Dagur - 10.07.1963, Blaðsíða 4

Dagur - 10.07.1963, Blaðsíða 4
4 Launamál bænda Á AÐALFUNDI Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sem haldinn var á Bif- röst í Borgarfirði í síðasta mánuði, var afstaða ríkisvaldsins til landbúnaðarins gerð að umtalsefni. Þótti samvinnomönn um mjög á bændur hallað hin síðustu ár- in, einkum hvað snertir lánamálin. Fundurinn samþykkti einróma eftir- farandi : „Nútima búskaparhættir eru mjög fjár frekir. Aukin notkun véla, áburðar og fóðurbætis bindur í landbúnaðinum fjár- hæðir, sem fara vaxandi ár frá ári. Eink- um í sauðfjárbúskapnum binzt þetta fé til mjög langs tíma, meira en tvö ár liða frá því að borið er á til heyöflunar og þar til sauðfjárafurðir eru að fullu seld- ar. Þetta langa bil hefur m. a. verið brú- að með fyrirframrekstarlánum og lánum út á birgðir frá Seðlabankanum. Árið 1960 voru gerðar breytingar á lánaregl- um, sem leitt hafa til mjög verulegrar hlutfallslegrar lækkunar á lánum þess- um. Samvinnufélögin hafa eigi að síður haldið óbreyttum reglum sinum um út- borganir til bænda fyrir afurðimar og um reikningslán til þeirra vegna kaupa á rekstrarvörum, en til þess hafa orðið að koma til sívaxandi fjárhæðir umfram afurðalánin. Nú er svo komið, að fjáröflun til þess er orðin óviðráðanlegt vandamál og verð ur annað hvort að ske, að uppígreiðslur og rekstrarvörulán samvinnufélaganna til bænda lækki stórlega, eða veruleg Iagfæring fáist á lánafyrirkomulaginu. Þess vegna skorar 61. aðalfundur SfS, haldinn í Bifröst, á ríkisstjórnina og Seðlabankann að beita sér fyrir því, að bankakerfið í landinu leysi þetta vanda- mál með því: 1. Að nægileg afurðalán verði tryggð til þess að samvinnufélögin geti borg- að bændum 90% verðsins strax við móttöku afurðanna, og 2. Að fyrirframlánin verði hækkuð á ný upp í 67% af áætluðu útborgunarverði til bænda. Jafnframt lýsa SÍS og sambandsfélög- in sig reiðubúin til að taka sanngjaman þátt í heildarlausn þessa vandamáls.“ Ekki þarf þessi skelegga fundarsam- þykkt neinna skýringa við. Ýmsir þeir menn, sem hlynntir era stjómarvöldum, hafa í ræðu og riti dáðst að núverandi framförum í sveitum Iandsins og talið þær meiri, en nokkra sinni fyrr. Þetta rekur sig óþægilega á staðreyndimar. í ræðu, sem Pálmi Ein- arsson landnámsstjóri flutti í vor, gerði hann ræktunina að umtalsefni og gaf yfirlit um framtalsskylda ræktun á ár- unum 1957—1961. Niðurstöður hans voru þessar: Framtalsskyld ræktun hefur á fyrr- nefndu árabili samtals numið 7043,85 ha. Ræktun þessi skiptist þannig á einstök ár: 1957 1330.67 ha 1958 1540.59 — 1959 1695.61 — 1960 1363.75 — 1961 1113.23 — Landnámsstjórinn taldi, að enda þótt öll kurl séu ekki komin til grafar hvað árið 1962 áhrærir, þá sé sennilegt, að ræktunin það ár verði álíka og árið 1961. Þura Árnadóttir í Garði KVEÐJA ÞURA ÁRNADÓTTIR í Garði var lögð til hinztu hvíldar á Skútustöðum hinn 22. júní. Hún andaðist 72 ára