Dagur - 08.06.1963, Blaðsíða 5
4
«
Dagur
m
Kjördags-
hugleiðiiig
Á MORGUN, sunnudag, 9. júní, fara al-
þingiskosningamar fram um land allt.
Útlit er fyrir gott veður á kjördaginn og
getur það þó enn rætzt, sem máltækið
segir, að á skammri stund skipist veður
í lofti. Ef góða veðrið helzt, hefur for-
sjónin þar með komið í veg fyrir, að
stjómarákvörðunin um kjördag hindri
kjörsókn.
Kosningabaráttunni er að ljúka. Það
hefur komið betur og betur í ljós, eftir
því sem á hana leið, að í þessum kosning-
um er um að ræða, fyrst og fremst, átök
og einvígi milli stærstu flokkanna, Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Verkamenn og annað launafólk í landinu
er orðið dauðleitt á togstreitunni milli
kommúnista og Alþýðuflokksmanna og
sundrungunni, sem sú togstreita hefur
haft í för með sér„íhaldinu“ til framdrátt
ar. Þetta fólk fylkir sér því í vaxandi
mæli um Framsóknarflokkinn. Alþýðu-
flokkurinn, eða það, senr eftir er af hon-
um, leitar nú skjóls hjá sínum foma
„fjanda“ og felur honum allt sitt ráð,
en Alþýðubandalagið, undir stjóm komm
únista reynir enn að telja sér og öðrum
trú um, að það geti það, sem það getur
ekki: Að vera forystuflokkur verkalýðs-
sinna og vinstri manna í landinu. Hér í
kjördæminu vinnur það nú það óþurftar-
verk, að reyna — með aðstoð roskins
manns, sem á langri lífsleið er að ýmsu
góðu kunnur, en oft hefur haft undarlega
tilhneigingu til fylgis við sundrungaröíl
í stjórnmálum, — að reyta frá Framsókn-
arflokknum nokkuð af því fylgi, sem til
þess þarf að einn stjómarandstæðingur í
viðbót, Hjörtur á Tjörn, nái kosningu hér.
Aðal málgagn Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, sem út kom í gær, virðist nú
helzt byggja von sína á því, að hægt sé að
koma landsmönnum, og þá einkum Reyk-
víkingum, til að trúa því, að núverandi
stjórnarflokkar hafi verið andvígir höft-
um þeim og viðskiptahömlum, sem í gildi
voru hér í landi á þrengingartímum í
utanríkisviðskiptum, og að Framsóknar-
flokkurinn hafi verið einhver sérstakur
málsvari þessara ráðstafana, eða sé lík-
| legur til að verða það, án þess að nauð-
syn beri til. í þessum tilgangi birtir Morg
unblaðið gömul bréf og myndir úr skjala-
safni fjárhagsráðs, sem starfaði hér á ár-
unum 1947—1953, eins og Framsóknar-
flokkurinn beri einhverja sérstaka á-
byrgð á þeim skjölum. í raun og veru er
það Sjálfstæðisflokknum til mikillar
minnkunnar og íullkomlega óviðeigandi,
að haga þannig málflutningi sínum, þar
sem Sjálfstæðismenn vita, eins vel
og aðrir, að formaður fjárhagsráðs allan
þennan tima var einn af þjóðkunnum leið
togum Sjálfstæðisflokksins frá fyrri tíð,
Magnús heitinn Jónsson prófessor. Hann
á annað betra skilið af þeim fyrir að
vinna af trúmennsku hið miður vinsæla
trúnaðarstarf, sem honum og öðrum var
falið. Af öðrum Sjálfstæðismönnum, sem
þarna voru mikils ráðandi, voru dr. Odd-
ur Guðjónsson og Sigurður Sigurz, sem
var árum saman formaður viðskiptanefnd
ar, en hún var undirdeild í fjárhagsráði.
