Dagur - 10.07.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 10.07.1963, Blaðsíða 8
8 Ótrúlegt en satt: 1940 varð svo stórkostlegt jakahlaup í Selá, að það fyllti nær undir brúarbogann og rann yfir veginn beggja megin. Af myndinni geta menn getið sér til um hamfarirnar, hún er af Selárbrú en er tekin á kyrru kvöldi um síðustu helgi. Tveir menn freista gæfunnar í ánni. Frá vinstri remnur Hvammsá og á ármótunum er lengi von á einum. (Ljósmynd: E. D.) SumarSeyiin eru a5 hefjast Nýtt samkomuhús opnað á Ak. Á FÖSTUDAGINN var opnað- ur samkomu- og veitingasalur í Sjálfstæðishúsinu við Geisla- götu. Sem kunnugt er byggðu Sjálfstæðismenn og Sjálfstæðis- flokkurinn, undir nafninu Akur h.f., hús þetta. Er þetta annar áfanginn, sem nú var tekinn í notkun, en á neðstu hæð var áður opnuð verzlunin Kjörver. Á efstu hæð, sem enn er í smíð- um, verða skrifstofur og 60—80 manna salur með veitingaað- stöðu, auk fundaherbergja. Húsakynni þau, sem nú voru opnuð og tekin í notkun, eru á annarri hæð. Þar er samkomu- salur er rúmar yfir 300 manns í sæti, rúmgott leiksvið, setu- stofa og bar. Þar er að sjálf- sögðu eldhús, enda heitur og kaldur matur á boðstólum allan daginn. Þessi samkomu- og veitinga- hæð Sjálfstæðishússins er smekkleg og líkleg til að geta veitt hina beztu þjónustu. Eyþór H. Tómasson, form. Ak urs h.f., Gísli Jónsson, Magnús Jónsson, Jónas Rafnar og Þor- valdur Garðar Kristjánsson fluttu ræður við þetta tækifæri. Framkvæmdastjóri hússins er Þórður Gunnarsson en veitinga maður Sigurður Sigurðsson. Hljómsveit Ingimars Eydal leik- ur í húsinu. Dagur ári\ar Sjálfstæðismönn um og bæjarbúum allra heilla með hið nýja samkomu- og veit- ingahús á Akureyri. □ SUMARLEYFIN eru hafin og brátt munu allar samgönguleið- ir Evrópu fyllast af hundruðum þúsunda ferðamanna á leið til skóga, fjalla, stranda og vatna. Svo til allir launþegar í þeim löndum, sem lengra eru á veg komin, njóta sumarleyfa í ein- hverri mynd á fullum launum, en því fer fjarri að allir fái jafn löng leyfi og almennt tíðkast nú á Norðurlöndum. Þessar stað- reyndir komu fram í rannsókn sem Alþjóðavinnumálastöfnun- in (ILO) lét gera, og hafa niður- stöður hennar verið dregnar saman í tímariti stofnunarinnar, „ILO News“. ILO hefur rannsakað ástand og þróun síðustu ára í 77 lönd- um. í flestum þessara landa, eða 47, höfðu menn almennt aðeins tveggja vikna sumarleyfi. í 18 löndum, þ. á. m. Kanada, Banda ríkjunum, Japan og Spáni, eru sumarleyfin yfirleitt styttri en á sama stað, þriggja vikna leyfi tvær vikur. A. m. k. á það við um fyrstu starfsárin. Það er mjög algengt að sumarleyfi leng ist eftir að menn hafa starfað nokkur ár hjá sama atvinnuveit anda. í Bandaríkjunum og Kan- ada fá menn t. d. tveggja vikna sumarleyfi eftir 2—3 ára störf eftir 15 ára starf og mánaðar- leyfi eftir enn lengri starfstíma. Norðurlönd hafa öll þriggja vikna sumarleyfi, en víða í þeim (Framhald á bls. 5.) Konur í Öskju UM SÍÐUSTU helgi gistu yfir 40 konur