á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. júní eftir alllanga legu. Sjald an verður héraðsbrestur þótt aldurhnigin einstæðingskona safnist til feðranna. Þuru í Garði syrgja hvorki eiginmaður eða afkomendur, því að hvor- ugt eignaðist hún. Hún stóð löngum ein sér, stórbrotin og hrjúf. Svo djörf var hún og orð snjöll í lausu máli og bundnu, að hún varð snemma lands- kunn. Um nafn hennar varð þjóðsagnablær í lifenda lífi. Þuru í Garði verður lengi minnst í hópi hinna merkustu og sérstæðustu Mývetninga. Þura Árnadóttir í Garði var ársgömul þegar ungur bóndi í sömu sveit, Jón Stefánsson á Litlu-Strönd (Þorgils gjallandi) sendi frá sér sína fyrstu bók, „Ofan úr sveitum", og þótt Þura væri aðeins 10 ára þegar mesta ritverk Jóns Stefánsson- ar, „Upp við fossa“ kom fyrir almenningssjónir, var hún meðal lesenda hans og aðdá- enda. Hin unga mær kunni þá þegar skil á mörgum höfund- um, því að hún las á þeim aldri og raunar lengi síðar allt er til náðist, kunni sögur, lærði Ijóð, og snemma urðu henni hend- ingar á munni. Hér verður ekki rakin ævi- saga Þuru í Garði, til þess vant ar kunnugleika. Fyrir um það bil 30 árum sá ég hana fyrst, þá í ræðustól á Breiðumýri, þreklega, svipmikla og gerðar- lega konu, sem bæði flutti á- heyrendum mál sitt bundið og óbundið. Margt hafði ég um hana heyrt, einnig ýmsar fer- skeytlurnar hennar. Síðar urðu kynni okkar meiri. Hún var þá flutt til Akureyrar, vann í Lysti garði Akureyrar á sumrum en að ættfræði og öðrum hugðar- efnum á vetrum. Þá leit hún oft inn á skrifstofur Dags, kom stunduríi færandi hendi, eins og lesendur muna. Eitt sinn spurði ég hana um ætt hennar og upp- runa. Hún sagði þá meðal ann- ars: „Ég er ein af uppsprettun- um, sem koma undan hrauninu. Og ef forfaðir minn, Sigmund- ur Halldórsson í Gröf, sem er sex sinnum forfaðir minn, hefði ekki verið svo heppinn eða ó- heppinn að lifa árið 1703, þá 88 ára gamall, hefði enginn vit- nú, að hann var einu sinni til. Nú rekur til hans ættir sínar fjöldi manns. Bærinn Gröf lenti undir hrauni, sem rann yfir norðausturhorn Mývatnssveitar 1929. En flóðaldan, afkomendur Sigmundar, heldur enn áfram, er ódrepandi aragrúi um allan heim. Flestir eru þeir glaðlynd- ir, hraustir, margir orðheppnir eða þá glapyrtir.... “ Já, Þura var ein af uppsprett- unum undan hrauninu, en ekki var þar á ferðinni sú hljóða lind, er sameinast straumi mannlífs- ins án þess að eftir yrði tekið. Til þess fékk hún of mikið af „orðheppni“ í arf, til þess var geð hennar of stórt og hjartað of heitt. Raunar stóð hún alla ævi utan við alfaraleið, batt sig engum böndum ásta eða heim- iljslífs, sveipaði sig hrjúfum kufli fyrir almenningssjónum, en opnaði heitt og viðkvæmt hjarta fyrir þeim, sem lítils voru megnugir, fór móðurhönd- um um viðkvæman kvist, sendi fuglum lof í ljóði, unni gróðri jarðar og öllu lífi. Árið 1939 kom út „Vísur Þuru í Garði", og árið 1951 „Skútu- staðaættin“ (niðjatal Helga