En viðskiptamálaráðherra var þá um ára-
bil Emil Jónsson, formaður Alþýðufl. □
Iðnaðar- og raforkumálasfefna Fram-
sóknarflokksins
STEFNA Framsóknarflokksins í
efnahags- og atvinnumálum er
byggð á þeirri staðföstu trú á
landi og þjóð, að takast megi á
komandi árum að skapa hér lífs-
kjör, sem séu sambærileg við það,
sem bezt gerist í nágrannalönd-
um okkar.
Til þess að markinu verði náð,
er nauðsvnlegt að móta framsýna
stefnu um uppbyggingu atvinnu-
veganna og allra undirstöðuatriða
þeirra. Jafnframt er nauðsynlegt
að skapa sem víðtækasta samstöðu
landsmanna um þá stefnu, sem
þannig er mörkuð. Efla þarf trú
þióðarinnar á kosti landsins, sem
auðveldlega geta orðið grundvöll-
ur viðunandi lífskjara, og sanna
verður, að við íslendingar getum
staðið sjálfstæðir, en þurfum ekki
að leita á náðir stórvelda eða stór-
veldasamsteypu.
Flokkurinn mun beita sér fyrir
skipulagðri uppbyggingu iðnaðar-
ins m. a. með raunhæfri fram-
kvæmdaáætlun, þar sem leitast er
við að hafa áhrif til örvunar á
vöxt þjóðarframleiðslunnar og
bætt lífskjör. Flokkurinn fordæm-
ir það fálm og ráðaleysi, sem lýsir
sér í nýútkominni „framkvæmda-
áætlun" ríkisstjórnarinnar, . þar
sem hvergi er-bent á neinar nýjar
atvijinugreinar, sem valdið gætu
straumhvörfum og ekki virðist
vera gert ráð fyrir byggingu
neinna stærri iðnfyrirtækja á
næstu 5 árum, eða vottar íyrir
minnstu tilraun til þess að efla
framleiðni og aðra grundvallar-
þætti uppbyggingar atvinnuveg-
anna, enda er gert ráð íyrir lægsta
vexti þjóðartekna, sem þekkist í
nokkru menningarlandi. Sérstak-
lega harmar flokkurinn og varar
við þeirri vantrú, sem fram-
kvæmdaáætlunin ber vott um, á
hæfileikum þjóðarinnar til þess
að skapa hér mannsæmandi lífs-
kjör.
Framleiðni, íæknimenntun og
raunvísindi.
Það er undirstöðuatriði við
uppbyggingu atvinnuveganna, að
okkur íslendingum takist að
fylgjast með á sviði framleiðni,
tækni og vísinda, sem segja má
að sé að verða mestu ráðandi um
hagþróun þjóðanna. Því leggur
flokkurinn sérstaka áherzlu á þau
atriði, sem hér á eftir verða talin
til uppbyggingar atvinnuveganna.
Flafizt verði nú þegar handa um
að endurskoða allt skólakerfi
landsins. Gefa verður unglingum
þegar á barnaskólaaldri kost á að
kynnast undirstöðuatriðum at-
vinnulifsins og raunvísindamennt-
unar undir handleiðslu sérfróðra
manna. Gjörbreyta verður iðn-
námskerfinu í samræmi við stöð-
ugt vaxandi þörf þjóðfélagsins
fyrir tækni- og verkmenntun, og
gæta verður þess, að væntanlegir
tækniskólar fullnægi ávallt kröf-
um tímans.
Leggja ber áherzlu á skipulagn-
ingú vinnunnar með það fyrir
augum að stuðla að vaxandi fram-
leiðni, til kjarabóta fyrir hinar
vinnandi stéttir og bættrar af-
komu atvinnuveganna. í þeim til-
gangi ber að kanna til hlítar
vinnuhagræðingu, þar á meðal á-
kvæðisvinnu og hlutdeildarfyrir-
komulag.