frá Slysavarnadeild kvenna á Akureyri í Þorsteins- skála. Þaðan fóru þær á gos- stöðvar Öskju, fengu hið bezta veður og láta vel yfir ferðinni. Sennilega hafa ekki áður jafn margar konur lagt leið sína í Öskju í einum hóp. Fimm karl- menn voru með í för, þar með taldir ökumenn, og voru þeir hinu veikara kyni til halds og trausts. □ Fréttabréf úr Reykjadal ílfsvörin í Húsavík 1963 JAFNAÐ var niður kr. 6.100. við kr. 15.000.00 sem hámark. 500.00 á 529 einstaklinga og 18 Undanþegnar útsvarsálagn- félög á móti kr. 4.884.900.00 á ingu voru þessar bætur: Elli- og 490 einstaklinga og 17 félög ár- örorkulífeyrir, sjúkrabætur, ið 1962. mæðralaun og fjölskyldubætur, sem greiddar eru með fleiri en Við útsvaarsálagningu nú þrem börnum hjá hverjum ein- voru útsvör fyrra árs, er greidd stökum gjaldanda. Auk þess voru fyrir árslok 1962, dregin voru útsvör elli- og örorkulífeyr frá álagningartekjum áður en isþega lækkuð verulega, eða frá útsvar var lagt á. Vikið var frá einum þriðja og allt að helmingi framtölum um sérstakan frá- hvert útsvar. Hjá einstaka gjald drátt sjómanna, svo og tapsfrá- anda var tekið tillit til sjúkra- drátt milli ára, samkvæmt heim kostnaðar, menntunarkostnaðar ild í lögum um tekjustofna o. fl. Að lokum voru öll útsvör sveitafélaga. Frádráttur vegna lækkuð um 18% og færð þann- tekna eiginkonu var bundinn ig á útsvarsskrá. Hæstu útsvör emstaklinga grei'ða: Hreiðar Bjamason, skipstjóri...................... kr. 72.300.00 Gunnar Hvanndal, stýrimaður ........................— 49.300.00 Helgi Hálfdánarson, lyfsali........................— 48.300.00 Bjarni Þráinsson, sjómaður .........................— 45.800.00 Kristján Óskarsson, vélstjóri .....................— 42.800.00 Daníel Daníelsson, héraðslæknir ...................— 38.400.00 Sigurður Sigurðsson, skipstjóri .................. — 37.800.00 Sigtryggur Albertsson, veitingamaður...............— 35.900.00 Stefán Pétursson, skipstjóri ......................— 33.400.00 Dagbjartur Sigtryggsson, vélstjóri................ — 32.600.00 Hæstu útsvör félaga greiða; Útgerðarfélagið Barðinn h.f.......................kr. 111.400.00 Síldarsöltun K. Þ.................................— 85.600.00 Hreifi h.f....................................... — 77.400.00 Vísir h.f..........................................— 51.500.00 Hæstu aðstöðugjöld bera þessi fyrirtæki: Kaupfélag Þingeyinga ............................ kr. 671.600.00 Fiskiðjusamlag Húsavíkur h.f.......................— 218.900.00 Útgerðarfélagið Barðinn h.f........................— 73.000.00 Fataverksmiðjan Fífa ............................. — 66.900.00 Trésmiðjan Fjalar h.f.............................— 42.600.00 Vélaverkstæðið Foss h.f............................