Ás- mundssonar) eftir sama höfund. Og margar greinar skrifaði hún í blöð og tímarit. Orðsins list gaf mörgum vís- um Þuru í Garði vængi, sem gerðu þær léttfleygar og lands- kunnar. Stökurnar hennar urðu til í einnni svipan. Ljúft er mér og skylt að lok- um að þakka kynni okkar síð- ustu árin og einnig greinar henn ar og viðtöl, sem birzt hafa hér í blaðinu á undanförnum árum. E. D. REGLUR ÖKUMANNA HINAR fjórar gullvægu reglur ökumanna eru skilgreindar í síð asta hefti af tímariti Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, „World Health“: 1. Réttur hraði. Þar er átt við það, að menn eigi að geta valið þann hraða sem hæfi stund, stað og aðstæðum. í sumum til- vikum getur 35 km hraði verið of hár, en í öðrum geturNverið áhættulaust að aka með 120 km hraða. 2. Hver á sínum stað. Bílstjór- inn á jafnan að gera sér Ijóst, að til er „réttur“ staður fyrir bíl hans: hvorki of nærri né of langt frá bílnum á undan, hvorki of nærri vegarbrúninni né of langt inni á akbrautinni. 3. Komið ekki öðrum vegfar- endum á óvart. Gefið greinileg merki í tæka tíð, þannig að öðr- um vegfarendum sé ljóst, hvað þér hafið í hyggju. 4. Látið ekki koma yður á ó- vart. Þetta merkir ekki einung- is, að menn eigi stöðugt að halda athyglinni vakandi, heldur einn- ig að menn viti við hverju má búast af öðrum vegfarendum. ÍÞorlákur Marfeinsson NOKKUR MINNINGARORÐ - Sumarleyfi liefjast íþróttir og útilíf FIMMTUDAGINN 6. júní s.l. andaðist að heimili sínu, Eski- hlíð 6a, Reykjavík, Þorlákur Marteinsson fyrrum bóndi að Veigastöðum á Svalbarðsströnd. Hann var jarðaður í Fossvogs kirkjugarði hinn 14. júní. Engum sem til þekkti mun hafa komið andlátsfregn Þorláks alveg á óvart, þar sem hann hafði legið rúmfastur að mestu í sex ár. Þorlákur Marteinsson var fæddur að Hofsstöðum í Mý- vatnssveit 8. apríl 1880. Ekki kann ég að rekja ætt hans, enda eru þessar línur ekki til þess ætlaðar, heldur vildi ég minnast mannsins sjálfs með örfáum orð um. Á unga aldri missti Þorlákur föður sinn, en ólst eftir það upp hjá móður sinni. Snemma bar á því að hann langaði til að afla sér meiri menntunar heldur en þeirrar litlu barnafræðslu, sem þá var völ á. Og því var það, að þrátt fyrir þröngan fjárhag, sótti hann um skólavist í Möðru vallaskóla og stundaði þar nám í tvo vetur, þegar hann var um tvítugsaldur. Hinn 1. maí 1905 gekk Þorlák ur að eiga Sigríði Kolbeinsdótt- ur frá Stóru-Mástungu í Gnúp- verjahreppi, og bjuggu þau sam an í sérstaklega ástríku hjóna- bandi í rúmlega 52 ár, en Sig- ríður andaðist haustið 1957. Sama árið sem þau giftu sig hófu þau búskap í Grjótárgerði í Bárðardal og bjuggu þar í 7 ár. Næstu 4 árin stunduðu þau búskap á hluta úr Kaupangi í Öngulsstaðahreppi, en 1916 fluttu þau á 1/3 hluta úr Veiga- stöðum á Svalbarðsströnd, og kaupa hann nokkru síðar. Þarna búa þau svo samfleytt í 32 ár eða til ársins 1948, og upp frá því kenndi þessi fjölskylda sig alltaf við