Það hefur grundvallarþýðingu
fyrir efnahagsþróun landsins, að
stefnan á sviði vísinda og tækni
sé rétt mörkuð. Nauðsynlegt er
að setja á stofn ráðgjafanefnd,
sem marki vísindastefnu þjóðar-
innar, samræmi vísinda- og tækni-
starfsemina og aðstoði við tengsl
vísinda og hinnar almennu efna-
hagsstefnu. Slík nefnd á að vera
skipuð vísindamönnum og full-
trúum ríkisvaldsins og atvinnu-
lífsins. Leggja ber á það áherzlu,
að vísindin séu tekin í þjónustu
atvinnuveganna i vaxandi mæli
og samband vísindastarfseminnar
og atvinnuveganna styrkt, þann-
ig að niðurstöður nýtist sem
skjótast í atvinnulífi landsins.
Kanna þarf fjárþörf vísindastarf-
seminnar og hvernig fénu beri að
veTja, á hvaða greinar vísinda ber
að leggja höfuðáherzlu, skipu-
lagningu þeirra og þörf landsins
fyrir tæknimenntað fólk. Jafn-
framt ber að taka hagvísindin i
vaxandi mæli og á skipulagðan
hátt í þjónustu uppbyggingarinn-
ar.
1 tf
Unnið verði að því að sam-
ræma verðlag á raforku og fasta-
gjöldum um land allt.
Leggja ber áherzlu á stærri og
hagkvæmari virkjanir til þess að
trvggja ódýra raforku til upp-
byggingar iðnaðar og fyrir sam-
tengt raforkukerfi landsins.
Áætlun um rafvæðingu.
Tímabili þeirrar tíu ára áætl-
unar um rafvæðingu dreifbýlis-
ins, sem gerð var fyrir tilstilli
Framsóknarflokksins, er að verða
lokið. Nauðsynlegt er, að hraða
undirbúningi að nýrri áætlun,
þar sem áherzla er lögð á að Ijúka
rafvæðingu dreifbýlisins á næstu
5 árum (sbr. þingsályktun Fram-
sóknarmanna um það efni) og á
aukið öryggi raforkukerfisins í
heild. Auka þarf öryggi i rekstri
rafveitnanna með því að tengja
þær saman og ber að stefna að
því að tengja landið allt i eitt
net sem allra fyrst. Það mun auka
stórlega nýtingu vatnsaflsins og
bæta úr rafinagnsleysi vegna
tímabundins vatnsskorts í hinuni
ýmsu héruðum landsins.
Raforkan er orðin slík undir-
staða nútíma lífsskilyrða, að það
getur ráðið úrslitum um byggð á-
litlegra sveita, hvort örugg raf-
orka er þar fyrir hendi eða ekki.
Því ber að leggja áherzlu á að
veita raforku frá samveitum um
byggðir landsins, og verði í næsta
áfanga meðaltals fjarlægðartak-
mörk á milli býla stórliækkuð frá
því, sem nú er.
Sérstök nauðsyn er á, að bú-
endur fái sem fyrst úr því skorið,
hvort þeir mega vænta raforku
frá slíkum samveitum eða verða
að afla sér hennar með öðrum
hætti. Þeim bæjum, sem ekki þyk-
ir kleift að fái raforku frá sam-
veitum, verði gert vel viðráðan-
legt að koma upp einkarafstöðv-
um og reka þær.
Bæta þarf úr lánsfjárþörf hinna
smærri rafveitna og gera verður
viðkomandi sveitarfélögum kleift
að eiga þær og reka.
Uppbygging iðnaðar.
Eíla verður uppbyggingu iðn-
aðar eins og rakið verður hér á
eftir, m. a. til þess að auka öryggi
í þjóðarbúskapnum. Slík upp-
bygging þarf að grundvallast á
undirstöðuathugunum vísinda og
tækni og fræðilegri könnun á
þjóðhagslegri arðsemi atvinnu-
greina, og á raunhæfri fram-
kvæmdaáætlun, sem einnig felur
í sér athugun á staðsetningu iðn-
fyrirtækja víðs vegar um landið
með uppbyggingu iðnaðarmið-
stöðva í huga, þar sem slíkt er
hagkvæmt og þjóðhagslega æski-
legt.
