Dagur


Dagur - 05.06.1963, Qupperneq 8

Dagur - 05.06.1963, Qupperneq 8
8 Við sundlaug bæjarins var fleira fólk saman komið en nokkru sinni áður á þessurn stað á Sjómannadaginn. (Allar myndimar tók E. D.) — voru heiðraðir á Sjómannadaginn. F. v.: Vigfús Vigfússon, Lúðvík Grímsson og Elís EyjóJísson Frá vinstri: Kristján Kristjánsson, Þorsteinn Stefinsson og Eggert Ólafsson. Þorsteinn er formaður sjómannadagsráðs en þeir Eggert og Kristján framkvæmdastjórar og hafa verið síðustu 25 árin. Ein fjölmennustu hátíðahöld á Akureyri Blíðskaparveðor vai ÚRSLIT í KAPPRÓÐRI (500 m) Sveitir drengja: 1. varð I. sveit Róðrarklúbbs ÆFA á 2 mín. 25.5 sek. í sveitinni voru: StýrimaSur: Axel Gíslason; ræðarar: Óli G. Jóhannsson, Pétur Jónsson, Jón Karlsson og Pálmi Jónsson. Sveitir lajidmanna: 1. varð sveit Slippstöðvarinnar li. f. á 2 mín. 10.8 sek. í sveitinni voru: Stýrim.: Þorsteinn Þorsteinsson; ræðarar: Þórhallur Jónsson, Áskell Bjarna- son, Askeli Egilsson, Vignir Jón- asson, Jón Steinbergsson og Marinó Zophoníasson. Sveilir sjómanna (frá Akureyri, Árskógsströnd, Dalvík og Greni- vík): 1. varð sveit Árskógsstrend- iiiga á 2 mín. 18.8 sek. í sveit- á Sjóraaonadagion inni voru: Stýrim.: Sævar Sigur- pálsson; raeðarar: Sigurður Kon- ráðsson, Gylfi Baldvinsson, Georg Valentínsson, Eiríkur Kristvalds- son, Vigfús Jóhannesson og Þor- valdur Baldvinsson. Sveitir skipshafna: 1. varð sveit af m.s. Gylfa II á 2 mín. 81.0 sek. í sveitinni voru: Stýrim.: Jón Sig- urðsson; ræðarar: Þröstur Brynj- ólfsson, Baldvin Jóhannsson, Gunnar Jakobsson, Einar Björns- son, Steingrímur Aðalsteinsson og Einar Arnþórsson. ÚRSLIT í SUND.I Stakkasund. 1. Birgir Aðalsteinsson b/v Kald- bak 39.7 sek, og hlaut hann styttuna af Sjómanninum. 2. Vernharður Jónsson m/s Sig- urði Bjarnasyni 43.5 sek. 3. Mikael Ragnarsson m/s Garð- ari 45.0 sek. Björgunarsund. 1. Smári Thorarensen b/v Slétt- bak 32.0 sek. 2. Vernharður Jónsson m/s Sig- urði Bjarnasyni 32.4 sek. 3. Bjartur Stefánsson b/v Slétt- bak 34.2 sek. Boðsund. 1. Sveit fvrrverandi Atlastangar- hafa 3 mín. 21.6 sek. 2. Sveit landmanna 3 mín. 24.5 stk. Atlastöngina hlaut að þessu sinni Smári Thorarensen b/v Sléttbak. Varð 5. í stakkasundi og hlaut 5 stig og 1. í björgunarsundi og hlaut 35 stig. Samtals 40 stig. Hann er aðeins 15 ára gamall. Jafn að heildarstigatölu varð Vernharður Jónsson m/s Sigurði Bjarnasyni, en samkvæmt reglu- gerð Atlastangarinnar segir, að séu tveir jafnir að stigum, þá hljóti sá stöngina sem fleiri stig hefur fyrir björgunarsund. Heiðurspening Sjómannadags- ins hlutu: Vigfús Vigfússon, í.