Veigastaði. Þegar þau Þorlákur og Sig- ríður bregða búi á Veigastöðum flytja þau í Glerárþorp við Ak- ureyri og eru þar í 6 ár, en árið 1954 flytja þau til Reykjavíkur og eiga þar heima til dauðadags. Þriðjungurinn úr Veigastöð- um var ekki stórt jarðnæði, og því ekki hægt að hafa þar nema frekar lítið bú. En Þorlákur var natinn við sauðfé, fór vel með það, og lagði sig fram um að eiga vænt og fallegt fé. Eins og áður segir aflaði Þor- lákur sér menntunar í Möðru- vallaskóla. Alla tíð var hann bókhneigður og las mikið, en var vandlátur að því sem hann las. Hann hafði sérstakt yndi af því að ræða um bækur, og einn- ig skrifaði hann ritdóma um nokkrar bækur í blöð, og var þá ekki myrkur í máli, sérstak- lega um það, sem honum þótti léttmeti, en hann hafði góðan smekk bæði á mál og stíl. Þorlákur var einlægur sam- vinnumaður og var oft fulltrúi sinnar deildar á aðalfundum kaupfélaganna, bæði Kaupfél. Svalbarðseyrar og Kaupfél. Ey- firðinga. Ræður hans voru vel fluttar og sagði hann meiningu sína hispurslaust, enda var mað urinn mjög hreinskiptinn. Þorlákur átti sæti í hrepps- nefnd Svalbarðsstrandarhrepps í 20 ár, af þeim tíma var hann 13 ár oddviti sveitarstjórnar. Oddvitastarfið rækti hann með mikilli vandvirkni og sam- vizkusemi, og mun hann hafa haft að mörgu leyti ánægju af því. Þau Þorlákur og Sigríður eignuðust eina dóttur, Krist- ínu. Þessari dóttur sinni veittu þau hið bezta uppeldi, hún gekk í Menntaskólann á Akur- eyri og lauk þaðan stúdents- prófi, síðar tók hún kennara- próf frá Kennaraskólanum. Kristín stundaði síðan kennslu á vetrum en vann heima á búi foreldra sinna á sumrum, en seinna ræðst hún á skattstofu Reykjavíkur og hefur síðan unn ið hjá Reykjavíkurborg nú síð- ast hjá Rafmagnsveitunni. Eins og Kristín naut ástríkis foreldra sinna, svo nutu þau og hennar ástríkis og líjálpar eftir að hún fór að geta rétt þeim hjálparhönd. Eftir að fjölskyld- an flutti til Reykjavíkur voru foreldrar Kristínar þar í skjóli hennar lengstaf í Eskihlíð 6a, þar sem hún á góða íbúð. Eins og áður segir hafði Þor- lákur verið að mestu rúmfastur í 6 ár. Allan þann tíma lá hann á heimili dóttur sinnar, og ann- aðist hún hann, jafnframt vinnu sinni, svo ekki varð á betra kos- ið. í þessari löngu legu sýndi Þorlákur einstaka þolinmæði, og var ávalt glaðlegur og ræð- inn, þegar gesti bar að garði. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að eiga at- hvarf á heimili þeirra Kristínar og Þorláks, vikutíma á ári, und HVAÐ HEITIR SKÍÐA- HÓTELIÐ? Hér er að síðustu aðsent bréf eftir „J“, sem er gramur yfir því, að í auglýsingu hefur Skíða hótelinu í Hlíðarfjalli verið gef- ið nafn, sem öðrum ber með réttu. Hann hefur nú orðið: „Undanfarið hefur verið kast að manna á milli og jafnvel komið í útvarpi og blöðum, nýju nafni á byggingunni í Hlíð arfjalli, sem áður hefur verið nefnd Skíðahótelið. Nýja nafn- ið er Skíðastaðir. En það nafn er í notkun á öðrum skála