Auka verður stórlega fjármagn
til uppbyggingar iðnaðarins og er
þá meðál annars athugandi, hvort
ekki megi gera sérstakar ráðstaf-
anir til þess að beina fjármagni
almennings í vaxandi mæli í
stofnun atvinnufyrirtækja, sér-
staklega, þegar lífskjör fara batn-
andi með nýjum og raunhæfunv
aðgerðum í efnahagsmálum. í þvi
sambandi getur einnig komið til
greina að leita samstarfs við er-
lent fjármagn um uppbyggingu
sérstakra iðnfyrirtækja, samkvæmt
sérstökum lögum og samningi
hverju sinni, enda sé áður lokið
endurskoðun laga um takmörkun
á réttindum erlends fjármagns á
íslandi (sbr. þingsályktunartil-
lögu Framsóknarmanna).
1. Fiskiðnaður.
Það ætti að vera kappsmál ís-
lcndinga að flytja sem mest út af
fullunnum sjávarafurðum. Vafa-
Jaust er, að stórauka má verðmæti
þeirra og ber að fela sérfræðing-
um að gera um slíkt heildaráætl-
un sem allra fyrst. Þarf að taka til
ítarlegrar athugunar mjög mikla
eflingu fiskiðnaðarins með hlið-
sjón af þeim afla, sem sérfræðing-
ar telja að gera megi ráð fyiir
flest ár. Athuga ber vandlega nýj-
ar iðngreinar, sem auka verðmæti
sjávaraflans.
2. Landbúnaðariðnaður.
Ýmsar framleiðsluvörur land-
búnaðarins eru vel fallnar til iðn-
aðar, eins og t. d. ullin, gærurnar
o. fl. Nauðsynlegt er að leggja
einnig hér áherzlu á fullnýtingu
slíkra afurða, m. a. með því að
kanna til liins ýtrasta íramleiðslu-
aðferðir þær, sem bezt henta.
Jafnframt ber að leggja aukna á-
herzlu á rannsóknir í þágu land-
búnaðarins, m. a. með það fyrir
augum að auka gæði afurðanna.
Nú er ekki nýttur nema tæpur
helmingur af ullarframleiðslunni
innanlands og lítið af gærum. Úr
þessu hvoru tveggja þarf að bæta.
3. Annar iðnaður.
Véla- og verksmiðjuiðnaður er
nú orðin ein stærsta atvinnugTein
okkar íslendinga. Leggja ber
kapp á áframhaldandi uppbygg-
ingu slíks iðnaðar og þá sérstak-
lega á iðngreinar, sem samkeppn-
isfærar gcta orðið við erlenda
framleiðslu á innlendum og er-
lendum markaði. Kanna þarf
hverja þá aðstöðu sem betri kann
að vera hér á landi en á meðal
nágrannaþjóða okkar og gæti
þannig orðið undirstaða að sanr-
keppnisfærum iðnaði. Leggja ber
áherzlu á nýtingu náttúruauðæfa
landsins, vatnsaílsins, jarðhitans
og jarðefna.
Leggja bcr sérstaka áherzlu á
aukna tækni og bætta framleiðni
í byggingaiðnaði og rannsóknir til
lækkunar á byggingarkostnaði.
Halda verður áfram uppbygg-
ingu stærri iðnaðar, sem hafinn
var með byggingu Aburðar- og
Sementsverksmiðjanna.
Efla verður stofnlánasjóð iðn-
aðarins verulega og einnig er
sjálfsagt að iðnaðurinn sitji við
sama borð og aðrir atvinnuvegir
með tilliti til rekstursfjár, og tel-
ur ílokksþingið eðlilegt, að Seðla-
bankinn endurka.upi framleiðslu-
víxla iðnaðarins.
i i '-PÍ
Tollamál.
