vera því feginn að Hjörl- (Framh. á bls. 7) að ræða af hálfu I. G. og G. G. En þeir voru á verði á réttum tíma og gerðu skyldu sína, og það bar þann árangur, sem kunn ugt er. Það skal tekið fram, að Karl Kristjánsson var ekki með- flutningsmaður að tillögunni vegna þess að hann átti sæti í efri deild, en málið var til með- ferðar í neðri deild 'og þar áttu þeir I. G. og G. G. sæti. Hér skal ekki að svo stöddu vikið að þætti þingmanna Sjálf- stæðisflokksins hér í þessu máli, enda hafa þeir ekki opinberlega lagt nöfn sín við fréttaburð ís- lendings um málið. Þeir I. G. og G. G. settu aldrei neitt mál „í hættu“ með brt. sinni, enda er hættutal íslend- ings í þessu sambandi bæði ó- skýrt og óskiljanlegt. Það var auðvitað Alþingi en ekki menntamálaráðherra, sem átti að ráða afgreiðslu þessa máls. Q STÖKUR 1 UM HARALD GUÐMUNDSSON. (Þingvísa.) Merkilegur er maður sá, magnar hann garð og brestur á. En ef líður aðeins frá: allt er kyrrt og sundin blá. Karl Kristjánsson. f ÁRSLOK 1962. Á árinu, sem endar hér, eg get hiklaust talið: að verstu áföll veitíu mér „viðreisnin“ og kalið. Einar Karl Sigvaldason, Fljótsbakka. í HÓLMATUNGUM. Lindir streyma laufga hlíð. Litfríð geymast blóm um klungur, Eflaust heima ár og síð endurdreymum Hólmatungur. Einar Karl Sigvaldason, Fljótsbakka, Islendingur hleypur á sig

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.