hér í grennd og hefur verið það síð- ustu 30 ár. Við athugun á þessu hefur komið í ljós, að nýja nafnið, þótt nefnt hafi verið, er enn ekki til, sem nafn á nýbygging- unni. Þetta hefur að vísu komið til tals, og mundi sóma sér vel á þessum stað. En frekari ákvarðanir hafa ekki verið teknar í málinu. Ætla mætti, að finna mætti nothæft nafn, án þess að taka það af skíðaskála, sem annars staðar stendur og er í notkun“. ÓKU HELDUR GREITT. Nýlega lagði lögreglan „um- ferðagildru“ fyrir ökumenn í bænum, til þess að komast að því, hve liðugt væri ekið og hverjir það gerðu. Á lítilli stundu höfðu 30 ökumenn lent í „gildrunni“ fyrir of hraðan akstur, eða 50—90 km. Þessir menn hafa nú allir verið kall- aðir fyrir bæjarfógeta og með mál þeirra farið, samkvæmt því, sem efni standa til. Dagur hefur nokkrum sinn- um áður bent á nauðsyn þess að auka eftirlit með hinni miklu og ört vaxandi umferð og hvet- ur enn til þess. ÞAÐ ER AF, SEM-ÁÐUR VAR. Fyrrum leituðu íslendingar vestur um haf og námu þar land. Talið er, að fimmti hver íslendingur hafi þá yfirgefið anfarin 3 ár, og naut þar þeirrar gestrisni, sem ekki gleymist, og ég vil hérmeð þakka. Fleiri, bæði frændur og vinir, áttu þarna athvarf þegar þeir komu til Reykjavíkur. innilegasta og fegursta kær- leikssambandi milli föður og barns, sem ég hefi nokkru sinni þekkt. Ég tel mér það mikinn vinning að hafa kynnzt því. Ég veit því að söknuður Kristínar hefur verið sár, og votta ég henni innilega samúð mína. En það má hafa glatt hana að vita, „að fyrir handan hafið“ hefur móðir hennar beðið komu eigin mannsins og tekið þar á móti honum, þegar klippt var á silf- urþráðinn, sem tengdi saman líkama hans og sál. Og þar á „ströndinni“ fá þau að búa sam an „um eilífð endalaust“. Guð blessi minningu þeirra beggja. Sigurjón Valdimarsson. HÓPFERÐ HESTAMANNAFÉLAGIÐ Létt ir hefur ákveðið að gangast fyr- ir hópferð á bíl á fjórðungsmót- ið á Egilsstöðum 20. og 21. júlí. Þátttaka óskast tilkynnt til Þor- steins Jónssonar og Alberts Sig urðssonar eigi síðar en n.k. mánudagskvöld. □ landið. Þetta þjóðarbrot hefur reynzt gamla landinu vel. Trygglyndi þeirra við land feðr- anna er mikið og Vestur-ís. lendingarnir hafa reynzt hinir nýtustu landnemar vestra. En margvíslegar breytingar hafa á orðið, bæði hér heima og vestra. Hér hafa lífskjörin batn- að mjög, og einhverjum þótti á- stæða til að hlynna nú að „at- vinnulitlum“ afkomendum vest- urfaranna og bjóða þeim „upp- gripavinnu“ á gamla fróni nú í sumar. Hópur Vestur-íslend- inga vinnur nú í Vestmanna- eyjum og þar er vinna mjög mikil. En ráðningin mun að ein- hverju leyti hafa verið byggð á röngum forsendum, því nú er svo komið, að Vestur-íslending- arnir eru sáróánægðir með kjör sín og mun mál þeirra koma til kasta dómstólanna, að því er síðustu fregnir herma. Þessir frændur okkar eru vonsvikn- ir, einkum vegna dýrtíðarinnar annars vegar og vegna þess hve óhóflega lengi þarf