Flokksþingið telur, að nú þeg-
ar beri að lækka tolla á vélum til
iðnaðar og stefna beri að inn-
flutnings- og tollfrelsi á slíkum
vélum með liliðsjón af þeirri
staðreynd, að islenzki iðnaðurinn
verður í vaxandi mæli að keppa
við erlendan iðnað á mörkuðum
bæði innanlands og utan. Enn-
fremur telur flokksjringið að
stefna beri að lagfæringu á hrá-
efnatollum til iðnaðar, þannig að
tryggt sé að innflutt hrá'efiii Sé á-
vallt x lægra tollaflokki en inn-
flutt vara úr sama efni.
Við íslendingar höfum bæði
hráefni, náttúruauðæfi og liæfi-
leika, sem geta orðið undirstaða
að' álitlegum iðnaði, sem sam-
keppnisfær væri á erlendum
mörkuðum og Jxannig gæti skap-
að þjóðinni mjög vaxandi gjald-
eyristekjur og bætt lífskjör. Vegna
fámennis getur verið æskilegt að
dreifa ekki kröftunum um of og
þarf því að byggja á sem ítarleg-
ustum athugunum á samkeppnis-
hæfni hinna ýrnsu iðngreina og
gera þarf sem fullkomnastá heild-
aráaétlun um iðnvæðingu á næstu
árum. (Samþ. á flokksþingi 1963).
Hvar er þín þjóðvamarstefna?
Úr bréfi frá Alexander bónda í Hlíð
ÞAÐ ER ENGIN þjóðvarnar-
stefna að fylgja kommúnistum
að málum. Þótt menn eins og
t. d. Stefán Halldórsson á Hlöð-
um álíti að svo sé. Hann var
einn þriggja ræðumanna komm-
únista í stjórnmálaumræðum
þeim, sem útvarpað var frá
Skjaldarvík í gærkvöld. Stefán
virtist haldinn þeirri meinloku
að enginn íslendingur geti ver-
ið þjóðvarnarmaður nema þeir
einir, sem fylgja því flokksbroti
Þjóðvarnarflokksins að málum,
sem samdi um kosningabanda-
lag við kommúnista. Að vísu
vildi Stefán ekki viðurkenna að
neinir kommúnistar væru til á
íslandi, það orð væri aðeins nas-
istiskt slagorð. En Stefán? Eru
þá engir kommúnistar til í Rúss
landi? Og hefur þú ekki lesið
Þjóðviljann, málgagn íslenzkx-a
kommúnista, sem í einu og öllu
fylgir dyggilega línunni frá
Moskvu og ver allar aðgerðir
heimskommúnismans. Og er þín
þjóðvarnarstefna, Stefán, í því
fólgin að vinna að því að hér
á landi verði aðeins einn flokk-
ur kommúnista ráðandi? Ertu
fylgjandi einræði eða lýðræði?
Ég gat þess hér að framan, að
það væri engin þjóðvörn í því
að fylgja kommúnistum að mál-
um, því að á rtieðan þeir afneita
ekki með öllu aðgerðum Rússa,
sem kramið hafa frelsi og sjálf-
stæði annarra þjóða undir járn-
hæl sínum, þá er allt þeirra hjal
um föðurlandáást markleysa ein.
Því er ég hissa á því að jafn
mætur maður og Arnór Sigur-
jónsson er, skuli nú gerast tals-
maður jafn óþjóðhollrar stefnu,
sem stefna kommúnista vissu-
lega er. Ég hef þá trú, að Þing-
eyingar sýni Arnóri hnefa
Ófeigs á Skörðum eins og hann
var sýndur Guðmundi ríka forð-
um.