— 42.500.00 (Fréttatilkynning frá skrifstofu Húsavíkurbæjar). Laugum 2. júlí. Sendi þér hér með úrslit í héraðskeppni í frjálsum íþróttum milli Eyfirð- inga og Þingeyinga. Óska ég, að þau birtist í „Degi“. Fréttir héðan úr Reykjadal eru þær helztar, að sláttur er hafinn á mörgum bæjum. Munu þurrkar og góðviðri undanfar- inna daga heldur hafa flýtt fyr- ir því, að bændur byrjuðu slátt- inn. Framkvæmdir eru hafnar við endurbyggingu þjóðvegar- ins til Húsavíkur á ca 5 km kafla hér í dalnum frá Einars- stöðum norður að Helgastöðum. Eldri vegurinn var snjóþungur sums staðar á þessum kafla vegna þess, hve lágur hann var og girðingar nærri honum. Þótti því nauðsyn vegna mjólk- urflutninga að vetrarlagi, að hefjast handa um verk þetta. Raunar virðist þeim, sem ferð ast að ráði um þóðvegi nú, að allvíða séu eldri vegir — e. t. v. lagðir upphaflega fyrir hest- vagna — hættir að þola sívax- andi fjölda og þunga þeirra öku tæka, sem um þá fara. Virðist bráðra aðgerða þörf, ef ekki á að verða vandræðaástand í þess um efnum. Stórir vörubílar þurfa að gæta ýtrustu varúðar, þegar þeir mæta öðrum farartækjum, því að sökum þyngdar sinnar, ef þeir eru hlaðnir, eíga þeir Kappreiðar Féttis HINAR árlegu kappreiðar hestamannafélagsins „Léttis“ voru háðar á skeiðvelli félags- ins sunnudaginn 30. júní sl. í blíðskaparveðri og við allgóða aðsókn. Alhliða góðhross voru skráð 14 og 6 klárhross með tölt. Af alhliða góðhestum varð nr. I „Draumur" Magna Kjartans- sonar, er hlaut í einkunn 8,58 og farandbikarinn. Nx-. II var „Stjarna" Sigurbjargar Jóhanns dóttur, er hlaut í einkunn 8,38, nr. III „Ljótur“ Gests Jónsson- ar, einkunn 8,17. Hinum góðhrossunum raðaði dómnefnd eftir stafrofi án til- lits til gæða þeirra. Af klárhestum með tölti mættu aðeins 4 af 6 sem skráð- ir voru. Nr. I varð Glæsir Hreins Tómassonar og hlaut hann bik- ar í verðlaun. Nr. II Sörli Helga Hálfdánarsonar. Til keppni í hlaupum voru skráðir 18 hestar. í skeiði sigr- aði Jarpstjarni eigandí Gestur Jónsson og hlaut hann II. verð- laun. Tími 26.5 sek. (lágmarks- hraði til I. verðl. eru 25 sek.). í 250 m. stökki (folahlaupi) vann Bleikskjóni Gests Jóns- sonar I. verðlaun á ágætum (Framh. á bls. 5) stöðugt á hættu að sökkva og festa sig í vegarköntum. T. d. eru slík óhöpp alls ekki fátíð á þeim hluta Austurlandsvegar, sem liggur hér um sunnanverð- an Reykadal og Mývatnsheiði, en vöruflutningar með bílum til Austfjarða virðast hafa marg- faldazt á örfáum árum og gætir þar sennilega áhrifa síldarinnar. Fréttaritari, Laugum, S.-Þing. MIKIÐ AÐ GERA í ÓLAFSFIRÐI Ólafsfirði 9. júlí. Fjögur síldar- skip nýkomin: Sigurpáll með 2000 tunnur, Guðrún Þorkels- dóttir með 4—500, Seley með 5 —600 og Steinunn með 700 tunnur. Saltað á þrem plönum. Mikið að gera. Margt aðkomu- fólk í vinnu. Við rúning bar það nýlega við, að sauðai'klippur stungust á hol kindar einnar, svo að garn ir sigu niður. Héraðslæknirinn gerði að sárunum og mun að- gerðin hafa heppnast vel. Sum- ir bændur langt komnir með fyrri slátt Lionsklúbburinn Huginn, Akurcyri, afhenti á fundi þann 3. maí s.l. Styrktarfélagi vangefinna 25 þús. kr. að gjöf. (Ljm.: G. P. K.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.