að vinna dag hvern til þess að hafa tekjur í líkingu við það, sem þeir höfðu álitið, er þeir réðu sig til vinnu hér á landi. Það virðist hafa verið hinn mesti misskiln- ingur, að það væri eitthvert góð verk að veita Vestur-Islending- um atvinnu. STÓRA FRAMHALDSSAGAN Öll Reykjavíkurblöðin hafa nú um skeið birt sömu fram- haldssöguna, sögu eina brezka, sem er að gerast síðustu daga og vikur og ekki sér enn fyrir endann á. Nokkrir háttsettir stjórnmálamenn, ráðherra, 'hátt settur maður í utanríkisþjónust unni, læknir, lávarður og fleira stórmenni hafa gist kynbombu eina rauðhærða eða vinkonu hennar, og goldið fé fyrir. Ótt- ast er mjög um, að njósnir hafi borizt út fyrir vítahringinn, ráð herra hefur sagt af sér, sekur fundinn um of náið samband við þá rauðhærðu og grunaður (Framhald af blaðsíðu 7). vikna leyfi eftir 10 ára starfs- tíma. Lönd eins og Kúba, Nic- aragua og Panama hafa árum saman haft 30 sumarleyfisdaga á ári. „ILO News“ minnir á, að ekki sé ýkjalangt síðan sumarleyfi voru með öllu óþekkt fyrirbæri. Ungt fólk hóf þá störf sín á ald- ursskeiði, þegar það hefði átt að vera sjálfsagður hlutur að það fengi leyfi til hvíldar og skemmtunar hluta af árinu. En þegar þetta fólk hóf að starfa, var úti um allar vonir til að fá leyfi frá vinnu. Það var skrifstofufólkið sem fyrst hratt hugmyndinni um sumarleyfi í framkvæmd. Hug- myndin kom fram og fékk byr í seglin upp úr fyrri heimsstyrj- öld. Árið 1936 höfðu 14 lönd og tvö fylki í Sviss lögleitt rétt- inn til sumarleyfa. Hin almennu sumarleyfi hafa haft í för með sér stórkostlega grózku í ferða- málum heimsins og um leið um lausmælgi og ríkisstjórnin sjálf riðar til falls vegna máls þessa, samkvæmt áðurnefndri framhaldssögu blaðanna. Þegar hlé verður á réttarhöldunum, þar sem hinar „frjálslyndu“ konur skýra frá heimsóknum hinna heldri manna og mökum við þá (raunar eins og um sjálf- sögðustu hluti væri að ræða), birta svo blöðin hverja hneyksl- issöguna af annarri, áratuga eða aldagamlar um brezka yfirstétt. Já, ljótt er ástandið í hinu gamla og góða Bretlandi. SLAPPUR VAR LANDINN. í síðustu viku háðu íslending ar landskeppni í frjálsum iþrótt um við Dani. Keppnin fór fram í Reykjavík. Er þetta sjötta keppni þessara landa í frjálsum íþróttum og hafa íslendingar ætíð áður borið sigur úr býtum. En að þessu sinni sigruðu Dan- ir með mjög miklum yfirburð- um, eða með 135 stigum á móti 77. Ekki hefur það verið á orði, að Danir væru í mikilli framför í frjálsum íþróttum. Þó má vera að svo sé, en ef ekki, ættu að vera hæg heimatökin um skýr- ingar á þessum mikla ósigri okk ar manna. Það verður eflaust kærkomið verkefni íþróttafröm- uðum þessa lands, að leita or- sakanna. En það er líka umhugs unarefni fýrir skattgreiðendur almennt, hvernig fé það „ávaxt- ast“, sem þeir leggja fram úr eigin vasa til íþróttamálanna. Almenningur úti á landi undr ast stundum framferði íþrótta- hópa, er þangað koma til