Dagur - 22.12.1963, Blaðsíða 9

Dagur - 22.12.1963, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ DAGS 9 þær eru flatar og greiðfærari þótt grj(')tið sé engu minna. Staðar nám- um við hjá Sankti-Pétri, grjót- vörðu, sem stendur við Vatnahjalla veg á suðurbrún Hafrárdalsins. Varðan er ríflega þriggja álna há, mosavaxin nokkuð og afar fornleg. Eer hana við loft frá syðstu bæjum í Eyjafirði. Daniel Bruun fullyrðir, að varðan sé frá kaþólskum sið, en ágizkun mun það vera. Þó má vera, að eitthvað í gerð vöyðunnar bendi ti! þessa. Skammt sunnan viðSankti Pétur riðum við fram hjá fleiri vcjrðum. Allar voru þær lágar í loft- inu, svona á að gizka ein og hálf alin. Þa-r voru hlaðnar við F.yfirð- ingavég sumarið 1832 að tilhlutan Bjarna amtmanns og skáld Tliorar- ensen, en hann var aðalstofandi fjallvegafélagsins 28. janiiar 1831. Leiðin var ntt ekki lengur í fang- ið og hvöttiim við því hestana og riðum liðugt inn með Urðarvötn- um. Þau.eru tvö og liggja í kvos með urð allt í kring, snúa út og suður og eru 6—8 km að léngd, en mjó víðast hvar. Fremstur fór far- arstjórinn, eins og vera bar, síðan tveir og tveir samsíða og Joar á eftir einn og einn í halarófu, enda vegi eða vegleysu þannig háttað, að ekki var hægt að hópríða. Allir voru hressir og glaðir og ég hygg að allir hafi hlakkað til næsta dags, einkum þeir, sem ekki liöfðu áður komið á þessar slóðir, en Jreirra á meðal var éo- '■'ö* Innan stundar varð dimmt. Þeg- ar vötnum sleppti greindi maður aðeins næstu vörðu og nú var farið fót fyrir fót. Þannig var farið um stund. Himininn huldist skýjum og í Jreim á stöku stað bjartir bólstrar og myrkrið var orðið svo rnikið, að manni fannst það nærri áþreifan- legt. Og ferðafélagarnir sáust sem daufir skuggar, sem jafnvel gátu virzt af öðrum heimi. Myrkrið hafði líka gleypt vörðurnar og eng- inn vegvísir var lengur til eða ann- að til að styðjast við. Undir ofurlítilli grjótöldu stöðv- aði fararstjórinn allt í einu hópinn og sté af baki, en við fórum að dæmi hans og gengum til hans. Hestur frýsaði og Jrað glamraði í mélum. Fararstjórinn mælti: Nú er ég orðinn villtur. Hér er enginn vegur og engar vörður. Fg veit ekki hvert halda skal. Bjartmar, vilt Jrú ekki taka við forustunni? Það sló ]>ögn á hópinn. Var talan 13 orsök villunnar? Eða bjó myrkrið ylir ein- hverjum óhollum öflum? Finhver saug upp í nefið. Annar ræskti sig. Það heyrðist eitthvert pískur frá hinu blíða kyni. Svo fór einhver hesturinn að hrista sig svo J)að glamraði í beizlinu. Fkkí man ég hverju Bjartmar svaraði en helzt minnir mig, að hann tæki aðsér fararst jórnina. Var rætt um þetta fram og aftur. Síðan sté Aðalsteinn á bak hesti sínum og j)eir Bjartmar héldu af stað á undan okkur hinum. Rólega var farið yfir öiduna, enda var hún mjög stórgrýtt — og svo áfram, eitt- hvað út í buskann. Kannski lentum við austur að Kiðagili. Skökk stefna gat haft hinar óþægilegustu afleið- ingar. Máski yrði Odáðahraun okk- ar áfangastaður, eða Sprengisand- ur. Hver vissi um ])að? Loks riðum við yfir svolítinn sandfláka, svo yf- ir grjóthrygg og þannig koll af kolli. Menn tóku nú að gerast dapr ir og þögulir og aðeins var skiptzt á einsatkvæðisorðum, en stundum var grafarþögn að öðru en hófataki hestanna. Skeilurnar slógu stund- um eld við steina. Hvert erum við eiginlega að fara? spurði einhver, en fékk ekkert svar. Einhverjir þóttust heyra frýs utan úr myrkr- inu. Þegar minnzt var á áttir, urðu menn ósammála. Það tal féll því brátt niður. Yfir grjóturð — síðan sand. Allt í einu sáum við stórt stöðuvatn framundan. Það var bjart og blikandi, næstum Jrví hvítt. F.r þetta ekki vatn? Það gæti nú verið eitthvað annað. Kannski ský. Enginn vissi ])ess von, að vatn væri á Jressum slóðum, stórt vatn. Við héldum áfram í áttina að vatn- inu. En þar var ekkert vatn, eða að minnsta kosti alltaf jafn fjarri. ■Þetta skínandi fjallavatn var dular- fullt. Loks kom okkur saman um, að hér væri hvorki vatn né neitt yf- irnáttúrlegt, heldur eins konar hyllingar. Enn var ferðinni fram haldið, lengi, lengi. Það tók að gola úr einhverri átt og J)að varð svalt. Við hímdum á hestunum, niður- dregin og þögul. í svörtu myrkri öræfanæturinnar munu gamlar sagnir um voveiflega atburði hafa komið í hugann. Skuggaleg örnclni á þessum slóöum glæða ímynd- unaraflið í myrkri. En hér voru margir á ferð, hugaðir menn og hraustar konur. Það verður kannski annað uppi á teningnum, Jregar einn maður er á ferð um auðnir og óravegu, langt frá mannabyggðum og mannlegri hjálp. Þá eru sum ör- nefnin hrópuð í eyru manns, að J)ví er virðist. Ódáðahraun og Manna- beinavatn, Draugaflá og Dauðs- mannskvísl. Svo eru Jxað reimleik- arnir í Álftabrekkum norðan Blá- fellsháls. Þar á að vera á reiki svip- ur löngu liðins manns, er dimrna tekur. Hafa þeir orðið hans varir, sem þar hafa tekið sér náttstað. Og skuggarnir á Kili og Beinabrekkan. Beinin þau eru að vísu úr ásauðum Reynisstaðabræðra frá 1780 en ekki mönnum. Skyndilega nam staðar hestur sá, er fyrstur fór. Maður og hestur kom ust ekki lengra. Hesturinn bruddi mélin, frýsaði og krafsaði jörðina. Við vorum stödd á barmi geysilega djúps gils eða gljt'ifurs. Undir okk- ur og allt um kring var grjó.t, möl og sandur og kaldur næðingur blés. Yfir skinu stjörnur himinsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.