Dagur - 22.12.1963, Blaðsíða 44
44
ingar furðu lostnir er þeir líta á
þessi trölla *björg, sem Egyptar,
Grikkir og Rómverjar fluttu langar
leiðir og lögðu í vegg í byggingum
sínum án þess að fá nokkurn stuðn-
ing af furðuöflum nútímans, eins
og raforku. Það vita menn úr sögu
þessarar stórbyggingar, að þar stóðu
fyrir verkum verkfræðingar og húsa
meistarar frá mörgum þjóðum,
Sýrlendingar, Egyptar, Grikkir og
Rómverjar. Inngangur í Júpiter-
hofið er ærið stórmannlegur, 51
marmaraþrep 150 feta breið liggja
upp að hofdyrunum, þá var komið
í fagran súlnagang. Inn af honum
er hofgarðurinn. I>ar voru veggir
þykkir og öflugir og súlnaröð inn-
anvert til að halda uppi léttu sól-
þaki yfir ystu rönd garðsins. Næst
tók við sjálf fórnarhöllin. Þar var
gólfið hærra en hofgarðurinn, líkt
og kór í mikilli dómkirkju Veggir
sterklegir, háir, en meðfram þeim
58 súlur í fagurgerðum hring.
Hver súla er 02 fet á hæð og allar
úr vönduðu efni. Sól og vindar
Iiafa á aldaröðum ekki unnið veru-
lega á þessum traustu mannaverk-
um. Við hlið Júpitershofsins rís
höll Bakkusar, miklu minni heldur
en megið hofið, en þó svo rúmgóð
að þar mundi fara vel um 2000
veizlugesti ef mannfagnaður væri
þar tekinn upp að nýju. Veggir og
súlur í Bakkusarbæ eru haglega
gerðar og lítt spiltar af tönn tímans.
Þegar Sólarhof Rómverja í Líbanon
var í blóma aldurs hefur söfnuður-
inn gengið eftir hinum fögru marm
araþrepum inn í hofgarðinn. Vegg-
ir og súlur hafa dregið nokkuð úr
hita og sólarbirtu, meðan fólkið
beið eftir fórnarathöfnum prest-
anna. Reyki frá fórnareldunum hef-
ur að nokkru leyti borið fram í
hofgarðinn, þannig að holgestirnir
hafa með nokkrum hætti mettast af
angan frá fórnareldunum. Hvort
prestar og aðstoðarlið þeirra hafa
tekið þátt í veizluhöldum í sjálfu
hofinu vita menn ekki. En hin
glæsilegu húsakynni og sá stórhug-
ur sem var sýnilegur með bygging-
unni og fórnarathöfnunum segja
sögu þeirrar sóknar sem hér var lát-
in gerast til að endurreisa þrek og
kjark í þjóð, scm komin var á hnign
unarstig. Hér hafði voldugasta
þjóð Miðjarðarhafslandanna beitt
veldi sínu, tækni og mannafli til að
reisa voldugt og glæsilegt mann-
virki til að bjarga dauða vígðri
menningu frá hruni. Guðirnir þrír,
Júpiter, Bakkus og Venus fengu
vegleg húsakynni. Fórnirnar voru
færðar á hátíðlegan hátt og að við-
stöddum miklum mannfjölda.
Vcizlukostur angaði í salarkynnum,
sem varla áttu sinn líka um stór-
hyggju og fegurð. Úr höll Júpiters
var leiðin létt inn í salarkynni
Bakkusar. Þar voru húsakynni og
öll aðstaða góð til að dýrka vínguð-
inn hónum til verðugrar vegsemd-
ar og þá ekki síður hinum fjöl-
menna gestahóp, sem leitaði mann-
fagnaðar undir beztu kringumstæð-
um. Frá vínguðunum var rakin leið
til húsakynna Venusar. Þar var
veizl uf agnaðurinn f u 11 kominn
gleðileikur á efsta stigi. Þannig liðu
nokkrir áratugir. Andi og hreysti
fornrar frægðar daga kom ekki yfir
söfnuði sem áttu að endurfæðast í
Sólarhofi Rómverja. Þróttur og
þrek Rómverja var þrotið. Sólar-
hofið var aklrei fullgert. Hálf villt-
ar og menningarsnauðar þjóðir
flæddu yfir lönd og borgir Róm-
verja. Sólarhofið og saga þess er
táknræn um gæfu — og gengisleysi.
Voldugasta menningarríki vestur-
landa, sem reis, blómgaðist og eydd-
ist á þúsund árum.
Tveggja stunda gang frá jerú-
salem er Betlehem, sögufræg borg.
Um þurrktímann er umhverfið
mjög gróðurvana, melar og sand-
öldur, en í vetrarbyrjún kemur
rigning, oft dag eftir dag. Þá grænk-
ar jíörðin á svipstundu. Þá koma
JÓLABLAÐ DAGS
fjárhirðar enn í dag með hjarðir
sínar. Um jólin er Betlehem kom-
in í sumarfötin. I Gyðingalandi
bíður grasrótin síns tíma, fnll af
lífsorku, eins og kjarr í íselnzkum
fjallahlíðum.
Betlehem hefur vaxið mjög á
síðustu árum, mest vegna gestkom-
andi fólks úr fjarlægum löndum,
sem dvelur þar lengri eða skemmri
tíma, sér til gieði og hressingar,
j>ar, sem hefst upphaf nýrrar siigu
á Vesturlöndum. Þegar Kristur
fæddist í Betlehem, voru tímamót
í sögu Miðjarðarhafslandanna.
Ríki Rómverja stóð í auguin al-
jjjóða, á hæsta tindi frægðarinnar.
Það hafði vaxið á fimm öldum, frá
|)ví að vera lítið sveitajmrp á Tíber-
bökkum í heimsríki. Róm hafði
verið þjóðveldi með höfðingja-
stjórn. Nú hæfði það stjórnarform
ekki lengur stórríki, sem var að
hefja hnignunargöngu. Einveldið
var að fæðast.
Agustus breytti höfðingjaríki í
einveldi. Hinn nýi keisari vildi
vita tölu þegna sinna og lét taka
hið fræga manntal, sem varð við-
burður í ævisögu Krists. Jesús
fæddist upp með foreldrum sínum
og systkinum í Nazaret. Jósep var
trésmiður og að líkindum hefur
Jesús stundað þá iðn í föðurgarði
meðan hann hóf ekki trúboð sitt.
Jesús var sveitabarn og iðnaðar-
maður. Hann hafði lrá almennu
sjónarmiði, engin sérstök skilyrði
til að verða höfuðsmaður í mann-
lieimi.
Mitt í kyrrð og yfirlætisleysi
ættargarðsins í Nazaret, fékk hann
mikinn mannfélagsarf. Þjóð hans
var frábærlega gáfuð og átti að
baki langan þroskaferil og auðug-
ar, trúarlegar bókmenntir. Gyð-
ingar höfðu átt nmrga spámenn,
vitra og skarpskyggna. Þeir, einir
allra þjóða, höfðu eignazt sinn guð,
ósýnilegan en voldugan. Gyðingar
voru hans og hann þeirra guð.