keppni úr höfuðborginni. Fyrir kemur að framferði slíkra er því lík- ara, að um fáVita sé að ræða en þroskaða m’enn á sál og líkama af hinum hollu íþróttaiðkunum. Frá því hefur verið sagt, og ef- laust með réttu, að stundum séu keppendur lokaðir inni og einangraðir áður en mikil- væg keppni fer fram — til að halda þeim „þurrum“. Q skapað marga nýja atvinnu- möguleika. í nokkrum löndum hefur ferðamannastraumurinn orðið tilefni nýrra iðngreina, sem enn eru á byrjunarstigi. Q - KAPPREIÐAR LÉTTIS (Framhald af blaðsíðu 7). tíma, 19,2 sek. II. verðlaun hlaut Nótt Tómasar Jónssonar, einnig á góðum tíma, 19,6 sek. í 300 metra stökki varð fyrst- ur Þytur Valdimars Kristjáns- sonar í Sigluvík (I. verðlaun), tími 22,4 sek. II. verðlaun Ljúf- ur, eigandi Haraldur Stefáns- son Breiðumýri, tími 22,6 sek. og III. verðlaun Sleipnir Gests Pálssonar, tími 22,8 sek. 350 m. stökk. Fyrstur varð Funi Ölmu Magnúsdóttur á 26,3 sek. (I. verðlaun). II. verðlaun fékk Stjarni Gísla Jónssonar í Hvammi, tími 26,5 sek., III. verðlaun Lýsingur Hjalta Guð- mundssonar. Hlauptími hans var 27.0 sek. Rétt er að geta þess, að hlaup tími hestanna yfirleitt í öllum hlaupunum er með því allra bezta, ef ekki það jafnbezta, sem náðzt hefur hér á skeið- vellinum. □ MIKIL SÖLTUN Á DALVÍK Dalvík 9. júlí. Hér er saltað á þremur síldarsöltunarstöðvum í dag, og á einni í nótt. Þessi skip hafa komið með síld síðan í gærkveldi: Björgvin með 770 tunnur, og var afli hans saltaður í nótt, Mánatind- ur kom í morgun með 750 tunn- ur, Bjarmi með 300, Eldborg með 400, Sigurfari (aflamagn ó- víst, Baldur 1100 og Árni Geir er á leiðinni. Síldin er góð, og fer ofurlítið af henni í frystingu. Heyskapurinn gengur ágæt- lega en mislingar herja í sveit- inni. Mikill ðlli í ÞESSUM mánuði hafa Akur- eyrartogararnir þrír aflað ágæt lega. Svalbakur landaði 1. júlí eft- ir hálfs mánaðar veiðiferð, 157 tonnum. Hrímbakur landaði 5. júlí 209 tonnum eftir aðeins 6 daga. Kaldbakur landaði 8. júlí 183 tonnum eftir 7 daga. Frystihúsið hefur tæpast haft undan að vinna aflann. Sæmi- lega gengur að fá stúlkur til vinnu þar, en oftast vantar karl menn við ýms störf. Sléttbakur kemst ekki út vegna manneklu og Harðbakur er í klössun í Reykjavík. S.L. sunnudagskvöld léku Vest- manneyingar á móti Akureyr- ingum hér á íþróttavellinum og fjölmenntu áhorfendur, enda veður mjög gott og ekki algengt að sjá Vestmanneyinga hér á vellinum. Leikurinn, sem var mjög ójafn, endaði með yfir- burðasigri ÍBA, 11:2, en Vest- manneyingar voru samt óheppn ir og áttu þeir fimm skot í þvey- slá eða stöng og úrslit hefðu Fjórir Akureyringar voru valdir í hið svokallaða tilrauna- landslið gegn finnska - liðinu Haka, en þeir voru Jón Stéfáns- son, Skúli Ágústsson, Kári Áma son og Einar Helgason, sem var varamaður í marki. Leikurinn sem fór fram s.l. mánudags- kvöld, endaði með jafntefli, ekk ert mark skorað. Á sunnudaginn kemur leika Akureyringar við Fram