Stefnan til hægri og vinstri
við Framsóknarflokkinn er ekki
þjóðvarnarstefna og samrýmist
því ekki heill íslenzku þjóðar-
innar. Stefnumark þeirra til
hægri er að komast sem fyrst
í dansinn kringum gullkálfinn
og telja jafnvel að sjálfstæði ís-
lands sé hindrun á þátttöku
í þeim dan&i. — Stefnumark
þeirra til vinstri er aftur á móti
járnhællinn i'ússneski. Að vísu
sagði Björn Jónsson í umræðun-
um í gærkvöldi, að Alþýðu-
bandalagsmenn, eins og hann
nefndi kommúnista, væru á móti
erlendri íhlutun á íslandi, hvort
sem sú íhlutun „kæmi frá austri
eða vestri.“ En, Björn Jónsson,
hversvegna fordæmið þið komm
únistar á íslandi þá ekki aðfar-
ir Rússa við þær þjóðir, sem
þeir hafa svipt því frelsi að fá
sjálfar að stjórna sínu eigin
landi? Og hversvegna lýsið þið
þá ekki yfir andúð ykkar á að-
förum austur-þýzkra kommún-
ista, þegar þeir eru að skjóta á
sína eigin landa, er þeir eru að
flýja undan rússneska járnhæln
um til frelsisins í vestri?
Á meðan þið Alþýðubanda-
lagsmenn fordæmið ekki þessar
aðfarir, þá er ekkert mark tak-
andi á orðum ykkar þótt þið
mælið fagurlega.
Kjósendur í Norðurlandskjör-
dæmi eystra! Fylkið ykkur um
Framsóknarflokkinn 9. júní n.
k., því hann er meiri þjóðvai-n-
arflokkur en Þjóðvarnarflokkur-
inn og ,-meiri sjálfstæðisflokkur
. en Sjálfstæðisflokkurinn. Hann
einn getur komið í veg fyrir
það, að íslenzka þjóðin lendi
undir rússneska járnhælnum
eða farist í gini hins vestræna
gullkálfs. Sameinumst öll um
það, að koma Hirti á Tjörn á
þing.
Ritað 30. maí 1963.
Alexander Jóhannsson.
Stjórn og framkvæmdastjóri á aðalfundi KEA.
(Ljósmynd: G. P. K.)
Lðunagreiðslur KEA rúmar 50 milljónir
Endurgreiddar í reikninga eða stofnsjóð
4.1 milljónir króna
AÐALFUNDI Kaupfélags Eyfirð-
inga lauk hinn 6. Jx. ni. og var í
síðasta blaði lítillega sagt frá fyrri
fundardegi.
KEA telur 5344 félaga í 24
deildum á félagssvæð'inu. Full-
trúasæti á að'alfundi áttu 190 og
mættu flestir.
Fastráðið starfsfólk KEA er
409. Launagreið'slur á síðasta ári
li'já KEA á Akureyri og útibúum
þess, lastra starfsmanna þess,
verkamanna og annars lausafólks,
og óbeinar launagreiðslur (sjúkra-
sjóðsgjöld, slysatryggingagjöld o.
fl.), námu 50.7 millj. kr.
Miðað við núgildandi kaup-
taxta svara beinar launagreiðslur
KEA til árslauna 786 verkamanna.
Stofnsjóðsinnstæða félagsmanna
YFIRLÝSING LANDSFUNDAR SJÁLFSTÆÐIS-
MANNA UM E.B.E.
Einkennilegur þorragestur
í GÆR náði Dagur sem snöggv-
ast tali af Hirti á Tjörn, J>egar
hann leit hér inn á skrifstofur
blaðsins. Viðtalið fer hér á eftir:
Guðmundur á Kvíslarhóli á
Tjörnesi hefur sent þér pistil i
Verkamanninum. Hefurðu ekki
hugsað þér að svara honum?
Ég held varla. Ég er Jxví óvan-
ur, þó mér verði Jxað á að bjóða
ferðalang til stofu og tali frjáls-
mannlega við' hann um þau mál,
sem efst eru á baugi, að Jxurfa
eftir á að standa í blaðádeilum
við gestinn um Jxað, sem hann
minnir að hafi verið sagt ylir
kaffibollanum. Ég er hræddur um,
að hin heimsfræga íslenzka gest-
risni mundi ekki græða mikið á
þeirri nýbreytni. Þegar Jxessi ný-
stárlegi gestur ræcldi við mig á
Þorranum var margt óljóst, sem
nú hefur skýrzt, og ég skil ekki,
hvað við jxað getur unnist, að
fara að rifja upp orðræður okkar.