úð- vík Grímsson og Elís Eyjólfsson. Eggert Ólafsson hlaut heiðurs- merki dagsins fyvir 25 ára starf í þágu Sjómannadagsins. Gullpening dagsins fengu: Kristín ísfeld, Ólöf Tryggvadóttir og [ónína Eriðbjarnardóttir. (Fréttatilkynning frá Sjómanna- dagsráði.) LÍKUR fyrir því, að Hjörtur á Tjörn vinni sæti Magnúsar Jóns- sonar hér í kjördæminu á sunnu- daginn kemur, eru enn taldar hafa aukizt við það, að Magnús gerði sjálfur þessar líkur að um- talsefni í útvarpinu frá Skjaldar- vik sl. föstudagskvöld og sendi út neyðarkall til umboðsmanna sinna. Þetta neyðarkall Magnús- ar hljóðaði á þá leið, að hann teldi það persónulegt vantraust á sig, ef hann næði ekki kosn- ingu í kjördæminu, enda þótt hann yrði landkjörinn. Slíkt á- kall eru reyndir frambjóðendur ekki vanir að hafa uppi, nema þeir telji kosningu sína mjög ó- vissa. En þetta neyðarkall Magnús- ar Jónssonar var, þegar á allt er litið, næsta óþarft og tæplega viðeigandi. I fyrsta lagi er þess að geta, að þótt likur fyrir falli M. J. séu vissulega talsverðar og vaxandi, getur eigi að síður svo farið, að hann nái kosningu. í öðru lagi er það nú viðurkennt af hinu opinbera málgagni þeirra Sjálfstæðismanna í kjördæminu, íslendingi, og raunar óbeint af M. J. sjálfum í fyrrnefndri út- varpsræðu, að hann muni, sena uppbótarmaður fyrir flokk sinn halda áfram að sitja á þingi, þótt hann nái ekki kosningu hér. í staðinn fyrir eitt af 6 þingsætum þessa kjördæmis fær hann þá uppbótarsæti eða sæti landkjör- ins þingmanns, eins óg það heitir (Framh. á bls. 7.) <------------------------- Sjálfboðaliðar! ALLIR þeir, sem vilja starfa fyrir B-listann að kosninga- undirbúningi og á kjördag, góðfúslega gefi sig fram við kosningaskrifstofuna í Hafn- arstræti 95. (Goðafoss). Sím- ar 1443 og 2962. ' f B \> ÓLAFSFIRÐI, 4. JÚNÍ. Hátí'ða- höld Sjómannadagsins hér í Ól- afsfirði hófust kl. 10.30 með því, að sjómenn gengu í skrúðgöngu frá höfninni, þar sem allir bátar lágu fánum prýddir, til kirkju og hlýddu á guðsþjónustu hjá séra Kristjáni Búasyni. Að messu lok- inni var blómsveigur lagður á gröf óþekkta sjómannsins. Eftir hádegi hófust svo fjöl- breytt hátíðahöld við sundlaug bæjarins. Jakob Ágústsson, form. Slysavarnafélags karla, setti há- tíðina með ávarpi og lúðrasveitin lék. Aðalræðuna flutti Aðalbjörn Sigurlaugsson vélstjóri. Þá fór fram stakka- og björgunarsund. Allreðsstiingina vann Einar Gests- son fvrir samanlagða stigatölu í sundgreinum. Þá fór fram boð- á þann veg, að 5 menn reyndu að sund landmanna og sjómanna. Landmenn unnu. Einnig kepptu landmenn og sjómenn í knatt- spyrnu og sigruðu sjómenn. Meðal skemmtiatriða við sund- laugina var naglaboðhlaup og jafnvægisíþrótt, sem vakti mikinn fögnuð. En jafnvægisíþróttin var ganga á mjórri og veikri slá yfir laugina og var sláin á háum trön- um. Enginn-komst yfir og fengu keppendur allir bað í lauginni við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá var áhöfn mótorbátsins Ármanns heiðruð fyrir einstætt bjiirgunar- afrek hinn 9. apríl sl. í nafni Slysavaniafélags íslands og Slysa- varnafélags Dalvikur, og; gerði það fyrir Jress hönd Ásgrímur Hartmannsson bæjarstjóri. For- maður á Ármanui er Sigurfinnur Ólafsson. Voru honum og félögum hans afhentir heiðursverðlauna- peningar. Fögnuðu viðstaddir þessu ákaft með húrrahrópum og lófataki. Veður var fagurt og stillt og hitinn fast að 20 stigum. — Um kvöldið var stiginn dans af miklu fjöri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.