hér á Akureyri og verður sá leikur eflaust mjög spennandi. Staðan í 1. deild er nú þessi: Akranes 7 4 12 14-12 9 KR 6 3 12 10-10 7 Keppni í frjálsum iþróttum milli Héraðssambands Suður- Þingeyinga og Ungmennasam- bans Eyjafjarðar, fór fram að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu 30. júní s.l. Keppt var um verð- launagrip, sem Kaupfélag Ey- firðinga gaf til að keppa um. Héraðssamband Suður-Þing- eyinga vann keppnina, hlaut 124% stig, Ungmennasamband Eyjafjarðar fékk 62% stig. Veður var hið ákjósanlegasta, hægviðri og yfir 20 stiga hiti. Mörg góð afrek voru unnin á mótinu. Urslit í einstökum grein um urðu þessi: KARLAR: 100 m hlaup: Höskuldur Þráinsson Þ 11.3 Þóroddur Jóhannsson E ; 11.4 400 m lilaup: Höskuldur Þráinsson Þ . 56.7 Birgir Marinósson E 58.4 1500 m hlaup: Tryggvi Óskarsson Þ 4.27.8 Páll Friðriksson Þ ■4.53.0 4x100 m boðhlaup: Sveit HSÞ 47.6 Sveit UMSE 48.2 Langstökk: Sigurður Friðriksson Þ 6.71 Ingvar Þorvaldsson Þ 6.62 Þrístökk: Ingvar Þorvaldsson Þ 14.09 Sigurður Friðriksson Þ 13.73 Hástökk: Sigurður Jónsson Þ 1.70 Einar Benediktsson E 1.60 Fram 6 3 1 2 7- 7 7 Akureyri 6 2 2 2 13-13 6 Valur 5 2 1 2 10- 8 5 Keflavík 6 1 0 5 9-15 2 Þá er vert að minna á Nor- rænu sundkeppnina, en hún hef ur gengið mjög vel hér á landi, en um 20 þús. manns munu nú hafa lokið 200 m. Hér á Akur- eyri gekk vel framan af, en s.l. hálfan mánuð hefur aðsókn ver mátt vera 11:5 eftir gangl leiks- ið dræmari, því laugin hefur ins. ekki verið nægilega heit vegna Iþróffamóf að Laugum rafmagnsskömmtunarinnar, en nú er aftur hægt að byrja af fullum krafti og vil ég hvetja sem flesta til að synda. íþróttanámskeið drengja í frjálsum íþróttum heldur Knatt spyrnufélag Akureyrar á íþrótta vellinum, og er það fyrir drengi á aldrinum 10—14 ára. Öllum er heimil þátttaka, en fyrsti tím inn hefst n.k. mánudagskvöld kl. 8.00. Þátttökugjald er kr. 15.00, fyrir átta tíma. I lok nám skeiðsins verður drengjamót. — Tímar verða tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga. G. Þorsteinsson. Stangarstökk: Ófeigur Baldursson Þ 3.10 Sigurður Friðriksson Þ 3.10 Kúluvarp: Guðmundur Hallgrímss. Þ 14.32 Þóroddur Jóhannsson E 13.52 Kringlukast: Guðmundur Hallgrímss. Þ 38.95 Þóroddur Jóhannsson E 36.33 Spjótkast: Jón Árni Sigfússon Þ 46.30 Sveinn Gunnlaugsson E 42.30 KONUR: 100 m hlaup: Herdís Halldórsdóttir Þ 13.5 Lilja Sigurðardóttir Þ 13.7 I 4x100 m boðhlaup: Sveit HSÞ 57.3 Sveit UMSE 58.3 Hástökk: Sigrún Sæmundsdóttir Þ 1.47 Sóley Kristjánsdóttir E 1.33 j Langstökk: Sigrún Sæmundsdóttir Þ 4.85 Þorgerður Guðmundsd. E 4.64 Kringlukast: Erla Óskarsdóttir Þ 28.15 Kristjana Jónsdóttir Þ 27.74 Kúluvarp: Erla Óskarsdóttir Þ 9.76 Helga Hallgrímsdóttir Þ 8.73 Q Þessa tíma sem ég dvaldi í Eskihlíð 6a varð ég vitni að því löndum gætir tilhneigingar til að bæta viku við það. í Finn- landi er gert ráð fyrir fjögurra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.