A. m. k. ætla ég ekki að fara að
lepja Jxað í blöðin, sem Guð-
mundur bóndi sagði mér um
„plön“ sín og sinna félaga gagn-
vart Alþýðubandalaginu.
En við Jxá, sem kynnu að eiga
eftir að komast í svipaða aðstöðu
og ég, vil ég segja Jxetta: Varið
ykkur á stórum vörpulegum Tjör-
nesing, sem talar mikið og hátt,
og er ekki smeykur við að kveða
upp sleggjudóma um menn og
málefni. Hann heitir Guðmund-
ur Halldórsson og er bóndi á
Kvíslarhóli.
Úr reeðu á kjósendafundi.
LANDSFUN D UR Sjálfstæðis-
flokksins samjxykkti í því máli yf-
irlýsingu, sem nauðsynlegt er að
menn athugi gaumgæfilega. Flér
er um að ræða afstöðu til máls,
sem á næsta kjörtímábili getur
orðið sjálfstæði Jxjóðarinnar ör-
lagaríkast allra mála, sem nú eru
ofarlega á baugi. Ingvar Gíslason
gerði í gærkvöld í ræðu sinni skil-
merkilega grein fyrir því af hálfu
okkar flokks.
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins
vita, að almenningur vill ekki að
ísland gangi í Efnahagsbandalag-
ið og fyrirfari með því sínu unga
og dýrmæta fullveldi, lieldur geri,
ef nauðsyn krefur, við bandalag-
ið tolla- og viðskiptasamninga,
sem óháð ríki. Þeir vita ennfrem-
ur, að upp hefur komizt um þá,
að Jxeir hafa annað í huga en al-
menningur vill. Yfir það vilja þcir
breiða sem bezt }>eir geta við þess-
ar kosningar.
Enginn vafi er þess vegna á J>ví,
að' þeir hafa vandað sig mjög við
þessa yfirlýsingu, en hún er á
þessa leið:
Landsfundurinn vill:
„Aðild Islands að efnahagssam-
starfi eftir því, sem hagsmunir
þjóðarinnar krefjast og án þess að
undirgangast nokkur samnings-
ákvæði, sem hér geta með' engu
móti átt við.“
Takið' eftir: Kjarni yfirlýsingar-
innar er:
Sjálfstæðisflokkurinn vill að ís-
lánd ge'rist aðili að þjóðasamsteyþ-
unni, Uema það kosti samninga
sem með engu móti geta átt við.
Komið hefur fram hjá ríkis-
stjórninni, „að sjálfstieð þjód“ í
venjulegri merkingu sé úrelt hug-
tak.
Enginn vafi er á J>ví, að þeir
menn, sem Jxannig líta á sjálfstæði
Jxjóðar, verða ekki í vandræðum
með að sanna, að innganga ís-
lands í Efnahagsbandalagið sam-
rímist með því móti hagsmunum
íslands.
Yfirlýsingin er, þó J>að sé und-
ir felhellu, þannig orðað, að for-
kólfarnir geti eftir á sagt, þegar
þeir hafa látið ísland gerast að-
ila:
Við svikumst ekki aftan að þjóð-
inni. Þetta er í samræmi við yfir-
lýsingu landsfundarins í apríl
1963. Og það reyndist þá vitan-
lega satt.
Þeir, sem gera sér grein fyrir
Jxessu, og eru móti aðildinni, láta
sér ekki detta í hug að kjósa Sjálf-
stæðisílokkinn.
nemur 22.8 millj. kr. og Mjólkur-
samlagsstofnsjóður er rúmlgga. 10
millj. kr.
Á árinu 1962 var úthlutað arði
og uppbótum að' upphæð' nær 27
millj. kr.
Sala innlendra afufða nam 120
millj. kr. :
í fréttatilkynningu ifá aðal-
fundi KEA um síðari fundardag-
inn segir svo:
Síðari fundardaginn var énn
framliald á umræðum um starf-
semi félagsins. Þá ilutti Páll H.
