Dagur


Dagur - 03.07.1963, Qupperneq 1

Dagur - 03.07.1963, Qupperneq 1
Mái.cagn Framsóknarmanna Rixstjóri: Erlingur DavÍðsson Skrifstofa í Uainarstr.eti 90 Sími 1166. Sktmngu og prenti n ANNAST l’RFNTVKRK ÖDDS Björnssonar h.f.. Akurevri Dagur XLVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 3. júlí 1963. — 43. tölublað AUGI.ÝSINGASTJÓRI • JÓN San’i- , , ■LTXSSON . ARGANGURtNN KOSTAR I KR. 150.00. C jALDDÁGl .KR'1. JÚLÍ , : B.LAÐIÐ KEMUR ÚT Á' SiinbyiKUDÖG- UM OC Á LAUGARÚ'ÖGUM. ÞEGAR ÁSTÆÐA ÞYKIR TII. Ráðunaufaskipti hjá B.S.E, BÚNAÐARSAMBAND Eyja- fjarðar hefur nýlega ráðið Jón Trausta Steingrímsson frá Dal- vík jarðræktarráðunaut í stað Inga Garðars Sigurðssonar, sem verið hefur ráðunautur sam- bandsins síðan 1954, en honum hefur nú verið veitt staða til- raunastjóra við tilraunastöð ríkisins að Reykhólum vi8 Breiðafjörð og tók hann við þvf starfi 1. júní sl. Jón Tr. Steingrímsson lauk kandídatsprófi frá framhalds- deildinni á Hvanneyri um miðj- an júní sl. Hann er enn búsettur á Dalvík og verður því fyrst um (Framh. á bls. 7) ÞOKUR HAMLA SÍLDVEIÐOM Aflinn er orðinn yfir 280 þús. mál og tunnur Á L AU GARD AGSKV OLDIÐ var heildarsíldaraflinn orðinn 237.919 mál og tunnur. Rúml. 230 þús. mál höfðu þá farið í bræðslu. En söltun hófst ekki fyrr en á laugardaginn. Síðan hefur aflinn verið tregur. Þó öfluðust um 20 þús. mál og tunn ur á mánudag. HUNDRUÐ SÍLDARKVENNA TIL Raufarhafnar komu um helgina hundruð af síldarstúlk- um. Þar hefur verið nokkur sölt un síðan á laugardag, að sölt- unarleyfið lá fyrir. Enn þá vant ar þó söltunarstúlkur á öll plön- in. Búið er að salta á fjórða þús. tunnur og taka á móti 75 þús. málum í bræðslu. Nú er þoka á miðunum, sagði fréttaritarinn á Raufarhöfn síð- degis í gær. Síldin, sem hér er söltuð, hefur veiðzt það djúpt, að 5—6 klst. ferð er til lands. Þorskafli er enginn. □ Tvær flugvélar leita síldarinn ar frá Akureyri, sjúkraflugvél Tryggva Helgasonar og vél frá Flugskólanum Þyt í Reykjavík. En vegna þoku hafa leitarferðir stundum fallið niður, síðast í fyrrakvöld. Síldin, sem á mánudaginn veiddist, var í Reyðarfjarðarál, en annars heldur hún sig á svip uðum slóðum og áður, eða 50— 60 mílur út af Sléttu. I gærmorg un mun leitarskipið Pétur Thor- steinsson hafa tilkynnt um nokkra átu á Skagafjarðardýpi og smápeðrur af síld. Aflahæsta skip síldveiðiflot- ans norðanlands og austan er Sigurður Bjarnason frá Akur- eyri með 6920 mál og tunnur, miðað Við laugardagskvöld. — Næstur var Sigurpáll frá Garði með 5877 og þriðja aflahæsta skipið var Grótta, Reykjavík, með 5016 mál og tunnur. Um 80 skip höfðu fengið 1000 mál og meira og 188 skip höfðu fengið einhvern afla. □ Tæknikennsla verður stóraukin í Hólaskóla í vetur Nýr landbúnaðarverkfræðingur ráðinn þangað NÝÚTSKRIFAÐUR landbúnað arverkfræðingur, Stefán Þor- láksson að nafni, var í vor ráð- inn kennari við Hólaskóla í Hjaltadal. Á hann að veita for- stöðu tæknideild skóláns, sem nú er verið að undirbúa, og vera ráðgefandi við sams konar deild á Hvanneyri. Þessi ráðstöfun mun vera hin þarfasta og í samræmi við ósk- ir . fjölda manna um verulega aukið verklegt nám, einkum í sambandi við vélvæðingu sveit- anna. Má vænta þess, að búfræð ingar þeir, sem í framtíðinni út- skrifast frá búnaðarskólunum, verði mun hæfari en áður til Nýtt tæki til aS ráða gálur jarðhitans Vísindamenn ætla að beita ísótópagreiningu DR. IRVING FRIEDMAN frá jarðfræðistofnun Bandaríkj- anna í Denever í Coloradofylki dvelst nú hér við háskólann og Færeyingar koma Pétur Háberg, fararstjóri Færeyinganna. Sjá frétt á bls. 7. vinnur, ásamt dr. Þorbirni Sig- urgeirssyni og öðrum sérfræð- ingum Eðlisfræðistofnunar Há- skólans, að því að setja saman massarófrita („mass spectro- meter“) til mælinga á þungu vetni. Tæki þetta er liður í tækniaðstoð, sem Alþjóðakjarn- orkumálastofnunin í Vín v.eitir Eðlisfræðistofnun Háskólans til grunnvatnsr-annsókna, en önnur tæki til þeirra rannsókna komu á árinu 1961. Massarófritinn mælir hlutfallið á milli vetnis- ísótópanna í vatni, sem safnað er í