Jónsson, fraeðslufulltrúi SÍS, fé-
lagsmönnum livatningarorð og
lieillaóskir.
Fundurinn samþvkkti að leggjá
kr. 100.000.00 af árságóðanum í
Menningarsjóð KEA.
Að lokum fóru fram kosningar:
Brynjólfur Sveinsson, mennta-
skólakennari, og Björn Jóhanns-
son, bóndi, voru endurkosnh í
stjórn félagsins til þiiggja ára.
Hjörtur Þórarinsson, bóndi, og
Halldór Guðlaugsson, oddviti,
voru endurkosnir varamenn í fé-
lagsstjórn til Jniggja ára. Sigurð-
ur Oli Brynjólfsson, kennari, var
kosinn endurskoðandi til tveggja
qra í -stað Guðmundar Skaltason-
ar, hdl„ sem eindregið baðst und-
an endurkosningu. Varaendur-
skoðendur voiu kosnir Steingrím-
ur Bernharð'sson, bankastjóri, til
tveggja ára, og Ármann Dal-
mannsson til eins árs. Þórarinn
Björnsson, skólameistari, var end-
urkosinn í stjórn Menningarsjóðs
KEA til þriggja ára, og Jóhannes
Óli Sæmundsson, námsstjóri, og
Hjörtur Þórarinsson, bóndi, hlutu
endurkosningu sem varamenn í
stjórn sama sjóðs til tveggja ára.
Þá voru og kosnir 14 iulltrúar
á aðalfund Sambands islenzkra
samvinnufélaga.
ÚR BÁRÐARDAL
Stórutungu 1. júní. Nú hefur
skipt um veðurfar og grær jörð,
en þó hægt. Sauðburði er að
ljúka og hefur gengið vel. Með
færra móti er tvílembt af ám
og má sennilega rekja það til
þess að ær voru rýrar í haust,
hey „létt“ og beit meiri vegna
snjóleysis í vetur. Þó eru und-
antekningar þar sem mikið er
tvílembt. Vegir eru að verða
þurrir en voru í vor ægilegar
vegleysur, svo að ekki varð kom
izt um þá á öðrum tækjúm en
jeppum og dráttarvélum. Vik-
una 11.—18. maí lögðust alveg
niður þungafl. með stærri bílum.
Sexhjóla „trukkur“ komst ekki,
og var mjólk og annar flutning-
ur flutur á jeppum og dráttar-
vélum að Fosshóli, en þaðan
gekk mjólkurbíllinn.
Alvarlegar horfur eru í vega-
málum hér og mjög aðkallandi
þörf á endurbótum og uppbygg-
ingu veganna, þar sem vaxandi
þörf er á vegasamgöngum vegna
aukningar í mjólkurframleiðslu
sem krefst greiðra samgangna
allt árið í venjulegu árferði. —
Fjárveiting til þjóðvega hér er
mjög „skorin við nögl.“ Þ. J.
Í5555555S5555555555555555555555S55555555555555555555555555555S55555S7
Á verkalólk á Akureyri
enn a$ brjóla ísinn?
í ÞRIÐJA SINN virðist verkalýðsforustan hér á Akureyri
hafa fallizt á, að láta verkafólkið á Norðurlandi brjóta ísinn
í kjaramálum fyrir Reykvíkinga. Svo er að sjá, að Dagsbrún
sé hætt að hafa forystuna í kjarabaráttunni og vilji beita
öðrum fyrir, en þó segja þeim íyrir verkum. Bjöm Jónsson
og hans menn virðast enn fúsir til að taka á herðar verkafólks
hér nyrðra þá áhættu og það tjón, sem af þessu getur leitt
fyrir það. Er þetta ekki of mikil þægð við höfuðborgarvaldið
í verkalýðshreyfingunni ? □
Í5Í5S5555S5S5SSS5SS55SS55S5S5S5ÍSS5SS55SSÍ55SSS55555ÍS555SSS55SS55Í55SÍ