náttúrunni, bæði regnvatni, yf irborðsvatni og vatni úr köld- um og heitum uppsprettum, og vonir standa til að niðurstöður mælinga þessara hjálpi til við að velja stað nýjum borholum fyrir heitt vatn og auki mögu- leika á því að hagnýta jarðhit- ann á íslandi bæði til upphitun- ar og iðnaðarþarfa. Dr. Friedman segir, að þegar smíði massapróíritans er lokið verði þetta þriðja tækið af þess- ari gerð, sem tekur til starfa. Hinn ameríski sérfræðingur skýrði frá því, að massarófrit- inn ákvarði innihald vatns af þungu vetni (devteríum) og að með honum megi fá svar við ýmsum spurningum, sem hing- að til hafa reynzt erfiðar við- fangs, svo sem hvaðan heita vatnið kemur, um hvaða jarð- lög það rennur, hve lengi það dvelst neðanjarðar o. fl. Magn þungs vetnis í vatni fer eftir því hver hæðin er yfir sjávarmáli, hvort það kemur úr jökli, á eða uppsprettu. Litarefni hafa ver- ið notuð til þess að fylgjast með rennsli vatns, en í þessu tilfelli mundu þau koma að litlu haldi. Kjarnorkumálanefnd Banda- ríkjanna lét smíða meginhluta massarófritans við Chicagohá- skóla undir leiðsögn dr. Fried- mans. Utanmál tækisins er um 2x2:7x2 metrar og það vegur um 900 kíló. □ að leysa hin margþættu atriði í sambandi við vélanotkunina, án dýrrar og oft torfenginnar aðstoðar vélaverkstæða. 1 stuttu samtali við skólastjór ann á Hóíum, Árna Pétursson, í gær, sagðist hann binda mikl- ar vonir við hina auknu tækni- menntun Hólasveina. Um hey- skapinn sagði skólastjórinn, að allt frá Langanesi til Skagafjarð ar væri heyskapur hafinn í öll- um sveitum. Sprettan væri al- veg óvenjulega ör og sennilega þó lengst á veg komin í Skaga- firði. Á örskömmum tíma væri nauðsyn að slá og hirða, ella yxi grasið úr sér og yrði lélegra fóður. Það þyrfti í rauninni að vinna allan sólarhringinn, eins og í verstöðvunum þegar mikið bærist á land. Á Hólum er hey- skapurinn hafinn af fullum krafti og fyrsta heyið hirt í hlöðu. Þar eru 70 nautgripir, 550 fjár voru á fóðrum í vetur og 50 hross. í sumar er Hóladómkirkja 200 ára, sagði skólastjórinn enn- fremur. Þá verður hátíðadag- skrá og síðan prestastefna. Að- alhátíðin verður 23. ágúst. Mikið er spurt um aðstöðu til móttöku ferðamanna, og í sum- ar kemur sú fjárveiting til fram kvæmda hér á Hólum, sem ætl- að er að leysa að nokkru sum- argistihúsavandræðin með notk un hinna ýmsu skóla. Verða nemendaherbergi búin nýj um- húsgögnum, svo og borð- og dag stofa skólans, sagði Árni Pét- ursson skólastjóri að lokum. □ GAMLA FNJOSKAR- BRÚIN ÓNÝT? FYRIR helgina festist vöru- flutningabíll á gömlu Fnjóskár- brúnni á þann veg, að hjól bif- reiðarinnar fór niður úr brúar- gólfinu. Brúargerðarmenn frá Fnjóskárbrú í Dalsmynni voru kvaddir til viðgerða. Varð brú- in skjótt fær á ný. En hversu lengi þolir hún hið mikla álag? Undan þungum vögnum geng- ur brúin í bylgjum, og hafa áð- ur dottið á hana göt, sem klastr- að hefur verið í. Ný brú á Fnjóská er aðkallandi verkefni. Unnið er nú að endurbygg- ingu Dalsmynnisbrúarinnar og er hún lokuð um óákveðinn tíma. □ NÝ VEITINGASTOFA Á LAUGARDAGINN var opn- aður rúmgóður og vistlegur veit ingasalur í Hótel Akureýri. Þar eru sæti fyrir 140 manns og af- greiða viðskiptavinirnir sig sjálf ir og greiða um leið við af- greiðsluborð. Öll húsgögn eru ný og þessi hæð hússins gerð lipp og lítur út sem ný væri. Ef vel tekst til mun þarna um þarfa þjónustu að ræða í mið- bænum, einkum yfir þann árs- tíma, sem kenndur er við sumar leyfi og ferðafólk. Brynjólfur Brynjólfsson veit- ingamaður bauð fréttamönnum til kvöldverðar við opnun á laug ardaginn. Hann hefur starfað sem veitingamaður hér í bæ síð an 1957 og rekur nú bæði Hótel KEA og Hótel Akureyri. En á báðum stöðum er veitingasala og 99 gistirúm. Á Akureyri munu nú vera 8 opinberir greiðasöluétaðir og 5 gististaðir. Á hinum nýja veitingastað verður heitur matur á boðstól- um allan daginn frá kl. 8 f. h. til 11.30 e. h., auk annarra al- gengra tegunda veitinga. Yfir- matreiðslumaður er Brynjólfur og hefur hann 3 nema. Q

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.